Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 8
15. nóv. 1925:
Dr. Alexander Jóhannesson
Ég þurfti að bregða mér snögga
ferð síðastliðið sumar til Hamborgar
frá Kaupmannahöfn. Fór ég loftleið-
ina og flaug á 2 tímum og 15 mín-
útum vegalengd, sem er á 4. hundr-
að kílómetrar, eða nál. 7 sinnum
lengri leið en héðan til Þingvalla.
Með jámbraut er þessi för til Ham-
borgar farin á nál. 12 tímum, og er
því tímaspamaðurinn verulegur. —
Kaupmannahöfn hefir flugsamband
við Hamborg tvisvar á dag, kl. 7 á
morgnana og kl. 4 síðla dags. Ég
hafði flogið 1919 á Þýzkalandi stutta
vegalengd (nál. 50 km) í hemaðar-
flugvél; var hún opin og minnist
ég þess, að flugmaðurinn er hét v.
Eggerz og hafði skotið niður 16 ó-
vinaflugvélar á austurvígstöðvun-
um, var alvarlegur og virtist órór,
áður en við lögðum upp. Svifum
við þá yfir Rauðstokk og flugum
nokkum spöl yfir Eystrasalti og sá
þar hvarvetna í botn ofan úr loftinu.
Nú vissi ég, að allur útbúnaður var
orðinn miklu betri og fargjaldið var
litlu dýrara en að ferðast í svefn-
vagni að nóttu til (fargjald í loft-
inu milli K.hafnar og Hamborgar
er 80 kr.)
Farangurinn
Ég flýtti mér því að láta árita vega-
bréf mitt, tók saman föggur mínar,
sem reyndar máttu ekki vera þyngri
en 15 tvípund (annars skal greiða auka-
gjald fyrir það sem fram yfir er), og
ck í bifreið frá gistihúsi því, sem Danir
kenna við England og nefna á frönsku
því að þar er allt fínt, sem franskt er.
Flugvöllurinn er lengst úti á Amager,
og vorum við samferða þangað farþeg-
arnir 5, er ætluðum til Hamborgar:
miðaldra hjón og ung stúlka, kaup-
sýslumaður einn og ég. Þegar út á flug-
völl kom, beið vélin þar albúin, en áð-
ur urðum við að láta tollrannsaka far-
angur okkar, líta á vegabréfin og vega
okkur, líta á vegabréfin og vega okkur,
því að vél þessi mátti ekki taka meiri
farþegaþunga en 880 pund. Sjálf vóg
hún 1983 kg. eða nærri tvö tonn og var
burðarmagn hennar samtals 2968 kg
(flugmenn, farþegar, farangur o.fl.
n.áttu vega samtals 985 kg).
f
Ferðaþægindi — lagt af stað.
Loks var lagt af stað. Flugmennirnir
tveir, stýrimaður og vélamaður, skrýdd-
ust flugbúningi sínum, sem var skinn-
kápa frá hvirfli til ilja; var það líkt og
sjómenn færu í skinnbrækur sínar, enda
átti nú líka að leggja út á ólgandi haf,
lofthafið. Við farþegarnir stigum nú
app í flugvélina og fórum inn í klefa
vorn; var hann all rúmgóður með þægi-
legum sætum, sex hægindastólum, er
voru negldir fastir við gólfið, og voru
þrír hvoru megin, en á 'hverjum stól var
iaus-gyrt ól, til þess að spenna sig með,
ef ske kynni að gæfi á. Við hvern stól
var lítil rúða, er mátti ýta til hliðar,
svo stinga mátti höfðinu út. Loks var
mjór gangur milli stólaraðanna, og aft-
ast í vélinni lítið salerni. Við hengdum
föt okkar á snagana, hagræddum okkur
í stólunum, vélin komst í gang og svif-
um við nú hægt upp á við nokkur hundr
uð fet. Léttur roði færðist yfir vanga
ungu stúlkunnar og greip hún ósjálfrátt
í hönd förunauts síns og óskaði þess
að hún væri komin aftur niður á jörð-
ina; en þessi hræðsla hvarf brátt, og
leið ekki á löngu áður en hún kveikti sér
í vindlingi, líkt og við gerðum.
150 km á klst.
Við svifum nú í nokkur hundruð
metra hæð, en sáum þó greiniiega nið-
ur á jörðina, fólk á ökrum við korn-
vinnu, eimreiðir og bifvagna, er mjök-
uðust áfram eins og silakeppir og urðu
aftur úr að vörmu spori. Við flugum
yfir Masnedsund milli dönsku eyjanna
á 2-3 mínútum, en gufuferja þarf til
þess 20 mínútur. Veður var ágætt, en
ofsarok virtist manni vera, ef stungið
var höfði út um glugga, svo mikill var
loftþrýstingurinn, eiida var flughraðinn
150 km. á kiukkustund. Við fórum vitah
lega stytztu leið í loftinu og komum
brátt fram hjá Lúbeck, varð þá regn-
skúr á vegi okkar og stýrði flugmaður-
n.n á hlið við hana og hallaðist þá
flugvéiin nokkuð. Leit ég þá út um
gluggann og virtist mér landið allt í einu
vera orðið að brekku, og að flugvélin
færi með geysihraða niður eftir brekk-
unni; en vélin réttist brátt við og lá
nú landið slétt fyrir neðan, eins og
áður. Við farþegarnir vorum nú hættir
að líta á landslagið, en lítið varð af sam-
ræðum í vélinni, því að hávaðinn í mót-
crnum veitti okkur erfitt að talast við,
nema með því að gala inn í eyrað hver
á öðrum. Flugmennirnir tveir sátu
íremst í vélinni á upphækkuðum sætum,
og virtust orðnir vanir starfa sinum, því
að mestan tímann sátu þeir með „Extra-
bladet“ fyrir framan sig. Við sáum
brátt turna Hamborgar rísa í fjarska,
• n áður en okkur varði minnkaði hávað-
inn í mótornum og vélin seig hægt nið-
ur á við. Á örstundu vorum við komin
r.rður á stóra sléttu, ..flugvöllinn fyrir
utan Hamborg, og vélin féll með all-
þungu braki niður; síðan þutum við yf-
ir völlinn í vélinni að flugbyrginu, og
fór þar fram samskonar rannsókn á far-
angri og vegabréfum og í Khöfn. Þar
beið okkar bifreið, er flutti okkur inn
á Jungternstieg í Hamborg, og var þar
með flugferðinni lokið.
Framfarir síðustu ára.
Öllum er kunnugt, að fluglistin tók
atarmiklum framförum á ófriðarárun-
um. 1914 voru til í öllum heiminum ná-
lægt 2000 flugvélar. Voru þær nær ein-
göngu notaðar í íþróttaskyni og voru
n jög ófullkomnar. Vélarnar voru þá
mjög léttar og allt efni var þá fíngert
og brotnaði oft, enda voru þá flugslys
mjög tíð. Þá þótti næstum þrekvirki, ef
ilugvél gat haldið sér í lofti marga
tíma, án þess að detta niður. En þegar
óíriðurinn skall á, þurftu ófriðarþjóðirn
c r mjög að halda á flugvélum, til rann-
sókna um herflutninga óvinanna, og síð-
ai til að varpa sprengikúlum úr lofti
á herfylkingar og herstöðvar. 1918 hafði
Þjóðverjum tekizt að gera flugvél, er
vóg sjálf 10 þús. kg. og gat borið 4200
kg. Hafði hún 5 mótora, er hver hafði
245 hestafla magn. Tóku nú flugvélar
að gera sprengiárásir úr lofti, og er í
írásögur fært, að eitt sinn hafi 400 flug-
vélar tekið þátt í loftárás. Á tveim
nóttum 1918 (18. til 19. og 21. til 22.
júní) var varpað úr lofti á vesturvíg-
stöðvunum sprengiefni, er nam samtals
166480 kg. Flugvélasmíðum fjölgaði með
ári hverju og létu Þjóðverjar, Frakkar,
Englendingar og Ameríkumenn smíða
samtals nál. 170 þús. flugvélar á ófrið-
arárunum, og voru Frakkar þar fremst-
ir með nál. 70.000 flugvélar. — Frakk-
£>r eiga nú stærstan loftflota, og ef ófrið
ber að höndum, geta þeir á örstuttum
tima sent 3400 flugvélar gegn óvinum
sínum. Stærsta flugvél í heimi, er nú
er til, er amerísk og er nefnd the Bar-
J;ng Bomber; vegur hún hlaðin 16.790
kg og getur komizt 2100 metra í loft
upp.
Nýtt samgöngutæki.
Þegar friður var saminn, var mörgum
flugvélum breytt í loftfarartæki og loft-
linan París-London tók til starfa árið
1918. Notaðar voru í byrjun litlar flug-
vélar, er tóku 2 farþega, en þetta breytt-
ist fljótt er menn komust að raun um,
að flugvélar gátu verið uppi í hvaða
veðri sem er, jafnvel í aftaka stormi.
Afl hinna sterku mótora reynist sterk-
ara en andspyrna hvassviðris, og nú
fura á hverjum klukkutíma flugvélar
?f stað frá París til London, og tekur
hver þeirra venjulega 10-12 farþega.
Ei nú svo komið, að á sumrin fara fleiri
farþegar loftleiðina milli þessara
tveggja höfuðborga heims en með járn-
braut eða gufuskipi. Og víðsvegar um
Evrópu eru komin föst loftsambönd, er
láta flytja póst, farþega og vörur á
milli. Kaupmannahöfn hefur t.d. fast
loftsamband við Hamborg, Berlín, Mál-
hauga og Warschaw. Einkum er afar
hentugt að flytja póst í loftinu, ef um
langar leiðir er að ræða, og má geta
þess, að tveir þriðju hlutar allra póst-
sendinga milli Evrópu og Marokkó fara
í loftinu. 1924 var loftnetið í Evrópu
samtals 20 þús. km. og er flogið á
þessu svæði daglega eftir ákveðnum
ferðaáætlunum.
Löggjöf og samvinna.
Þegar menn sáu fram á það eftir
ofriðinn, að uxmt mundi að nota flug-
vélar til fólks- og vöruflutninga, var
haldið stórt flugmót í Haag 1919. Komu
þar saman fulltrúar frá 6 loftferðafé-
lögum, — íhskum, þýzkum, hollenzk-
um, sænskum, norskum og dönskum, og
var þá stofnað Alþjóðaloftflutningafé-
lagið („The International Air-Traffic-
Association"). Hefir félag þetta unnið
rnikið starf og gagnlegt, komið á föst-
um flugsamböndum, tengt fluglínurnar
í ýmsum löndum saman, sett reglur utn
afgreiðslu og viðskipti, samið ferða-
áætlanir, ákveðið fargjöld o.fl.
Nágrannaþjóðir hafa orðið að gera
samninga sín á milli og vegna lofteft-
irlits hefur orðið að veita einstökum fél.
sérréttindi til flugferða landa á milli,
því að ella yrði allt tolleftirlit gagns-
laust. Til tryggingar því, að félög þessi
vandi allan útbúnað sem bezt má verða,
hafa þjóðirnar sett lög, er skipa fyrir
um próf flugmanna, rannsókn á mótor-
um, læknisskoðun flugmanna, eftirlit
o fl. Því að nú er svo komið, að flugvélar
eru orðnar algjörlega örugg farartæki,
nvernig sem viðrar. Raunar koma fyr-
ir stöku sinnum flugslys, en þau eru
orðin afarsjaldgæf og ekki tíðari en
Siys á járnbrautum og gufuskipum. Áð-
ur kom það oft fyrir, að flugvél missti
alla stjórn, ef hún varð fyrir snarpri
vindhviðu í lofti uppi; en mótorarnir
eru nú gerðir svo sterkir, að slíkt er
óhugsanlegt lengur, og komi það fyr-
ir, að vélin taki dýfu, réttist hún við af
sjálfri sér, hún er þannig gerð. Þá get-
ur og viljað til, að mótorinn eða mót-
orarnir bili í lofti uppi, og þarf ekki
mikla bilun til þess, að mótor nemi
staðar. En vélar þessar eru svo vel gerð-
ar og sterkar, að slíkt hendir afar-
sjaldan, og verður heldur ekki að tjóni,
þó að svo komi fyrir. Vélin verður þá
að lenda, rennir sér niður á ská og kem-
ur heilu og höldnu ofan, því að nákvæm
ltga sama verður, er flugvél lendir;
mótorinn er fyrst settur á hægan gang
cg síðan stöðvaður. Flugmennirnir sjálf-
ir verða að ljúka prófi í flugfræði, og
strangt eftirlit er haft með þeim. Loft-
löggjöf Dana er nú 5 ára gömul (frá
sept. 1920) og er þar kveðið á um að
framkvæma skuli eftirlit með hverri
farþegaflugvél 6. hvern mánuð. En auk
þessa fyrirskipaða eftirlits ber við og
við að líta eftir mótorum og öllum flug-
útbúnaði. Sérfræðingur skal auk þess
á hverjum morgni, áður en flug hefst,
rannsaka mótorana, og eru sérstakar
mótordagbækur haldnar um allar far-
þegaflugvélar. Flugmannarannsóknin
nær aðeins til 6 mánaða í einu og fer
þá fram ný rannsókn og læknisvottorð
er endurnýjað á hverju ári.
Flugvélar á íslandi
og landhelgisgæzlan.
Flugvél sú, er fengin var hingað til
lands fyrir nokkrum árum, átti líklega
að sýna, að unnt væri að fljúga í íslenzku
lofti, líkt og fyrsta bifreiðin leiddi í
Ijós, að unnt væri að aka á íslenzkum
jarðvegi. Allar nýjungar þarfnast tima
til að þroska, og menn þurfa að venjast
þessu nýja farartæki. Eftir örfá ár verð-
ur flogið að staðaldri milli íslands og
Englands á einum degi og um allt ísland.
vestur, norður og austur á einum degL
Þá verður fast loftsamband á sumrin
til Þingvalla, og tekur það 20 mínútur
með núverandi flughraða að komast
þangað; norður í land verður flogið
á tveim tímum og lendingarstaðirnir
verða á pollunum á ísafirði og Akur-
eyri, á Seyðisfirði, á Þingvallavatni o.s.
frv., því hér verður að nota vatnsflug-
vél vegna staðhátta. Flugvellir eru hér
óvíða af náttúrunnar hendi, en all-
kostnaðarsamt er að gera þá. Þing og
stjórn ætti nú að láta kaupa hentuga
flugvél til landsins. Hún kemur að
margskonar gagni, og þótt ekki væri
nema vegna strandvarnanna, er vér
hyggjumst nú að taka í hendur vorar,
rr.yndi flugvél margborga sig. Það myndi
Eftir dr. Alexander Jóhannesson
8 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
32. tölublað 1963