Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1967, Blaðsíða 3
Matfhías Johannessen ^A^ RAUÐ JOL „Sverð mun jajnvel nísta þína eigin sálu, til þess að hugsanir margra hjartna verði opinberar". Úr jólagu&spjöllunum, Lúkas 2, 35. Á landakortinu íagurlega boginn austurlenzkur rýtingur. Þeim var trúað fyrir laufgrænni jörð heitrar sólar og saklauss fólks undir stráhöttum. Víetnam blóðugt sverð í brjósti okkar. Ó, Evtúsjenkó, við sem gætum skilið hvor annan tölumst aldrei við, meðan þeir kasta sverðum og blóð drýpur í stríðsplægðan hrísgrjónaakur. Hver jum blæðir út ? Samvizku okkar, samvizku okkar . . . Evtúsjenkó. eins og hann hélt friði í hinu víðlenda ríki sínu með hervaldi — hikaði hann ekki við að beita valdi til þess að koma í framkvæmd hugmyndum sinum um siðgæði og halda Hstamönnum í skefj- um. Þelr, sem i þá daga héldu uppi gagn- rýni á rómverska keisaravaidið, létu þó ]ítt á sig fá hörkulegar aðferðir eða grimmd. Þeir voru afsprengi grimmi- legs tíðaranda — grimmd og harka blöstu við, hvar sem litið var í heimin- um. Sem dæmi um tíðarandann má nefna, að í lista þeim, sem birtur var, að Ágústusi látnum, yfir það, sem hann lét gera í góðgerðarskyni eða fyrir ai- menning, er þess getið, að nann hafi lát- ið halda átta óhemju mikiar skemmti- sýningar, þar sem tíu þúsund skykn- ingaþrælar bárust á banaspjót. Þetta voru vinsælustu skernmtanir þessa tíma — menn og konur þyrptust í tug þúsundataii til þess að horfa á menn murka lífið hver úr öðru.m eða viUidýr rifa þá á hol. Því fór fjarri, að menn kipptu sér upp við það, þótt keisar- inn beitti stundum hörkulegum aðferð- um gegn þeim, sem ekki vildu hiýða boðuim hans og bönnum. Á hinn bóg- inn sætti gagnrýni hið algera vald keis- arans og dýrkunin og smjaðrið, sem því var samfara. í nýlendunum, einkum austan til, tóku þegnar hins rómverska keisara að líta á hann sem velgjörðarmann sinn og fielsara og dýrkuðu hann sem guð, með sama hæíti og þeir höfðu tekið í guða- tölu Ptolemeana og aðra fyrri vald- hafa. Rómverjar sjálfir biðu með að taka Ágústus í guðatölu, þar til hann var fallinn frá, árið 14 ©ftir Krist. Með- an hann var ennþá lífs, gátu þeir ein- ungis dýrkað snilld ham og ódauð- isga andagift. En í Austurlöndum, þar sem siðir og erfðavenjur voru með öðr- um hætti voru reist hoí til dýrðar Agústusi keisara. Þessa dýrkun á valdhafsnum skyldu rr.enn hvorki vanmeta né oímeta. Hér var um að ræða dýrkun : strangasta skilningi þess orðs, en var þó engin sönnun þess, að valdhafinn nyti óskor- aðrar bylli fólksins vegna persónuleika sins. Það var einungis eitt af lögmálum lífsins að tiibiðja valdhafana, hvort sem var keisarinn eða náttúru öflin og aðr- ir guðir, svo sem örlaga-, hamingju-, vizku- eða fésældarguðir. Að láta und- ir höfuð leggjast að dýrka pessa guði o-g færa þeim fórnir, var talið heimskulegt — það færði mönnum óhamingju og leiddi yfir þá refsingu. Hinsvegar tryggði staðföst dýrkun og fórnir þeim engin laun, a.m.k. ekki þessa heim^s. Langmestur meiri hluti manna var næsta vonlaus um að sja nokkru sinni fram á annað en aumustu fátækt — svo ekki sé talað um lií þrælanna — og sú stjórn, sem þegnar Rómaveldis lutu, var nánast harðstjórn. Má því nærri geta, að það var fyrst og fremst ótti, sem knúði menn til dýrk- unarinnar. En keisaradýrkunin yar áhrifamikið afl í heimsveldinu og Ágústus, keisari, ráðgjafar hans, embættismenn og eft- irkomendur gerðu sér fyllilega ljóst, hvers virði það var. Þeir, sem gerðust ötuiastir við að útbreiða og efla keis- aradýrkunina, voru smákonungarnir og ha:ðstjórarnir í nýlendunum, sem hímdu . valdastólum fyrir náð Róm- verja og voru háðir vopnum frá þeim. Þeirra á meðal var Herodes konungur í Judeu. En í Júdeu urðu viðbrögðin önj-.ur en víðast annars staðar og höfðu ma: gvíslegar afleiðingar. i löndum, þar sem fyrir voru fjöin;argir guðir, munaði ekkert um að bæca keísaranum á guðastallinn. Þar höíðu menn verið að bæta við guðum, breyta til og sameina og skipta um trúarsiði í mörg þúsund ár. Þeir and- ans menn, sem forystu höfðu litu jafn- vel á þessa margvíslegu guði sem hin- ar ýmsu hliðar á einum allsherjarguði, en hinn almenni borgari valdi sér þá guði til átrúnaðar, er hann taldi væn- legasta fyir sig og sína — því að eng- inn komst yfir að dýrka alla þá, sem völ var á. En Gyðingum var öðru vísi farið. Margir þeirra bjuggu nú utan Júdeu, flestir í Egyptalandi, aðrir á ýmsum stöðum í Litlu-Asíu, Grikklandi og jainvel í sjálfri Rómaborg. En hvar sem Gyðingar voru niður komnir, og hverjum áhriíum, sem þeir höfðu orð- ið fyrir af öðrum þjóðum, varðveittist kjarni trúarbragða þeirra óbreyttur. . . . „í»ú skalt ekki hafa aðra guði en mig. . . Þú skalt engar líkneskjur grjöra þér né nokkrar myndi eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðunni .... Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því aS ég er Ðott- inn, Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vit.ia misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra, sem mig hata, — en auð- sýni miskunn þúsundum, þeirra, sem elska mig og varðveita boðorð mín . . . ." Framhald á bls. 62 24. desember 1967 -LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.