Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 22
I. marz 1926: JÁRNBRAUTARMÁL Eftir prófessor Valt GREIN þessi sem hér birtist eftir fyrsta og heitasta fylgis mann járnbrautarmálsins var skrif- uö fyrir Mbl. í sumar sem leiö, en af vissum ástœöum hefur þaö dregizt aö birta hana. Nú þegar álit vegamálastjóra er nýkomiö út um Austur-brautina, er sérlega gott tœkifœri aö birta þessa grein, svo ahnenningi gefizt kostur á aö sjá álit hins fyrsta for vígismanns þessa máls. Hann skýr- ir og frá undirtektum þeim, sem „stórmáliö félck á þingi fyrir 30 árum. En í qreininni vakir hinn eldheiti framfara-andi, sem Þor- steinn Erlingsson kvaö í máliö, meö hinu þjóökunna kvœöi sínu „Brautin". TJm 30 ár eru nú liðin síðan umræður faófust um það mól á íslandi. — En um leið er og 100 ára afmæli járnbrauta í heiminum. Því árið 1825 komst á fyr&ta járnbrautin á Englandi, og voru þar mikil hát'ðafaöld í tilefni af því. Þvi baeði þar og alls staðar annars staðar, þar sem járnbrautir hafa verið lagðar, hafa þaer sýnt, favílík blessun þær hafa verið fyrir þjóðirnar, þar sem þær hafa reynzt hin öflugasta lyftistöng undir alls konar framförum og aukinni hagsæld iandanna. „Skyldi það vera álög á okkur íslend- ingum, að við eigum alltaf að vera hálf- um og heilum öldum á eftir öðrum þjóð- um? Það lítur næstum út fyrir það“, skrifaði ég 1805 (Eimr. 1, 12). „En þau álög eru þó okkur sjálfum að kenna“, bætti ég við. Þessi urnmæli eiga vig enn. Því enn er - ekki lengra komið en það, að við höfum í nær þriðjung aldar við og við verið að tala og skrifa um járnbrautir, en ekkert gert, nema lítilsháttar rannsóknir núna síðustu árin. Það var fyrst árið 1894. að nokkur ís- lendingur hugsaði svo hátt, að tiltök væru að leggja járnbrautir á íslandi. Þá var af þingmanna hálfu (fyrir forgöngu kapt. Sigtr. Jónassonar frá Winnipeg) borið upp á Alþingi frumvarp um að veita félagi (með ensku fé), sem nefnd- ist „Hið íslenzka siglinga- og járnbrauta félag“, leyfj til að leggja járnbrautir á Islandi, bæði norður um land til Eyja- fjarðar og austur á bóginn frá Reykja- vík (a-ustur í Rangárvallasýslu). Þá var ekki ráðgert að ráðast í meira fyrst um sinn en járnbraut austur að Þjórsá, með reglulegum lestaferðum að minnsta kosti 6 sinnum í viku árið um kring, og skyldi landssjóður greiða félaginu til þessa 50.000 kr. árlegan styrk í 30 ár, í síðasta sinni árið 1925. En jafnframt skyldi félagið gegn öðrum 50.000 kr. ár- lega fá leyfi til að annast siglingar til útlanda (Bretlands) og með ströndum fram, og skyldi útlandaskipið faafa 12 mílna ferð og rúm fyrir 70 farþega og fara 2 ferðir á mánuði 15. apríl til 15. október, en að minnsta kosti 1 ferð á mánuði hinn tíma ársins. Strandferðir- nar skyldi fyrstu 10 árin annast annað minna skip með 10 mílna ferð (en sama farþegarúm), er gengi stöðugt frá Reykjavík kringum landið frá 15. febr. til 15. nóv. Eftir 10 ár gat landsstjórnin heimtað, að strandferðaskipin yrðu 2. Eft.ir 15 ár skyldi landss'tjórnin hafa rétt til að kaupa bæði járnfarautir og skip 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Guðmundsson félagsins eftir óvilhallra manna mati. Það þótti miklum tíðindum sæta, þegar frumvarp þetta kom fram. Svo stórhuga höfðu menn aldrei verið, enda var málið óðara skýrt „Stóra rnálið". Vildu margir undir eins fella það þegar við fyrstu umræðu, og þar á meðal stj órnarfulltrúinn, landshöfðingi. Það væri barnaskapur að faugsa, að járnbrautir gætu þrifizt á fslandi. Þó tókst að bjarga málinu frá bráðum dauða í sjálfri fæðingunni og var nefnd sebt í það. f þeirri nefnd varð ég skrifari og síðan framsögumaður málsins í Neðri deild. Þetta var fyrsta árið, sem ég sat á þingi, og var það engin smáræðis raun fyrir ungan þingmann að taka á sig aðal vörn slíks máls, þó ýmsir góðir drengir væru þar og til liðs og aðstoðar. Og því meiri var raunin, sem á móti málinu hömuðust margir hinir mestu mælsku- menn þingsins, t.d. Benedikt Sveinsson, Guðlaugur Guðmundsson o.fl., sem gengu hreinasta berserksgang, fram fyrir fylkingar og bitu froðufellandi í skjaldarendur. Þá kom upp þessi þing- vísa: Valtýr eimreið fer um frón, flýgur Jens í loftballón, klærnar brýna loðin ljón Laugi, Bensi séra Jón. En þó mikils þyrfti við til að deyfa . eggjar berserkjanna, mælskugarpanna, þá var hitt þó engu minni raunin, að ' verjast árásum þeirra eiturskrímsla, sem upp stungu trjónum sínum í ræð- um ýmissa annara þingmanna: smásál- arskapnum, þrönbsýninni, skammsýn-. inni og trúleysi á framtíð landsins og framfaramöguleika. Af þessum skrímsl- um var gerður svo mikill aðsúgur að fruimvarpinu, að jafnvel báðir þingmenn Arnesinga börðust af kappi gegn málinu, þótt augsýnilegt væri, að engin sýsla á landinu mundi hafa annan eins hag af framgangi þess, eins og kjördæmi þeirra. Aftur voru aðrir svo staurblindir af hreppapólitík, að þeir lögðust eindregið á móti málinu af þeirri einni ástæðu, að ekki var byrjað . með að byggja járn- braut til norðurlandsins, þótt þeir ann- ars hefðu fullan skilning á, hve mikils virði jái-nbrautir mundu verða fyrir framtíð landsins og framfarir. En þó baráttan væri hörð, fóru þó svo leikar, að frumvarpið (með ýmsum breytingum) var samþykkt í Neðri deild. Og í Efri deild var það fyrir harðfylgi Hallgríms biskups Sveinssonar, Þorleifs Jónssonar (núv. póstmeistara) og Si^urð ar prófasts Jenssonar samþykkt bæði við 1. og 2. umræðu. En þá var þingtím- inn útrunninn og málið því óútrætt. Og þar sem landsstjórnin lagðist af alefli gegn málinu, tókst henni að koma því algerlega fyrir kattarnef. Þvi útlending- um þeim, sem ætlað höfðu að leggja fé í fyrirtækið, leizt þá ekki á blikuna, og þótti ekki ómaksins vert að koma fram með tilboð sitt að nýju. Árið eftir (1895) stofnaði ég tímaritið „Eimreiðin“, því ég vildi láta það sann- ast, sem sagt var í þingvísunni. Var það tilætlunin, að hún skyldi meðal annars vinna að framgangi járnbrautarmálsins, enda hóf hún göngu sína með grein um „járnbrautir og akbrautir" (Eim. 1, 4-14), Og í sömu átt stefndi hið snjalla inngangs- og stefnukvæði hennar „Braut in“ (1, 1-4) eftir þjóðskáldið Þorstein Valtýr Guðmundsson Erlingsson. Þar segir meðal annars svo: Og þó að ég komist ei hálfa leið heim, og hvað sem á veginum bíður, þá held ég nú samt í ‘inn hrjóstruga geim og heilsa með fögnuði vagninum þeim, sem eitthvað í áttina liður. En þó að barátta Eimr. fyrir járn- brautarmálinu yrði skammæ, af því ég sannfærðist um það, á þingi, að engin leið væri til að koma því frarn þá, eftr að forgangsmenn málsins í útlöndum höfðu kippt að sér hendinni, þá var þó hugurinn jafnan hinn sami. Eg sá, að við, sem höfðum barizt fyrir málinu, vorum þar (eins og í mörgum öðrum málum, t.d. stofnun eimskipaveiða og Fiskveiðafélagsins, öflugs seðlabanka o.s.frv.) langt á undan okkar tíma. En ég huggaði mig þó við, að sæði það, sem sáð hefði verið bæði í umræðum á þingi og í Eim., mundi einhvern tórna vaxa upp og bera ávexti. Ég læt mig því einu gilda, þó einfaverjir yrðu til að brosa að (strandi okkar, eins og líka segir í Eimr. (1.3) : Og þó að þú hlægir þeim heimskingjum að, sem hér munu í ógöngum lenda, þá skaltu ekki að eilífu efast um það, að aftur mun þar verða haldið af stað, unz brautin er brotin til enda. Þetta hefur og á sannazt. „Stóra mál- ið“ vakti á mörgum sviðum umrót í hug um manna, svo menn fóru að hugsa stærra og hærra. Og járnbrautarhug- myndin þroskaðist og dafnaði svo í brjóstum hinnar uppvaxandi kynslóðar, að sýnilegt var, að fræin höfðu borið ávöxt. Enda hafa nú nýir menn með betri skilyrðum, sem við höfðum, tekið við forystunni og falúð að þeim, og hinn öflugasti forkólfur þeirra nú í ráðherra- sessi, þar sem áður landsstjórnin sjálf var hinn versti Þrándur í götu málsins. Og vart mundu Árnesingar nú þola þing mönnuim sínum að leggjast af alefli á móti járnbraut þangað, né heldur Reyk vikingar þingmönnum sínum. Því nú sjá jafnt blindir sem óblindir, hve ómiss- andi austurbrautin er. Og þó er sannleik urinn sá, að norffurbrautin er í rauninni margfalt nausynlegri. Þegar óg árið 1921 yar að semja yfir- lit yfir framfarir íslands 20 fyrstu árin , * ú’i rio nnnA af 20. öldinni fyrir stærstu alfræðibók heimsins „Encyclopædia Britanmea", þá varð ég, er ég hafði safnað ölluim gögn- um, alveg forviða af að sjá, hve miklar framfarir hefðu orðið á þessu tímabili á því nær öllum. sviðum, að tiltölu meiri en í nokkru landi öðru. En þar var ein undantekning: landbúnaðurinn. Hann hafði að kalla má allveg staðið í stað. Engar verulegar framfarir. Og ég spurði sjálfon mig: Hvað veldur? Og mér fannst svarið liggja nokkurn veginn opið fyrir: járnbrautarleysið. Það eru ekki kaupstaðirnir eða kaupstaðafólkið, sem mestan haginn fá af járn-brautunum (riema þá máske Reykvíkingar talsvert), heldur bændurnir. Fyrir þá er járnbraut in lífsnauðsyn, eigi þeir nokkurn tima að komast úr kútnum. Jámbrautarmálið ætti því að vera nr. 1 á stefnuskrá bændaflokksins. Því járnbrautin er líf- æð landibúnaðarins og skilyrði fyrir öli- um verulegum framförum í honum. Rán bús-kapurinn á að hverfa úr sögunni og menn að læra að lifa af ræktuðu landi, sem aldrei getur algerlega brugðist, jafnvel í verstu ísárum. Menn eiga að koma upp stórum kúabúum (jafnvel með 100-200 kúm, eins og í fornöld) og smijörbúum og jafnvel svínarækt. En þetta getur því aðeins borgað sig, að menn hafi greiðan aðgang að markaði fyrir afurðir sínar, bæði fljótar, vissan og ódýran. Því annárs gleypir flutnings- kostnaðurinn allan arðinn, og í ísárum verða vörúrnárr fyrir stórskemmdum áður en þær komast á markað, ef þær þá nokkurn tíma komast það. Það væri því ekkert vit í áð leggja mikið fé í stór bú, ef þessi skilyrði vantar. En úr því öllu bætir járnbrautin. Og á það ekki sízt við norðurbrautina. — Borgarfjörð ur, Húnavatns, Skagafjarðar og Eyja- fjarðarsýsila er ágætis héruð fyrir stór kúafaú, ef norðurbrautin kemst á, en annars ekki. Þó faafísinn loki öllum höfn um norðanlands fyrir skipum, flytur járnbrautin allar afurðir til Faxaflóa, þar sem alltaf er íslaust, og þaðan ganga skip með þær til Englands. Þá flytja og járnbrautirnar nægan útlendan áburð og eldivið, svo menn ekki þurfi að brenna sauðataðinu. Þær flytja og út- lendar fóðurbirgðir í viðbót við grasið, sem ekki hrekkur til á stórbúunum, og til að forða öllum skepnufelli í hallær- um. Það er ekki erfiðara né dýrara að flytja fóðurefni frá Ameríku til íslands en til Danmerkur, og þó byggja Danir allan sínn blómlega búskap mestmegn- is á slíku fóðri og græða stórfé á. Mund um við þá ekki geta gert hið sama? Því ekki er danska grasið nærri því eins kjarngott og íslenzka taðan. Það er því einmitt norðurbrautin, sem okkur ríður mest á að fá, og það eru einmitt bændurnir, sem mest mundu á græða. Þetta sá lika víðsýnasti bóndinn sem sat á þinginu 1894, hinn nýlátni for maður Samvinnusambands íslands, Ólaf ur Briem, enda hélt hann eina áhrifa- mestu ræðuna fyrir járnbrautarfrv. En hann var lífca svo glöggskygn og laus við hreppapólitók, að hann sá, að austur- brautin varð að koma fyrst. Og sama gildir enn. Allt mas um það, hvort flutninga- magnið sé nóg til þess, að brautin geti borið sig, álít ég að engu hafandi. Því það er brautin, sem á að skapa flutn- ingsmagnið, eins hér eins og í öðrum lóndum. Og á henni getur orðið stór- gróði fyrir landið óbeinlínis, þó halli verði á rekstrinum. Svo hefur lengi ver- ið í Danmörku og viðar, og þykir vel fil vinnandí. Og meinilla er mér við, að landið sjálft leggi og reki brautina, ef nokkurs annars er kostur. Þá má eiga víst, að hallinn yrði meiri, því þá vantar eigin- girnina til að gæta allrar hagsýni. Því landssjóður borgar hvernig sem fer. Þá er og vísast, að pólitiskar ástæður ráði stundum meira, hvernig skipað verður í stöðurnar, en sannir hæfileikar. Svo Framh. á bls. 31. -------------------- 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.