Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 22
llR ALDAMÚTAUdDUM EIHARS BENEDfKTSSOHAR Heillaóskir hins mikla skálds þjóðinni til handa komu frá innstu hjartarótum þess og urðu að áhrínsorðum. Megi svo haldast um ókomnar aldir. (Sv. B.) Öld! Kom sem bragur með lyftandi lag og leiddu oss upp í þann sólbjarta dag. Láttu oss tómlæti’ í tilfinning snúa, í trú, sem er fær það, sem andinn ei nær. Því gullið sjálft veslast og visnar í augum þess vonlausa, trúlausa, dauða úr taugum. Að elska, að finna æðanna slag, að æskunni í sálunni hlúa, það bætir oss meinin svo heimurinn hlær, svo höllinni bjartar skín kotungsins bær. Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking, sé hjarta ei með, sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa. Sól! Við þinn yl signist allt, sem er til, í afdalsins skugga, í sædjúpsins hyl. Og öflin hefjist hjá færum og fleygum, með fagnandi þrá upp í víðsýnin há. Sóttkveikjumollan í sólskini eyðist. Á sviðið fram það heilbrigða leiðist, með æskunnar kapp yfir aldanna bil að elli og heiðursins sveigum. Lyftist úr moldinni litblómin smá, loftblærinn andi krafti’ í hvert strá. Yngist jörðin við faðmlag um fjörðinn, með fosslokkinn gylltan við heiðarbrá, og drekki lífið í löngum teygum af ljósbrunnsins glitrandi veigum. Hugur vor bindist þér, himneska mynd, sem háfjallið ljómar, þess rót og þess tind, sem oft iézt í fólksins framtíðar verki eitt frækorn smátt eiga voldugan þátt. Láttu vor frækorn lifna og dafna, láttu þau vaxa og eining þeim safna. Skapaðu’ úr klakanum læk og lind og lífsflóð úr jökulsins serki. Glæddu í brjóstunum bróðerni’ og sátt, bræddu úr heiftinni kærleikans mátt. Hreinsaðu landið með heilnæmum anda, en horfðu í náð á allt kúgað og lágt. Ljómaðu í hjörtunum, ljóssins merki, _ hjá landslýð, hjá valdsmanni’ og klerki. Of lengi’ í örbirgð stóð einangruð, stjórnlaus þjóð, kúguð og köld. Einokun opni hramm. Iðnaður, verzlun fram. Fram! Temdu fossins gamm, framfara öld! Sé eitthvað satt og rétt, sigra því gerðu létt, veittu því völd. Auðgaðu anda manns, örvaðu vilja hans, mannaðu menn vors lands, menningar öld. Brjót íslands bönd um þvert, bann leystu af því hvert, skírðu þess skjöld. Lífgaðu’ allt lífsins vert, launa hvað vel er gert. Fyrir vort fólk þú sért frelsisins öld. Blessaðu' allt búalið, bát hvern og fiskisvið, hérað og höld. Hef ji þá auðnuafl. Upp! Yfir hrönn og skafl! Lát snúast tímans tafl, tuttugasta’ öld! inn. Þegar við erum búnir að fá sjálf- stæði, þá verður þetta öðruvísi. Við rekum hvíta manninn burt og búum sjálf 1 fínu húsunum.“ „Hver tekur peninga ykkar? Hvíti maðurinn. Þetta verður öðruvísi, þegar við fáum sjálfstæði. Þá fáið þi'ð alla pen- ingana. Þegar þið farið í járnbrautar- lest, þá þurfið þið að borga. Hver fær peningana? Hvíti maðurinn. En þegar vfð tökum við, þá þurfið þið ekkert að borga. Óg þegar þið farið í strætisvagn, þá þurfið þið að borga. Hver fær pen- ingana? Hvíti maðurinn. En þegar við tökum völdin, þá verður þetta öðruvisi. Þá þurfið þið ekkert að borga.“ Þannig lét hann dæluna ganga, og fólkið í' Kongó trúði þessu. Það ' Vissi landið væri a‘ð fá sjálfstæði. Ég get nefnt sem dæmi, að á einum flugvall- anna, þar sem ég hafði oft viðkomu, var svartur maður í þjónustu Sabena, sem sá um hleðsluskrár vélarinnar, af- greiðslu o. fl. Þessi maður kunni að skrifa og lesa, en sfðan ekki söguna meir, og við lesturinn hefur hann naumast verið iðinn, því í eitt skiptið, sem ég kom þarna, kallaði hann á mig, og spurði í fyllstu alvöru: „Er það rétt, að „independence" (sjálfstæði) komi me'ð Boeing 707?“ Mér varð svarafátt, en helzt skildist mér að hann héldi að sjájfstæði kæmi í krpssbandi og fiug- fragt! , Ileim til -íslands kom ég aftur 1960. Þá hagaði svo til, að Loftleiðir skorti ekki betur. Raunar hafði það enga hug- flugstjóra, og yar ég „lánaður“ til mynd um hvað stjórnmálamennirnir:' þeírra. Ég flaug fyrir Loftleiðir í 3 ár voru aö tala, þegar þeir ræddu um að að miklu leyti, en var þéss'á miili i 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS-----------------------—--------------- Grænlandsflugi. Nú eru engir Flugfé- lagsmenn hjá Loftleiðum, og ég flýg ein- göngu fyrir FÍ. „Mér skilst, að þú munir verða í Græn lándi um. þessi jól?“ — Já. Ég hefi mikið dálæti á Græn- landsfluginu og Grænlandi, og ég sækist eftir því að komast þangað sem oftast. Þar verð ég um þessi jól og ára- mót, í ískönnunarflugi frá Stokkanesi (Narssarssuaq), fer 17. desember og kem qiftur heim í janúarlok, Ég hygg gott tii jóla í Grænlandi, Danir og Græn- lendingar eru ágætis fólk, sagði Þor- steihri að ’lokum. HAGALAGÐAR Ágóðinn ræðiir öllu | Ágóði mun verða sá gerandi, sem ’ ræður öllu mati á öllum hliðum starf- semi fyrirtækis, og þá einnig fram- leiðslugæðum, þar eð verð á betri vörum hlýtur að vera tiltölulega I hærra en verð á vondri vöru og úr- , eltri. En um léið viljuni við taka fram, að ágóði er í Sovétríkjunum hvorki eini tilgangur né aðáltilgangur framleiðsluhnar. Við hoíum fýrst og “-. .— '■'to I fremst áhuga áPf'þýf framleiðslu- magni; sem fuilnægir þörfum lands- manna og frámleiðslunnár. t •1 ri í! ; ' (Þjóðviljhm, 7. ÍK ’65) 24. desember 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.