Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 9
í ÞESSARIskjalatösku fannst bréf Þóru Gunnarsdóttur og inni íþvílokkur úrhári hennar ásamt kniplingsborða.
Ljósmyndir: Margrét Guttormsdóttir.
Lokkur
ástarinnar
Nýlegur fundur í handritadeild Landsbókasafns
henni einmitt gildi því notendur hennar eru
einnig mjög margbreytilegir. Sumir koma
til að leita að vísum, aðrir vegna ættfræðiá-
huga og enn aðrir vegna háfræðilegra
starfa.
Gersemar í
Handritadeildinni
Handritadeildin geymir ósennilegustu
hluti, m.a. sjálfsmynd Sölva Helgasonar
sem einnig gekk undir nafninu Sólon ís-
landus. Eftir að hafa skoðað hana voru
Ögmundur Helgason forstöðumaður og
Kári Bjamason handritavörður lokkaðir í
kaffi á samnefnt veitingahús. Meðan þeir
spjölluðu lék Magnús Blöndal Jóhannsson
tónskáld á píanó staðarins.
Þeir félagar hita sig upp með því að
minnast Jóns Sigurðssonar forseta bók-
menntafélagsins en þaðan fékk hann ein-
mitt auknefnið forseti. Rithönd Jóns var
feikilega falleg enda vann hann að hluta
til fyrir sér með því að skrifa upp handrit,
eins og t.d. Laxdælu. Safnið á honum mik-
ið að þakka en ekki eru minna virði rituð
gögn sem hafa borist frá alþýðufólki. Það
var nefnilega mikið skrifað í landinu, t.a.m.
dagbækur og bréf en ekki síður ættfræði
og vísur. Ögmundur leiðir hugann að ger-
semum deildarinnar.
„Mesta gersemi safnsins og jafnframt
mesta gersemi lútherskrar kristni í landinu
em Passíusálmarnir í eiginhandarriti Hall-
gríms Péturssonar. Það átti Jón Sigurðsson
en hann fékk þá hjá Jóni Guðmundssyni
ritstjóra Þjóðólfs.
Harmonía er mikil gersemi. Hún er eitt
frægasta nótnahandrit íslands með verald-
legum og andlegum kveðskap. Séra Bjami
Þorsteinsson frá Siglufirði notaði það þeg-
ar hann skrifaði sín „þjóðlög" en meðal
frægustu laga hans má nefna tvö, Sólset-
ursljóð og Sveitin mín. Ein mesta gersemi
safnsins hvað rithönd varðar er líka með
nótum. Það em kvæði Ólafs á Söndum.
Hjalti í Vatnsfirði, sá sami og teiknaði
myndina af Hallgrími Péturssyni, skrifaði
það handrit.
Handritadeildin er einnig mjög rík af
bréfasöfnum einstaklinga bæði íjáðra og
snauðra. Nefna má t.d. bréfasöfn Hannes-
ar Hafstein ráðherra og Stephans G. Step-
hanssonar skálds. Svo era hér handrit nán-
ast allra merkra skálda frá Jónasi til okkar
daga.
Dagbækumar era mikilvægar heimildir.
Dagbók vinnukonu um aldamótin í Reykja-
vík gefur t.a.m. innsýn í hvemig heimilislíf-
ið var og hvað kona af hennar stétt hugs-
aði.“
SJÁ BLS. 10
Allt er einstakt á handritadeildinni í Reykjavík,
ekkert á sér hliðstæðu. Passíusálmar Hall-
gríms Péturssonar hafa verið gefnir út allt
að hundrað sinnum en aðeins er til eitt hand-
rit skrifað af skáldinu sjálfu og það er varð-
„Greiddi ég þér lokka við
Galtará“ kvað Jónas
forðum um ástina sína í
ljóðinu Ferðalok. Margir
Islendingar telja að
elskan hans hafi verið
Þóra Gunnarsdóttir í
Laufási. Nýlega hafa
starfsmenn
handritadeildar
Landsbókasafnsins
fundið áður óþekktan
lokk úr hári Þóru.
Eftir GUNNAR
HERSVEIN
veitt í handritadeildinni. Þar er að fínna
margar fleiri þjóðargersemar, t.d. ævisögu
Jóns Steingrímssonar eldklerks, handrit að
þjóðsögum Jóns Árnasonar, dagbækur Þór-
bergs Þórðarsonar og handrita- og bréfa-
safn Halldórs Laxness. Þar er kvæðahand-
rit Jónasar Hallgrímssonar geymt og bréf
hans. Einnig er þar að fínna merka muni,
m.a. bókakistu Gísla Konráðssonar klædda
selskinni og skrifpúlt Sighvats Borgfírðings.
í brunanum í Kaupmannahöfn 1728
brann hluti handritasafns Árna Magnússon-
ar. Tveimur áram síðar andaðist Ámi og
markviss handritasöfnun á íslandi hófst
ekki aftur fyrr en með stofnun handrita-
deildar Landsbókasafns árið 1846. Það ár
var handritasafn Steingríms Jónssonar bisk-
ups keypt og greinarmunur handrita og
bóka er gerður. Árið 1878 keypti ríkið hand-
ritasafn Jóns Sigurðssonar forseta og litlu
síðar handritasafn Hins íslenzka bók-
menntafélags í Kaupmannahöfn og í
Reykjavík. Alla þessa öld hefur jafnt og
þétt bæst við safnið og 1. desember síðast-
liðinn flutti handritadeildin í stærra rými í
Þjóðarbókhlöðunni.
Hlutverk handritadeildar er að safna
gögnum sem engin lagaleg skylda er fyrir
einstaklinga að afhenda til varðveislu. Þeir
mega henda eigin dagbókum, skáldverkum,
bréfasöfnum og fræðiverkum á haugana en
þeir geta líka látið varðveita þetta á hand-
ritadeildinni eða héraðskjalasöfnum víða um
land. Starfsmenn deildarinnar verða því að
vera á höttunum eftir óopinberam gögnum
og leita að verðmætum á ólíklegustu stöð-
um. Deildin hefur fengið margar góðar gjaf-
ir frá ólíkum manngerðum og það gefur
FERÐALOK Jónasar Hallgrimssonar varðveitt í Handritadeild.
Ljóðið nefndi hann áður „ Gömul saga “ og „Ástin mín “.
MESTA gersemi lút-
erskrar kristni á ís-
landi: Passiusálmar
Hallgríms Pétursson-
ar í eiginhandarrití.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 9