Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 6
V.
30. desember 1928:
Þernan og prinsessan
S eint í nóvember byrjaði rann-
sókn á máli einu, sem vakið
hefir mikla eftirtekt í Þýzkalandi,
gegn þjónustustúlku einni, Mörtu
Barth að nafni, sem undanfarin ár
hefir lifað í vellystingum praktug-
lega undir því yfirskyni, að hún
væri Margrét prinsessa af Rússlandi.
Hefir hún árum saman verið gestur
og skjólstæðingur ýmissa ríkismanna
í Erfurt og þar í grennd, unz lög-
reglan komst að þessum svikum, og
tók hana fasta síðastliðið haust.
Marta Barth er 42 ára. Frá því á
unga aldri hafði hún verið þjónustu-
stúlka hjá ýmsum aðalsmönnum og
furstum. Notaði hún tímann vel, til
þess að nema alla siði húsbænda
sinna, og kynnast allri ættfræði
hinna þýzku þjóðhöfðingja. Hafði
hún flækzt borg úr borg, þangað til
árið 1921, að hún kom til Erfurt.
Tókst henni þá á tiltölulega skömm-
um tíma að vefja ýmsu ríkisfólki
borgarinnar um fingur sér.
Hún byrjaði með því að koma sér
í mjúkinn hjá tveimur öldruðum
konum, er ráku verzlun með tízku-
vörur. Konur þessar höfðu alla sína
ævi verið konunghollar mjög, og
hofðu haft það fyrir reglu að senda
ýmsu kóngafólki heillaóskaskeyti á
afmælisdögum og bví um líkt. —
Fengu þær þakklætiskort fyrir heilla-
óskaskeytin og varðveittu kort þessi
sem dýrgripi.
Marta Barth sá fljótt, að þarna
hafði hún hitt rétta heimilið. Hún
var daglegur gestur hjá konum þess-
um, unz hún flutti sig búfer’um
þangað. En einn góðan veðurdag hóf
hún máls á því, að hún væri engin
önnur en Margrét prinsessa af Rúss-
landi; dóttir Soffíu drottningar á
Grikklandi, er var systir Vilhjálms
fyrrverandi keisara. Hún væri lausa-
leiksbarn; faðir hennar konungbor-
inn, þó ekki gæti hún um nafn nans.
En Grikkjakonungur hefði viður-
kennt ætterni hennar og tekið hana
að sér, þegar hún var 14 ára. Hefði
móðir sín síðan séð fyrir því, að
hún giftist Boris þáverandi krón-
prins í Búlgaríu, en hún skilið við
hann eftir nokkurra ára sambúð.
Konur þær, sem tekið höfðu hana
í hús sitt, voru himinlifandi yfir
því, að þær skyldu vera svo ham-
ingjusamar, að hýsa svo tiginborinn
gest. Þær sögðu viðskiptavinum sín-
um frá þessu. Og sagan um orins-
essuna af Prússlandi barst fljótt út
meðal hefðarfólksins í Erfurt.
Prinsessan var vön því að hafa mik-
ið fé á milli handa, en erfiðlega
gekk fyrir henni að borga allar
skuldirnar. Og svo fór að lokum, að
konur þær, sem tekið höfðu hana að
sér, urðu að borga fyrir hana 10
þús. mörk. Konumar urðu gjald-
þrota. En hefðarfólkið í Erfurt lét
þetta ekkert á sig fá, það tók á móti
prinsessunni með opnum örmum, og
lét sem það vissi ekki um alla
víxlana og fjárprettina, sem
"prinsessan hafði í frammi. Oft kom
það fyrir, að menn buðust til þess
að fyrra bragði að borga fyrir hana
skuldir hennar. Þó skuldir hennar
ykjust, jukust jafnframt vinsældir
hennar í borginni, og allir kepptust
um að bjóða henni heim til sín.
Þegar prinsessunni datt í hug að
segja frá því, að hún væri alls ekki
prinsessa, þá skoðuðu menn þetta
eins og sérlega viðfelldið lítillæti frá
hennar hlið, og hún varð ennþá
vinsælli fyrir bragðið.
J. öllum ríkisheimilum í Erfurt
var stór mynd af prinsessunni til
sýnis; í skrautklæðum með perlum
og gimsteinum, og hafði prinsessan
sjálf skrifað nafn sitt á myndina.
Er hún hafði verið í Erfurt alllengi,
fór hún til Thiiringen. Þar settist
hún að, á dýrustu gistihúsunum, og
enda þótt hún kallaði sig þar sínu
rétta skírnarnafni, þá stoðaði það
ekkert, úr því sem komið var. —
Gistihúsaeigendur og þjónustufólkið
þekkti hana, og ríkisfólkið safnáðist
utan um hana, til þess að bera hana
á örmum sér. Árum saman lifði
hún í auð og allsnægtum unz verzl-
unarkonurnar tvær úr tízkubúðinni
í Erfurt urðu til þess að að allt
komst upp. Þær lögðu á stað einn
góðan veðurdag til Potsdam til að
heimsækja prinsessuna. Er þangað
kom fóru þær rakleiðis til Ágúst-
Vilhelms-hallar til þess að ná tali
af Margrétu prinsessu. En þar fengu
þær að vita, gömlu konurnar, að
Margrét prinsessa af Prússlandi var í
því herrans ári 1850 burtkölluð úr
hinum jarðneska táradal. Þær fengu
ennfremur að vita, að þessi vin-
kona þeirra, sem þær leituðu að,
var engin prinsessa og hafði ekkert
samband við þá konunglegu hirð,
nema það, að hún fyrir nokkrum
árum hafði verið þar þjónustustúlka.
Er þær komu heim í Erfurt sögðu
þær sínar farir ekki sléttar, og léíu
dæluna ganga, — um þjónustustúlk-
una Mörtu Barth. Er sagan barst tii
Thuringen vildi ríkisfólkið þar ekki
láta hana á sig fá, og taldi þetta upp-
spuna einn. Missti Marta Barth ekki
vináttu fyrr en lögreglan tók hana
fasta og setti hana í varðhald.
11
S umarið, sem Jónas fer utan í
fyafita sinni, markar tímamót í kveð-
skap hans. Hann er nú allt í einu kom-
inn fjarri ættlandi sínu — hann sér það
nú aðeins í draumum sínum og elskar
það nú enn heitar en áður. Hann er
kominn úr fábreytta þorpinu á Sel-
tjarnarnesi til borgarinnar, með mann-
fjölda hennar og alls kyns tækifærum,
glaumi og skarkala, vísindum, skáld-
skap og veraldarlífi. Hann drekkur
drjúgan teyg af öllum lindum hennar.
Hann finnur nú sterkar en áður and-
vara hinnar rómantísku stefnu — hann
kynnist nú fyrst og fremst hinum þýzku
skáldum. Og hann heyrir gnýinn af
frelsishreyfingu þeirri, sem hafin var
með júlíbyltingunni á Frakklandi 1830.
Allt það, sem nefnt var, kemur fram
í kvæðum hans. Formgallar þeir, sem
fundnir ve<rða á kvæðum hans áðurý
hverfa. Kveðskapur hans auðgast að
háttum og hugsjónum, sjóndeildarhring-
urinn víkkar. Sjáið, hversu nýir bragar-
hættir þyrpast nú fram!
Vér sjáum fornhættina, sem nú eru
orðnir öruggir og stílhreinir. Auk
þeirra, sem áður voru nefndir, koma
nýir til. Tögdrápulagið, létt og fjaður-
magnað eins og dansmær.
Sofinn. var þá fífill
fagur haga,
mús undir mosa,
már á báru_____
Dróttkvætt kemur fram í nýrri mynd
(lengt um eitt atkvæði, vísan fjórar
línur), en svo mjúkt, að það er nærri
því ókennilegt:
Ungur var ég og ungir
austan um land á hausti
laufvindar blésu Ijúfir,
lék ég mér þá að stráum.
Enn fleiri fomháttaafbrigði koma
fyrir, sem oflangt væri upp að telja. —
Þá koma suðrænir hættir, hlýir eins og
sumargola: Sonetta með yndisiþokka
margra alda fágunar.
Nú andar sruðrið sæla vindum
þýðum....
Terzína, marglit flétta, sem að öllu
sjálfsögðu endar aldrei:
Skein yfir landi sól á sumarvegi....
Stanza, svipmikil Og tíguleg:
Þar, sem að áður akrar huldu völl,
ólgandi Þverá veltur yfir sanda....
Elegía, lygn og tær eins og bergvatn:
Islands farsælda-frón og hagsælda
hrimhvíta móðir....
Redondilla:
Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrmm átti ég falleg gull;
nú er ég búinn að brjóta og týna.
Hjá Heine lærir Jónas tvo hætti. Fyrst
Dg fremst eftirlætisbrag Heines:
Og undir norðurásnum
er ofurlítil tó,
og lækur líður þar niður
usn lágan Hvannamó.
Hitt er spánska rómanzan (rímuð hjá
Jónasi):
Hárið sítt af höfði drýpur
hafmeyjar í fölu bragði;
augum sneri hún upp að landi
og á brjóstið hendur lagði.
Þetta em fraegustu hættimir, sem
fyrif koma hjá Jónasi, en marga fleiri
notar hann á þessum árum. Þeim er öll-
um sameiginleg mýktin.
Eftir förina út yfir hafið fjölgar líka
viðfangsefnum Jónasar. Hann yrkir enn
samsætiskvæði (en þau eru innblásnari
en áður) og erfiljóð. En svo koma ætt-
jarðarkvæðin, eins og við var að búast,
þar sem hann er svo fjarri íslandi á
vori frelsisbaráttunnar, kvæði til þess
að vekja og hvetja þjóðina — og þá
vitanlega með því að setja hinni sljóu
kynslóð fyrir sjónir dýrð fomaldarinn-
ar, að rómantískum hætti. Hann yrkir
mikið af náttúrulýsingum (Gunnars-
hólmi, Fjallið Skjaldbreiður og önnur
ferðakvæði), lofsöngva um sólina (Sól-
setursljóð) og íslenzkuna (Ástkæra, yl-
hýra málið). — Maður úti á íslandi
yrkir heldur ófimlegt kvæði um konu
i Noregi, sem verður úti — það særir
smekk Jónasar, og hann kveður um
þetta formfagra ballödu: ,,Fýkur yfir
hæðir“ (undir bragarhætti Schillers á
Ijóði Theklu í Wallenstein „Dunar í
trjálundi“ — þýð. Jónasar, — hátturinn
þó notaður áður af Bjarna Thoraren-
sen). Hann yrkir viðkvæm dýrakvæði
(Grátittlingur, Óhræsið) og kristalls-
hreinar bamavísur (Sáuð þið hana syst-
ur mína, Heiðlóarkvæði). — Háðkveð-
skap sxnum heldur Jónas áfram, en
hann verður margbreytilegri. Nú bæt-
ist skopstælingin við — það éru einkum
rímurnar, sem hann hefir að skotspæni.
Nú kemst Jónas í kynni ið hinn fyndn-
asta og andríkasta höfund samtíðarinn-
ar, Heine. Þar kynnist hann hiu róman-
tíska háði, tvísæinu, þar sem draumur-
inn og veruleikinn xækast á, þar sem
saman fer djúp viðkvæmni og meinleg
lítilsvirðing, tár blikar í augum meðan
glott leikur um varirnar. Ágætt dæmi
um þetta má nefna úr Heine. Hann yrk-
ii fylkingu af ljóðum um ást sína og
ástarsorg, og niðurstaðan verður loks-
ins:
O, König Wiswamitra,
o, welch ein Ochs bist du,
dass du so viel kámpfest und bussest,
und alles fúr eine Kuh.*
í kvæðum Jónasar ber ekki alls kost-
ar mikið á hinu rómantíska tvísæjaháði,
en sýnu meira í bréfum hans og brot-
xrm. — Um samband Jónasar og Heines
skal ekki rætt frekar hér, en það er
skemmtilegt efni, sem kastar Ijósi á
skapferli Jónasar.
VI.
I upptalningu minni á háttum Jón-
asar eftir hina fyrstu brottför hans af
íslandi, hefi ég ekki litið á það, hvort
þeir koma fram seint eða snemma á ár-
unuxn eftir 1832. Þetta kemur af því, að
allan þennan tíma er formið það sama
hjá honum. Ef nokkurs væri þar við
að geta, þá er það, að vera má, að hætt-
ir Heines séu honum tiltækastir á síð-
ustu árum. En að efni og efnismeðferð
hygg ég aftur á móti, að iinna megi
breytingu á siðustu árum hans. Eí ætti
að kenna þetta tímabil við nokkuð, þá
væri það helzt raunsæi og klassicismi.
Hvað ég á við með þessu, mun brátt
koma í jós.
Það er ekki efi á, að þunglyndi Jónas-
ar hefir farið vaxandi hin síðari ár, og
kemur það greinilega fram í ljóðum
hans. Áður féll enginn skuggi af raun-
um hans inn í sólheima fegurðarinnar,
* í þýðingu Hannesar Hafsteins:
Þú vesalings Hailur á Hamri,
hræðilegt naut ert þú,
að þú skulir þjást svona mikið
og það fyrir eina kú.
skáldskapinn. Nú verða þeir fleiri og
fleiri. Hann bairnar sér nærri því
aldrei og er alltaf karlmenni. En í fjöl-
mörgum hinna síðustu kvæða hans er
hin þunga undiralda sársaukans.
En svo eru önnur kvæði, þar sem
honum hefir tekizt að drottna alveg yfir
klassicisma. í þvi orði er oft fólgin hug-
myndin um hina grísk-rómversku forn-
öld. En það getur líka táknað þann
anda, það horf við hlutunum, sem er
skylt að einhverju grísk-rómverskum
anda.Klassicismi er því um fjölmörg
atriði ólíkur eða jafnvel andstæður
rómantíkinni. Rómantíkin hefir mætur
á fjai'laegðinni, rökkrinu, gruninum, ein-
staklingnum, gefur tilfinningunum og
ímyndunarafli lausan taum. Klassicism-
inn metur meira nándina, vissuna, birt-
una, hið sammannlega, vill skorða ást-
ríðurar í ströngu formi.
í öllum hinum beztu kvæðum Jónas-
ar, nema þá helzt ástakvæðum hans,
ber mikið á klassískum anda — sum
rómantísk einkenni eru þar ekki til»
svo sem ástin á tunglsbirtu og rökkri,
En í mörgum síðustu kvæðum hans
sigrar hinn klassíski andi að fullu, svo
að það er ekki eftir snetfill af rómantík.
Vér fáum ljósar, skarpar, raunsæjar,
svalar lýsingar á þjóðlífi (Sláttuvísur,
Formannavísur) eða þá staðalýsingar.
Ömurlegt allt mér þykir
útnorður langt í'sjá;
beinin hvítna þar beggja
bræðranna klettinum á.
Það mætti vel líkja kvæðum sem
Gunnarshólma við málverk, þessi kvæði
eru rismyndir (reliefs) í griskum stíl,
úr hvítum, svölum marmara.
6 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
32. tölublað 1963