Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 28
11. nóv. 1928 í Kaupmannahöfn 20.-23. október 1728 Eftir dr. Hannes Þorsteinsson, þjóðskjalavötð Stærsti eldsvoðinn, sem kom- ið hefir í Kaupmannahöfn, varð eins og mörgum mun kunnugt, fyrir 200 árum, hófst 20. október 1728, miðvikudaginn síðastan í sumri eftir íslenzku tímatali. Kvikn- aði fyrst í húsi matsala (fleskmang- ara) nokkurs nálægt Vesturhliði (Vesterport) kl. 7 um kvöldið. — Var þá vindur hvass á útsunnan með regni allmiklu. Gat slökkviliðið ekki hindrað útbreiðslu eldsins, enda kvað margir liðsmenn hafa verið ölvaðir eftir nýafstaðna slökkviæfingu nokkru áður sama dag, en lögreglustjórinn varð svo utan við sig af baráttunni við eld- inn, að hann laumaðist heim til sín með morgunsárinu og drakk sig fullan. Var það og haft eftir Áma Magnússyni síðar, að maklegt væri, að lögreglustjórinn og „býfóget- inn“ væm hengdir á sömu rá, og má af því ráða, að eitthvað meira en lítið hafi verið ábótavant við framkvæmdir yfirmanna á stöðvun eldsins, margt lent í fumi og fáti, eins og eðlilegt var í slíkum voða. Svo bættist það ofan á, að um mið- nætti á fimmtudagsnóttina kvikn- aði í ölgerðarhúsi annars staðar í borginni (nálægt Norðurhliði) og varð sá eldur engu minni en hinn. Varð þá að skipta í tvo staði slökkviliðinu og dælunum. Var vindur þá genginn til vesturs-út- norðurs og lagði þá eldbálið frá víggirðingunum (Voldene) inn yfir borgina. Verður hér ekki lýst nánar æðisgangi eldsins, eða hvernig hann hagaði sér, því að það yrði of langt mál, og almenin ingi, sem ekki er kunnugur staðháttum til lítils gagns. En á fimmtudaginn (21. okt.) brann meðal annars ráðhúsið, munaðarleysingjahúsið (Waisenhúsið), Frúarkirkja, biskupssetur Sjálands- biskups, háskólabyggingin, Frúarskóli, stúdentaheimili Borchs, Garður („Reg- ensen“) stúdentaheimili Elers, og Þrenn ingarkirkja (Það sem brunnið gat), en tum hennar, Sívalitum, skemmdist all mjög, þótt hann hrapaði ekki, eins og turn Heilagsandakirkju, en sú kirkja brann sama daginn og öll hús þar um- hverfis, enda var eldurinn ægilegastur þann dag, en rénaði á föstudagimn (22. okt.), og hafði þá geisað í 2V2 sólar- hring samfleytt og lagt í auðn og ösku 1670 hús og 69 götur, eða 2/5 hluta borgarinnar. Tjónið af þessum stórkost- lega bruna var auðvitað gífurlega mikið, og fórst þar vitanlega margt verð mæti, sem aldrei hefir orðið bætt, meðal annars við bruna háskólasafns- ins, er geymt var uppi á loftinu í Þrenningarkirkju. Var þar saman kom- inn mikill fjöldi fágætra og dýrmætra bóka og handrita, og nokkrar ágætar íslenzkar skinnbækur, einkum í hinu svonefnda Resenssafni, t. d. Eyrbyggja, Fagurskinna, Heimskringla, þótt Árni hefði áður látið skrifara sína taka af- skriftir af sumum þeirra. Hafði Resen, eins og fleiri ríkismenn í Danmörku á 17. öld (Óli Worm, Chr. Friis, See- feld o. fl.) fengið héðan af landi ýmsar dýrmætar fornbækur að gjöf, því að sízt vantaði þá dekrið við Danskinn — en bækur hans, eins og flestra hinna, voru á komnar í háskólasafnið og brunnu þar. En skinnbækur þær hinar dýru, en Bryjólfur biskup hafði sent konungi t. d. Codex regius af Sæmundar Eddu, Flateyjarbók o. fl. voru kommar í bók- hlöðu konungs, en þar brann ekki. í Sívalaturni misstu Danir til dæmis hinn fræga himinhnött Tycho Brahes, og margt annað fágæti. En það er oss íslendinga varðar þó mest um í þessum stórbruna, er tjón það, sem Árni Magnússon beið af völd- um hans. Hversu mikið það hafi verið er ekki fullkomlega Ijóst, og frásagnir ekki samhljóða um það, jafnvel ekki að reiða sig á frásögu Árna sjálfs um það, því að hann virðist hafa orðið svo annarlegur og utan við sig við þessa ötburði, að honum virðist hafa veitt erfitt að átta sig á, hvað hann hafi átt og hvað hann hafi misst, gerir stundum auðsjáanlega ofmikið úr því, og er ekki ávallt sjálfum sér samkvæmur, er staf- ar af hinni fyrrnefndu truflun, en þrátt fyrir þetta, er hann vitanlega bezti heimildarmaðurinn fyrir því, hvað far- ízt hafi. Hann bjó þá í Store-Áannike- stræde (nál. stúdentah. Elers) og hafði bókasiafn sitt á neðsta lofti, þar sem hann bjó, og líklega eitthvað af hinum cýrmætustu handritum, en meginhluti þeirra var á efri hæð. Þá er eldurinn nálgaðist íbúðarhús hans og skorað var á hann að hefja þegar björgun og flytja burtu, s’innti hann því ekki fyrst í stað vildi eklci koma bókum sínum í óreiðu og hafði lánað flutningsvagn sinn öðr- um, en hefir ekki athugað hversu ægi- lega fljótt eldurinn brunaði áfram. Loks tók hann þó að flytja burtu safn sitt og muni, þá er Frúarkirkja stóð í björtu báli, en það hefir verið of seint byrjað á þeirri björgun og flutningurinn mik- 111. Eru sérstaklega nefndir þrír íslenzk- ir menn, er unnu að þessu starfi: Finnur Jónsson, síðar biskup, þá nýorðinn kandidat í guðfræði. (Hann hefir ritað föður sínum, séra Jóni Halldórssyni í Hítardal, allnákvæma skýrslu um brun- ann, þó ekki úm björgunina á safni Árna. Skýrsla þessi er í annál séra Jóns (Hítardalsannál), sem innan skamms verður gefinn út í annálaútg. bók- menntafél.). Magnús Gíslason síðar amtmaður og Jón Ólafsson frá Grunna- vík, er kveðst hafa unnið mest að þessu, en Finnur hefir víst gengið þar allvel fram, því að hann kveðst síðast- ur allra hafa farið út úr húsinu, þá Dr. Hannes Þorsteinsson er logarnir voru farnir að leika um bækurnar. (Hist.ecel. III 576). En það var kl. 5 e.h. á fimmtudaginn (21. okt.) er Árni varð að flýja algerlega úr hús- inu og skilja þar við mestallt bóka- safn sitt, sem herfang eldsins. Og er hann gekk síðast út frá bókum sínum benti hann á hillurnar og sagði, að þarna væru bækur, er hvergi væru framar fáanlegar í veröldinni; var þar á meðal hið einasta eintak, er þá var til af „Breviarium Niderosiense", fyrstu bókinni, er prentuð var hér á landi 1534 (Árni fluttist þá fyrst með leifarnar af safni sínu til Hans Beckers timbursala á nyrðra horninu við Hal- landsaas (nálægt Gautugötu 6). Becker hafði áður verið í þjónustu hans, varð síðar lögmaður hér (dó í Broke 1746). Finnur segir, að þá er síðasta vagnhlass inu var ekið burtu hafi vagninn verið svo hlaðinn, að eftir hafi orðið meðal annars kista (serinium) með ýmsum eiginhandarritum Áma sjálfs og hafi honum fallið þyngst af öllu að missa það, enda víkur hann að því í bréfum sínum, bæði til Orms sýslumanns Daða- sonar 2. júní 1729 og séra Jóns Hall- dórssonar í Hlítardal 18. s. m. (Bréf þessi eru prentuð í Á. M. Private Brev- veksling Kh. 1920, og eru þau aðal- heimildirnar fyrir því, hvað glatazt hafi úr safni hans í brunanum), að þær ■upplýsingar fáist aldrei aftur, er hann hafi sjálfur safnað saman, t. d. um ævi Guðbrands biskups og séra Arngríms lærða, um annálahöfunda síðari alda, biskupa, hirðstjóra og lögmenn o. m. fl. Sérstaklega getur hann þess, að ævi- saga Arngríms hafi nálega verið full- búin og allgóð. Er mikill skaði að missi þess rits, með því að ævisaga þess mæta manns er annars allmjög í molum og glopótt um marga hluti. — Það ætla menn, að þau tólf blöð úr Víga-Styrssögu og Heiðarvíga, er lánuð voru frá Stokkhólmi, og fórust í brun- anum hafi verið í kistunni, er eftir varð í garðinum við hús Árna. Er nú Víga-Styrssaga ekki lengur til, nema það ,sem ritað er eftir minni Jóns Grunnvíkings eftir glötuðu skinnbók- inni og er það auðvitað lítilsvirði, þótt skárra sé en ekki neitt. B ókasafn Árna, þ.e. safn hans af prentuðum bókum var harla fjöl- skrúðugt og fágætt, þar á meðal afar sjaldgæfar útgáfur á ýmsum tungu- málum. Segir hann sjálfur, að hann hafi varið 5 — 600 ríkisdölum að afla sér þess bókasafns. Hafa þar auðvitað verið allar íslenzkar bækur, er prentað- ar voru fyrir 1728, sumar eflaust í fleiru en einu eintaki, og hinar vönduðustu, er unnt var að fá. En sá skaði var ekki jafn tilfinnanlegur fyrir íslenzkar bók- menntir, eins og missi fjölda pappírs- handrita íslenzkra, er fórust hjá Árna. Hins vegar missti hann sama sem ekkert af skinnbókum, og ekkert söguhandrit á skinni af íslendingasögum, eða öðrum íslenzkum sagnaheimildum að því er b.ann sjálfur segir, og hlýtur það að vera rétt. Það má því segja, að hið allra verðmætasta í safni hans hafi bjargast. En hann missti allar áskriftir sínar af öllum íslenzkum skjölum fyrir 1550, og það hefir verið geysimikið safn, eftir því sem ráða má af þeim fjölda afskrifta, sem enn eru í safni hans eftir 1550, því að öllu kappsamlegar mun hann þó hafa safnað afskriftum bréfa fyrir þann tíma. Hafa þar auð- vitað farizt fjölda mörg bréf írá 14. og 15. öld og fram að 1550, sem nú eru hvergi til, hvorki í frumriti né afskrift- um, og er það bréfatjón því eflaust harla mikið. Einnig kveðst hann hafa misst margar og ágætar íslenzkar af- skriftarbækur. (,,Kopiböger“) og mun hann þar eiga við heildarsöfn ein- stakra íslenzkra bréfa og dóma í af- skriftum, sem venjulega eru kallaðar ,.dómabækur“, og eru allmörg slík bréfa söfn enn til. Ég þykist og viss um, þótt hann geti þess ekki beinlínis, að hann hafi átt allmikið safn af dómabókum eða þingbókum sýslumanna, sérstaklega frá 17. öld, og jafnvel eldri, því að slíkar bækur eru nú harla fáar enn við iiði frá þeim tímum, og í rauninni engin í safni Árna, nema dóma- og þing bók Gísla sýslumanns Árnasonar á Hlíð- arenda frá 1600 — 1611, er ekki hefir enn fengizt afhent hingað, þótt kraf- izt væri með réttu. Alþingisbækur (ef- laust í frumriti) átti Árni óslitnar frá 1570, og líklega í tveim eintökum; það safn brann allt. Einnig brunnu all- mörg handrit, er hann hafði fengið frá Oddi Sigurðssyni, t. d. ferðasaga Eggerts Hannessonar frá Hamborg til íslands á síðari hluta 16. aldar, ferðasaga bræðr anna Gílsa og Sigurðar Oddsson til Hafnar 1611 og 1613, kvæðabók (Ijóða- safn) séra Einars Sigurðssonar í Hey- dölum o. m. fl. allt gersamlega glatað. Öll handrit Árna af Sæmundar Eddu brunnu, en naumast hafa það verið sér- lega dýrmæt handrit eða óbætanleg. Meira tjón var að því, að frumrit flestra eða allra íslenzkra annála frá 17. öld brunnu hjá honum. Nefnir hann (í bréf- inu til séra Jóns í Hítardal) annála Bjöi-ns á Skarðsá, séra Gunnlaugs í Val 28 uESBÖK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.