Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 20
aftur til Parísar, og stundar síðan list sina af sama kappi og áður og með æ vaxandi þroska og þekkingu bæði á fornum listastíl og nýjum. Lesendum Morgunbl. er Ásmundur Sveinsson kunnur af grein í Lesbók 8. nóv. 1925. Þar er og mynd af Sæ- mundi fróð á selnum, er listamað- urinn gerði í Stokkhólmi. Þau urðu örlög þeirrar höggmyndar, að hún varð fyrir vætu og frosti á ofan — og féll í mola. Er höggmynd sú, sem nú komst inn á listasýninguna, gerð hér í París og allmjög frábrugðin hinni fyrri. Ásmundur er lesinn mað 2. des. 1928: Ásmundur Sveinsson I sland er að eignast fleiri land- nema í heimi listanna. Hér er fögn- uður mikill meðal landa í París þessa dagana. Haustsýningin mikia hefst í dag — og þar á landi okkar, Ásmund ur Sveinsson, standmynd mikla af sjálfum Sæmundi fróða á selnum. Annars er það engum heiglum hent að komast inn á „haustsalinn“. Þang- að er engum lærlingum hleypt — þeir eiga heima á vorsýningunni. Enda eru þeir sjálfir eins og vorið, gróandinn. List þeirra getur verið ósjálfstæð ennþá — en hún verður bara að gefa vonir um sumargróður síðar meir, hjá hinum fullþroskaða listamanni. — Og þegar svo er kom- ið — þegar maðurinn er orðinn sjálf- stæður listamaður — þá getur hann borið listaverk sín fram fyrir þann hæstarétt, sem dómnefnd haustsýn- ingarinnar er, á listasviðinu. — Fáir komast þó inn í fyrsta sinn, er þeir senda hæstarétti þessum handaverk sín. En landi okkar varð einn af þessum fáu útvöldu. Og því meiri ástæða er fyrir fsland og íslendinga að samfagna honum. Annars er nú Ásmundur því van- ur að vera framarlega í fylkingu. Þriðji maður í röðinni varð hann við inntökupróf við listaháskólann í Stokkhólmi, þá nýkominn að heim- an með goðfrjótt listamannseðli í brjóst borið, og margs konar hugviL Er hann einn þeirra manna, er legg- ur á flest gjörva hönd. Og leiðir af því, að list hans er frá upphafi fjöl- þætt og fjölbreytt. Eftir þriggja ára nám á listaháskólanum er Ásmundur meðal hinna þriggja albeztu nem- enda háskólans, sem til þess vanda verks eru kjörnir að skreyta hina miklu nýju sönghöll Stokkhólms. Og 1922 fær hann heiðurspening lista- háskólans. Frá Stokkhólmi fer Ás- mundur til Þýzkalands — þaðan til Parísar. Fær, að verðleikum, ferða- styrk frá Alþingi 1926, og ferðast um Ítalíu og Grikkland — kom svo ur á fornsögur vorar og ramíslenzk- ur í anda. — Hefir hann meðal ann- ars gert uppdrátt að höggmynd af Gretti deyjandi. Er það stórkostlega fögur og áhrifamikil teikning. Og væri vel, ef listamaðurinn gæti feng- ið tíma og tækifæri til þess að höggva þá mynd — og helzt fleiri slikar höggmyndir af fornum hetjum okkar og forfeðrum. Eigum við ó- þrotlegt efni í sögunum í slíkar högg- myndir — bæði karla og konur. Væri landinu og þjóðinni sómi og komandi kynslóðum hinn dýrmætasti fjársjóður að eiga sem flest slík lista- verk, er að sínu leyti samsvöruðu mannlýsingunum í sögunum okkar. Og veit ég engan listamann okkar betur til fallinn en Ásmund að leysa slíkt vandaverk af hendi og slíkt stórvirki, sem þetta væri. Nú í sumar hefir Ásmundur unn- ið talsvert að því að gera andlits- myndir — meðfram af löndum 'hér í París. Hefir hann gert ágæta mynd af konu sinni, aðra af söngmanninum góða, Eggert Stefánssyni, sem hér dvelur nú og skemmtir Parísarbú- um — og heiminum — stöku sinnum, með því að syngja í útvarp. Undirrit- uð er síðust í röðinni, og er lista- maðurinn að leggja síðustu hönd á verkið. Ásmundur gerir ráð fyrir að dvelja hér fram eftir vetrinum, og fara síð- an heim með listaverk sín og sýna þau í Reykjavík. Vona ég, að þeim hjónum verði vel fagnað þar heima. — Frúin er á sínu sviði listamaður og leikur allt í höndunum á henni, er hún tekur á nál. Hefir slíkt kom- ið sér vel í fátækt og þungum leg- um. Hefir Ásmundur legið hér þungt haldinn í taugaveiki mánuðum sam- an fyrir einu ári. En nú er hann löngu búinn að ná sér, og fullur brennandi áhuga á list sinni. París, 2. nóv. Björg C. Þorlákson. 0 13 kirkju-vísum sínum, að áheitin séu ekki síður frá eldri tíð en yngri: Happaverlc er haldið heit aö efna mér, og að sá alvaldi, umbuni þar fyrer; margir dœmi muna Jiaug frá eldri bæöi og yngri tíö, sem alrœmiö ei laug. Sérstaklega álítur hann, að öllum þeim forsvarsmönnum kirkjunnar, sem byggðu hana eða bættu, hafi fyrir það borizt ,„.... höpp og bjargir bú sem styrktu mest“. og lifað við hagsæld upp frá því, með- an þar dvöldust. Sérstaklega þakkar presturinn mikla hagsæld Bjarna ridd- ara Sívertsens (sem var upprunninn í Selvogi) því örlæti hans við kirkjuna, að hann 1778 gaf henni skriftastól: Enn er dœmiö eina, ei sem neitast kann, lyst fékk lukku reyna lofsœll köföingsnumn, borgari Bjarni Sigurösson, skriftasœti sæmdi mig, og sinni upp náöi von Sigldi sá af landi, sótti frama og auö, viö ófriö ósígrándi, Enskra og Dana nauð, efldist meir hans œra og fé, konga tveggja komst % gunst kjörinn riddare. V íst má telja, að meðfram liggi leifar hins forna trúnaðar á kirkjuna til grundvallar samúð sóknarmanna ir.eð kirkjunni, er • þeir máttu ekki hugsa til þess að hún væri flutt burt úr sandinum við sjóinn. En til þess voru og þær raunhæfar ástæður, að þar hafði kirkjan staðið um aldaraðir, og af sjó að líta, var kirkjan þar á sandinum róðrarmönnum bezta sjó- merki, þegar leituðu lendingar. — Hins vegar knnu líka tilraunir kirkjuvalds- ins tii að fá kirkjuhúsið flutt í óþökk EÓknarmanna, hafa orðið til að auka og efla samúð þeirra með þessu gamla guðshúsi, er auk þess sem svo margar gamlar endurminningar voru tengdar við kirkjuna, stóð þarna svo sem minnisvarði fornrar frægðar höfuð- bólsins á Strönd, en var nú orðin eins og einstæðingur þarna á sandinum, eftir að allt annað, sem þar hafði áður verið, var horfið burtu. En með vaxandi samúð almennings með þessari kirkju sinni, má gera ráð fyrir, að lifnað hafi aftur yfir gömlum trúnaði á hana, og sú sannfæring náð enn meiri festu með alþýðu manna að það, sem vel væri til kirkjunnar gert, yrði þeim til hagsældar og hamingju, sem gerði, af því að það væri gert til lans þakka, sem húsið var helgað. — bá, er þetta ritar, lítur svo á, að með þessu sé gefin nægileg skýring þess, hversu trúnaðurinn á Strandar- kirkju hefur haldizt með alþýðu fram á vora háupplýstu daga. Mun engin ástæða til að setja það í nokkurt sam- band við trúnað manna á kyngikraft séra Eiríks „fróða“ á Vogsósum Magnús- sonar, sem var Selvogsþingaprestur 1677—1716 eða full 39 ár, þrátt fyrir aliar þær sagnir, sem mynduðust um hann, enda er eftirtektarvert, að ekki er nein þjóðsaga kunn um séra Eirík, þar sem Strandarkirkju sé að nokkru beint getið. Og sennilega hefur séra Jóni Vestmann ekki verið neitt kunnugt um samband þar á milli, því að naumast hefði hann látið þess ógetið í vísum smum, ef á hans vitorði hefði verið, svo viða sem hann kemur við; en séra Jon var prestur þar eystra í 32 ár.* A ð „upplýsing" aldar vorrar hef- ur ekki gert að engu trúnað manna á Slrandarkirkju, er á allra vitorði, sem blöðin lesa, enda hafa verið svo mikil brögð að áheitunum á kirkju þessa hin siðari árin, að auðtryggni manna í sam * Séra Jón Vestmann var uppgjafaprestur i Kjalarr.esþingabrauði er faðir minn sál, byrj- aði þar prestsskap 1855. Hafði séra Jón setið að Móum, sem var lénsjörö prestsins 1 þing- unum. Vildi faðir minn ekki hrekja hann burtu þaðan hálfníræðan og fékk sér því verustað á Hofi og dvaldist þar árin sem hann var á Kjalarnesinu. Oft heyrði ég föður minn sál. minnast á þessi gömlu prestshjón. Pótti honuni þau ærið forn í framgöngu og hátt- um. En sr. Jón kunni frá mörgu að segja og þótti föður mínum því gaman að spjalla við hinn. aldraða klerk, enda mun hann sjald- an hafa átt þar leið um svo að hann ekki sktyþpí af baki til að hellsa upp á gartila ir.anninn. Séra Jón dó ■ 1®59, , en þá var ■ íaðir nin kominn að Görðum. bandi við hana hefur aldrei komizt á hærra stig. Kirkja þessi er nú orðin rikust allra kirkna á þessu landi, á tugi þúsunda á vöxtum og er sjálf hið stæðilegasta hús, er getur enzt lengi enn. Er því sízt um gustukagjafir að ræða, þar sem áheitin eru. En svo er auðtryggnin rík, að kirkjunni berast áheit frá mönnum, sem hafa ekki hug- mynd um hvar í landinu kirkja þessi er. Hingað hafa einatt borizt áheit í bréfum, sem fyrst hafa farið norður á Strandir, af því hlutaðeigandi áleit kirkju þessa vera þar nyrðra! Þeim sem þetta ritar, er það sízt á móti skapi, að gefið sé til guðsþakka og að einnig kirkjur hér á landi njóti góðs af því örlæti manna. En þegar menn hugsa til þess, að annars vegar á í hlut ríkasta kirkja iandsins, en hins vegar eru hér starfandi ýmis nyt- semdarfélög og þarfar stofnanir, sem vegna fjárskorts eiga örðugt upp- dráttar, þá er ekki að furða þótt þeim fyndist tími tii þess kominn, að menn hættu að færa fórnir á altari auð- tryggninnar með Strandarkirkju-áheit- um sínum, en létu heldur örlæti sitt i té stofnunum, sem áreiðanlega eru gjafa þurfar og starfa fyrir góð mál- efni í almennings þarftir og alþjóð til heilla. Það má vera auðtryggni á mjög háu stigi, sem álítur, að minni blessun íylgi því að lofa gjöfum til Stúdenta- garðsins eða Elliheimilisins eða Sjó- mannastofnunnar eða Sumargjafarinnar, svo að ég nefni aðeins nokkur fyrir- iæki frá allra síðustu árum, en að iáta þær renna sem áheit til Strandar- kirkju, sem aiis ekki er neinn gjafa- þurfL 20 lesbok morgunblaðsins 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.