Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 10
 LEYNDAEMÁLIÐ í SKJALA- TÖSKU JS 140 FOLIO LOKKUR Þóru Gunnarsdóttur og Ijóðlínur Jónasar: „greiddi ég þér lokka “ í eiginhandarriti. í handritasafni Jóns Sigurðssonar forseta, sem geymt er á handritadeild Landsbókasafnsins, er að finna nokkrar skjalatöskur. Ein þeirra er merkt í skrá 140 folio: Bréf til Signrðar Thorgrímss- en landfógeta og ekkju hans. Bréf ekkj- unnar, Sigríðar Jónsdóttur Thorgrímss- en (1818-1878), eru í litlu umslagi. Það var nýlega opnað og í því fannst m.a. bréf frá Þóru Gunnarsdóttur (1812- 1882), skrifað í Laufási á dönsku að hætti heldra fólks, hinn 7. febrúar 1831. Inni í því leyndist samanbrotinn snepill sem geymir fléttaðan jarpan hárlokk og lítinn kniplaðan borða. Á snepilinn skrif- ar Þóra að hún hafí lært að knipla um veturinn. Lokkurinn leiðir ósjálfrátt hugann að þeim lokkum sem Jónas greiddi við Galtará þremur árum áður. Ferðalok eftir Jónas Hallgrímsson hefur lengi verið talið fegursta ástarljóð sem ort hefur verið á íslenska tungu. Hefð hefur verið fyrir því að tengja ljóð- ið við ævi skáldsins og leit verið gerð að stúlkunni. Þóra, dóttir Gunnars Gunnarssonar prests í Laufási, hefur oftast verið nefnd til sögunnar. Ljóðið gæti verið lýsing á ferðalagi Jónasar og Þóru norður fjöll sumarið 1828 og hvernig ástin kviknaði milli þeirra. Þóra hefur með tímanum orðið tákn um ástir Jónasar. Matthías Johannessen skrifar um Þóru í bók sinni Um Jónas (1993, Hringskuggar, bls. 150): „Jónas kynnt- ist Þóru ungur á ferðalagi norður eins og alkunna er og Matthías Þórðarson og Indriði Einarsson fjalla um í ricgerð- um í Iðunni (1925 og 1928). Eftir það ber hún ástinni vitni í minningunni; hún verður ímynd hennar þegar hann yrkir Ferðalok eins og sköpunarverkið ber forsjóninni vitni; það er guðs blær, eins og Steingrímur Thorsteinsson segir.“ Ást Þóru og Jónasar hefur ævinlega verið hjúpuð dulúð. Hún er óræð gáta en lesendur Ferðaloka hafa leitt Þóru og Jónas saman til ástarfunda í hugan- um í áratugi. Steinunn Jóhannesdóttir lét þau einnig ná fundum í leikriti sínu, Ferðalok, sem Þjóðleikhúsið sýndi á síð- asta ári. Hárlokkur Þóru Gunnarsdóttur er því hjartanu kær, hann greiddi Jónas og orti: Greiddi eg þér lokka við Galtará vel og vandlega brosa blómvarir, blika sjónstjömur, roðnar heitur hlýr. LES DAGBÓK FYRIR HVERN DAG FRÁ1888-1912 „Handritadeildin er gullnáma fyrir menn eins og mig,“ sagði dr. Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur. Hann er félagssögumaður sem setur einstakl- inginn í öndvegi. Hann þarf því vitnis- burði um einstaklinga sem tjá sig um hversdagslífið og hvemig stofnanir eins og kirkjan og menntakerfið birtast þeim. „Félagssögumaðurinn tekst á við hinar stóru stofnanir og viðburði eins og stríð og reynir að kanna hvaða áhrif þau hafa á einstaklinginn," segir Sig- urður. „Hér á handritadeildinni teygir maður bara út höndina og dregur út hvern gullmolann á fætur öðrum.“ Sig- urður er að leita að heimildum um hversdagslífið á 19. og 20. öld. Hann vill sjá hvernig menn tókust á við þær breytingar sem áttu sér stað í upphafi 20. aldar. Hann kannar hvernig alþýðu- menningin var á 19. öld og hvaða áhrif hún hafði á mótun þéttbýlis í upphafi 20. aldar. Sigurður Gylfi segir handskrifuð sveitarblöð merkileg að því leyti til að í þeim tjáir sig fólk sem ekki skrifaði í prentmiðlana. Hvert blað var oftast í einu eintaki og staldraði við einn dag á hverjum bæ. Þar voru þau lesin upphátt fyrir heimilismenn. Þessi blöð tíðkuðust frá síðasta fjórðungi 19. aldar alveg fram undir seinna stríð. Blað sem var gefið út við Steingrímsfjörð í Stranda- sýslu og hét Gestur vakti sérstaka at- hygli Sigurðar vegna þess hversu áhugavert og áberandi vel handskrifað það var. Ritstjóri þess var Halldór Jóns- son frá Miðdalsgröf. Þegar Sigurður var að lesa skrá yfir dagbækumar á safninu rakst hann á SIGURÐUR Gylfi Magnússon. nafn Halldórs Jónssonar og nýr heimur opnaðist inn í 19. öldina. Dagbækur Halldórs eru 10 bindi og spanna árin frá 1888-1912. Halldór byijar að skrifa dagbók 18 ára gamall og ekki er nóg með að hann mæli og telji allt milli himins og jarðar heldur tjáir hann sig um það sem er að gerast í hans nánasta umhverfi. Þótt dagbækurnar lýsi ein- ungis hans eigin sýn þá má lesa margt á milli línanna, t.d. um sam- skipti manna í hreppn- um, bækur sem lestrar- félagið í hreppnum átti, bréf sem Halldór skrif- aði og allt sem hann las upphátt á heimilinu. Það eykur gildi bók- anna að skrifarinn var fyrst bóndasonur, síðan lausamaður, vegg- hleðslumaður og loks bóndi frá 1902. Auk þess skrifaði Halldór upp 15 bindi með ljóð- um og sonur hans hélt einnig dagbók til dauðadags 1980. Sigurður telur hand- ritadeildina flaggskip handritasafna í landinu. Hann hvetur fólk sem liggur með dagbækur, bréfasöfn, barna- dagbækur eða annað slíkt, sem hefur e.t.v. erft og veit ekki hvað það á að gera við, að senda það deildinni til varðveislu. Galdraskræða Fiskuð Fimir píanófingur Magnúsar fanga at- hygli Ögmundar og Kára. Sú hugsun vakn- ar hvernig líf geti öðlast gildi löngu eftir að því var lifað. Kona sem skrifaði dagbók á síðustu öld og taldi líf sitt einskis virði getur öðlast nýtt líf í huga lesandans á 20. öld og kveikt hugmyndir innan mann- vísindanna. Þankar hennar verða ódauðleg- ir í dagbókinni. „Það má rekja lífið í Bol- ungavík í áratugi með því að lesa dagbæk- ur Finnboga Bernódussonar sem eru á annan hillumetra. Hann var fiskimaður sem settist niður á kvöldin og skrifaði dagbók,“ bætir Ögmundur við. Ögmundur og Kári eru í raun sjálfir fiski- menn. Þeir eru alltaf að reyna fiska inn handrit. Ef þeir frétta af handriti vilja þeir ná því, hvort sem það er eftir þjóð- fræga menn eða óþekkta. „Við förum stundum heim til fólks,“ segir Ögmundur „Ef við erum beðnir um að koma að skoða eitthvað. Við leggjum áherslu á að það sé enginn hlutur svo ómerkilegur að það eigi að henda honum. Ótal dæmi eru um, að það sem samtíminn telur einskis virði verði næstu kynslóð ómetanleg verðmæti." „Það gerðist t.d í vetur,“ grípur Kári fram í. „Við erum beðnir að koma í hús og þar finnum við nokkur handrit. Fólkið er úr Skagafirði og því spyr Ögmundur hvort það viti um eitthvert slitur af galdra- bók en hann vissi að þau voru afkomendur Jónasar Jónssonar í Hróarsdal. Sagan seg- ir að Jónas þessi hafi séð lengra nefí sínu og verið göldróttur og átt galdraskræðu. Fólkið þekkti ekki þessa sögu af Jónasi en sagðist hafa samband við okkur ef það kæmist á snoðir um hana. Síðan líður og bíður en loks hringja þau í okkur og segj- ast vera með eitthvað sem líti út eins og galdraskræða. Þetta var rétt og nú geym- um við slitur úr galdrakveri Jónasar í Hró- arsdal." „Jónas var þekktur maður á sínum tíma,“ segir Ögmundur „Hann var kannski vís til að sýna homið á galdrabókinni. Hann var með læknishendur og var yfirsetumaður, einn af fáum á landinu. Sagan segir að hann hafí tekið á móti yfir 500 bömum og hafi þau öll orðið heilbrigð. Jónas Gíslason vígslubiskup er sonarsonur hans.“ Einkagögn Halldórs OgÞórbergs Starfsmenn handritadeildarinnar þurfa yfirleitt ekki að lokka handrit af fólki. Margir koma færandi hendi og hafa ávallt gert ráð fyrir að afhenda 'sín einkagögn til varðveislu. „Núna er Auður Laxness t.d. að afhenda okkur handrita- og bréfasafn Halldórs. Það er mikil þjóðargjöf,“ segir Ögmundur „Hugsið ykkur ef þau væru seld á upp- boði! Það hefur ekki tíðkast á íslandi sem betur fer. Handritadeildin stæði þá illa í slag um dýrmæt handrit, en þess ber að geta að við emm aðeins varðveislustofnum, við fáum engan höfundarrétt. Við geymum og stundum má ekki hreyfa við handritum fyrr en eftir dauða viðkomandi eða jafnvel ekki fyrr en árið 2300 eða ákvæði fylgi með eins og: „Má opna þegar börnin mín era dáin.“ Við erum með öll gögn frá Þórbergi Þórðarsyni og Margréti en meðan þau voru á lífi þurfti að fá leyfi hjá þeim ef einhver vildi skoða þau. Þegar hann féll frá gaf Margrét skriflegt leyfi um notkun hand- rita, bréfa og dagbóka. Þórbergur vissi að þau væra best geymd hér.“ LokkurÚrLjóði JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR Á stað eins og handritadeild Landsbóka- safns geta starfsmenn gert ráð fyrir því að gera óvæntar uppgötvanir, því þar get- ur margt leynst, jafnvel sitthvað um ástir skáldanna. Ogmundur minnist uppgötvun- ar sem honum er kær. „Ég veit ekki hvort ég á að segja það en það er ein uppgötvun sem mér finnst alveg gífurlega merkileg og engum hefur verið sagt frá til þessa. Ég veit ekki betur en að í handritasafninu hjá okkur leynist reyndar svolítið sem ekki er handrit. Það er lokkur úr hári þeirrar konu sem Jónas Hallgrímsson orti eitt fegursta kvæði um sem samið hefur verið á íslensku, Ferða- lok. Það er lokkur úr hári stúlkunnar Þóru Gunnarsdóttur.“ „Já,“ tók Kári undir. „Ég rakst á bréf frá einhverri Þóru og inni í því var hárlokk- ur. Ég áttaði mig ekki strax á þessu og sýndi Ögmundi bréfið og hann rakti þetta 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.