Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 9
31. jan. 1926: E g býst við því, ati fleiri íslend- mgar en ég hafi rekið sig á það, að út- lendingar vita lítið um ísland og is- Ii-nzka þjóð. Jafnvel hér í Noregi er þekking manna sáralítil. Menn geta komið með svo fáranlegar spurningar, að undrun sætir. Það er t.d. mjög svo aigengt, að almenningur blandi saman Færeyjum og íslandi. Margir halda' að vér tölum dönsku heima fyrir og að- eins örfáir vita, að vér erum sjálfstætt riki. Og þeir sem vita það, líta mjög smáum augum á sjálfstæði vort. Vér höfum danskan konung og Danir fara með utanríkismálin. Eru það ekki aðeins Norðmenn sem líta á sjálfstæði vort smáum augum, heidur og flestir aðrir útlendingar, sem ég hefi hitt. Og þó að r.orskur almenningur viti lítið um ís- land, þá hefur fólk hér áhuga á íslenzk- imi efnum, en aðrir útlendingar láta sig íslendinga engu skipta og dettur varla i hug að spyrja um land eða þjóð. En hvað gerum vér íslendingar til að auka þekkingu útlendinga á landi voru og menningu? Vér gerum alls ekki neitt. Cg fréttir frá íslandi eru ófullkomnari cg sundurlausari en frá nokkru öðru menningarlandi. — Norsk blöð fá t.d. þegar í stað að vita, ef glæpamaður hefur verið tekinn af suður í Búlgaríu, en þó að íslenzkir merkismenn falli fró, þá sézt þeirra að engu getið. Hafa þó að minnsta kosti landsmálsblöðin góðan vilja á að fá glöggar fréttir frá ísiandi, en þau eru fátæk og Stóra nor- ræna hefur haft óheyrilegt verð á sím- skeytum. Það kostar fám aurum minna a orðið til íslands en til Tyrklands. ** nnars er það svo, að furðu fáir ísiendingar skilja það, hvert gagn oss er í því, að vakin sé eftirtekt annarra þjóða á menningu vorri og atvinnu- vegum. Surrtum finnast öll utanríkismál hieinasti hégómi. Hversu er þetta með aðrar þjóðir? Ég tek nýjasta dæmið frá Dönum. Þeir ætla að senda flugvélar alla leið til Japan til þess að sýna danskan fána. Bíkið tekur annan helming kostnaðar og Austur-Asíu-verzlunarfélagið hinn. Hvi skyldi verzlunarfélag taka á sig gífurleg fjárútlát til þess að sýna dansk- vera um hana líkt og þýzka flotann á óiriðarárunum, þótt ólíku sé saman að 3afna: þótt hann lægi í höfn lengstan t.mann, varð meðvitundin um, að hann lá í höfn og gat siglt út hvenær sem vera skyldi til þess að hamla öllum framkvæmdum óvinanna á sjó og kom þetta greinilega í ljós í árásinni á Salon- iki. Ef allir togarar þeir, er nú veiða í Jandhelgi, vissu, að flugvél væri höfð til eftirlits, myndi tæplega nokkur þeirra cíirfast að fara inn fyrir landhelgislín- una, því að flugvélin gæti verið kom- in að þeim hvar við land sem væri, á ems til 2 tíma fresti, eða því sem næst. Ameríkumenn nota flugvélar til strand- gæzlu og reynist ágætlega, enda eru þær útbúnar með loftskeytatækjum og ýmsum mælum og er unnt úr loftinu að ákveða stað hvers skips, hvort það er fyrir utan eða innan landhelgislín- una. Einkum myndi verða gagn að þess- sri strandvarnaflugvél á Norðurlandi un síldveiðitímann, og gæti hún ekki oðeins hindrað öll landhelgisbrot, held- t<r einnig gefið íslenzkum skipum vís- bendingu um síldargöngur — með loft- skeytum. Þá væri og hentugt að hafa ílugvél þessa til fólksflutninga og póst- Uuomunaur Ú. 'nagaiin Island og sumir þeir, sem kunna nor- rænu, hafa beðiö um nöfn á íslenzk- um blöðum. En það sem bændurnir hafa spurt mest eftir, eru hestarnir íslenzku. Bændurnir hafa haldið, að íslenzku hest srnir væru svo litlir og máttlausir að lítið gagn væri að þeim. Og þeir hafa orðið ærið hissa, þá er þeir hafa heyrt, að íslenzkur hestur gæti borið full- crðinn mann dag eítir dag og vér hefð- um venjulega 50 kg. í klyf á klyfjahest- L’m. „Þeir eru þá ekki mikið lakari en fiarðahestarnir hér“, segja bændurnir l orsku. Og þá er þeir heyra, að þe;r geta fengið tvo íslenzka hesta fyrir sama verð og einn norskan, spyrja þeir þegar, hvert þeir geti snúið sér, ef þeir vilji fá hest frá íslandi. Ég er alveg viss um það, að hér mætti skapa markað fyrir íslenzka hesta. Bændurnir hafa um þá alveg rangar hugmyndir. Sumir hafa séð illa meðfarnar íslenzkar húðarbykkj ur, en flestir hafa aldrei séð íslenzkan hest. — Eitthvað þyrfti að gera til þess i'ð menn kynntust hestunum og aldrei takast okkur veruleg viðskipti, ef hver einstakur á að panta fyrir sig og veit ekki einu sinni, hvert hann á að snúa ser. x etta um hestana er aðeins eitt dæmi þess, hvers virði það getur verið SLANDUT Eftir Guðmund G. Hagal'm an fána? Auðvitað sakir þess, að félagið telur það borga sig að láta framandi þjóðir vita að Danir og Danmörk sé t.il. Það hefur því blátt áfram fjárhags- iega þýðingu að aukin sé þekking á íslandi og íslendingum erlendis. E g hefi nú haldið fyrirlestra um ísland í öllum sveitum Hörðalands og er nú byrjaður í Sogni. Mér hafa virzt menn hlusta á mig með áhuga og á- nægju og margir eru hissa á því,'hve þeir í rauninni vita lítið um oss ís- lendinga. Sumir hafa jafnvel fyrirorð- jð sig fyrir vanþekkingu sina. Ýmsir hafa fengið hjá mér nöfn á bókum um ílutninga um landið og mætti einnig Eytja sjúklinga frá afskekktum stöðum til bæjanna, ef þörf væri t.d. á bráð- um uppskurði. Er þetta algengt í Amer- íku. og eru sumar flugvélar þar ein- göngu útbúnar í þessu skyni. Loks má geta þess, að þegar næstu harðindi koma og öll norðurströnd landsins lokast af ís, verður auðvelt að flytja mörg tonn af matvælum í loft- inu, og því meiri vitanlega sem flug- vélarnar verða fleiri. Mætti þá svo fara áð flugvélar gætu bjargað þúsund- um mannslífa frá hungurdauða. Hér eru að starfi í þessu landi ýmis letjandi öfl, er reyna að koma í veg fyrir ýmsar framfarir og álíta bezt að dotta og búa eins og við höfum gert í 1000 ár. Þeir trúa hvorki á sjálfa sig, íramtíðina eða þjóðina. En þorskurinn v;ð strendurnar og grasið á grundunum hrópar á framkvæmdahug þjóðarinnar cg heimtar nýtingu. Sá dottandi lýður leggst út af, en ný viðreisnaröld er í vændum, aukin framleiðsla til lands og s^ávar og endurbættar samgöngur. Flug vélar á íslandi verða einn þáttur í þessu starfi. Alexander Jóhannesson. fyrir atvinnulíf vort, að útléndingar fái e tthvað að heyra frá þjóð vorri. Vér stöndum og verr að vigi en aðrar þjóðir, þar eð vér höfum ekki íslenzka sendi- herra eða vora eigin konsúla. Danska sendimenn skortir bæði þekkingu og áhuga. íslands mun og heldur ekki gæta mikið hjá hinum dönsku konsúlum. Konsúll Dana (og íslendinga) í Björg- vin er norskur. Ég fór til hans í haust, ti! þess að fá framlengt leiðarbréf mitt og konu minnar. Hann stimplaði leiðar- bréfin með dönskum stimpli. Hann hafði aldrei fengið önnur íslenzk gögn en fánann og skjaldarmerkið. Á dyrunum stendur: „Kongelig Dansk konsulat“. Jslenzkur maður fékk hjá honum leiðar- bréf í fyrra. Utan á því stóð „Kongerig- ei Danmark“ og danskur fáni. Leiðar- bréfið var og einungis á dönsku. En þetta á kannske að vera svona? Ég veit það ekki með vissu. Getur það verið, að Danir brjóti svona sambandslögin? Nei, það mun ekki geta átt sér stað. Hið íslenzka sjálfstæði er víst ekki n.eira eða merkilegra út á við. Og er ekki von, að útlendingar hlæi að því, hafi það að háði? Ég sá nýlega hjá íslendingi leiðar- bréf, undirskrifað af lögreglustjóra Siglufjarðar. Það er einungis á dönsku. Mitt fékk ég í Reykjavík. Það var fyrst og fremst á íslenzku, en einnig á dönsku og frönsku. Eru önnur lög á Siglufirði en í Reykjavík? að er mikið talað um kostnaðinn við sendiherra og konsúla, en minna um hitt, hve mikið fé við förum á mis við, þá er þeir annast um hag vorn út á við, sem ekki hafa sakir vanþekk- ingar tök á því að sjá honum vel borg- íð. Ég sá nýlega í blöðunum, að Aust- urríkismenn hafa sama sendiherra fyr- ir Þýzkaland, Finnland og Svíþjóð, Noreg og Danmörk. Mundum vér ekki geta gert svipað! Annars gæti það ver- ið, að „lepparnir“ dönsku á enskum og sæuU'um, býzkum, frönskum og norsk- um skipum kynnu um síðir að sýna Is- lendingum, hvað þeim ber að gera. Vér getum gjarnan litið á utanríkismálin frá fjárhagslegu sjónarmiði, en á ekki þjóð- in einnig að hafa metnað? Það þykir lé- legur einstaklingur, sem metur sjálfan sig einskis. ' Lavík í Sogni 3. jan. 1926 8. apríl 1928: ÞÝSKUR TÖFRAMAÐUR Krossfestur í sjö daga og sjö nætur. ýzkur maður, Fritz Töpfer að rafni, hefir getið sér allmikla frægð upp á síðkastið með töfrum sínum, sem ganga kraftaverkum næst. Það má segja, að hann bregði sér hvorki við sár eða bana. Lætur hann krossfesta sig með nöglum gegnum hendur og fætur og getur hangið þannig dögum saman. Ekki er svo mikið, að einn blóðdropi ýri úr sárunum, og töframanninum verð ur ekki meira fyrir því að hanga þannig en svo, að þegar hann var eitt s*nn búinn að vera krossfestur í sjö sól- arhringa, þá fór hann tafarlaust á dans- ieik, þegar búið var að taka hann ofan, og dansaði alla nóttina, eins og ekkert hefði í skorizt. Fritz Töpfer er ungur maður. Hann tók þátt í ófriðnum mikla og stýrði þá f.ugvél. Varð hann þá fyrir því slysi að beinbrotna. Hafðist brotið illa við og læknarnir ætluðu að taka beinið úr hon um. Vildi hann það ekki og þvertók íyrir að láta svæfa sig eða deyfa meðan læknarnir fengust við sárið. Hann fékk vilja sínum framgengt og með vilja- krafti sínum tókst honum að vinna bug á sársaukanum, svo að hann hafði fulla n eðvitund meðan á læknisaðgerðinni sióð. Þetta varð til þess, að hann tók að stæla vilja sinn svo að hann kenndi emskis sársauka og þeim æfingum hélt hann áfram í 3 ár. Þá fór hann að láta krossfesta sig með því að reka stóra silf ur nagla gegnum hendur sínar og fætur og nú orðið er hann búinn að þroska svo einbeiting viljans, að hann finnur engan sársauka framar. I fyrra mánuði kom Fritz Töpfer til Kaupmannahafnar til þess að sýna list sína. Þótti mönnum mikið til þess koma og undruðust stórum. Segir m. a. svo frá sýningu hans í dönsku blaði: „Það var hljótt í salnum, þegar hann gekk berfættur að einkennilegu áhaldi, er líktist helst myllnu með hreyfanleg- um vængjum og staðnæmdist þar með utbreiddar hendur. Fyrst var hann bund inn við myllnuna, en þvinæst tók að- sioðarmaður hans fram einn af hinum longu nöglum og lítinn silfurhamar, hag ræddi naglann í hægri lófa hans og fór að reka hann inn. Áhorfendurnir voru fullir eftirvæntingar. Eftir fáeinar sek- úndur var hægri höndin negld föst við myllnuvæginn og loks báðar hendur og fætur. Gengu þá til læknar og vísinda- menn og rannsökuðu töframanninn, en hann var brosandi og ánægjulegur á svip. Eftir það var hann látinn laus, naglarnir dregnir út, en ekki sást dropi sT blóði. Voru þá gerðar fleiri tilraunir við hann. Hann var stunginn með örum í brjóstið og sjóðandi vatni hellt á ann- an handlegg hans — en honum blæddi ekki og hann brenndist ekki. Læknarnir vissu ógjörla, hvað þeir áttu að segja um þennan merkilega mann. Og hvað sem má annars láta sér detta í hug um hann, þá er það eitt víst, að þarna er um alveg sérstaka hæfileika að ræða og óvenjumikinn viljakraft. 82. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.