Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Síða 28

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1964, Síða 28
viS menntunina. Mennirnir þenkja en guð ræður, sannaðist hér. Nú af mennt- uninni hefur hún vissulega not, þó að á annan veg verði, en upphaflega var hugsað. Mér fannst gæta nokkurrar eftirsjár í orðum frúarinnar og spurði: — Eruð þér miikil kvenréttindakona, frú Bergs- son? — Það get ég víst ekki talizt, er svo fádæma aðgerðalítil í félagslífi. Helzt að ég styðji á bak við. Ég vona að það meiði ekki, þó að ég segi, að ég hef aldrei kunnað við, að konur almennt séu að ærast í öllu milli himins og jarðar, sumar mest til að rázka og regera og troða sér fram fyrir aðrar konur. Oft er það hrein og bein sýki á þessum konum, að þola ekki að aðrar séu meira metn- ar en þær, sýnd meiri tiltrú. Ég hef vitað til þess, því miður, að gáfaðar en hæ- verskar og hlédrægar konur eru bein- línis troðnar undir í f élagsskap, sem hefði verið stórum bættur, ef þær hefðu fengið að beita þar áhrifum sínum. Nú, en auðvitað hafa ýmsar konur til að bera fórnar- og líknarlund og eru jafnframt, sem betur fer, gæddar forystuhæfileik- um, eru fyrsta geisla manneskjur. Ann- ars finnst mér það ekki beint koma kvenréttindum við, heldur almennum mannréttindum, að það sé æskilegt að hæfileikakonur fái aðstöðu til að leggja rækt við það, sem þeim er gefið í rík- ara mæli en öðrum. Það væri betra að lifa í þessum heimi, ef allir, konur jafnt sem karlar væru á sinni réttu hillu. — — Ég hélt nú alltaf að það væri rétta hillan hennar Hrefnu minnar að verða menntakona, og það ekki bara upp á punt, heldur sér og öðrum til gagns. Nú — en hún kemst hátt í þjóðfélaginu, og það í einu stökki. Það eru forréttindi kvenna að hlaupa með giftingunni yfir þau stig, sem karlmenn eru áratugi að feta sig upp eftir. Ung stúlka getur kom- izt upp á tindinn í einu stökki, þegi'ð ijómann af vegsemd eiginmanns síns, oft óverðskuldað. Ég meina það ekki til Hrefnu minnar, ég býst við að hún hefði alltaf staðið fyrir sínu í hvaða stöðu, sem hún hefði lent.-------Bara að hún festi yndi erlendis, það er helzta á- hyggjuefni mitt. Það er svo ríkt í henni íslendingseðlið og ættarböndin sterk. — — Á ég nú ekki að sýna yður húsakynn- in, áður en við steypum okkur út í vinnuna? Við gengum í gegnum þrjár stofur, vænghurðir á milli. Húsið var byggt fyrir funkistímabilið og meira í það bor- ið, en síðar tíðkaðist. í suðvesturstofunni var skrifborð hús- bóndans, yfir því hékk stórt málverk af frúnni, geislar léku við gullinbrúnt hár- ið, er sýndist lifa, jafnvel bærast við ið geislanna. Ég hafði orð á því, hvað mynd- in væri vel gerð. Frú Bergsson sagði brosandi, að svona mundi hún líta út í himnáríki, ef hún kæmist þangað ein- hverntíma. Á skrifborðinu var kristalls- vasi, litaður, og bar gullinn blæ. Ilmur blómanna í vasanum var þungur. Frú Bengsson nafði orð á því, að hún þyrfti að skipta um blóm í vasanum, áður en maðurinn hennar kæmi heim. Mér hrökk af munni þessi ljóðhending: „Ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan." Úr miðstofunni iágu dyr að garðssvöl- um, við fórum þar út, gengum niður fá- ein steinþrep og um þann hluta garðs- ins, sem heimastur var. Garðurinn var sérlega vel hirtur, grasfletirnir eggslétt- ir og snöggir eins og flos. — Mikla elju útheimtir svona garður. Um leið og ég sagði þetta varð mér litið á hendur frú Bergsson, þær voru drifhvítar og mjúkar. Hún var undra- fljót að henda hverja hugsun á lofti. —Nei, góða mín, ég á ekki heiður- inn af hirðingu garðsins. Við dunduð- um að vísu töluvert í garðinum fyrstu sumiurin hérna, við hjónin, stúlkurnar og börnin. Við eigum fósturson, ja, ég átti hann nú eiginlega í félagi við aðra mömmu, hann gengur svona á milli. Hvað ég vildi segja, við höfðum frá uppihafi garðyrkjumann til stærri verka, og hann gerir það mesta nú orðið. Ann- ars, hún rétti fram hendur sínar til að sýna mér þær, — er ég vön að vinna með hanzka, hef alltaf hlíft höndum mínum, ég hef verið tilhaldssöm, það vantar ekki. Held næstum því, að það hafi verið lagt meira upp úr því áður fyrr að hafa fallegar hendur. Nú virðist mest um það vert að lakka neglurnar. Hún varð hugsi, hikaði aðeins en sagði svo: — Húsið og garðurinn hérna væri okkur ofviða, ef við værum ekki svo lánssöm að hafa það starfslið, sem þörf krefur. En eiginlega held ég, að mig langi til að færa saman kvíarnar, þegar ungarnir eru flognir úr hreiðrinu, og við orðin tvö eftir, gömlu hjónin. Ég held, að það éigi fullt svo vel við mig, að hafa ekki um meira að sýsla, en ég kemst yfir með hjálp einnar stúlku, sem væri mér samhent. Maðurinn minn er ekki eins heilsusterkur og hann virðist vera. Þessir miklu athafna- og umssýlu- menn, sem yfir mikið eru settir, ætla sér ekki af. Það fylgir afrekslundinni að sjást ekki fyrir og ugga ekki að sér. Ofurlítinn vindsveip lagði yfir hjall- ann, þar sem við stóðum. Frú Bergsson greip um hár sitt svo sem til að það ýfð- ist ekki. Af einhverjum ástæðum þótti mér vænt um, að hár hennar var ekki stíft, líklega þeirri, að hún var mér ímynd hefðarkonu frá fyrri tíma, þegar fólk var virðulegra í klæðaburði og fram göngu en það síðar hefur orðið. Hár hennar var vandlega greitt upp frá hnakka og vöngum og fest með nálum og kömbum, stuttir, hrokknir lokkar fram á ennið. Ég undraðist ekki einlægni frú Bergs- son, var svo vön því að fólk segði mér frá sínum högum. Eitthvað í fari mínu hlýtur að kalla á þetta. — Þér megið ekki halda, góða mín, að ég sé ein þeirra tvígiftu kvenna, sem sífellt eru að tala um fyrri manninn sinn, og hvað þeim hafi liðið vel í fyrra hjónabandinu, þó að ég segi, að mér hafi fundizt fara ósköp notalega um mig í gamla húsinu okkar. Mér mundi finnast það vera rétt hæfilegur bústaður fyrir okkur hjónin, þegar fer að halla að ævi- lokulm. En ég er ökki ein í ráðum me’ð þetta, vil ekki vera það. En gamla húsið mitt á ég enn, og ætla ekki að farga því. — — Ef til vill óraði frú Bergsson fyrir því, að hverju mundi draga með mann hennar, margfaldan forstjóra og frammámann á þjóðmólasviðinu. Ævi- lok hans urðu þau, að hann féll fram á hendur sér við skrifborðið sitt í suðvest- urstofunni, nýkominn heim eftir anna- saman dag. Hann velti um vasa með rós- um, og rauð blöð þeirra hrundu eins og blóðregn á grænt gólfflosið. Það var fag- urt sólsetur þetta kvöld á aflíðandi sumri, (ártalinu sleppt). Ef til vill hefur hann séð það síðast hér í heimi, er sól- argeislarnir léku við gullinhadd konu hans á málverkinu gegnt honum. Á borð- inu fyrir framan hann lá dagbók hans, þar sem hann hafði fært inn störf dags- ins, að lokum þetta: Alkominn heim. . . . Náinn vinur hans gat þessa í eftir- mælum. -----Frú Bergsson bað mig að fylgja sér upp á efri hæð, þar hefði hún vinnu- herbergi, sem væri fullt af verkefnum, meira en nóg handa okkur báðum. — Þó að þér getið og viljið vera svo væn, að vinna mér næstu vikurnar. Ég gerði það. Þó að ég tæki verkefni heim til mín var ég oft heima hjá frú Bergsson. Við ræddum mikið saman og það fór mjög vel á með okkur. Mér hefði þótt gaman að segja frá vinnubrögðum okkar, en held ég verði að sleppa því. — Á leibinni upp mættum við Sjöfn, hún var á fljúgandi ferð niður en stöðvaði sig og sagði: — Mamma, má ég ekki skreppa út úr bænum með krökkunum, langar svo mikið. Börkur ekur. Þú veizt að öllu er óhætt, þegar hann er við stýr- ið. Og má ég fá aura? Taka þá í eldhús- kassanum? Skrifa á miða, hvað ég tek. Kannski borðum við í Valhöll, það borg- ar hver fyrir sig, nema ég lána Lóu,,ef hana vantar. Sjöfn var björt og heið og fríðari en þegar hún var telpa. Hún var þriðja dóttirin (að stjúpdótturinni meðtalinni), sem frú Bergsson varð á bak að sjá til fjarlægra landa. Og sú þeirra, sem lík- legast er að beri beinin í erlendri mold. Hinar tvær heimti frú Bergsson aftur. Aðra þeirra særða djúpum sárum en óbugaða. — ___ VI. . Ég.fékk eftirþanka eftir símtalið við frú Bergsson. Fannst naumast rétt gert af mér, að færa mér það í nyt, að hún var svo elskuleg að bjóða mér heim, auðvitað fyrir það, hve aúðskilið var, að mig langaði til þess. Hún hlaut að vera orðin sárþreytt eftir allan ysinn og þys- inn í kringum áttræðisafmælið. Mig lang aði til að fræðast um sitt af hverju frá liðnum tíma, sem fáir eru nú til frásagn- ar um, vita viðhorf svo gamallar konu til þeirra mála, sem nú eru efst á baugi, viðhorf hennar til þess lífs, sem við lif- um....... Og .... Það var ótal margt, sem mig langaði til að ræða við hana um. Ég tók upp litla ritblokk og byrjaði að punkta niður hjá mér nokkrar spurn- ingar...... Ænei, þetta var ekki hægt. Ekki ganga á fund þessarar elskulegu, aldurhnignu konu með hnýsnis-hugar- fari. Ég gat heldur ekki búizt við því, að mér auðnaðist að heyja mér mikinn forða af sagnfræðilegri, menningarsögu- leg'ri og heimspekilegri vizku, þó að ég sæti stundarkorn við fótskör áttræðrar konu. Ekki var ólíklegt að sálargáfur hennar væru teknar að sljóvgast, þó að hún hefði komizt snoturlega frá því að þakka fyrir sig í afmælisveizlunni. Reyndar hafði hún þar vikið út af beinni braut með því að minnast á aldamótin. Hún hefði víst haft margt merkilegra að minnast á, ef hún hefði verið búin að ætla sér að rekja gamlar minningar. Ég dró skástrik yfir spurningarnar á ritblokkinni, ætlaði að láta skeika að sköpuðu með samtal okkar. — VII. Ég gekk eftir gamalli götu nálægt mið- bænum, nokkur timburhús fyrir eða um aldamót stóðu þar enn. Á lóðum þeirra, sem búið var að rífa höfðu verið reistir ofur hversdagslegir steinkumbaldar, flestir upp á fjórar hæðir. Neðri hiuti glugganna var málaður hvítur og á þeim Ihvíta fleti voru svartletruð nöfn ýmissa fyrirtækja. Það voru einkum skrifstofur, verkstæði og vörugeymslur, sem nú höfðu bækistöðvar á þeim slóðum þar serp verið höfðu heimili horfinna kyn- slóða. Frú Bergsson bjó í einu hinna gömlu timburhúsa, sem eftir stóðu. Það gladdi mig að sjá, að hús hennar var hreint ekkert fornfálegt. Það hafði verið vel viðað, og vel til þess vandað í upphafi, og það hafði verið mikið endurbætt og endurnýjað áður en frú Bergsson flutti þangað til að eyða þar ævikvöldinu. Búferlaflutningur hafði víst ekki reynt mikið á hana í sextíu ára Reykjavíkur- búskap. Á þessum stað hafði hún byrjað búskap sinn og þarna lokaðist hringur- inn. Ég hringdi á dyrabjöllu og tók svo í útihurðina, hún var ólæst og ég gekk inn. Sterka blómaangan lagði á móti mér. Frú Bergsson kom innan úr stofu og brosti við mér, björt og heið eins og ævinlega. Ef til vill björtust í elli sinni. Elli! Orðið átti einhvern veginn ekki við. Þau eru eilífsönn orð skáldsins, að: ' „. . . fögur sál er ávallt ung undir silfurhárum." Á myndinni, sem ég hafði séð af frú Bergsson við háborðið í afmælisveizl- unni hafði mér fundizt hún hafa ótrú- lega reisn, rétt eins og hún hefði ekki kiknað hið minnsta undir fargi áranna. Nú virtist mér sem hú,n hefði minnkað frá þvi, að ég mundi hana bezt, grennst með árunum og vera ofurlítið lotin, sem ef til vill kom af því, að hún studdist við staf, grannan svartviðarstaf með fílabeinshandfangi og silfurplötu. Ef- laust gjöf, sem hún hafði fengið á em- hverju þeirra merkisafmæla, sem hún var búin að lifa.. Hún var í gráfjólubiá- um kjól með kniplingakraga og hafði yfir sér krónuprjónað herðasjal í ís- lenzkum sauðarlitum, aðalliturinn hvít- ur. Þegar við höfðum heilsast og ég þakk- að fyrir heimboðið spurði ég og hafði hreint ekki svo lítið samvizkubit: ■— Æ, góða frú Bergsson, sæki ég illa að yður? Hafið þér meitt yður eða ofþreytt? — Hvorugt. Mér líður ljómandi vel, sem annað hvort væri eftir allt, sem búið er að stássa með mig. Ó, það er stafurinn. . . Blessaðar verið þér, ég er nú svo gerð, að hafi ég eitthvað til að styðjast við þá styðst ég við það. Annars fékk ég slæmsku í öklana fyrir löngu, síðan sækir á þá gikt og dofi. Það er nú, ekki svo undarlegt, á eitthvað verður ellin að leggjast. Það er líka satt, það var þegar ég var að láta lækna á mér öklana, sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Mikið er að hugsa til þess hve margir eru horfnir, sem maður hitti þá í Miðstræti 3, Jón Kristjánsson læknir, Stefanía leikkona, — og fleiri og fleiri. Ekki kembdi hún hærurnar, blessunin hún fröken Þorbjörg. Gjörið nú svo vel að taka af yður tauið, góða. Ég skal. . . Jæja, ef þér viljið heldur hafa fyrir þessu. . . þarna er herðatré og plóss á hillunni fiyrir hattinn yðar. Og nú skulum við koma inn í stofu. -----Það er varla hægt að þverfóta hér fyrir blómum. Mikil ósköp, sem yfir mig hefur rignt af blessuðum blómunum. Þau standa svo vel, að það er sama og engu búið að fleygja. Dóttursonar-dótt- ir mín og nafna kemur hingað á hverju kvöldi og flytur blómin niður í kjallara, þar sem hún gengur frá þeim á svölum stað. Svo kemur hún á morgnana og setur þau upp í stofur og ganga, jafn- vel stigann, eins og þér sjáið. Þá er hún búin að klippa þau til og nostra svo mikið við þau- að engu tali tekur. En þfátt fyrir alla hennar fyrirhöfn er hér að verða gamalla blóma angan. „Ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan.“ f sama bili og frú Bergsson sagði þetta sá ég inni í stpfunni, sem stóð opin, hið gullna blómaglas, sem hafði komið mér til að fara með þessar sömu ljóðhend- ingar heima hjá henni fyrir hartnær tuttugu árum. Frú Bergsson var snúin að stofu- dyrunum en dokaði ögn við frammi, dvaldist við skrautker með dimmrauð- um rósum. — Undarlegt er til þess að hugsa, þegar blómaræktin hér er orðinn stór- atvinnuvegur, að sú var tíðin að blóm, og langmest rósir voru ræktaðar hér á heimilum til sölu. Þær stóðu í gluggum, alsettar knúppum og gluggatjöldin dregin vel til hliðanna, svo að þær sæj- ust betur. Fólk, sem vantaði blóm til að gefa á kistu, eða af öðru tilefni, gekk um göturnar og hugði að, hvar til væri fallega blómstrandi rós, svo gekk það inn í húsið og falaði rósakvisti. Rósaræktin varð margri efnalítllli konu ofboðlítill tekjuauki, það munaði um allt þá. Eina konu þekkti ég, sem var aldeilis sérlega lagin við rósarækt, en hún tók alltaf nærri sér að sníða burtu fullsprottnar rósir og farga þeim. Stofan, sem frú Bergisson bauð mér inn í var stærri en búast mátti við í svo gömlu húsi, sem sýndist svo lítið að utan. Það kom til af því, að skilrúm 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- 38. tbl. 1964

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.