Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Side 8
ÞEGAR síminn
hringdi var eins
víst að Björn
þyrfti að bregðast
við skjótt.
j~-r-
LANGUR Vinnudagur
Vinnudagurinn hjá Bimi var oft mjög lang-
ur. Bjöm taldi það aldrei eftir sér að koma
sjúklingum til aðstoðar. Hann flaug á nóttu
sem degi, og ekki setti hann það fyrir sig
þó um helgidag væri að ræða.
Ætli ég að koma að einhverju liði, þýðir
mér ekki að stelast út á sunnudögum eins
og ég sé í venjulegri skrifstofuvinnu ... Ef
ég fer eitthvað út í bæinn, verð ég að láta
vita, hvert ég fari. Ég hef verið sóttur í leik-
hús, kvikmyndahús og kirkju, og allt eftir
þessu. Ég væri trúlega löngu hættur, ef mér
félli ekki starfíð svo vel, að égget ómögulega
slitið mig frá því.
Kona Bjöms, Sveina Sveinsdóttir, tók virk-
an þátt í starfí manns síns. Hún annaðist
alla símavakt í fjarveru Björns, en afgreiðsla
sjúkraflugsins var í mörg ár á heimili þeirra
hjóna.
Lengst af hafði Björn ekki aðra í þjónustu
sinni en konu sína. En eftir að hann eignað-
ist sína fyrstu tveggja hreyfla vél TF-VOR
árið 1960 varð þó breyting á. Tveir ungir
flugmenn, Guðjón Guðjónsson og Kristján
Gunnlaugsson, réðust til starfa hjá Birni.
Fram að þessu hafði verið erfitt að fá flug-
menn í sjúkraflugið. Það þótti ekki eftirsókn-
arvert að fljúga vanbúnum flugvélum, oft í
myrkri og verstu veðrum. Flugmenn vildu
heldur fljúga vélum hjá stærri flugfélögunum,
það var þægilegra og öruggara. Auk þess var
sjúkraflugið kostnaðarsamt og gaf lítið í aðra
hönd.
Árið 1965 urðu breytingar í starfí Bjöms
Pálssonar, en þá stofnaði hann Flugþjón-
ustuna hf. í samstarfí við Flugfélag íslands.
Það má segja að Flugfélag Islands hafi komið
í stað Slysavamafélagsins þar sem eignahlut-
ur Flugfélagsins var 60%, sá sami og hlutur
Slysavamafélagsins hafði áður verið. Eigna-
hlutur Bjöms var 40% enn sem fyrr. Slysa-
vamafélagið var þó ekki hætt öllum afskiptum
af sjúkrafluginu, því félagið veitti árlega
nokkum styrk til reksturs þess.
Starfsemi Flugþjónustunnar var töluvert
umfangsmikil. Auk sjúkraflugsins rak fyrir-
tækið almenna flugþjónustu. Flugþjónustan
hf. skuldbatt sig þó til að láta sjúkraflug
ávallt ganga fyrir og gefa afslátt af greiðslu,
þegar um slíkt flug væri að ræða.
Sjúkraflugið Óarðbær
Atvinnugrein
Sjúkraflugið var mjög kostnaðarsamt og
oft var erfitt að fá nægar tekjur til að greiða
útgjöldin. Ríkið veitti sjúkrafluginu lítinn
stuðning. Fyrirtæki Björns fékk á hveiju ári
ríkisstyrk, sem var svo lágur að hann hrökk
ekki upp í tryggingariðgjöld af einni flugvél.
Viðkomandi sjúklingur var sjálfur ábyrgur
fyrir borgun. Síðar fékk hann þó endurgreitt
að hluta frá sjúkrasamlaginu. Osjaldan gerð-
ist það að engin borgun kom fyrir flugferð,
þar sem sjúklingurinn eða vandamenn höfðu
ekki efni á að greiða veitta þjónustu.
Slysavarnafélagið styrkti sjúkraflugið líti-
lega ár hvert og veitti stundum lán til varahlu-
takaupa í vélamar. Ekkert fjármagn var til
að kaupa fullkomnari tæki eins og ratsjá og
afísingarbúnað og í viðtali sagði Bjöm eitt
sinn:
Ekki er neitt gamanmál að veita sjúkraþjón-
ustu með ófullkomnum tækjum, vitandi það
að tæknin hefur upp á miklu betra að bjóða.
Það er blátt áfram ábyrgðarhluti að fljúga
við slíkar aðstæður. Hér gæti þjóðfélagið
ósköp vel komið til hjálpar, því sjúkraflug
hef ég stundað árum saman íþágu þjóðarinn-
ar og án nokkurra eiginhagsmuna.
Hér á landi var sjúkraflugið ekki að fullu
viðurkennt sem þáttur hinnar almennu heil-
brigðsþjónustu. Á hinum Norðurlöndunum var
þessu öðruvísi farið. í Noregi studdi ríkið
rekstur sjúkraflugsins með háum styrk ár-
lega, auk þess sem sjúkrasamlagið borgaði
strax allar sjúkraferðir tvöföldu verði.
Bjöm þurfti greinilega að heyja harða bar-
áttu við íslenska kerfíð í rekstri sjúkraflugs-
ins, engu að síður en válynd veður á sjálfum
flugleiðunum.
Flugslysið
Þann 26. mars árið 1973 lagði TF-VOR
með fímm manna áhöfn upp í flugferð. Lagt
var af stað frá Akureyri kl. 14.06 og var
áætlaður komutími til Reykjavíkur kl. 15.37.
Flugáhöfnin hafði samband við flugtuminn
kl. 14.38 og tilkynnti staðarákvörðun. Flug-
vélin var þá þvert af Löngumýri í Skagafirði
í ellefu þúsund feta hæð á réttri flugleið.
Tæplega stundarfjórðungi síðar kallaði
flugturninn vélina upp og spurði hvort áhöfn-
in hefði orðið var við ísingu á leiðinni. Svarið
var neikvætt. Flugumferðarstjóri tilkynnti þá
að vél frá Flugfélagi Islands hefði lent í ís-
ingu í tólfþúsund feta hæð yfir Mýmm í
Borgarfírði. Samræðurnar flugumferðar-
stjóra og áhafnar urðu ekki lengri. Eftir þetta
fréttist ekkert til vélarinnar.
Klukkan 15.40 tilkynnti flugumferðarstjóri
að hann hefði áhyggjur af sambandsleysi við
Vorið og vora þá flugvélar í grennd við flug-
leið þess aðvaraðar. Um þetta leyti voru
veðramót að ganga yfír og var TF-VOR ein-
mitt í veðraskilunum. Á þessum slóðum var
suðvestanátt og slydduhríð.
Þegar sú fregn barst að flugvélar Björns
Pálssonar sem var á leið frá Akureyri til
Reykjavíkur væri saknað, gat fólk ekki trúað
því að vélin hefði farist. Allir vonuðu í lengstu
lög, að Vorið hefði nauðlent á hálendinu.
Flestir trúðu því að Björn Pálsson færist ekki
í flugslysi, svo marga tvísýna ferðina hafði
hann farið á sínum langa flugmannsferli.
En í þetta sinn var gæfan ekki með Birni
og samferðamönnum hans. Flak vélarinnar
fannst kl. 8.40 að morgni næsta dags í Búr-
fjöllum, skammt norður af Langjökli. Allir
mennirnir fimm vora látnir. Þeir sem létust
auk Bjöms Pálssonar voru Knútur Óskarsson
flugmaður, Haukur Claessen settur flugmála-
stjóri, Ólafur Júlíusson byggingafræðingur
og Hallgrímur Magnússon trésmiður, starfs-
maður flugmálastjómar.
Menn töldu að orsök slyssins væri sú að
snögg og mikil ísing hefði valdið því að vélin
missti flugið og hrapaði. Flugvél Björns var
aðeins útbúin ísvarnartækjum á skrúfunni,
en ekki vængjum.
Jafnframt hefði flugvélin lent í niður-
streymi af jöklinum, sem gerði ástandið enn
verra.
Alla vega vildu menn ekki trúa öðra en
að fleira en eitt hefði gerst. Annars hefði flug-
maður á borð við Bjöm Pálsson getað ráðið
við vandann, reyndasti flugmaður íslendinga
og jafnframt dýrkaður víða um sveitir fyrir
sjúkraflug sitt. Hann átti að baki um 15
þúsund klukkustundir í flugi, oft við hinar
erfíðustu aðstæður í 35 ár.
Höfundur er sagnfræðingur.
FRIEDERICH HÖLDERLIN
Opnir gluggar
himinsins
(Línur úr ófuligerðu Ijóði)
Hannes Pétursson þýddi
opnir gluggar himinsins
og anda næturinnar sleppt lausum,
ofsafullum, þeim er land vort
espað hefur með margyrðum, lausfengnum,
og mulið laust og fast
til líðandi stundar.
Samt er það í vændum sem ég vil ...
Friedrich Hölderlin (1770-1843), þýzkt skáld. Ljóðbrotið hér að ofan var
ort skömmu eftir 1800.
RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON
frá Vaðbrekku
Aðventuljóð
I myrkrinu aðventuljósin loga
sem lýsandi bæn um grið.
Þessi veröld erfull af skammdegis-
skuggum
það skoiiir á gleði og frið.
Það er margt sem vakir í vitund
okkar
sem við höfum þráð og misst.
Þá er sálinni styrkur og hjartanu
huggun
að hugsa um Jesú Krist.
Við ’ifum á uppgangs- og umbrota-
tíð
þar sem allt á að gerast strax.
Og andlegir sjóðir eyðast ogglatast
í erli hins rúmhelga dags.
En samt er ein minning sem brenn-
ur svo björt
eins og brosandi morgunsól,
um hann sem var sendur frá góðum
Guði
og gaf okkur þessi jól.
Og jólin nálgast í hverju húsi
og hjarta hvers trúaðs manns.
Það er eins og við fáum andartaks-
hvíld
á afmælisdaginn hans.
En eitt er það þó er í sál minni
svíður
sárt eins og þyrnikrans,
að mennirnir halda markaðshátíð
í minningu Frelsarans.
Hann boðaði hamingju, frið og
- frelsi
og fögnuð í hverri sál.
Hann kenndi um guðdóminn, kraft-
inn ogljósið
og kærleikans tungumál.
Ogsamt eru jólin hjá sumum haldin
í svartnættismyrkri og kvöl,
í skugga eymdar og ofbeldisverka
við örvænting, skort og böl.
Við lifum í dimmum og hörðum
heimi
með hungur, fátækt og neyð
þar sem einn er að farast úr ofáti
og drykkju
en annar sveltur um leið
þar sem einn er þjakaður andlegu
böli
en annar ber líkamleg sár.
Og samt hefur lausnin frá þjáning
og þraut
verið þekkt í tvöþúsund ár.
En þrátt fyrir mannkynsins mistök
og syndir
og myrkvuðu tímabil
og þrátt fyrir allt sem hann þurfti
að líða
og þjást hér og finna til
hann bíður samt ennþá með opinn
faðm
þar sem alltaf er skjól og hlíf,
og biður um meiri mátt til að gefa
mönnunum eilíft líf.
í myrkrinu aðventuljósin loga
sem lýsandi himnesk rós.
Ognþrungnir skammdegisskuggar
víkja
við skínandi kertaljós.
Á jörðinni fölskvast hin andlegu
efni
og oft er hér þungbær vist.
Þá er sálinni styrkur og hjartanu
huggun
að hugsa um Jesú Krist.
Höfundur býr í Bandaríkjunum.