Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Qupperneq 4
Hugsað á leiðinni heim
Jólaþver-
stæður
Aheimleið í éljagangi og myrkri
skammdegisins var ég að
hugsa um ljósin sem gera til-
veruna þrátt fyrir allt fagra og viðun-
andi í árstíð sem fer illa í margar við-
kvæmar sálir.
Haft er á orði að skammdegið væri
óþolandi ef ekki væru jólin. Sumu full-
orðnu fólki tekst furðu vel að halda í
barnið í sér og hlakkar alltaf til jól-
anna. Ein af þverstæðum jólanna er
svo sú að jafnvel í þessu litla samfélagi
eru þeir til, og kannski fleiri en við
ætlum, sem kvíða fyrir þessari hátíð.
Það eru þeir sem búa einir og afskipt-
ir; sumir vegna þess að allir þeirra
nánustu eru fallnir frá, - aðrir vegna
þess að þeir hafa sjálfir skapað sér slík-
ar aðstæður. Vegna þess að jólin eru
fjölskyldu- og samveruhátíð verður ein-
semdin sárari þessa daga, einkum í
okkar eina borgarsamfélagi hér í
Reykjavík. Til sveita finnur fólk síður
fyrir þeirri kennd; þar kemur ekki sízt
til samneyti við húsdýr og aðrar skepn-
ur. „Enginn er einn sem hefur hund“,
sagði einsetubóndi í blaðaviðtali.
Mitt í öllu annríkinu í desember
dreymir marga um róleg og friðsæl
jól. En eigi líka að nota jólin til sam-
funda við ættingja og vini sem ekki
hafa sést lengi, þá er nokkum veginn
víst að þetta markmið næst ekki. Ef
allt umstangið verður til þess að sem
flestir eignist frið í sálinni, þó ekki
væri nema yfir jólahelgina, þá er vita-
skuld til nokkurs unnið. En allt sem
gera þarf lendir á svo fáum dögum,
-litlu meira en venjulegri helgi núna,-
svo hætt er við að streytan frá dögu.i-
unum fyrir jólin haldi bara áfram. Menn
munu vakna upp við það eftir jólin að
jólabækurnar eru ólesnar; að jólamatur-
inn var rétt í meðallagi vegna þess að
nú er jólamatur allan ársins hring.
Jólin eru þerstæðuhátíð í hinum
kristna heimi vegna þess að þeim er
ætlað að minna á fæðingaratburðinn í
Betlehem. Hann er meira en nokkuð
annað táknmynd hins einfalda. Ekkert
er eins fjærri þessari helgisögu og gíf-
urleg verzlunarumsvif, skrautlegar
umbúðir og veizluhöld. Reyndar er hinn
kristni heimur ekki á einu máli'um það
hvemig þessa skuli minnst. I sumum
löndum tíðkast að hafa glens og gam-
an, fá sér í staupinu og dansa á að-
fangadagskvöld. A áhrifasvæði Lúthers
í norðanverðri Evrópu hefur alvaran
verið látin ríkja. Enda þótt engillinn í
jólaguðspjallinu boði mikinn fögnuð
sem veitast muni öllum lýðnum, er ekki
talið við hæfi að fólk sé með nein fagn-
aðarlæti. Bömin hafa ein leyfi til að
Iáta gleðina í ljósi og sú gleði er venju-
lega bundin við jólagjafir.
Það er ekki uppfinning nútíma-
mannsins í hinum syndum spillta, vest-
ræna heimi að minnast fæðingar frels-
arans í fjárhúsinu með glysi. Staðurinn
á Betlehemsvöllum, þar sem fjárhúsið
stóð hugsanlega, var yfirbyggður þegar
á miðöldum með geysistórri steinkirkju.
Þar er reynt að komast eins langt frá'
því uppmnalega og einfalda svo sem
verða má. Allt er kaffært í umbúðir.
Skreytingamar em skreyttar með því
að ennþá meiri skreytingar eru hengdar
á þær. Þversögn jólanna hefst þar.
Við viljum halda í þessa þversögn
íburðar og umbúða þegar þess er
minnst að bam fæddist og var lagt í
jötu. Fæðingarhátíðin hefur orðið að
einskonar uppskemhátíð. Það er m.a.
uppskemhátíð sem verzlun og bókaút-
gáfa reiðir sig á. Öll heimsins dýrð er
til sölu á raðgreiðslum framá vor ef
með þarf, og nú þætti þunnt að fá
bara kerti og spil. Það er ein þversögn-
in í sambandi við hátíð friðarins, að
kannski fær Nonni litli nákvæma eftir-
líkingu af skammbyssu, eða haglabyssu
með kíki eins og ég sá í einum mynda-
listanum frá leikfangaverzlun. Tilgang-
urinn í allri þverstæðunni er þó sá að
gleðja og ná fram þessari sérstæðu jóla-
gleði, sem er merkilegt fyrirbæri og
fleytir okkur yfir skammdegismyrkrið í
desember.
GÍSLI SIGURÐSSON
Gengið frá
Barcelona
araldur Skúi var ekki með þungan farangur
heldur hugðist hann lifa á landsins gæðum
eins og hann hafði gert heima hjá sér í bæjar-
íbúð í Reykjavík. Hann hafði að vísu heyrt
að til sólarlanda flytti fólk matvæli, sem það
Haraldur Skúi sleppti
ekki taki á veskinu. Svo
greiddi hann jakkann í
sundur og tók veskið
uppúr vasanum og
opnaði það. Það var
bólgið af pesetum. Hann
tók fingrum um seðlana
og dauft bros fór um
andlit hans. Hann tók
alla pesetana úr veskinu
og taldi þá. Þeir voru
fimmtán þúsund.
Smásaga
eftir INDRIÐA G.
ÞORSTEINSSON
hélt það gæti ekki fengið hjá Spánverjum
eða Itölum eða í öðrum löndum Evrópu-
bandalagsins, þar sem menn bjuggu við
smjörfjöll, kjötfjöll og stöðuvötn úr víni.
Þetta fólk notaði kannski tækifærið til að
rjúfa einsemd sína með því að bjóðz ferðafé-
lögum í saltfisk, sem nóg er til af í þessu
löndum. Það skipti þó engu máli af því salt-
fiskur ferðalanga var heimafenginn. Aðrir
komu með hangikjöt enda ástæðulaust að
sleppa því að borða eins og heima. Svo skein
sólin á þetta blessað fólk, sem taldi kannski
að ekkert vantaði upp á dýrðina nema ef
vera kynni að einhverjuni yrði á að minnast
á súrt slátur.
Haraldur Skúi var ekki stór maður og
því fór vel um hann í Flugleiðavélinni. Þó
varð hann að hnipra sig saman í sæti sínu
af því maðurinn við hliðina þurfti eitt og
hálft sæti ætti vel að vera. Þar sem hægt
var leystu farþegar málið með því að sitja
með annað lærið og handlegg úti á gangi.
Skúi hafði fengið sér einn bjór í flughöfn-
inni í Keflavík, enda hafði hann ekki mikil
auraráð. Vélin var full af fólki eins og allar
flugvélar til sólar- eða sjoppulanda, enda
ríkir kreppa og atvinnuleysi í landinu svo
almenningur hefur gripið á það ráð að sýna
að fleiri geta ferðast en opinberir starfs-
menn. Skúi var ekki vanur stórferðalögum
í önnur lönd, þótt hann hefði verið í Noregi
um tvítugsaldur við að læra að spila á harm-
oniku, en sagt var að þar væri betur spilað
á harmoniku en hjá öðrum þjóðum. Á þeim
tíma var spilað á harmoniku út um allt ís-
land. Haraldur Skúi hafði aftur á móti aldr-
ei átt fyrir slíku hljóðfæri. En hann hafði
dansað eftir harmonikumúsik bæði ræl og
tango, svo haft var á orði að fáir tækju
Djúpavíkursporið betur, enda var hann lítill
og hvarf alveg í fanginu á stórvöxnum kon-
um. Jæja, sleppum því.
Komin var nótt þegar flugvélin nálgðist
norðurströnd Spánar. Haraldur Skúi sat við
glugga hægra megin í vélinni og var að
reyna að rýna út í myrkrið. Stöku sinnum
sá hann Ijósi bregða fyrir niðri á jörðinni.
Oftast var um að ræða litla klasa af ljósum
og hann vissi að það voru þorp. í myrkur-
djúpinu sá hann til ferða annarra flugvéla,
sem komu úr suðurátt og hurfu hjá eins
og örskot. Sjálfsagt voru þær fullar af far-
þegum á heimleið, sem lyktuðu af sólarolíu
og sangria. Þessar vélar voru neðar í loftinu
en hans vél. Það var eins og hugarfarið
breyttist við að sjá þær. Hann var farinn
að hlakka til. Hann langaði í bjór en hann
sparaði hann við sig. Farþegamir höfðu
fengið einhvem mat á leiðinni. Hann var
umvafinn plasti og það var eins og að éta
Hagkaupspoka að ryðja þessu í sig. Margir
höfðu sofnað á eftir, einkum það fólk sem
hafði komið rykað um borð og djöflast síðan
í flugfreyjum til að láta þær bera í sig
meiri drykki.
Allt í einu var eins og birti í vélinni.
Haraldur Skúi leit út um gluggann og sá
mikið ljósahaf fyrir neðan. Þetta var Barcel-
ona. Frá þessari ljósadýrð var flogið
skamma stund yfir haf og síðan haldið inn
til lendingar á Mallorca, þar sem íslending-
ar komu fyrst fyrir um níu hundruð ámm
í fylgd Haraldar harðráða síðar Noregskon-
ungs. Það var löngu áður en Unilever fór
að leggja_ fé í Evrópubandalagið eða þýskir
bankar. í flugvélinni skammt frá Haraldi
Skúa sat maður af Snæfellsnesi og var ein-
mitt að hugsa um ránsferð Haraldar á
Mallorca um það bil sem þeir vom að lenda.
Klukkan var orðin rúmlega þijú að að nóttu.
Haraldur Skúi vissi hins vegar ekki hvað
klukkan var á Spáni. Honum var nóg að
vita það var nótt. Hann sá á ljósaskiltum
að vélin var lent við Palma. Og eftir mála-
mynda skoðun á vegabréfum var farþegun-
um smalað upp í rútur og síðan haldið stutt-
an spöl til áfangastaðar.
Fólkinu var dreift á hótel við ströndina
og áður en hann vissi var Skúi staddur í
biðröð í hótelanddyri, sem hæfði konungum
og kvikmyndafólki. Leiðssögumaður fann
nafn hans og benti honum á mann í gráum
fötum og sveittan í andliti því nú var orðið
hlýtt.
Hann er með lykilinn, sagði leiðsögumaður.
Nú, hvað. Er hann með lykilinn, sagði
Skúi. Er þetta eitthvert farfuglaheimili?
Nei, sagði leiðsögumaður. í svona ódýmm
ferðum þurfa tveir að vera saman í herbergi.
Þeir urðu samferða að Iyftunni, maðurinn
með lykilinn og Haraldur Skúi.
Ég heiti Halldór Snorrason, sagði maður-
inn með lykilinn, og er af Snæfellsnesi.
Haraldur Skúi Sigurðarson hér, sagði
Skúi og var farinn að hressast, enda kominn
á leiðarenda og laus við flug og þrengsli
og þann dulda kvlða sem fylgir því jafnan
að láta loka sig inni í aluminíumhólki svo
hægt sé að bmna í áfangstað í þrjátíu og
fjögur þúsund fetum á tímum hryðjuverka
og flugslysa. Það hlaut að verða sól að
morgni.
Dagar liðu í gulum sandi við sjóinn og
rauða sól á augnlokum, uns hún var orðin
svo alnálæg og ófrávíkjanleg að ekkert
nema kvöldið gat lagt sólarlausa blessun
sína yfir gesti úr frerans landi. Loks hætti
að vera óvenjulegt að vakna á nýjum stað
með sterka morgunsól á gluggum. Haraldur
Skúi var farinn að lifa ótæpilegar. Hann
eyddi í bjór að deginum og Irish Coffee og
vodka að kvöldinu og hugsaði sér að láta
slag standa á meðan eitthvað var í budd-
unni. En hún tæmdist með ógnarhraða og
fyrr en varði var hann búinn að skipta síð-
ustu ferðaávísuninni. Framundan voru
þunnir dagar. Hann vék að kvíða sínum við
Halldór Snorrason oftar en einu sinni. En
þessi sveitavargur af Snæfellsnesi svaraði
jafnan eins og heimsvanur mjögreisandi og
bað félaga sinn að víkja ekki slíku tali að
sér, heldur tala við Flugleiðir eða leiðsögu-
menn, sem hefðu kassa.
Haraldur Skúi reyndi að haga því svo til
að hann þyrfti ekki að borða nema eina
máltíð á dag. Þannig treindi hann farareyri
sinn. Aftur á móti borðaði Halldór Snorra-
son og drakk eins og hann væri í vegavinnu
á Holtavörðuheiði og skar að auki hrúta
ótæpilega á nóttunni svo Skúa fannst stund-
um að ekkert gæti bætt andvökuna nema
ef það væri koddi fyrir vit félagans. Það
hlaut að vera ríkur maður sem át og hraut
eins óskaplega og Halldór Snorrason. Har-
aldur Skúi hugleiddi marga vitleysuna liggj-
andi á strigabekk á sandinum við sjóinn.
Sandurinn var gulur eins og Sahara eyði-
mörkin og hafði fokið norður yfir hafið eða
var kannski eðlilegur hluti landsins. Hann
vissi ekki hvað vindar báru á þessum slóð-
um. Hann vissi raunar ekki heldur hvernig
sandurinn í Sahara var á litinn nema ef
trúa mátti því sem sást í kvikmyndum.
Þótt Halldór Snorrason og Haraldur Skúi
væru herbergisfélagar á Mallorca deildu
þeir engu öðru saman. Þeir voru ekki saman
á ströndinni og þeir borðuðu ekki saman
og hittust aðeins undir nótt í herberginu
væri ekki annar hvor þeirra sofnaður þegar
hinn birtist. Yfírleitt var Halldór kominn á
undan Haraídi Skúa, enda var hann oft á
næturrölti og snuddi á börum, þótt hann
hefði ekki efni á því. Einn daginn, þar sem
hann lá á sandinum og var hreint að stikna
í sólskininu, datt honum í hug að ráð gæti
verið að fara til skrifstofunnar, þar sem
umsýslufólkið var til húsa. Þar var opið frá
klukkan tvö eftir hádegi og þetta umsýslu-
fólk átti að vera gestum til aðstoðar ef það
týndi einhveiju, eða ef einhveiju var stolið.
Haraldur Skúi notaði fyrsta sólarlitla
daginn til að finna leiðsögumenninna á skrif-
stofunni. Þegar hann kom þangað hittist
heldur dapurlega á, því þar sat kona fyrir