Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 29

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 29
holti séra Sigfúsar Egilssonar, Halldórs I-orbergssonar, séra Jóns Arasonar í Vatnsfirði, séra Halldórs Teitssonar í Gufudal, Jóns Sigurðssonar í Káranesi, eéra Þorleifs Kláussonar á Útskálum og Odds Eiríkssonar á Fitjum. Af þessum annálum eru nú þrír algerlega glataðir (séra Sigfúsar (á latínu) séra Halldórs í Gufudal og séra Þorleifs Kláussonar) einn (Jóns í Káranes) mun að mestu leyti enn til í heiiu lagi í afskrift og cin afskrift af Annálabók Odds á Fitj- um fyrir nokkrum árum fundin af mér, og nú byrjað að prenta þann annál. Kinir annálarnir eru enn til í nokkrum afskriftum, en egninn í frumriti, nema annáll séra Jóns Arasonar. Hér er þvi um allmikið tjón að ræða í þessari grein að ótöldu því, sem áður er á xninnst, æviatriða annálahöfundanna eftir Áma, er eflaust hefir verið mikið á að græða. íL iér verður nú ekki farið lengra út í þessi efni, þótt kostur væri, þvi að þetta er orðið lengra mál, en ég hafði ætlað í fyrstu, og eflaust leiðin- legt aflestrar fyrir allan þorra lesenda Lesbókarinnar. Ég vil aðeins geta þesis, að margir hafa efast um, bæði Guð- brandur Vigfússon, Kaalund o. fl., að írásögn Finns biskups (í Kirkjusögu hans) sé rétt, að tæplega % hluti af hinu upphaflega safni Árna hafi bjaargast úr eldinum, þótt hann hafi allsterk orð um, að hann hermi þar full sannindi sem nákunnugur safninu áður, en jafnvel þótt miðað sé við allt safn hans, bæði prenfcaðra bóka og handrita, hygg ég eins og fleiri, að þessi frásögn Finns sé orðum aukin, og að hér um bil helm- ingur handrita safnsins hafi bjargast mundi vera nær sanni. En þótt íslenzk eagnfræði hafi beðið allmikið tjón við þennan mikla Hafnarbruna fyrir 200 árum, þá mun hún engu minna tjón beðið hafa við brunann alla í Skálholti 1309, 1532 og 1630, ekki sízt við hinn síðasta, því að bæði var Oddur biskup fræðimaður og hafði mörgu að sér við- að, að ótöldum öllum embættisbókum hans, er þar hafa farizt. Hann lifði fceldur ekki lengur en 10 mánuði eftir þann bxuna, en Árni Magnússon rúma 14 mánuði eftir Hafnarbrunann. (Hann dó 7. jan. 1730. í bréfinu til Orms sýslumanns, 2. júní 1729, kemst Árni meðal annars svo að orði: „Mestur part- ur af því, sem mér var til gleði og gamans, er burtu. Er svo ekki annað til baka en búa sig til góðrar heimferðar og leitast við að gleyma þessum ver- aldarhégóma, því allt er þetta er vera ekki annað, þegar menn fá stundir að gæta þar að.“) Hafa báðir tekið sér mjög nærri svo mikla tortímingu margra dýrmætra hluta og sú reynsla stytt aldur þeirra. Á allraheilagramessu 1928. Hannes Þorsteinsson. SALRÆNA MYNDIN af sira Haraldi Eftir Einar H. Nielssyni Kvaran É, ig veit ekki, þegar ég rita þetta, hvernig Morgunblaðinu tekst að sýna þessa mynd á prentpappír. Ég vona, að það takist eftir atvikum vel, því að mér er kunnugt um að mikil stund hef- ir verið á það lögð að gera það af vandvirkni. Hvernig sem þetta kann nú að takast, þá er óhætt að fullyrða að enginn, sem séð hefir ljósmyndina þekkt hefir síra vafa um og í neinum Harald, hefir verið það, að af honum 8. september 1929: Ekki óhuggandi í fyrra voru 3 ár liðin frá því að kvikmyndaleikarinn Valentíno and- aðist. Er hann dó, ætlaði kvenfólk- ið af göflunum að ganga. — Þúsund- ir kvenna stóðu fyrir utan sjúkrahús ið, þar sem hann lá banaleguna. Og þegar það fréttist, að hann væri skil- inn við .steinleið yfir þær hópum saman. Víðs vegar um lönd voru þá stofn- aðir Valentino-klúbbar, þar sem kvenfólkið tók sér fyrir hendur að heiðra minningu þessa látna Ieikara. Einkunnarorð klúbba þessara var „Trúr til dauðans.“ Er ár var liðið frá því, að Valen- tino dó, voru haldnar sálumessur, þar sem fjöldi kvenna grét hástöf- um. Eftir tvö ár var allmikið færra fólk við messurnar, og um daginn, þegar þrjú ár voru liðin frá fráfalli hins vinsæla leikara, voru það ekki nema fáeinar konur, sem tóku þátt í bænahaldinu. ætti myndin að vera. Ekki er nokkur kostur á því að sýna að fullu, hvernig ljósmyndin er. Á henni eru að minnsta kosti þrjú, sem eru svo dauf, að ekki er unnt að framleiða þau á myndamótinu. Þau sjást á ljósmynd- inni, en eru ekki svo skýr, að neinn mundi geta þekkt þau, þó að hann vissi, af hverjum þau ættu að vera — sem enginm veit. Maðurinn, sem myndina tók, heitir William Hope, og á heima í Crewe á Englandi. Hann hefir ekki algengar ljós myndanir að atvinnu, heldur er hann fátækur verkamaður. Myndirnar selur henn svo ódýrt, að margir munu bæta einhverju við gjaldið. Nú er eftirspurn- in eftir myndum hans orðin svo mikil, að ég hygg, að mestur timi hans fari í það að fullnægja henni. Að minnsta kosti hefir mér reynzt það vandkvæðum bundið að komast að honum. í sam- vinnu við hann um þessar ljósmynd- anir er kona, sem heitir Mrs. Buxton. Mér er ekki kunmugt um það, hvort nokkurar sálrænar myndir koma á plöt- urnar hjá honum, þegar hún er ekki viðstödd. Bæði eru þau einkar trúhneigð, og Mr. Hope hefir verið Hjálpræðisher- maður. Ekki veit ég, hvort hann er það enn. Þau halda stutta guðsþjónustu, áður en byrjað er á ljósmyndunartil- rauninni, syngja sálma og flytja bæn. Mr. Hope hefir orðið fyrir miklum rengingum og árásum. Sumpart er það vegna þeirrar mótspyrnu, sem sumir menn hafa haldið uppi gegn sálarrann- sóknunum. Sumpart stafar þetta af því, hve ótrúlegt mönnum hefir þótt, að slík ar myndir fáist sem þær, er Mr. Hoþe tekur. Mann hefir komizt út úr öllum þeim þrengingum með sæmd. Þrátt fyrir afarmikla gagnrýni og strangt eftirlit, sem starfsemi hans hefir með köflum verið háð, hefir aldrei sannast, að nokk- ur ástæða hafi verið til þess að rengja heiðarleik hans. Mr. Gow, ritstjóri Light, sem er afar gagnrýninn maður á sálræn efni og stöðugt á verði gegn öllu því innan spírtitistísku hreyfing- arinnar, er sett geti blett á hana, virt- ist um stund verða nokkuð á báðum áttum, þegar árásirnar á Hope urðu alvarlegastar. Þær árásir snerust Mr. Hope til sæmdar. Og Mr. Gow sagði við mig í síðastl. septembermánuði, að enginn vafi léki lengur á því, að Mr. Hope væri sannráðvandur maður, sem óhætt væri að treysta. Tvímælalaust er það líka að allir leiðtogar spíritismans á Englandi eru nú á sömu skoðun. Þ egar þau hjónin, Sveinn M. Sveinsson framkvæmdastjóri og frú Soffía, komu til Mr. Hopes og þegar myndin var tekin, hafði hann enga hug- mynd um, hver þau væru. Þau höfðu ekki beðið um það sjálf að mega koma til hans, heldur var beðið um það frá skrifstofu félagsins London Spiritualist Alliance, þau ekki nefnd og engin vitn- eskja um þau gefin. Mr. Hope hélt helzt, að þau væru frá Austurríki; hon- um fannst þau tala líkt og gestir, sem komið hefðu nýlega þaðan. Þau horfðu á meðan myndin var tekin, og eins meðan hún var framkölluð. Að þvi lpknu þekktu þau tafarlaust, að mynd af séra Haraldi var plötunni og þau sáu líka aukamyndir, sem ekki er unnt að láta koma fram á prentpappírnum. Því til sönnunar, að þau hafi þegar þekkt myndina á plötunni, er að þau gátu um það í bréfi, sem þau skrifuðu frá Englandi til Kaupmannahafnar. Sömu- leiðis sögðu þau bæði mér og öðrum frá því, þegar þau komu heim og áður en þau höfðu fengið myndina senda frá Mr. Hope. Þau eru þess fullvís, að myndin, sem þau fengu, er rétt og óbreytt prentun eftir myndinni, sem þau sáu á plötunni. Þessa er getið til þess að girða fyrir þann hugsanlega misskilning, að Mr. Hope hafi breytt myndinni eftir að þau fóru frá honum. En jafnframt er þess að gæta, að þó að ekki gæti leikið neinn vafi á því, að þessi mynd sé af síra Haraldi, þá er hún verulega ólík öllum þeim myndum, sem af honum hafa verið teknar. Þetta hefi ég vand- lega athugað. Þó að þessi hæfileiki, sem kemur fram hjá Mr. Hope sé sjaldgæfur, og þó að hann sé nafnkenndastur slíkra manna í Norðurálfunni, þá er hann svo sem ekki einsdæmi. Hæfileikans varð fyrst var skömmu eftir 1860, og allfcaf síðan hafa verið einhverjir menn, sem hafa fengið slíkar myndir á ljósmynda- plötur. Stundum þekkjast þær og stund- um ekki. Ég hefi heyrt þá tilgátu, að þessar myndir komi fram við sterka hugsun þeirra, sem sitja fyrir ljósmyndavél- inni. Sú tilgáta er á engu byggð. Marg- sinnis hafa komið myndir, sem þeir, er fyrir sátu, könnuðust ekkert við, myndir, sem menn hafa þekkt eftir á. Þeir, sem mesta reynslu hafa í þessum efnum, fullyrða, að skiiyrðin séu bezt, þegar þeir, sem sitja fyrir, séu ekki að hugsa um neinn sérstakan. Einar H. Kvaran. 32. tölublaS 1963 lesbók morgunblaðsins 29

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.