Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 11
ÞRÍR AF starfsmönnum handritadeildar: Eiríkur Þormóðsson, Ögmundur
Helgason ogKári Bjarnason íkaffiá Sólon Islandus.
KVÆÐI Ólafs á
Söndum, ein mesta
gersemi handrita-
deildarinnar hvað
varðar rithönd með
nótum.
ÞEKKTASTA sjálfsmynd Sölva Helgasonar.
EDDAN og Snorri Sturluson, teiknaður eins og
húnverskur bóndi á 19. öld af Daða fróða.
til ljóðlínu Jónasar: „Greiddi ég þér lokka
við Galtará." Bréfasafnið hafði ekki verið
hreyft síðan það kom í safnið og því ekki
vitað að í því væri bréf frá Þóru Gunnars-
dóttur í Laufási, hvað þá lokkur úr hári
hennar.“
Ögmundur og Kári voru fúsir að sýna
lokkinn. Jú, það var ekki um að villast,
hann var á ólíklegasta stað, falinn í svartri
skjalastösku: Lokkurinn í frægasta ástar-
kvæði Islands.
Bókakista, Skrifpúlt
Og Geryitennur
Við pöntum ábót á kaffið. Magnús
Blöndal Jóhannsson gerir stutt hlé á leik
sínum. Kári fer að segja frá því að sitt-
hvað geti fylgt með handritum sem send
eru til varðveislu.
„Það komu handrit úr dánarbúi einu í
kössum,“ segir Kári „og í þá hafði greini-
Iega allt verið tínt til, ekki bara handrit
heldur lika báðir tanngómar hins látna.“
„Já, ýmislegt berst deildinni,“ segir Ög-
mundur. „Henni hafa t.d. verið gefnir tveir
merkilegir hlutir og þó að við söfnum ekki
fornmunum eiga þeir vel heima hjá okkur.
Annar er bókakista klædd selskinni úr eigu
Gísla Konráðssonar sagnaritara og skálds
frá því hann var í Flatey. Hinn er skrifp-
últ Sighvats Borgfirðings en við eigum
tugþúsundir síðna sem hann skrifaði á
þessum litla kassa. Hann skrifaði t.d um
20 þúsund síður um ævi presta. Það er
eins og hann og ýmsir aðrir alþýðumenn
hafi skrifað af innri ástríðu til að fá útrás
fyrir menntunarþrá sína. Ef þeir bara náðu
einhveijum snepli var hann skrifaður upp.“
Framtíðarsýn
„Starf okkar er fyrst og fremst,“ segir
Ögmundur, „fólgið í því að safna, búa um,
varðveita og skrá gögn. En vonandi getum
við farið að eyða meiri tíma í rannsóknir
og útgáfu. Hin nýja aðstaða okkar í Þjóðar-
bókhlöðunni skapar okkur tækifæri til að
rannsaka betur þjóðarauðinn en það mun
vissulega taka tíma. Það er t.d. ekki hlaup-
ið að því að lesa 10 eða 15 bindi af dagbók-
um eftir einn mann.
Við erum einnig að vinna í hinu gríðar-
lega mikla safni Halldórs Laxness. Hann
byijaði reyndar nokkuð snemma að afhenda
okkur handrit af verkum sínum en undan-
farin ár hefur Auður verið að afhenda okk-
ur formlega handrit og bréfasafn hans sem
er eitt hið stærsta í fórum einstaklings."
Píanóið á Sólon Islandus er þagnað.
Ögmundur og Kári búa sig af stað en
starfsmenn Handritadeijdarinnar eru nú í
óða önn að taka upp úr kössunum og koma
dýrgripunum fyrir i Þjóðarbókhlöðunni.
Klukkur klingja í fjarska.
Höfundur er heimspekingur.
AGUSTINA
JÓNSDÓTTIR
jr
Idögun
Allt híður átekta
undir náttstjörnum
í auðnarkyrrð
landið brýst úr viðjum
eldkúlan
fikrast upp við sjónbaug
ofvæni
fágæt gleði
að sjá daginn fæðast
yfir jöklinum
skynja mynd þína
í mér
og þessari tæru fegurð
morgunsárs
Brigðljóst
Hjarta hverfult
breytir um tón
í áranna rás
í gær
klukknahljómur
þjakandi þögn í dag
Á morgun: grámi
eða heiði dags?
Ó hjarta, værir
þú
bjarg
baðað aftansól
þá skildum við
hvort annað
þú og ég
í augsýn
Nýort fjöll
eitursönn
eldingu lostin
bliknar blær himins
só/in mælir
framandi orð
kristallast
hvítfugl
fjarlægra tóna
losnar frá streng
Esja
vetrarskær
sólaruppkoma
Höfundur er kennari og skáld í Reykjavík.
Ljóðin eru úrnýrri Ijóðabók hennar, sem
heitir „Að baki mánans" og Fjölvaútgáfan
hefur gefið út.
F
LESBÓK N/IORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 1 1