Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 25
31. marz 1929:
Hið endurlíkamnaða líf
(Vita regenerata) Eitir dr. Helga Pjeturss
Dr. Helgi Pjeturss á banabeð'i, tæpu ári fyrir andlátið (teikning)
Hjá öllum lifandi verum, dýrum
cg jurtum, er til hæfileiki sem í líffræð-
inni er nefndur endurvöxtur, regenerat-
ion. Mætti um þetta efni rita langt og
fróðlega; en hér verður að fara fljótt
yfir. Þessi endurskapandi kraftur er sí-
starfandi, því að hinn lifandi líkami er
ailtaf að slitna og eyðast, og myndi
f.’jótt ónýtast, ef ekki væri endurvöxt-
urinn, sem þó einkum gerir vart við
sig, þegar sár verður eða skemmdir, sem
þó ekki fara fram úr því sem gróið get-
ur. En mjög misjafn er þessi hæfileiki
hjá hinum ýmsu verum í lífríki jarðar
vorrar. Ef maður missir framan af fingri
t d., þá getur gróið fyrir stúfinn, en
sjálfur köggullinn eða' köggulhlutinn,
vex ekki aftur. Hjá sumum hinum lægri
hryggdýrum getur heill framlimur vax-
ið aftur, herðablað og allt saman, þó
að tekið sé burtu; og hjá dýrum nokkru
cfar, ferfætlum (lacerta) vex halinn
aftur, þó að brotni af, en ekki eins full-
kominn að gerð og áður. Ennþá miklu
betur kemur þó þessi endurvaxtarhæfi-
leiki í ljós neðar í dýraríkinu, hjá
hryggleysingjunum. Eru þar krossfisk-
arnir frægir. Það má eyðileggja mestan
hlutann af krossfiski (asterías), líklega
allt að níu tíundu hlutum af þyngd
dýrsins, skilja aðeins eftir einn arm,
og þó er endurvaxtarkrafturinn ekki
lamaður. Þessi eini armur bætir við
sig með endurvexti því sem vantar á
ht-ilt dýr; þ.e. langmestur hluti dýrs-
ins vex aftur. Ef vér skerum svo gamla
Erminn af, þá höfum vér krossfisk sem
er endurlíkamaður, endurholdgaður
(reincameraður) og í öðru lífi. Og hann
hefir endurholdgazt án þess að eignast
nýja foreldra. Er þetta allt býsna íhug-
unarvert, því að þarna höfum vér fyrir
oss dýr, sem iifir þótt það hafi dáið, og
er að vísu alveg eins líkamlegt í öðru
lífi og það var fyrir dauðann.
II.
víkur málinu að amerískum
lækni, dr. L.R.G. Crandon og frú hans,
sem er miðill ágætur. Eins og áður var
gfctið, kemur endurvaxtarhæfileikinn í
minnsta lagi fram hjá manninum; en
dr. Crandon og þeim, sem með honum
starfa, hefir tekizt að sýna fram á að
endurvaxtarhæfileikinn er til, þó að
maðurinn sé dáinn. Á fundum með frú
Crandon (Margery) sem miðli, líkam-
aðist hönd bróður hennar, sem dó 1911,
og framleiddi gómför. Gómfarið er eins
og kunnugt er orðið, óbrigðult til að
ákveða manninn og er sú þekking mjög
r.otuð við glæparannsóknir. Virðist ekki
auðið að hugsa sér betri aðferð fyrir
framliðinn til að sanna sig en þá að
hann líkami hönd sína og framleiði
gómfar, eins og Walter Stinson, bróð-
ir frú Crandon hefir nú gert margsinn-
is, svo að ekki virðist unnt að koma
tortryggni við. — Hefir dr. Crandon og
samstarfsfólk hans gengið frá rannsókn-
um þessum með hinni mestu vandvirkni.
III.
A gætur dýrafræðingur dr. R. J.
Tillyard, félagi í vísindafélaginu enska
(F.R.S.), hefir mjög vandlega kynnt
sér þetta mál, og algerlega fallizt á
niðurstöður Crandons. Skrifaði dr. Till-
yard ritgerð, sem kom 18. ágúst 1928
í hinu heimskunna náttúruvísindatíma-
xiti „Nature“ og þar sem hann lýsir því
yfir að framhald persónuleikans eftir
dauðann, sé vísindalega sannað. Og
ekki getur minnsti vafi á leikið að dr.
Tillyard hefir rétt að mæla. — Fram-
hald lífsins eftir dauðann er ekki trú-
aratriði framar. Og er óhætt að telja
framkomu þessarar ritgerðar eftir dr.
Tillyard, með allra stærstu tíðindum
árið sem leið. Mun flestum hafa komið
mjög á óvart, að sjá slíka grein í „Na-
ture“, tímariti, sem hefir verið mjög
andvígt spíritisma og sálrænum rann-
sóknum.
IV.
Að því er mér virðist, þá hafa
menn ekki nægilega veitt því eftirtekt
að ranpsóknir þær, sem hér hefir verið
nokkuð af sagt, eru beinlínis framhald
af viðurkenndum eldri rannsóknum líf-
fræðinga á endurvextinum eða regener-
ationinni. Dr. Crandon og samstarfsfólk
hans hefir sýnt að þó að líkaminn sé
dauður, þá er ennþá til kraftur til að
endurskapa (regenerera) hann. Endur-
vaxtaraflið (regenerations-aflið) líður
ekki undir lok með líkamanum. Þetta
er ákaflega merkileg uppgötvun í líf-
fræði, og vissulega tími til kominn að
r.áttúrufræðingar fari að átta sig á
þessu. Því að sú líffræði, sem þekkir
ekki lífið eftir dauðann, er í bernsku
ennþá, og ekki komin á örugga þroska-
leið. Og hins vegar ættu einnig spíritist-
ar, andatrúarmenn að geta grætt ákaf-
lega mikið á þessari uppgötvun, að hið
erdurskapandi afl er til, þó að líkam-
xnn sé liðinn undir lok. Því að það virð-
ist nokkurn veginn í augum uppi, að hið
er.durskapandi afl muni hafa eitthvert
annað og meira hlutverk en einungis
það, að endurskapa líkami pða líkams-
hluta um stutta stund á miðilsfundum.
Ætti það úr þessu að fara að verða
auðveldara að hjálpa mönnum til að
skilja hvernig lífinu eftir dauðann er
í raun réttri háttað. Því að um veruleg-
an skilning' á-lífinu eftir dauðann er
ekki að ræða, fyrr en menn vita að
það er likamlegt líf, framhald af lífinu
hér á jörðu, í endursköpuðum líköm-
um. Aðalatriði verða þá svo auðskilin
þegar menn vita þetta. Tilrauninni til
að skapa fullkomið mannfélag er hald-
ið áfram í hinum endursköpuðu líköm-
um, og tilrauninni til að líkamirnir sjálf
ir verði fullkomnir. En tilgangur lífsins
er hinn fullkomni líkami og hið full-
komna samband fullkominna líkama.
Og enn má segja: tilgangur alheimsins
er hið fullkomna efni (stoff, matter,
matiere), efni sem er byggt upp í ávallt
samsettari heildir, unz alheimurinn er
ein alsamstillt heild, harmoni, í full-
komnu samræmi við andann. Það stoð-
ar ekki að misskilja efnið og líkamann á
þann hátt sem gert er. Því að það er að
vera á móti hinum skapandi krafti, á
móti guði. En þegar menn hafa lært
að líta á lífið og efnið eins og hér er
kennt þá fara þeir að taka undir með
hinni guðlegu hugsun. Þá fer að verða
ljós nauðsynin á hinum ótölulega grúa af
hnöttum, sólhverfum og vetrarbrautum.
En engin leið er að skilja tilganginn með
hinum óendanlega stjörnugrúa, fyrr en
menn vita, að þar er sá jarðvegur sem
hfið á að gróa í, efnið í líkama hins
óendanlega lífs.
V.
' M
l”er virðist það eftirtektarvert, að
,.Nature“,að framhald lífsins eftir dauð-
dr. Tillyard, dýrafræðingurinn, sem svo
skörulega hefir lýst því yfir í sjálfri
ann sé vísindalega sannað, er frá New
Zealand (Nýja Sjálandi), og hefir þar
starfað, eins og minn virðulegi vinur
prófessor Macmillan Brown — einn af
n.estu ritsnillingum og landfræðingum
sem nú eru uppi, höfundur verksins
Peoples and Problem6 of the Pacific, I-
II, og annarra ágætra bóka, — og hinn
ágæti málfræðingur prófessor Arnold
Wall, sem ritað hefir langa og góða
grein um Nýal (A Thinker in Thule) í
líklega merkasta blaðið, sem kemur út
4 suðurhveli jarðarinnar, áður en farið
er að minnast á þá bók í blöðum eða
tímaritum sem út koma í Noregi, Sví-
þjóð eða Danmörku. Sýnir þetta, eins
24. marz 1929.
þegar ræðir um víðar pípur, sem bera
mikið vatn, þá má búast við nokkrum
erfiðleikum á einangrun mjóu pípnanna
í götuæðakerfinu. Þetta stafar af því, að
á mjóum pípum er yfirborðsflöturinn
tiltölulega miklu stærri móts við vatns-
magnið í pípunni, en á víðum pípum.
Draga má úr þessum erfiðleika með því
að ætla götukerfinu ríflegan vatnsþrýst-
ing (láta vatnsgeyminn standa hátt),
svo að vatnshraðinn í götuæðunum ’geti
orðið sæmilega mikill.
Fitiri erfiðleika má eflaust telja. En
engir þeirra, sem ég hefi komið auga á,
virðast ósigrandi, svo framarlega sem
kostur er á nægum jarðhita og nægu
valni til þess að binda hitann í.
Notkun heita vatnsins í húsunum mun
ekki verða erfiðleikum bundin. Heita
vatnið má selja eftir vatnsmæli í hverju
húsi eða jafnvel fyrir hverja íbúð, svo
að hver borgi eftir því sem hann notar.
Þar sem miðstöðvarhitanir eru áður
komnar í húsin mun mega nota þær með
líiifjörlegum breytingum á pípum og án
breytinga á ofnum. Hitanir, sem gerðar
verða beinlínis, komast af með mjórri
pípur en aðrar miðstöðvarhitanir, en
verða að öðru leyti mjög líkar þeim.
6. Álykt arorð
Það var ekki tilgangur minn, með
þessum hugleiðingum, að láta í té nein-
ar forsagnir um það, hvernig hitaveita
Reykjavíkur eigi að verða í einstökum
atriðum. Tilgangur minn er sá, að sýna
íram á, að hér liggur fyrir úrlausnar-
efni, sem tími er til kominn að taka
upp í fullri alvöru. Hér er hvorki að
ræða um skýjaborgir né fjarlæga fram-
tíðardrauma, heldur er þetta næsta verk
lega viðfangsefni Reykjavíkurbæjar.
Reykjavíkurbær hefir síðustu 20 ár-
um tekið þeim framförum í verklegum
efnum, að einsdæmi mun vera um nokk-
urn bæ á Norðurlöndum á sama tíma.
Fyrir 18 árum var hér engin vatns-
leiðsla, ekkert holræsi, engin gasstöð,
engin höfn, engin rafmagnsstöð, engar
fullgerðar götur og engin dugandi
slökkvitæki. Allt þetta hefir bærinn
fengið síðan, sumt að fullu og kominn
vel áleiðis með sumt, svo að yfirleitt
sér nú bæjarfélagið borgurunum fyrir
samskonar líkamlegum gæðum og gerist
í öðrum borgum menningarlanda. En
hér má ekki láta staðar numið. Land
vort hefir þá séxstöðu meðal menningar
landa heimsins, að hitinn er hér meira
virði en annars staðar, vegna norðlægr-
ar hnattstöðu, en landið býður upp á
möguleika til öflunar hita, sem eru fá-
gætir annars staðar, þar sem jarðhitinn
veliur hér víða upp úr yfirborði jarðar-
innar.
Undanfarin ár hefir lággengi ísl. pen-
inga og sams konar óreiða á peningamál
urn flestra nágrannaþjóðanna staðið sem
ókleifur hjlli í vegi nýrra verklegra
framkvæmda. En nú er sú festa komin
á þessi mál, að menn geta farið að
hugsa til byrjunar aftur. Jafnframt er
nú hingað kominn hópur ungra nýút-
sknfaðra ísl. verkfræðinga, og fleiri
væntanlegir. Mér sýnist þvi tíminn vel
valinn til þess að snúa sér nú með at-
orku að rannsóknum á þessari þjóðlegu
grein verkfræðinnar, notkun jarðhit-
ans. Ég vonast eftir að sá framfarahug-
ur, sem borið hefir uppi hraðstígar um-
bætur bæjarfélagsins síðustu tvo ára-
tugina, sé enn ríkjandi innan bæjar-
stjórnar Reykjavíkur, og í trausti þess,
beini ég til hennar áskorunum að taka
upp forgöngu að rannsókn þessa máls.
Í landareign bæjarins sjálfs, er nokkur
jarðhiti, og þó ég hafi ekki viljað gera
nemur gyllingar, og þess vegna ekkert
litiö á þann möguleika, að þar reyndist
nægur jarðhiti, þá er sjálfsagt að byrja
rannsóknina þar. Ég hefi hins vegar vilj
að stuðla að því, að markið yrði frá
upphaf: ekki sett lægra en þetta, hitun
bæjarins í heild sinni. Takist að koma
henni í framgang þýkit mér sennilegt,
að sú reynsla, sem við það fæst, muni
;gera fleirum kleift að'feta á eftir.
32. tölublað 1963
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 25