Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 4
aði grípa tækifærið til þess að koma á
safnið.
Mjög kvartar M. Þ. undan því, hve
skilningur sumra á verndun þjóðminja sé
enn daufur. Torfkirkja ein í Borgarfirði
var t. d. brotin niður fyrir nokkrum ár-
um, enda þótt M. Þ. hefði óskað eftir,
að hún yrði ekki rofin að honum forn-
spurðum, þar eð hann vildi sjá svo um
að hún fengi að standa óhögguð. — Nú
eru aðeins eftir fáar torfkirkjur í land-
inu, kirkjan að Hofi í Öræfum, er var
lagfærð fyrir nokkrum árum, sumpart
eftir fyrirsögn M.Þ., kirkjan í Saurbæ í
Eyjafirði, og Víðimýrarkirkja, sem þjóð-
minjavörður hefir óskað að fá keypta
og varðveitta á staðnum.
Lýsing þjóðminjavarðar gefur glögga
hugmynd um hvernig ástandið er.
Þ að vantar ekki aðsókn að safn-
inu. Æskulýðurinn sækir safnið, vill
fræðast af því, vill fá þar leiðbeiningar
til þess að fara eftir. Þeir, sem kynnast
vilja þjóðlífi voru og menningu á liðnum
tímum, sækja þangað fyrst og fremst.
Þeir, sem æskja að búa til eitthvað þjóð-
legt, fara þangað að leita sér fróðleiks
og fyrirmynda.
En safnið vantar fé til að kaupa muni,
húspláss, birtu, sýningaráhöld. Það vant
ar vinnukraft — og skilning margra,
sem hafa vald yfir mimum, er varð-
veitast eiga. Kóróna vamhirðunnar og
skilningsleysisins er, að safnið skuli vera
geymt í þeim húsakynnum, er auðveld-
lega geta brunnið.
Það liggur í augum uppi, að byggja
þarf hús fyrir Þjóðminjasafnið, þannig
úr garði gert, að það sé við þess hæfi
— svo gripir í safninu geti notið sín. Sjá
þarf safninu fyrir fé og vinnukrafti, svo
tryggt sé, að allir munir þess varðveitist.
í hinni nýju byggingu þarf að vera
vinnustofa, þar sem hagleiksmenn og
hannyrðakonur geta unnið eftir fyrir-
myndum safnsins. — Ennfremur þarf
þarna að vera fyrirlestrasalur, svo hægt
sé að halda þar fyrirlestra, þar sem
stuðzt er við gripi safnsins, þeir sýndir
og útskýrðir.
En jafnframt þessu þarf að gangast
fjrrir vakningu um gervallt landið í því
efni, að hver sá hlutur, smár og stór, sem
þjóðmenningarlegt gildi hefir, verði varð
veittur frá glötun.
Menn verða að skilja það til fulls, að
hver sá, sem styður að vexti og viðgangi
Þjóðminjasafnsins, hann leggur steinvölu
í þann varnarvegg, sem talað er um að
gera þurfi gegn ómenningu, er flæðir
inn yfir landið.
15. ágúst 1926:
Ifm skáldso
Eftir Halldór Kiljan Laxness
Þá er enn eitt safn, sem þarf að fá
framþróunarskilyrði —• Náttúrugripa-
safnið. Nánar um það síðar.
V. St.
Auðvitað eru til ýmis höfuðlögmál
í skáldsögu engu síður en í
hverri fræðigrein annarri. En það tjáir
ekki mikið fyrir höfund að vita þau
lögmál, hafi hann ekki uppgötvað per-
sónuleik sinn eða rannsakað eðli hæfi-
leika sinna. Þótt bókmenntafræðingur
geti sagt margan fróðleik um lögmál
sagnlistar, þá er skáldsagnahöfundurinn
jafnilla kominn þótt hann viti öll, hafi
hann engan persónuleik til að bera, enga
djúpa reynslu, sem hann þrái að miðla
af, enga opinberun sem hann þarf að
gera heyrum kunna, engar dýpri sýnir
inn í víðerni tilverunnar. Spakur maður
hefir sagt: Gefðu vel gaum að því, í
fari þínu, sem stingur í stúf við aðra
menn; göfgaðu það! því það ert þú
sjálfur. Þessi orð eru hið dýrmætasta
heilræði hverjum byrjanda í listum.
Margir leggja út á listabrautina án þess
að hafa nokkurt sérkenni til að þroska
og göfga; slíkum mönnum er vorkunn
þótt þeir finni aldrei sjálfan sig. Þó
kemur verstur skáldskapur frá því fólki,
sem ekkert hefir til að bera í áttina
við sjálfstæðan persónuleik, en brýtur
þar að auki allar reglur fyrir van-
þekkingar sakir, sem hægt er að brjóta.
Hygg ég, að ísland sé eina bókmennta-
landið í heimi, þar sem skáldrit eftir
slíkt fólk hafa skilyrði til að komast.
á markað, enda er búið að gera eftir-
minnilega út af við íslenzkan bókmennta
smekk með þessum fjanda, og ætla ég
að hafa það fyrir mælikvarða á menn-
ingarmálatímaritið Vöku, hvernig það
bregzt við glæpsamlegri sagnagerð. Og
með því að hér hefir staðið vagga sagn-
listar, í þessu landi, þá ber þess að
krefjast að hér sé fáni nútímasagnlist-
ar látinn bera hærra við en annars stað-
ar í löndum. Því ef menn vildu hætta
að híma eins og draugar og forynjur
yfir leiðum gullaldarbókmenntanna, þá
er hægur nærri að semja jafngóðar sög-
ur nú á dögum eins og á 13. öld.
6. des. 1925:
Fez-húfa Tyrkja veldur deilu
N<
lýlegá hefur Tyrkjastjóm látið
það boð út ganga, að öllum væri bann-
að að bera hinn forna fez-höfuðbúnað.
(Fez hefur á íslenzku verið nefnd koll-
húfa). Fyrirskipun sem þessi þykir hlá-
Xeg. Að skipa fyrir með lögum hvernig
menn eigi að klæðast.
Tyrkneskur blaðamaður, sem búsett-
ur er í Berlín, hefur nýlega skýrt frá,
nvernig á því stendur, að stjórnin verð-
ur að grípa til þessara ráða.
Tyrkir hafa samið sig mjög að sið-
um Evrópumanna á síðari árum. Marg-
ir hafa tekið upp evrópskan klæðabún-
að Á borgargötum eru nú eins margir
með hatta eins og kollhúfur. Að vísu
ber á því, að Tyrkir eru eigi leiknir í því
að taka ofan. Það eru tilburðir sem
þeir hafa ekki átt að venjast.
Fyrr á tímum voru allir Tyrkir með
kollhúfur. Þá þekktust útlendingar úr á
því, að þeir einir gengu með hatta. Hatt-
arnir voru því almennt taldir sérkenni
kristinna manna, því var það blátt á-
fram talið ósiðlegt, af rétttrúuðum
Tyrkjum að ganga með hatt.
Síðan hin evrópíska tízka í klæða-
burði fór að grípa um sig, hafa kenni-
rnenn þar í landi og ofstækisfullir múh-
ameðstrúarmenn talið hinn evrópíska
klæðaburð vera í ósamræmi við hin
spámannlegu trúarbrögð. En stjórnin
Jitur frjálslyndari augum á þetta. Frá
hennar sjónarmiði er þessúm klæða-
burðarkreddum haldið á lofti til þess
að blása eldi að trúarofsa. En slíkt er
gagnstætt anda hins nýja tíma í Tyrk-
landi. Hefur því það ráð verði tekið
að banna kollihúfurnar með lögum.
Halldór Kiljan Laxness
ir ótt almenn lögmál skáldsögunnar
séu að vísu torlærð (af því að þau eru
of skyld xífinu sjálfu til að verða nokkru
sinni framsett á fræðilega vísu), þá eru
þau í rauninni ekki annað en eins konar
kínverskt stafróf, og hafa ekki gildi
öðru vísi en sem stafróf. Samt er eng-
inn höfundur fær um að skapa neitt
nýtt, fyrr en hann hefir lært lögmál þau,
sem almennt gilda, og kann að beita öll-
um aðferðum, sem áður eru tíðkaðar og
viðurkenndar í listgrein hans. Hann er
ekki 'hæfur til að finna nýjar leiðir fyrr
en hann þekkir allar gamlar leiðir. Fyrst
þegar hann hefir lært allt, þá eru skil-
yrði til að hann vaxi upp úr því sem
hann hefir lært. Sá, sem ekki hefir lært
neitt, hefir ekki upp úr neinu að vaxa.
Maður sem ekki hefir lært margföld-
unartöfluna, getur átt á hættu að eyða
ævi sinni í það að finna upp margföld-
unartöfluna. Það er ekki til sú regla í
list, sem listamaður má leyfa sér að
brjóta af vanþekkingu. Hitt er fagur
sannleikur og djarflegur, að „það er eng-
in regla til, sem ekki megi brjóta vegna
þess sem fegurra er.“ Gott er að minn-
ast þess að maðurinn er þetta sagði
kunni allt (L. van Beethoven). Fyrst
þegar listamaðurinn er fullnuma, er
hann fær um að skapa sér sjálfstæða
veröld, þar sem cnginn nema hann sjálf-
ur hefir vald til að setja lög og reglur.
Það er í listinni sem annars staðar, að
þegar maðurinn er fullveðja, þá er eng-
inn annar en hann sjálfur sem getur
sagt honum framar hvað hann má leyfa
sér og hvað hann má ekki leyfa sér.
Hver mikilsháttar snillingur er eins og
þjóðland, sem snertir ekki önnur lönd,
nema á ákveðnum landamærum.
N
ám höfundarins er sem sagt
framar öllu öðru fólgið í þolinmóðri
sjálfprófun. Vegurinn liggur út í sjald-
gæfið, þangað sem persónuleikurinn
fær að þroskast án þesS að vera háður
hinni vélrænu félagshugsun, þar sem
allir straumar fara í hringi eins og 1
eilifðarvél. Auðvitað er það í eðli sínu
afbrot gagnvart þjóðfélaginu, að finna
sjálfan sig, því sérhverjum einstakling
ber að haga sér eins og hluta bundnum
heildinni, honum ber félagsleg skyjda
til að hugsa og tala um viðurkennd efni
á viðtekinn hátt; uppeldi það sem þjóð-
félagið veitir honum er í því fólgið að
kenna honum að hugsa löglega. Því get-
ur slíkt valdið stórtíðindum, ef ekki eru
við reistar skorður, að fram komi hugs-
un sem fer í bága við hugmyndafræði
hópsálarinnar, sem allt gangverk þjóð-
félagsins hlýtur aó byggjast á, enda litið
óhýru auga til manna, sem yfirgefa
hjörðina til þess að leita að sjálfum
sér. Og þótt jafnan fari svo að lokum,
að máttugastur reyndist maðurinn, sem
„yfirgaf byggð sína og stöðuvatnið niðri
í byggðinni og hélt til fjalla,“ eins og
segir í upphafi Zarathustra, þá kostar
það ævinlega mikið argaþras að fá nýja
hugsun lögleidda í heiminum, eða höf-
und viðurkenndan sem hefir fundið
sjálfan sig.
S agan hefir ávallt verið metin
fremur á grundvelli snilldarinnar en
sanngildisins, með því að lifandi hugs-
un þykir yfirleitt miklu ágætari en sögu-
leg staðreynd. Aldrei hefir þetta mat
verið öllu tíðara en nú á dögum, þegar
sannleikur og diktur eru yfirleitt lagðir
að jöfnu og viðburðalífið þykir sízt sann-
ari veruleikur en hugleiðing skáldsins,
né draumurinn óæðri tegund veruleiks
en vakan. Menningin lifir fyrst og fremst
á snilld. Sú saga, sem framast höfðar
til kraftanna í vitund vorri, hún er verð-
mætust og það gildir einu hvort hún er
sönn eða login. Sé sagan um dáðir Abra-
hams Lincolns verr samin en sagan um
dáðir Don Quichottes, þá eru dáðir
flökkuriddarans merkilegri en dáðir for-
setans, jafnvel þó hinn síðarnefndi hafi
aldrei verið til. Það hefir ekkert gildi
út af fyrir sig, að saga hafi gerzt á ein-
hverjum landfræðilegum stað, á ein-
hverju tilteknu tímabili, sem hægt er
að fletta upp í almanakinu, eða fjalli
um persónur sem eru finnanlegar í ein-
hverjum tilteknum manntalsskýrslum
eða kirkjubókum.
„Höfundur leitast við það í skáldritum
sínum, að draga upp með listrænum
dráttum lyndiseinkunnir, sem koma
sjaldan fyrir í veruleikanum, en engu að
síður má kalla verulegri en veruleikann
sjálfan", segir Dostojevski á einum stað
í „Fíflinu", og er því við þetta að bæta,
að skáldsögur eru oft miklu sannari en
þessar svonefndu sönnu sögur, því hug-
heimur snillinganna er skírari og full-
komnari en hringiða lífsins. Það er al-
kunna að persónur úr skáldritum hafa
oft náð jafnmikilli frægð og þær hetjur
veraldarsögunnar, sem hæst ber undir.
Sumar sögulegar persónur eiga ódauð-
leik sinn að launa skáldunum, sem látið
hafa sól náðargjafa sinna skína á þær.
Fór þá oft svo að enginn spurði framar
um sanngildi persónunnar, heldur lét
eftirtíminn sig aðeins varða hið leg-
endaríska gildi hennar. Er fátt betur fall-
ið til að flytja einhverja stórfenglega hug
sjón inn í mannheima, né birta mönn-
um nýjan og víðtækari skilning á við-
horfum mannlegs lífs, en hin skáldaða
persóna, eins og hún skapast í heila
snillingsins. Vestur-evrópísk menning á
fáum stafnbúum á að skipa víðfrægari en
Hamlet, Faust og Don Quichotte, og eru
þeir gottt dæmi þess, hvernig snilling-
um hefir tekizt að endurspegla í skáld-
uðum persónum einkenni heils mann-
flokks, eða gera þær að fulltrúa ein-
hverra einkenna, sem eru sameigin-
leg öllu mannkyni, og er það ekki að
ósekju, þegar Miguel de Unamuno leyf-
ir sér að nefna flökkuriddarann sæla,
hvorki meira né minna en „Drottin
vorn Don Quichotte".
A LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
32. tölublað 1963