Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 17
10. júní 1928:
ÞÚSUNDÁRASJÖÐURINN
Eftir Jóhannes úr Kötlum
ndlegt líf á íslandi hefir allt til
þessa átt örðugt uppdráttar í margan
máta. Það hefir ætíð verið mjög háð
ýmsum annmörkum á öðrum sviðum
þjóðlífsins, og aldrei öðlazt það sjálf-
stæði, sem nauðsynlegt er til mikilla
afreka.
Þess vegna er nú lægra undir loft í
sölum bókmennta vorra, lista og vísinda
en annars myndi. Og þess vegna er
líka þrengri og lítilsigldari hugarheim-
ur almennings.
Hér á þjóðin mikið og margþætt við-
íangsefni fyrir höndum. Hún þarf sem
fyrst að leysa andlegt líf sitt úr ánauð
misviturrar sveraldarhyggju. Það er ekki
holt, að eiga allan viðgang þess undir
duttlungum stjórnmálanna né hverfulli
afkomu atvinnuveganna.
Það væri kynslóð þeirri, sem nú lifir
1 landinu, mikill vinningur og sómi, ef
hún bæri gæfu til að láta hina fyrirhug
uðu Alþingishótíð 1930 marka tímamót
í þessu efni. í þá átt stefndi hin nýja
tillaga, sem ég bar fram í fyrirlestri ný-
iega, og hér verður nokkuð sagt frá.
Tillaga mín er sú, að reist verði fag-
urt smáhýsi, — einskonar musteri, —
þar á Þingvöllum, sem hentast kynni að
þykja. — Þar yrði komið fyrir lista-
verki, gerðu af íslenzkum meistara.
Þegar ég flutti fyrirlesturinn, vakti
íyrir mér sérstök gerð á listverki þessu,
þó það að vísu væri mér aðeins auka-
atriði. Nú hef ég séð nýja og auðveld-
»ri leið.
Vér erum svo hamingjusamir, að eiga
eniiiing, slíkan sem Einar myndhöggv-
ara Jónsson, og virðist ekki óviðeigandi
að hagnýta sér frábæra list hans, í til-
efni af svo einstökum atburði, sem Al-
þingjsafmælið er. Nú vill svo til, að
þeirra, sem viðurkenndir eru að hafa
mesta sérþekking í þessum efnum, og
fela þeim íhlutunarlaust rannsókn á því,
hver bezt muni vera búinn að öllum
hæfileikum til að nema undirstöðu-
kennslu leikarans frá byrjun og gróður-
íetja hana á íslenzku leiksviði. Þennan
mann verður að finna. Og þegar hann er
fundinn, verður að búa svo að öllu leyti
lim kjör hans, að hann geti fullnumað
pig í iðn sinni á þrem árum. Að þeim
tíma liðnum getur hann tekið til starfa
við íslenzka leikkennslu. Það þarf ekki
að seinka starfsemi leikhússins. Það get-
ur naumast orðið fullbúið fyrr en að 5
árum liðnum. Og þó að fyrstu leikend-
urnir fái ekki meira en tveggja ára skóla
á þennan hátt, mun þeim bætast það
upp með þriðja vetrinum, þar sem leik-
ítarf og framhaldskennsla getur farið
laman.
Þetta má nú ekki skilja svo, að til-
eögn íslenzka kennarans eigi að vera
uemendunum nægilegur undirbúningur
undir lífsstarf þeirra. Hún er aðeins ó-
hjákvæmileg, hvergi nærri einhlít — og
það því síður að þeir hafa ekkert leik-
hús sér til stuðnings og hliðsjónar með-
an á kennslunni stendur. Enginn lærir
jurtafræði af bókinni einni, ekki heldur
af blómgarðinum einum. Eins er um
leikmennt. Leikhúsið verður að vera við
höndina meðan kennt er. Kennarinn
verður að taka nemendur sína í leik-
húsið, og kryfja sýninguna fyrir þeim.
Þess vegna tel ég óumflýjanlegt, að
fyrsti íslenzki leikflokkurinn dveljist að
eitt hið fegursta listaverk Einars, „Lamp
inn“, vseri einmitt tilvalið í þessu skyni
og í hinu fyllsta samræmi við anda til-
iögu minnar.
Listóverk þetta myndi fáanlegt, og
er það hið mesta happ, því hver önnur
þjóð í heiminum myndi miklast af að
eiga kost slíkrar gersemi í svipuðu til-
felli.
Tími er orðinn naumur, og því hæpið
að efna til samkeppni um smíði lista-
verks í þessu skyni, þó máske þætti það
viðfelldnast. — Enda er það svo, að
Eínar Jónsson ber höfuð og herðar yfir
aðra ísiendinga í myndlist, og myndu
allir una því vel, að horfið yrði að
þessu ráði, — og má hér enginn meting-
ur komast að.
Yrði svo musterið og listaverk þetta
vígt og afhent þjóðinni til nota, sem
almennur helgidómur þjóðarinnar, þar
sem hún færði hugsjónum sínum fórnir.
E n fórnir þessar yrðu fjárf.ramlög
sem afhenda skyldi í kyrrþey við fót-
ctall listaverksins. Þar skyldi og veita
viðtöku aðsendum gjöfum hvarvetna af
landinu.
Það ætti svo þegar í upphafi að verða
hefð, að aldrei yrði látið uppskátt, hve
mikið hver einstaklingur legði fram.
Skyidi það verða leyndarmál þeirra hug
sjóna. sem í fórnunum fælust. Væri það
sannarlega heilsusamleg venja, að flestir
eða allir landsmenn offruðu árlega til
sameiginlegs þroska, án þess að básúnað
væri á strætum og gatnamótum.
Ef hins vegar erlendir þjóðvinir ósk-
uðu að taka þátt í þessari fjársöfnun,
væri skylt að geta þess opinberlega.
Af fórnum þessum eða framlögum
minnsta kosti einn vetur í góðum er-
lendum leikhúsbæ. Meðal frændþjóða
vorra má jafnvel sjá honum fyrir greiðri
aðgöngu að leikhúsunum, ódýrum eða
jafnvel ókeypis sætum, leyfi til að vera
við æfingar o.s.frv. Kostnaður við þessa
eins árs dvöl erlendis þarf ekki að vaxa
mönnum í augum, þegar þess er gætt,
að fólk er hér að búa sig undir launað
lífsstarf. En jafnvel þó að leikhússjóður
yrði að hlaupa undir bagga, sem ég tel
vafasamt, væri ekkert við það að at-
huga, því að leikhúsið verður heldur að
bíða eftir nokkurn veginn fullnuma leik-
endum, en að byrja of snemma án þeirra.
Menn gera sér þess almennt ekki grein,
hve feikna mikilsvert það verður fyrir
hina gullfögru tungu vora, er meðal æði
margra líður vansköpuð af vörum fram,
þegar hér er komið upp leikhús með
fullnuma leikendum. Það er viðurkennt,
að engin stofnun, engin stjórnarráðstöf-
un, á annan eins þátt í að hefja mælt
mál til fegurðar og unaðar sem vandað
leiksvið. Og hér á landi, þar sem enginn
kennarastóll er í talmáli við háskólann,
(við Khafnarháskóla eru ekki færri en
tveir), væri slíkt leikhús blátt áfram
ómetanlegur þjóðrænn menningarstofn,
þótt sleppt væri öllum öðrum listræn-
um áhrifum þess. Þess vegna ríður oss
nú á að vanda nám fyrstu leikenda
vorra sem allra bezt. Því að leikmennt
skapar erfðir, sem virðast geyma í sér
dularfullt, ódauðlegt lífsmagn — sem
betur fer, ef þær eru góðar, því miður,
ef þær eru slæmar.
Jóhannes úr Kötlum
myndi svo skjótt skapast sjóður. —
Þúsundárasjóðurinn. — Hversu háar
upphæðir söfnuðust í þann sjóð, færi
auðvitað nokkuð eftir þjóðarhagnum á
þeim tíma. En jafnframt yrði hann ein-
stak'lega skemmtilegur mælikvarði á
fórnarlund og hugsjónamátt kynslóð-
anna.
Öld fram af öld myndi hann aukast
og ávaxtast og fyrr eða síðar nó þeirri
hæð, að vera til mikilla hluta máttugur.
Yrði hann svo á sínum tíma starfrækt
ur, sem íslenzkur þjóðmenningarsjóður,
og yrði þá listaverkið hið sýnilega tákn
þeirrar stefnu, sem honum yrði varið
til að vinna fyrir: að hefja andlegt líf
þjóðarinnar til fullkomins sjálfstæðis,
bæta hið almenna uppeldi og auka
heilbrigði og siðferðisþroska í landinu.
Enn er ekki kominn tími til að bera
fram ákveðnar tillögur um fyrirkomu
lag á starfrækslu sjóðsins, enda til-
gangslítið fyrr en séð verður, hvernig
brugðizt verður við hugmynd þessari.
En ef vel tækist, ætti hann að geta
orðið öruggt athvarf merkisbera vorra í
bókmenntum, listum, vísindum og upp-
eldismálum. Hann ætti að geta bjargað
oss frá því böli, að tapa kröftum vor-
um á þeim sviðum út úr landinu, eða
glata þeim heimafyrir vegna ófullnægj-
andi skilyrða. — Væri þá mikið fengið.
Jafnframt yrði hann hinn áhrifa-
ríkasti tengiliður kynslóðanna langt
fram í aldir, ef honum yrðj ráðstafað
á réttan hétt. Hann yrði augljós vottur
um umhyggju vora fyrir velferð niðj-
anna, og hin ánægjulegasta hlutdeild
vor i baráttu næstu þúsund ára.
Nú eru aðeins tvö ár eftir til Alþing-
ishátíðarinnar, en lítt hefir verið hafizt
handa til framkvæmda enn sem komið
er. Einkum hefir lítið verið fyrir því
hugsað, að stofna til einhverra þeirra
samtaka í tilefni af hátíðinni, er varð-
veitzt gætu í minningunni, sem lifandi
starfandi máttur í þjóðlífinu um langa
framtíð.
T illaga þessi um þúsund ára
musterið og þjóðmenningarsjóð, er
þannig vaxin, að bráðan bug verður að
vinda að framkvæmdum, ef hún yrði
tekin til greina. Treysti ég undirbúnings
nefnd hátíðarinnar, ríkisstjórn og öllum
málsmetandi þjóðvirium, að athuga hana
vel og fljótt, ög skipast einhuga til liðs
32. tölublað 1963
við hana, ef þeir teija hana þess verða
að öllu eða einhverju leyti. — Það
eitt nægir ekki, að tillögum sé þyrlað
upp, hverri af annarri, ef enginn hugur
né dugur fylgir máli.
Þa? er rétt, sem mælt hefir verið,
að engin togstreita um frumkvæði, né
annar þvílíkur barnaskapur, má eiga sér
stað, þegar um Alþingishátíðina er að
ræða. Gildi þess, sem einhvers er vert,
er jafnan hið sama, hvaðan sem það
kemur. Og enginn skyldi leika sér að
því, að vekja máls á alvörulausum uppá-
stungum, til þess eins að „slá um“ sjálf-
an sig, enda munu fáir til þess verða.
Að því er til þessarar tillögu kemur,
er hún í raun og veru ,-,ekkert nýtt
undir sólinni.“ Það er sem sé alsiða,
að menningarþjóðir láti snilldarverk
listamanna sinna geyma minninguna um
hátíðleg tækifæri og þær hugsjónir, sem
við þau eru tengdar. Og á síðasta Al-
þingi voru samþykkt lög um íslenzkan
menningarsjóð, og þó sú viðleitni sé tak-
mörkuð og háð hinum lægri hvötum í
manneðlinu, er hún samt sem áður
mjög virðingarverð tilraun til umbóta,
og jafnframt að snúa bölvun í blessun.
En betur má, ef duga skal, og er hér
aðeins haldið lengra fram á hinni sömu
leið, og að visu þar að auki reynt að
tengja hugmyndina hinum göfugustu
þáttum þjóðfélagsins.
Andleg vakning þarf að ske í íslenzku
þjóðlífi út frá hinni fyrirhuguðu hátíð,
ef hún á að bera þá ávexti, sem óskandi
væri. Enn erum vér ekki vaknaðir til
fuilrar vitundar um þessa nauðsyn. Hér
er ekki rúm til að víkja nánar að því
mikla málefni, en síðar mun ég freista
þess, ef tími vinnst til.
Einn hinn mesti spekingur voy núlif-
andi hefir sagt: „Ég vil að hér verði
höfðingjaþjóð, í beztu merkingu orðs-
ins, eins og ætt er til, en ekki höfðingja
laus þjóð, sem ekki trúir á sjálfa sig,
eins og nú er.“ (Dr. H. P.).
Si.'kum orðum þurfum vér vandlega
að hyggja að, og eins hinu, er stór-
skáldið (E. B.) kveður:
Gátur lísfins leiftra í önd;
landnám andans fara í hönd.
Mundin kalda og hjartað hlýja
hefst mót störrar aldar sól.
örlög henda auðnuhjól
yfir leiksvið kraftsins nýja.
3. marz 1929:
Langferð n hjóli
Ungur stúdent, Einar Wilhelmsen
frá Horten, hefir sennilega sett met
í langferð á hjóli. Hann lagði á stað
frá Moss í Noregi hinn 3. júní og fór
gegnum Tistedalinn inn í Svíþjóð og
til Stokkhólims. Þaðan lagði 'hann á
stað með 30 aura í vasanum og hjól-
aði norður alla Svíþjóð, yfir til Finn
lands og komst til Helsingfors. Vann
hann sér fyrir fæði á leiðinni. Frá
Helsingfors fór hann með skipi til
Danmerkur, hjólaði yfir eyjarnar og
Jótland og inn í Þýzkaland. Lagði
leið sína um Flensborg, Lúbeck, Ber-
lín, Wittenberg, Leipzig, Frankfurt,
öln. Þaðan niður með Rín til Hol-
lands, yfir Holland og Belgíu. Þar
réðist hann á skip, sem fór til New
oastle on Tyne, og hjólaði svo það-
an norður um allt Skotland og til
baka aftur, suður vesturströnd Eng-
lands, um Liverpool og Birmingham
og þaðan til Lundúna og Dover. Það-
an komst hann með skipi til Ant-
werpen og steig nú enn á hjólið og
fór suður til Frakklands, yfir víg-
stöðvarnar og til Paris. Enn ætlaði
hann að halda lengra áfram, en þá
varð hann fyrir óhappi að rekast á
annan hjólreiðarmann. Hjól hans
brotnaði og hann meiddist á hand-
legg. Fór 'hann þá til Rouen.og komst
þar í skip, sem fór til Osló, og var
kominn heim fyrir jól.
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS