Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 31

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1965, Blaðsíða 31
sj'<5 upp í mi'ðjar hlíðar.M Svo var þá skipln,u sntuð til lands, og slysalaust svamLaði það, oftast með öldu- stoklk í kafi, áfram, áfram — með stefnu á Sauðanesið. Lengstum stóð Jóhannes sjálfur við stjórn: „Sikkrast, sikkrast, drengur minn.“ sagði hann, þegar Guðni var að bjóða honum að hvíla hann. „Það er öllu óhætt með blóðhitann hans Jóa gamla Bjarna- sonar, það er gamalt og margreynt galdramannablóð í honum. Passið þið bara, strákar mínir, að stappa og berja ykkur svo, að þið króknið ekki, sem ætti reyndar ekki að koma til í frostlausu veðrinu. Ekki er sjófrostið. Það er eins og það ylji mann að fá á sig sjógusu, og hvað skyldi deyfa betur suLt en að súpa á sjó? Það er verst, að hann Stjáni litli laetur svo bölvanlega, að það er varla gerlegt að þið hitið ykkur við að fljúg- ast á.“ Svona fórust honum orð við hásetana, og annað veifið mælti hann nokkur vel- valin orð til skipsins: „Já, svona vinurinn, þetta gekk, nú bærilega...... Nei, nú stakkstu þér í dýpsta lagi. Mér að kenna? Segðu mér ekkert aif því, — ég er eins samgróinn þér hérna við rórpinnann og kjölurinn er stefninu...... Svona, já, — þarna tókst þér aftur upp. Þetta styttist nú óðum. Og hugsaðu þér, hvað þér líður yel, þegar þú ert lagztur á sléttum sjó á Flateyrarlæginu! “ F AVlukkan miun hafa verið um fjög- ur eftir hádegi, þegar Kristján var kom- inn inn í mynni Önundarfjarðar, og nú skyldu menn ætla, að allar þrautir hefðu verið sigraðar. En þegar kom inn fyrir Hrafnaskálanúpinn, var veðurlagið þannig, að ýmist var allt að því logn með typpingssjóum eða allur fjörðurinn landa á miJili var eins og pottur með sjóðandi vatni. Svo máttu þeir þá varla vikja frá risreipinu, Guðni og Ludvig. ^r.ax ,°§ gall rödd Jóhannesar: „Fira í pikk!“ urðu þeir að láta risið á saglinu síga, svo að roki’ð næði ekki að þénjá ián'nað en hina litlu hyrnu, sem þá var eftir af tvírifuðu seglinu. En samt sem áður leið ekki á löng-u, unz skipið var komið inn fyrir Flateyrar- oddann. Þeir Guðni og Ludvig höfðu dregið ^ upp keðju stóra akkerisins um pað bii, sem skipið köm upp í fjarðar- mynnið, og Lá hún nú í snyrtilegum bugðum á framlþiljunum. Svo kom þar, að Jóhannes katlaði: „Gerið akkerið klárt, drengir'“ Síðan: „Fokkuna niður, Lúlli, Laggo, Guðni!“ Og svo kvað við hið ónotalega skark keðjunnar, sem rann út um járnklætt festargatið. Næsit var þá að taka niður stórseglið og ganga tryggilega frá því, og síðan beindust augu þeirra félaga til lands. °g jú, jú, — þarna lagði Njáll frá 'brygcríunni, og brá'tt kom þar, að þre- mennuigarnir stukku ofan í hann. Nú skyidi leggja leið sína á símstöðina, áð- ur en gengið væri á fund Kjartans Rósinkranzsonao, Biðstofa símstöðvarinnar á Flateyri var aðeins Mtil kompa, hvergi hægt að tylla sér niður. Þeir stóðu og ræddu, Jóhannes og Sigurður, þegar Jóhannes hafði beðið um simtal við Carl Proppé. Jú, Jóhannes var svo sem bærilega mál- hress, og Sigurður þurfti heldur betur að skýra frá því, hvernig honum hefði Guðni Bjarnasoni gengið ferðin, hvað sagt hefði verið, hverjar óheillaspár. hefðu vei'ið uppi og hverju hann hefði svarað: „Þið þekkið ekki hann Jóa Bjarna, ekki eins og við fyrir vestan. Það er ekki í fyrsta sinn, sem hann hefur snuð- að sjó og dauða um sæmilega vissan feng. — Þeir segja það nú sumir, meðal annars hann Benjamín, maður, sem veit hvað hann segir, þegar sjórinn er annars vegar: „Sjórinn, hann er löngu búinn að gefa upp alla von um að sigra í þrátefl- inu við hann Jóa, — hann leggur sig frekar eftir þeim, sem yngri eru og úr mýkra efni.“ Og Sigurður kerrti hnakika og bætti við: „En ég var hræddur um drenginn, þó að hann flygi fallega, þegar hann tók heljarstökkið.“ En hvað leið nú drengnum, efltir að hann hafði fengið fast land undir fæt- ur? Honum hafði sannast sagt fundizt Ö.L1 veröldin rugga, þegar hann sté upp á bryggjuna, og víst hafði honum veizit örðugt að láta ekki á því bera, að hann væri reikull í spori á leiðinni upp á símstöðina. Og nú stóð hann kyrr, varð að standa kyrr vegna þrengslanna í kompunni, það vissi hann, og honum fannst hann snúast hring eftir hring — eða var það ver- öldin í kringum hann, sem snerist? Nema allt í einu hvarf honum ölil vit- und, og hann rankáði ekki við sér fyrr en þar sem hann lá undir beru Loif'tx og Jóhannes, skipstjóri, var að hella úr vatnsfötu yfir höfuð homum. En Ludvig náði sé*r fljótt, og næstiu daganna naut hann — eins og félagar hans — góðrar matarvistar á heimili Kjartans Rósinkranzsonar. Svo er þá í rauninni ekki frá neinu eftirminnilegu að segja, unz haldið var af stað vestur. Njáll hafði Kristján í eftirdragi í blíðu- veðri, og tungl skein frá bláum og heið- um hirnni í andlit Ludvigs, þar sem hann stóð við stýrið á Njáli, en í vélarhúss- dyrunum stóð Sigurður Fr. Einarsson og söng við raust: „Ég stóð um nótt við stjórn á völtu fleyi, er stjörnur lýstu svala vetrardröfn.. . .“ Þá greip Ludvig fram í og sagði hátt og hressilega: „Það var nú það, sem gerði gæfumun- inn á morðurleiðinni, að það var sko ekki neinn vetur eða frostbitra.“ Sigurður steirtþagnaði, leit um öxl og starði á hinn 14 ára íélaga sinn: „Það kann að vera safet og rétt, en aldrei gagnast manni a'ð vera mokkra stund svolítið rómiantískur!“ wmsaa Hagalagöar Steingjörfingar mínir. Séra Friðrik Bergmann lét svo um mælt að guðsorðabækur Péturs bisk- ups væru fuilar af steingjörfingum. Um það kvað biskup vísu þessa: Þegar hrynja háreistir hrokaveggir þínir, standa munu stöðugir steingjöi'fingar mínir. Kalkofnsvegur. Kringum 1870 var hafin nokkur kalkvinnsla í Esju skammt frá Mó- gilsá. Var komið upp kalkofnum í Reykjavík til þess að brenna kalkið. Af þeim er dregið nafnið Kalksofns- vegur. Kalk þetta var töluvert not- að til húsagerðar í Reykjavík með- an það var unnið, en reksturinn bar sig ekki og lagðist niður eftir fáein ár. ^ & $4 Alfred Edward Housman: Rætt v/ð dauöan mann (Tutlugasta og sjöunda kvæðið úr Ijóðabók Housmans, A Shropshire Lad, 1896) „Er eykið mitt enn að drætti á akrinum, lætur ei vel — eins og á ævinnar dögum — í aktygjum, beizli og mél?“ Jú, eykið er enn að drætti, í aktygjum marrar nóg, þótt hylji þig martraðarmyrkur moldar, sem bar þinn plóg. „Er knattspyrnuliðið að leikjum, liðið, sem aldrei sveik? Dunar ei dátt í velli, þótt dæmdur sé ég úr leik?“ Jú, knötturinn eirir engu, um árbakkann leikurinn berst. Þinn markvörður upphlaupum öllum af afburðasnarræði verst. „Hefur ei látið huggast hnjákan, sem unni ég mest? Var ekki hjartasorg hennar og hörmum slegið á frest?“ Jú, hamingjan lagði henni harmbót við dauða þinn. Sorgin er vafalaust sefuð. En sofðu nú, vinur minn. „Er vinur minn ekki óðf ús til ásta, þótt sé ég nár? Beið hans ei beður mýkri en bjó ég við liðin ár?“ Vel sofa vinir þínir; en værðina kaus ég mér í svefndyngju dauðs manns svanna; — ég segi ekki hver hann er. Gúðmundur Frímann íslenzkaði. 24. desember 1965 ■LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 31

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.