Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 4
I?rá LagarfljótL Kjartan Sveinsson, skjalavörður: LAGARFLJÓT „eitt mesta laxvatn i Norðurálfu" (Lijósm.: Páii ^ónsson). I>vi fer víðsfjarri, að Eiríikur Magnús- son, bókavörður í Cannbridg'e á Eng- landi (:f. 1833, d. 1U13), hafi hlotið þann sess í sögu vors lands, sem honum ber. Hann dvaldist öM sín manndómsár fjarri föðurlandi sínu hjá menntabrunn- um ríkrar menningarþjóðar, sem var mestu ráðandi í heiminum á þessum tímum. Það var ef til vill návist þess- arar þjóðar en fjarlægð frá hinni, er hafði alið hann og fóstrað, sem gerði "* hann hvort tveggja í senn víðsýnan heimsborgara og ætitjarðarvin einlægan og athafnasaman. ússon lét til sín taka. Tvennt kunni hann að færa sér í nyt, aðstöðu valdamikilla vina sinna meðal Breta og þau brezk blöð, sem mest máttu sín, og höfðu það traust, að þau færu eikki með staðlausa stafi. Hann skrifaði greinar í þessi blöð og hvatti Breta að rétta hjálparhönd gamalli, fámennri menningar- og ná- grannaþjóð, sem ætti við böl að búa. Árangurinn lét ekki á sér standa, fé streymdi inn, og áður en varði hafði safnazt gildur sjóður. En þá var eftir að koma þessu fé í varning, flytja hann til íslands og dreifa honum um breiðar byggðir. Fólkið norður á íslandi vantaði brauð. Þess vegna fe.sti Eiríkur kaup á korni úr kiornhlöðum Bretlands, leigði sér stór- an en ódýran vörudall til þessara flutn- inga og fór sjálfur með sem leiðsögumað- ur. Sú för til íslands og norður og aust- ur um land, í veðraham fyrir vitalausri strönd, varð hvorki honium sjálfum né áhöfninni nein skeimmtisigling. En hvern storm lægir, korninu var útbýtt eftir þörfum hvers byggðarlags, enda þótt nokkur togstreiita yrði um úthJiutun þess, svo sem vænta mátti. Yið silcyldum nú ætla, að Eiríkur hiafi uppskorið þökk fyrir sitt fórnfúsa starf. Það hJaut hann að sjáJfsögðu, en Jíka aðkast, jafnvel frá lön-dum sínum. Brezk ur ferðalangur skrifaði á nsóti Eiríki. Hann hafði heimsótt Reykjavík sumarið áður, étið og drukkið hjá dönskum kaup- mönnum og gat því borið um það af eig- in raun, að á fslandi væru allsnægtir. Svo vel hafði Eiríki orðið ágengt i fjáröflun sinni, að nokkur sjóður var af- gangs, er öllum Jcornkaupum og flutn- ingum var lokið. Það kom að sjálfsögðu i hlut bans að ráðstafa þvi fé, en hvern- ig yrði því bezt varið til þjóðnytja að hans áliti? Um það vottar eftirfaran-di bréf, er hann skrifaði þeim manni, sem hann treysiti bezt, Tryggv-a Gunnarssyni, k-aupstjóna. — Bréf þetta á að lcoma fyrir almenn- ingssjónir. Það er alit of merkilegt til að vera grafið í gömlum skjalabögglum. Þess vegna birtist það hér: TTnlversity Library, Cambridge, 28. maí, 1877. Elskulegi vinur. Ég hefi fengið frá þér, fyrir hönd Múlasýslumanna, heiðursgjöf þeirra til mín — sannkallaða heiðursgjöf, gjöf, sem er jafnt heiður gefenda sem þiggj- anda. Það er auðséð, að manni hefir verið trúað fyrir gripnum — og meira trúað fyrir að sjá um hvernig hann skyldi af Jiendi leystur, að vexti og lögun, sem bar í brjósti Tryggva Gunnarssonar og í höfði fegurðarskyn hans. Gripur- inn er í alla staði stórmannlega úti lát- inn, og er ágætlgea frá gengið listasmíðL Það eina, sem að er, er það, að hann er mér veittur að óverðugu. En til að bæta úr þvi, hefi ég ásett mér að láta landið njóta hans á endanum, og hafa hann afhentan forngripasafninu að mér gengnum. Ekki tók ég mér nærri van- þakJciæti manna heima fyrir frammi- stöðu mína 1875, að öðru leyti en því, að n.ér sámaði hin heimskulega ill- girni sumra emibættismanna í Reykja- vik. En hana lagði ég á hæfilegan stað •í ísafold. Vanlþakklætið eystra var eðli- legt beizkleikabragð óframsýnfla manna, er þóttust verða úti frá réttri skiptingu. En enginn þeirra taldi mér iþað, held ég, til illra eða eigingjarnra hvata, að ég fór með sikjptin eins og ég gjörði. ■— Þú hefir satt að mæ-la um Jökuldæli. Það var einrómað líka á Eskifirði, að láta þá sitja fyrir því meira fé sem þeir urðu að verða af korninu. En það lá fyrir utan minn verkahring og ég lét þess af ásettu ógetið í fsafold, af því mér kom það mál ekki við. Þú hefir ef til vill heyrt, að ég vil ekki setja afgangsféð héðan í búnaðar. skóla, vegna þess, að þegar setja skal upp búnaðarskóla landsfjórðunganna, Verður Múlasýsla, án efa, afskipt til móts við aðra fjórðunga, að sama skapi sem hún hefir fé fyrir hendi í sjóði. En ég vil verja fénu til þess, að koma upp laxveiði í Lagarfljóti fyrir ofan foss. Ég vil sprengja fram bográs öðru hvoru megin fossins, þar sem hægra þykir, svo jafnt aflíðandi, að allur lax geti gengið hana. Ég vil hafa hana 100 feta breiða ef hægt er fyrir efnum; svo djúpa að hún hafi aldrei minna en 3 feta vatn í sér. Síðan, er rennan er húin, vil ég færa niður á hentus?.n gta5 j Lagar- fljóti, afgirtum og óhultum fyrir sand- kasti í botni af ofstreymi, ein 50.000 laxaegg, og býst við að á svo sem sjö ára tíma verði Lagarfljót hið mesta lax- vatn eitt í Norðurálfunni og allar ár á Héraði laxár. Hvað segir þú tU þessa? Haf&u nú hjartans þökk fyrir allit ágæti mér sýnt, þar fyrir og kerið mikla. Kostar þig það of mikið að koma við Eiríkur Magnússon, bókavörður. ÍÞessi afstaða hans kom hvað beat í ljós, þegar kjörin urðu hvað kröppust hér á landi á öldinni sem leið, þegar alit steðjaði að í einu, hafísar og frost- hörkur, eldigos og áþján, svo að lá við mannfellL Það var einmitit þá, sem Eiríkur Ma-gn- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Nær aldargömul tillaga Eiríks Magnússonar i Kambryggju 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.