Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 14
L Hússtœðið egar ég kom heim í vor, og sá af fyrirgreftrinum við Hverfisgötu, að þarna átti að setja leikhúsið niður, og síðar af teikn- ingunum, við hvaða stærð og lögun leikhússalurinn var miðaður — ásetti ég mér að fara ekki aftur héðan úr landi án þess að þirta opinþerlega kröftugleg mótmæli gegn hvoru- tveggja. Ég kaus helzt að stofna til fundar, þar sem menntamálaráð- herra, leikhússjóðsnefnd og húsa- meistara yrði boðið að taka þátt í og hlýða á umræður um málið. Og þeg- ar Stúdentafélagið bað mig fyrir nokkru að gerast frummælandi að sjálfvöldu efni á félagsfundi, greip ég tækifærið og talaði um hið fyrirhug- aða leikhús íslands — einkum þess- ar tvær hliðar málsins, hússtæðið og húsnæðið. í þessari grein sný ég mér að fyrra atriðinu. Allir ræðumenn utan nefndar lýstu einróma óánægju sinni á fundinum yfir valinu á þessum stað, og sú tillaga var samþykkt með öllum atkvæðum (32) gegn einu, að skora á leikhússjóðsnefnd- ina að útvega húsinu annað stæði. Nefndin hefir undir eins gert tilraun tQ að verða við þeirri kröfu, þó að hún hafi ekki orðið öllu heppnari í hug- kvæmdum sínum að þessu sinni. Hún fór þess á leit við bæjarstjórn Reykja- víkur, að hún léti af hendi við leikhúsið garðinn á horninu við Laufásveg, norð- an við barnaskólann. Sem betur fer lagð- ist bæjarstjórn eindregið á móti því. Að svo komnu máli er þá óhætt að fullyrða, að engu sé enn ráðið til lykta um hússtæðið. Því að naumast mun verða horfið aftur að hinu upprunalega óheilla- ráði, Hverfisgötunni, þar sem rífa þarf niður þrjú hús í Traðarkotssundi til þess að leikhúsið sjáist, auk þess sem það skemmir nábúahúsið, Landsbókasafnið. En hvar á leikhúsið þá að standa? Hin eina tillaga, sem mælt var fram með á stúdentafundinum af nokkurri al- vöru, var gamla uppástungan um að reisa leikhúsið á óbyggða blettinum við Von- arstræti, milli Iðnó og Bárunnar, sem bærinn mun raunar ætla að geyma til- vonandi ráðhúsi. Mér þykir nú harla ólíklegt, að bæj- arstjórn mundi láta af hendi hússtæði ráðhússins. Hitt er vonandi, að hún missi ekki við það tækifæri sjónar á miðdepli bæjarins, Austurvelli, og snúi ráðhúsinu við. Við vesturhlið Alþingishússins, með framhlið út að Kirkjustræti, er tilvalinn staður undir ráðhúsið, því að bæði þau hús, sem að því liggja, eru hrörleg og hljóta að hverfa, sömuleiðis Baðhúsið, þegar sundhöllin kemur, og litlu rusla- kisturnar beggja megin við það. Ráð- húsgarðurinn mundi þá liggja fram að Tjörninni, en bæði Alþingishúsið og ráð- húsið fram að miðtorgi bæjarins, Aust- urvelli, því vitanlega hættum vér þeirri fásinnu, að halda honum lokuðum og gerum hann að torgi, með breiðum blóm- beð kringum líkneskið, — aðeins ekki líkneski Alberts Thorvaldsens, heldur Jóns Sigurðssonar, sem þarna á að standa og hvergi annars staðar, alveg gegnt löggjafarþingi íslendinga — í staðþess að vera, eins og nú, gert að samstæðu við annað líkneski, án þess að unnt sé að finna skyldleikann þar á milli. Þá hefir enn verið rætt um leikhús- stæði á blettinum fyrir sunnan íbúðar- hús Thors Jensens. En þó að staðurinn sé mun betri en bæði þau hússtæði, sem nefndin hefir mælt með, er hann engan veginn tilvalinn, þótt falur væri, — ef vér höfum það að markmiði um valið á hússtæðinu, að sleppa hér ekki einhverju bezta tækifæri, sem vér höfum í svip- inn til að prýða.þennan bæ. Og um það verðum vér að fara að hugsa alvarlega úr þessu. Þegar einhver reisir sér leikhús, er að jafnaði vandað svo til staðarins, að feg- ursti óbyggði blettur bæjarins er valinn húsinu. Leikhús eru að jafnaði svo veg- leg og svipmikil stórhýsi, að þau eru sett þar niður, sem hvorutveggja nýtur bezt: leikhúsið sjálfs sín, og bærinn þess. Ég þarf ekki annað en minna á þjóðar- leikhús Frakka og Norðmanna og kon- unglegu leikhúsin í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Þar sem þau standa — öll við torg — móta þau bæinn. Er til nokk- ur slikur staður, miðlægur og hentugur fyrir leikhús hér í höfuðstað okkar? Já, og hann svo fallegur, að ég efast um, að nokkur bær, vestan hafs eða aust- an, eigi sér svo fagurt leikhússtæði. Það er pollurinn sunnan við Tjarnar- brúna. Síðan brúin kom yfir Tjörríina — og það mundi verða mjög óvinsælt að af- nema aftur þennan tengilið milli bæjar- hverfanna — er pollurinn fyrir sunnan brúna orðinn ómynd og getur aldrei orðið bænum að neinni prýði. Ef hann væri ræstur fram og fylltur upp og leik- húsið reist beint fyrir hinum nýja Tjarn arenda með torgi fyrir framan mundi það sjást allt, framhlið þess og turn í senn, frá öllum miðbærium. Hér væri það svo opið við sýn, sem framast verð- ur kosið, fyrir endanum á vatni, með blómgarða á báðar hendur. — Þarna á Leikhús íslands að standa! Ég geri ráð fyrir, að þegar menn hafa gert sér rækilega grein fyrir því, hvernig leikhúsið muni líta út á þessum stað, muni þeir fallast á, að þarna sé tilvalið hússtæði fyrir það. Og úr því að það er bezti staðurinn, ættum vér ekki að þessu sinni að láta oss nægja hinn næst bezta, eða jafnvel einhvern enn síðri. En hvaða annmarkar eru þá á þessum stað? Ég sé að vísu enga, sem taka þyrfti til greina. En sé þeir til, væri óskandi, að þeir kæmi sem fyrst fram í dagsbirt- una. Verður hússtæðið of kostnaðarsamt? Það er nú svo um báða þá staði, sem leikhússjóðsnefndin hefir mælt með, að til þess að þetta stórhýsi fái notið sín, verður að kaupa viðbótarlóð, sem önn- ur hús standa á, og rífa þau hús niður. Ekki þarf þess hér, en uppfyllingin kringum hússtæðið sjálft kostar vitan- lega fé. Ég læt ósagt hvort sá kostnað- ur mundi nema meira en þau kaup á húsum, sem reynast munu óhjákvæmileg á flestum öðruni stöðum. En hér kem- ur annað til greina. Það mun nú ekki geta dregizt mörg ár enn, að Tjörnin verði hreinsuð og dýpkuð — af heilbrigð- is- og velsæmisástæðum, sem allir finna til, og óþarft er að fjölyrða urn hér. Þegar flytja ætti uppgröftinn úr Tjörn- inni væri staðurinn alveg hér við hönd- ina: framræstur brúarpollurinn, og þorn- uð og hörðnuð móleirseðjan tilvalinn of- aníburður. Bænum yrði það kostnaðar- lítið að fá efsta ofaníburðinn kringum hússtæðið. Og það er vitanlega hégilja, að kjöllurum hússins þurfi að stafa nokk- ur hætta af raka eða öðrum fornum end- urminningum bólstaðarins. Hálfar borgir eru reistar á díkjum og sundum og jafn- vel fornum sjávarbotni. Og svo er t. d. um kgl. leikhúsið í Khöfn. Um miðlægi leikhússins á þessum stað þarf ekki að fara mörgum orðum. Vöxt- ur bæjarhverfanna beggja megin Tjarn- ar leitar æ lengra suður á við, svo að það fer að verða vafamál úr þessu, hvor Gu'ðmundur Kamban Eftir Guðmund Kamban Tjarnarendinn er miðlægari fyrir allan þorra bæjarbúa, þegar syðri endinn er miðaður við brúna. En að minnsta kosti er munuriinn ekki umtalsverður, og verð ur það því síður sem lengur líður. Þá er loks samþykki bæjarstjórnar. E g get aðeins hugsað mér eina ástæðu, sem bæjarstjórn gæti borið fyr- ir sig, ef hún legðist á móti því, að leik- húsið yrði reist þarna. Þá sem sé, að hún hafi ætlað þetta fagra hússtæði undir enn veglegra og svipmeira stórhýsi en leikhúsið verður. Það er nú að vísu naumast hægt að hugsa sér hús, sem að ytri og innri kröfum er betur fallið til að móta höfuðstað landsins heldur en einmitt leikhús þjóðarinnar. Og ef bæj- arstjórn hefir ekki hugkvæmzt enn að setja þarna niður neitt annað stórhýsi, og brúarpollurinn á að liggja þarna ónot- aður áratugum saman, þá verður sannar- lega ekkert annað betur gert við hann en að taka hann til að leysa úr þessu vandamáli leikhússtæðisins á alveg full- nægjandi hátt. Því að vitanlega má ganga að því al- veg vísu, að bæjarstjórn Reykjavíkur muni sýna leikhúsmálinu, sem fyrir löngu er orðið þjóðlegt velferðarmál, góð viljaðan og drengilegan stuðning. Reykja vík er miðstöð þess máls, svo að bæn- um getur ekki staðið á sama um, hvern- ig úr því verður leyst. Bæjarstjórn Reykjavíkur ætti að fyrra bragði gð bjóða leikhússjóðsnefndinni þennan stað undir leikhús fslands, vitanlega alveg endurgjaldslaust — það er hið minnsta sem bærinn getur lagt fram til leik- hússins. En um leið hið mesta. Því að þá er séð fyrir, að höfuðstaður íslands eigi sér eitt hið fegursta leikhússtæði á byggðu bóli. Hér skal ekki reynt að leysa úr þeirri ráðgátu, að hvað mikið sem bærinn vex, virðist einhver öfundsöm vættur vaka yfir því, að vér getum ekki eignazt neina húsagerðarmenning (Baukultur). En fá- um vér leikhúsið þarna, mundum vér gera tvennt í einu: endurfegra Tjörn- ina, sem pollurinn skemmir, vegna þess hve skiptingin er langt of ósamræm — smekkvísari kynslóð mun hvort sem er afnema hann — og nota bezta tækifæri sem vér fáum um langan aldur til að láta veglegt stórhýsi móta höfuðstað vorn. Að því tilskildu vitanlega, að húsið yrði veglegt. Það er lakari kostur, sem stungið hefir verið upp á, að taka íshússtæðið í Tjarn- arhorninu undir leikhúsið. Það mundi varpa líkum svip á bæinn og lítið smekk- legri en sófi gerir í stofu, sem settur er á ská, eða mynd sem hallar fram á þilL Það getur hugsazt, að úr því sem nú er að ráða, sé íshússtæðið næst-bezta úr- lausnin. En ættum vér ekki í þetta skipti að taka upp lang-bezta kostinn? II. Húsnœðið Annað aðalatriðið í leikhúsmálinu, sem ég gerði að umræðuefni á stúdenta- fundinum, er húsnæði leikhússins —- stærð leikhússalarins og lögun hans. Ég benti m.a. á, að leikhúsið væri of lítið, allt að 250 sætum of lítið. Þeir, sem tóku til máls, voru í byrjun ekki jafn sammála um þetta atriði eins og um hússtæðið, og nefndin var ein- dregið á móti breytingu. En þegar ég hafði gert nánari grein fyrir því, hve óheppilegt væri að hafa húsið svo lítið frá sjónarmiði leikhúsreksturs, var sam- þykkt tillaga með öllum samhljóða at- kvæðum um að fela nefndinni það til rækilegrar íhugunar, hvort ekki mundi vera ráðlegt að hafa áhorfendasvæðið mun stærra. Ég skal nú leyfa mér hér að rökstyðja athugasemdir mínar við stærð hússins og húsnæðið yfirleitt. Eftir þeirri vitneskju sem nefndin hef- ir látið síðast í té (á umræddum fundi), er leikhúsinu ætlað að taka 544 manns. Nú gerir enginn leikhússtjóri djarfari á- ætlun fyrir leikhúsið en þá sem svarar hálfskipuðu húsi að jafnaði, hvort sem húsið er stórt eða lítið. Segjum, að með- alverð á aðgöngumiðum hér verði 3 kr. Kvöldsalan yrði þá til jafnaðar 816 kr. Nú má áætla kvöldkostnað við leikhús- ið að minnsta kosti 1200 kr. Tekjurnar mundu þá ekki nema meira en rúmum % af reksturskostnaði. Menn hafa nú hugs- að sér að jafna tekjuhallann með tvennu móti: 1) með filmsýningum þá daga sem ekki er leikið; 2) með ríkisstyrk (þ. e. með því að halda skemmtanaskattinum eða nægileg- um hluta hans). Það er nú alveg áreiðanlegt, að tekj- ur af filmsýningunum verða litlar, ef nokkrar. Þegar sunnudagarnir dragast frá, eins og þeir hljóta að gera, eru lang- samlega beztu dagarnir farnir. Kostnað- urinn við filmsýningar mun nema milli 260—270 króna á kvöldi, að jafnaði, eða það lætur einmitt nærri daglegum með- al-inngangseyri bíóanna, þegar sunnudög um er sleppt. Og þau film, sem þar verða í boði, verða af lakari endanum, verri vara, því að öll firmu munu láta þá sitja fyrir, sem bjóða þeim meiri á- góða. En auk þess rýrna tekjurnar um leið og nýtt eða ný bíó bætast við. Bíó- talan í Reykjavík svarar sem stendur þeirri tölu bíósæta sem lögskipuð er í Danmörku. f Odense eru t. d. 2200 bíó- sæti á 51000 íbúa. Hér eru þegar 1100 bíósæti á 25000 íbúa. Auk þess er ég 14 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.