Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Qupperneq 6
„Hann gerði ekki út sjálfur, en hafði mann til sjós. Svo var veiddur silungur í ánni á sumrum og skotnar rjúpur á veturna. Samt voru rjúpur ekki sölu- vara í þann tíð en eingöngu notaðar til heimilis. Það var hollur og góður matur“. „En barnafræðslan?" „Ja, barnafræðslan. Það var nú svo- lítið annað en nú. Fyrir fermingu var ég ekki einn einasta dag í skóla. Samt kom þarna í sveitina maður, sem ólafur hét Jónsson, og stundaði umferðakennslu. Hann var Möðruvellingur og kenndi, að ég held, aðallega skrift og reikning auk kristinna fræða. En ég var ekkert hjá honum. Mamma kenndi mér að lesa, ef hægt er að segja að nokkur kenndi mér það. Kristin fræði lærði ég mest, þegar ég stóð yfir fénu síðari hluta vetrar“. „Uppeldið hefur verið hart í þá daga“. „Það mundi þykja svo nú. Sums stað- ar voru börnin pínd áfram við vinnu svo að segja meðan þau gátu staðið“. T ar þetta nokkur æska?“ „Það voru ljósir punktar innanum, hjá þeim sem héldu heilsu. Gleði æskunnar verður aldrei með öllu heft. Við strák- arnir flugumst á, og okkur var ekki bannað að fara á skíði og skauta. I kirkjuferðum á veturna voru oft milli tíu og tuttugu strákar saman komnir. Og á heimleiðinni leituðum við uppi skíða- brekkur eða lékum okkur á skautum á ánni. Þess utan fengum við oft stundir í þetta. Hins vegar mátti maður aldrei sjást aðgerðalaus innivið svo ekki væri komið með eitthvert verk, t. d. þóf, kamba eða prjóna. Jú, þetta voru ljósir blettir innan um eins og er gengið var til prestsins. Auk venjulegra spurninga á kirkjugólfi, gengum við fermingarbörn- in til prestsins einu sinni í viku með niu vikna föstunni. Seinna fórum við tvisvar í viku, og kannski höfum við farið annan hvern dag síðast. Ég man það ekki fyrir vist. Þetta voru góðar ferðir og skemmtilegar, þó var þriggja tíma gangur frá Hnjúki niður að Völl- um. Séra Tómas Hallgrímsson var ágætis maður, enda skyldur Jónasi þjóðskáídi, ef ég man rétt Auk kristinna fræða lét hann okkur lesa, skrifa og reikna. Hann söng og tónaði svo vel, að ég hef varla heyrt aðra eins tóna, nema ef vera kynni söng fuglanna í svokölluðum Skipsklett- tim fyrir ofan Blængshól. Það verður þarna smádalur í fjallið með ofurlitlu stöðuvatni í botni og bröttum og klett- óttum brekkum umhverfis. Ég var þarna einn með ánum mínum og fuglunum, þegar ég var smali, og söngur sólskríkj- unnar endurómaði svo fallega frá sól- vermdum klettunum, að ég nýt þess enn“. „Já, ég var á ellefta árinu, þegar ég byrjaði að sitja hjá á nóttunni. Soffía systir var með mér fyrst. Ég segi það satt, að fyrstu næturna grenjaði ég alveg linnulaust, og ég man sérstaklega eina nótt seinna um sumarið. Það var úða- þoka og svalt. Ég var víst talsvert votur a.m.k. í fæturna. Um lágnættið skreið ég upp á stóran stein og ætlaði auðvitað ekki að sofna. Samt fór nú svo, og þegar ég vaknaði, voru allar ærnar farnar, og mér varð nú ekki um sel. Ég ætlaði áyrst að rekja slóðirnar í dögginni, en það reyndist ómögulegt. Þá tók ég það ráð eð hóa eins og í smalamennsku, og þann ig hafði ég þær allar heim að kvíum nema tvær“. Sigurður hlær við, lítið eitt, bætir síðan við eftir andartaks þögn. „Þetta stælti kjarkinn, herti og kenndi manni að gefast ekki upp“. „En var þetta nú ekki fullmikið?1* spyr ég. „Jú, að vísu“, segir Sigurður og lyftist 1 stólnum. „En hver ratar meðalhófið?" „Og þú hafðir safnað kjarki til að drífa þig í Hólaskóla". ú. „Já, ég fór úr föðurhúsum, þegar ég var sautján ára, réðst fyrst vinnumaður að Syðra-Hvarfi og hafði fimmtiu krón- Ur í árskaup. Það þætti lítið núna, en ég ól alltaf einhverja framavon í brjósti og hef líklega verið nokkuð framgjarn, enda ætlaði ég upphaflega í Möðruvallaskóla. Það var Jóhann á Ytra-Hvarfi, sem réð mér til að fara heldur að Hólum, af því að ég hafði enga undirbúningsmenntun. Jóhann hélt einkaskóla, og þar var ég hálfan mánuð til náms veturinn áður. Skólavistin kostaði sjötíu aura á dag, fæði, húsnæði og kennsla. Næsta haust fór ég að Hólum og þroskaðist þar bæði andlega og líkamlega og flaugst mikið á. Séra Zóphónías í Viðvík var íslenzku- kennarinn okkar. Mér er hann minnis- stæður. Hann náði einhvern veginn svo vel til mín“. . „Varstu þá farinn að hneigjast til hug- leiðinga um trúmál?“ „Ekkert sérstaklega. Það voru áflog- in þá og gleðskapurinn. Ég las einu sinni heilmikið um spíritisma. En það var seinna. Ég fékk fljótlega andstyggð á öllu þvi fargani og brenndi spíritista- ritin. Upp úr því fór ég að lesa Biblíuna". »v T arstu lengi á Hólum?" „Tvö ár. Ég held það hafi verið alda- mótaárið, sem ég fór, og þá í jarðabóta- vinnu út á Höfðaströnd. En þetta var um haust, og tíðin spilltist. Þá réðst ég í Grafarós til sveitunga mLns, Hallgríms Tómassonar prests að Völlum. Hallgrím- ur var þá skrifstofumaður við Gránu- félagsverzlun hjá Karli Hólm. Ég átti að róa á báti, sem Hallgrímur gerði út þetta haust. En ekki varð heldur mikið úr því. Ég lagðist í lungnabólgu. Og þar hef ég nú líklega verið kominn næst eilífðinni — óráð dag eftir dag. Mér eru enn minnisstæð öll þau undur, sem fyrir mig báru í óráðinu. Mér eru enn minnis stæð öll þau undur, sem fyrir mig báru í óráðinu. Ég var löngum í styrjöld, stökk yfir fallna menn og hlóð valkesti. Það var eins og í riddarasögu". „Læknir, jú, jú, Magnús Jóhannsson á Hofsósi stundaði mig og kom nær dag- lega í heila viku. Svo var hjúkrunar- kona, sem vakti yfir mér á nóttunni. Mér var víst vart hugað líf um tíma. Ég man vel eftir því eina nóttina, ég var með fullri rænu þá, og stúlkan fór, en Hallgrímur kom, settist hjá mér og spurði ofboð þýðlega, hvort ég væri nokkuð verri. Ég kvað svo ekki vera, og hann sat hjá mér um tíma en fór síðan, og stúlkan kom. Þetta var byrjun bat- ans, en hún hefur víst haldið, að það væri helfróin, aumingja stúlkan, og beð- ið Hallgrím að vera hjá mér meðan ég skildi við“. „Þú hefur legið lengi?“ „Sex vikur. Og hvað heldurðu að reikningurinn frá Magnúsi hafi hlaupið? — sjö krónur heilar — meðöl innifalin, og þar í dýr vínflaska. Hann varð held- ur aldrei ríkur að veraldarauði sá mað- ur, en því meir að góðvild og hjálpsemi. Magnús var ágætur læknir, enda mikið ti! hans sótt. Eini ljósi punkturinn í þessu, ef hann hefur fastnað sér konuna um þetta leyti. Hún er systir Hallgríms. Sjálfur gat ég aldrei borgað Magnúsi neitt utan þessar sjö krónur, nema þá ef tii vill eftir að hann var horfinn af jarð- lífssviðinu. Við vorum nefnilega ekki alveg skildir að skiptum“. „Nú“. „Já, hann var búinn að biðja mig fyrir dreng, og ég fékk frá honum ágæta vínflösku. Það var ekki sú fyrsta, þótt hinar kæmu allar meðan hann var hér, en þessa hafði hann beðið konuna fyrir áður en hann dó. Við vorum líka búnir að sælda talsvert saman í lífinu. Hann kom til mín að Fjalli, þegar ég var nærri því dauður á Heljardalsheiðinni". „Dauður á Heljardalsheiðinni?“ „Já, ég var farinn að búa á Egg þá og kom gangandi norðan úr Svarfaðar- dal, hafði hitnað og kólnað á víxl og veiktist, þegar ég kom upp á Heiðina. Ég dróst þó vesturaf. En þegar ég kom ofan í Heljardalinn var svo af mér dreg- ið, að ég var búinn að ákveða, hvernig ég ætti að ganga frá sjálfum mér. Ég ætlaði að stinga stafnum niður í skafl, þar sem hann fennti ekki og leggjast svo fyrir. En Guð hefur aldrei gleymt mér, og hann sendi mér hjálp einmitt, þegar ég var að komast í þrot. Það kom maður á móti mér. Hann hét Árni Árna- son, svarfdælskur maður, og bjó síðar á Hofdölum, fluttist þaðan til Sauðár- króks. Ég var svo illa kominn, að ég gat með engu móti setið á hestinum. Árni varð að ganga undir mér eða hálf- bera mig heim að Fjalli í Kolbeinsdal. Þar var mér veitt góð aðhlynning og sent eftir Magnúsi lækni. Sú læknisvitj- un kostaði þrjár krónur, þó var hríðar- veður og nokkur ófærð.“ „Voru þetta alvarleg veikindi?“ „Lungnabólga, og sótti í sama horfið og fyrr með óráðið. Ef á mig rann höfgi, hrökk ég upp við hroðalegustu ofsjónir. A þessu gekk, þar til Pálína mín kom og setfist hjá mér og hélt í höndina á mér. Þá loks sofnaði ég eðlilega". „Þú. hefur átt góða konu. En hvað bar til tíðinda eftir að Magnús blés í þig lífsanda þarna í Grafarósi?" „Guð gerði það nú líka. Magnús hefði nú lítið getað læknað án hans. Við menn- irnir erum aðeins verkfæri í hendi Guðs og eigum stöðugt að hlusta eftir hans rödd og reyna að breyta samkvæmt hans vilja. Þá erum við gagnlegur gróður og hamingjusöm eins og jurtin, sem teygar ljós himinsins. En af mér er ekki mikið að segja, þegar ég loks komst á fætur, fór ég heim í Svarfaðardal og var við kennslu um veturinn. Næsta sumar var ég ráðsmaður á Grund í Svarfaðardal og hafði fimmtán krónur á viku. Það þótti mikið. Þá bjó á Grund Sigurður, afi Sigurðar Hauks, sem var prestur á Hálsi. Prestur heitir í höfuðið á afa sín- um og hesti, sem Sigurður átti. Það var ágætishestur og hjónin úrvalsmanneskj- ur. Um haustið fór ég til Akureyrar og ætlaði að græða peninga á síldveiði. Ég hafði tvær krónur upp úr einum degi og tuttugu upp úr öðrum. Síðan ekki söguna meir. En í þetta fóru um það bil þrír mánuðir. Og aftur lá leiðin til Skaga fjarðar". Og hvað er að frétta af búskapn- um?“ „Af honum er nú held ég lítið að segja. Mér eru andlegu málin hugstæðari nú orðið“. „Hvers vegna hneigðist þú svo mjÖg til trúar?“ „Fyrsti vísirinn hefur sjálfsagt legið í uppeldinu. Móðir mín var trúkona og bað fyrir okkur börnunum og kenndi okkur að biðja. Bænir eru óneitanlega mikils virði. Þær opna sálina, og gera mann móttækilegan fyrir náð Guðs og krafti, sem alls staðar er í nálægð að leita okkar. Svo hefur lífið kennt mér, að við mennirnir erum sjálfum okkur ails endis ónógir. Við þurfum alltaf á náð Guðs að halda og getum ekkert án hans, cins og trúarskáldið segir í sálminum: An Guðs nóðar er allt vort traust óstöð- ugt, veikt og hjálparlaust. Ég trúi á opinberandi kærleika Guðs í Jesú Kristi og veit, að hann hefur staðið við öll þau fyrirheit, sem hann gaf í Biblíunni. Þar birtir hann okkur vilja sinn og svarar öllum spurningum. Ef okkur mönnunum tækist að haga lífi okkar í samræmi við boð meistarans væru öll vandamál leyst. Biblían er lykill trúarinnar og dyr sam- vizkunnar. Ég hef oft hugsað um það, hvers vegna fólk les allar mögulegar og ómögulegar bækur en ekki Biblíuna. Mér er lestur hennar hrein nautn nú orðið. Mínar beztu stúndir eru þegar ég vaki á nóttunni og les Biblíuna. Ég tek ekki ákvarðanir án þess að leita til Drottins gegnum orð Biblíunnar. Og ég hef oft fengið dásamlegt bænasvar, sem beinlín- is nálgast kraftaverk.“ „Þú sagðir þig úr þjóðkirkjunni og til- heyrir þó engum sértrúarsöfnuði". „Ég lít svo á, að aðeins einn trúar- flokkur eigi að vera til — flokkur manna, sem þi'á Guðsríki og leitast við að skapa það með hugsun sinni, orðum og athöfnum samkvæmt boði Guðs. Um þetta gæti ég talað langt mál, en það er sjálfsagt timi til kominn, að við för- um að Ijúka þessu spjalli. Ég þarf að fara, og þetta tekur ekkert blað“. „Auðvitað ekki. En ef þú værir ekki orðinn alltof andlegur gætirðu kannski sagt einn brandara eða frá einni svaðil- för í lokin“. „Ég hef engar svaðilfarir farið, sem talandi er um“, segir Sigurður og sýnir á sér fararsnið. „Ég hef náttúrlega stund um teflt á tæpt vað og oft sundhleypt í Vötnunum. Einu sinni missti ég svo að segja undan mér hnakkinn. Ég hafði rennt mér af baki, lá með hliðinni á hest inum og hélt í faxið. Hnakkurinn var far inn, þegar að landi kom, og ég hef aldrei séð hann síðan. En þetta er ekkert til frásagnar. Hitt er meiri saga, „að Guð hefur af náð sinni látið mig, lítilmót- legan mann, lífi halda, blessað mig og leyft mér að ljúka upp munni, til þess að vitna um náð harxs og kærleika". „Við höfum bæði nú og áður rætt .talsvert um trúmál og mér skilzt sem þú hafir stundum verið nokkuð stífur við Guð, jafnvel þreytt við hann Jakobsglímu“. „Ég held ég hafi nú fyrst og fremst glímt við sjálfan mig“, svarar Sigurður með höndina á hurðarhúninum. „Og stífheit kalla ég það ekki, þótt ég ætlist til, að hann standi við sín eigin orð, enda veit ég, að hann stendur við það allt. Og hafi ég skilið eitthvað rangt, vona ég, að hann af náð sinni veiti már einurð til að minna hann á, að ég hafi skilið og skynjað með þeim skynfærum og þeirri greind, sem hann gaf mér“. Og það er djarfmannleg reisn yfir gamla manninum, þegar hann opnar hurðina. Hagalagðar TJmsjónarmannavísur Janus Jónsson og Þorvaldur Thorodd- sen ortu vísur um þá, sem voru umsjón- armenn í Menntaskólanum 1872—73. Þá var Zophonías Halldórsson efstur í skóla og umsjónarmaður við bænir. Janus kvað: Hann við bænir hölda vel heftir gázka kæti. Þorvaldur botnaði: í fornra mála fræðivél fyrsta hefir sæti. Margir frá þeim árum munu enn kunna visuna um umsjónarmanninn í neðsta bekk: Stellu-Lárus stóra vömb styður höndum báðum, en fyrsta bekkjar fjörug lömb fljúgast á í náðum. Þótti Jóni gamla Árnasyni þessi vísa svo ágæt, að oft fór hann með, og festist hún við það í minni manna. (N. Kirkjubl.) Hjúasæld á Þingeyrum Aldrei hefur mér fundizt ég vera góð- ur búmaður. Mér hefur mikið hjálpað, að ég og kona mín sáL vönduðum og lögðum ástundun á að fara sem bezt með okkar þjónustufólk, svo það stund- aði að vinna okkur utan- og innanbæjar öll verk með staðfastri dyggð og trú- mennsku, svo við héldum margt fólk lengi og áttum lakara með að vísa fólki frá okkur, en að fá fólk til okkar. Frá því fyrsta ég til man, hafa mér heppn- azt verk vel og mínar tiltektir. (Ævis. Björns Ólsens) Q LESBÓK MORGUNBLÆÐSINS- 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.