Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Page 15
HVENÆR ERU DÝR ALDAUÐA? Fhnnst geirfuglinn aftur, eins og risasækýrin? eskimóaspóinn og gullhamsturinA? Meðan enn eru ókönnuð land- svæði á jörðunni, mega vís indamenn alltaf búast við því að rek ast á nýjar, þ. e. áður óþekktar, teg- undir dýra og jurta. Og jafnvel á svæðum, sem heita mega sæmilega rannsökuð, er enn verið að uppgötva nýjar tegundir, einkum ef örðugt er að rannsaka svæðið, svo sem mýra- fen, þéttvaxna skóga og djúpan sjávarbotn. Að vísu er öld hinna miklu land- könnunarferða liðin, og það þættu mikil tíðindi á vorum dögum, ef stór dýr væru uppgötvuð. Maðurinn þarfnast æ meira rúms fyrir sig, og þetta hefur óhjákvæmilega í för með sér, að þegnum dýraríkisins fækkar, og sumar tegundir eru með öllu út- dauðar, eða eru í þann veginn að deyja út. Maðurinn hefur verið sak- aður um að raska lögmálum nátt- úrunnar, en öll saga lífs á jörðinni sýnir, að alltaf — á öllum tímum — hafa dýrategundir verið að deyja út. Því skyldi útbreiðsla mannsins og aukið lífsrými hans ekki geta verið samkvæmt lögmálum náttúrunnar? Á hverju ári skrásetja vísindamenn nýjar jurta- og dýrategundir. Dýrateg- ■undirnar eru að langmestu leyti smá- vaxin dýr, svo sem skordýr, köngulær eg sniglar, eða undirtegundir og undir- tegundir þeirra, svo að einungis sérfræð ingar hafa áhuga á þessum nýju upp- götvunum. Varla líður svo ár. að Rússar sendi ekki út fréttir um skrímslafundi, heizt austur í Síberíu, en allt virðist það held ur með þjóðsagnablæ, eins og nýleg írétt þeirra um vatnaskrímsl eitt ber með sér. Þá er (af túristaástæðum) Jífseig gamla sögnin um skrímslið í skozka fjallavatninu Loch Ness, en aidrei hefur tekizt að sanna tilvist þess, írekar en ,,snjóma-nnsins andstyggilegaM austur í Asíu. Enn í dag er sagt, að margir sjómenn óttist „Kraken“, hið hryllilegasta sætröll, sem á að búa í hafinu undan Noregsströndum. M rflikla athygli vekur alltaf, þegar eitthvert dýr finnst sprelllifandi, sem átti sannanlega að vera löngu útdautt, og sýnir það, að tegundir eru lífseigari, en búizt hefur verið við. Ástæðan er e. t. v. sú, að þegar dýrategund fækkar, verða dýrin hlédrægari og hafa sig minna frammi en áður, ekki sízt ef þau eru ofsótt. En meira um það siðar. Merkilegastir eru þó þeir fundir, þegar iifandi dýr finnast, sem aðeins hafa verið þekkt sem steingervingar frá Jöngú liðnum jarðöldum. Frægasta dæmi slíkrar uppgötvunar er það, þegar iiskurinn „latimeria“, bláfiskurinn, veiddist fyrst undan strönd Suðaustur- Afríku árið 1938. Áður var hann að- eins þekktur sem forsögulegur fiskur, er lundizt hafði steingerður í jarðlögum. — ★ — Hér á eftir fara nokkrar frásagnir af því, þegar dýrategund endurfinnst, sem álitin hafði verið aldauða. Vér íslendingar þekkjum vel, hver urðu endalok geirfuglsins, enda skömm- umst vér oss dálítið fyrir það. Þessi stóri og feiti fugl, sem ekki gat flogið, leið nefnilega undir lok hér við land á fimmta tugi siðustu aldar. Hér var seinasti fuglinn drepinn. Hann er nú einungis til „uppstoppaður“ í fáeinum söfnum. Seinasti fuglinn var drepinn í Eldey, en áður hafði honum verið út- rýmt á fyrri varpstöðvum, þ. e. Geir- íuglaskeri undan Reykjanesi, Geirfugla- skeri við Vestmannaeyjar, í Færeyjum, á St. Kilda og á Funk Island undan Nýfundnalandi. Þótt langt sé um liðið, síðan seinasta fuglinum var slátrað, koma annað veifið á kreik sögur um, að hann hafi sézt. Aldrei hefur þó verið hægt að staðfesta slikt. Stundum hafa norskir sjómenn tekið mörgæsir með sér heim sunnan úr Suður-íshafi og sleppt þeim lausum við Noregsstrendur. Er vitað til þess, að menn hafa álitið þær vera geirfugl. En því miður er lítil sem engin von til þess, að nokkur af kyni hans sé enn til á lífL — * — F ram til ársins 1741 var aðeins vitað um tvær aðaltegundir af sækúm, — en sagt er, að þær séu tilefni allra sagna um hafmeyjar og hafgúur, sbr. tegundarheiti þeirra: Sirenia. Tegund- irnar, sem kunnar voru, nefnast manati (manatee) og dugong. En árið 1741 íannst þriðja tegundin og sú lang- stærsta. Þá strandaði danski sæfarinn Bering við ey eina við strendur Kamtsjakaskaga, austast í Síberíu, og hefur sú ey siðan verið kölluð Berings- ey. Með honum á skipinu var þýzki náttúrufræðingurinn Steller. Við eyna fundu skipbrotsmennirnir risavaxna sækýrtegund, sem síðan hefur verið kennd við Steller. Sækýrnar voru 24ra feta langar, sílspikaðar og varnarlausar. Þær svömluðu um víkur og voga og nærðust eingöngu, að því er séð varð, á gróðri á grunnsævi. Skipbrotsmenn- irnir voru svangir eftir langa og stranga sjóferð og þótti nú bera vel í veiði. Hófu þær sækúaveiði í stórum stíl og birgðu sig rækilega upp af hinu gómsæta keti, þegar þeir héldu brottu. Fundur risa- sækúnna varð upphafið að endalokum þeirra. Þegar fréttist um tilveru þeirra þarna, flykktust veiðimenn að, og öll skip, sem áttu leið um nágrennið, komu við til að birgja sig upp. Þessi sérstaka tegund virðist hvergi hafa átt heima nema á Beringsey og hinum nálægu Kopareyjum. Svo var atgangurinn harð- ur, að þegar á árinu 1768 voru þær álitnar útdauðar með öllu. Þó hélt rúss- neskur áhugamaður um náttúrufræði því fram á síðustu öld, að ekki hefðu þær verið með öllu útdauðar fyrr en um 1830. Á þessari öld hafa annað veifið borizt fregnir um, að hinna stóru sækúa hafi orðið vart við Kyrrahafsströnd Síberíu, en aidrei hefur tekizt að staðfesta þær. Það hefur einnig þótt ótrúlegt, að svo stórar skepnur gætu leynzt, einkum þar sem þeim er lífsnauðsvn að vera á beit íast við flæðarmálið. Frænkur Stellers- sækýrinnar, manati og dugong, eru mjög útbreiddar um heimshöfin og ekki eins áberandi í útliti. Þótt stofnar þeirra hafi verið mjög stórir, hefur geng- ið ákaflega á þá, vegna þess hve auð- veiddar og bragðgóðar litlu sækýrnar eru. Menn hafa því fyrir löngu slegið því föstu, að þetta stóra og einkenni- lega sjávarspendýr við Beringsey (Ostrov Beringa á rússnesku) væri und- ir lok liðið. — ★ — E n lengi er von á einum. Nú á þessu ári hafa skipverjar á rússnesku hvalvéiðiskipi skýrt frá því, að þeir hafi séð sex, stórar og einkennilegar skepnur skammt undan strönd Navarin- höfða (Mis Navarin), sem er á austur- strönd Síberíu, allmiklu norðar en Kamtsjakaskagi, rétt hjá Guba Ark- hangela Gavriila, sem mun þýða Höfn Gabríels erkiengils. Hvalveiðimenn- irnir fullyrða, að þarna hafi hvorki verið um seli, hvali, sæljón né höfrunga að ræða. Um manati og dugong getur ekki verið að tefla, þar eð þær tegundir þrifast alls ekki svo norðarlega. Af lýs- ingunni verður helzt ráðið, að hér hafi Stellers-sækýr verið á ferðinni. Þetta hefur vakið mikla athygli nátt- úrufræðinga, en þeir krefjast vitanlega meiri sannana, áður en þeir geta full- yrt, að risa-sækýrnar séu enn til. — ★ — Dæmi eru til þess, að tegund, sem talin var örugglega aldauða, hefur fund izt aftur. Eitt nýlegt má nefna. — ★ — Fram til vorsins 1959 var það haft fyrir satt, að hinn svokallaði eskámóa- spói í Norður-Ameríku væri með öllu útdauður. Honum hafði farið sífækk- andi, eftir því sem lengra leið fram á þessa öld, og um 1940 sást aðeins einn og einn á stangli. Allir fuglaskoðarar og náttúrufræðingar voru sífellt leitandi að honum, og í Bandarikjunum er svo mikið um áhugasama fuglaskoðara, að það er lítið, sem getur farið fram hjá þeim. Seinasti fuglinn sást stakur árið 1945. Næstu ár var hans leitað árangurs- laust, og var því talið, að þessi spóateg- und væri útdauð. En á hverju vori síðan 1959 hafa einn eða fleiri eskimóaspó- anna sézt á Galveston-ey í Texas, þar sem þeir virðast hvíla sig á leiðinni norður til varpstöðvanna á heimsskauta svæðunum. Síðast sást allstór spóahóp- ur þar 29. marz í ár. í E skimóaspóinn er að vísu ekki á stærð við sækú, en samt fer töiuvert fyrir honum. Hann er um fet á lengd og nokkuð áberandi. Spóinn verpti í Kanada og flutti sig austur á boginn til Labradors og Nýfundnalands, að varp- tímanum loknum. Þaðan fór þessi far- fugl suður eftir Atlantshafsströnd Norð- ur- og Mið-Ameríku, allt til Suður- Ameríku, þar sem hann dvaldist um Geirfuglinn er einn þeirra fugla, sein telja má víst, að' sé aldaúða, þótt annað veifið berist fréttir af því, að hann hafi sézt. Stundum má rekja slikar fregnir til þess, að norskir sj ómenn hafa haft mörgæsir heim með sér frá Suöurheimskautslöndum, sleppt þeim við Noregsstrendur, menn hafa siðan orðið varir við þær og talið þær geirfugla. Nokkrir „uppstopp- aðir“ geirfuglar eru til, egg, bein og hamir, ault þess sem greinargóðar lýs- ingar og teikningar af fuglinum voru gerðar, áður en sá seinasti var drep- inn í Eldey. Eins og sjá má af myndinni, sem hér fylgir af geirfugli, var þetta ólánlegur og álkulegur fugl, enda var hann af álkuætt og nefndist stóra állta (,great auk“ eða „great awk“) á ensku. í Suðureyjum (Hebrides- eyjum) var hann'hins vegar kallaðu r hinu norræna nafni „garefowl“, en Suðureyingar veiddu geirfugl í St. Kildu. (Teiknari: Jane Burton). 38. tbl. 1964 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.