Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Side 13
kartöflurækt á íslandi, því uppskeruna
ásamt nýju útsæði frá Danmörku setti
klerkur niður sumarið eftir og hlaut nú
dágóðan afrakstur erfíðis síns.
Kapp hans og áhugi á ræktuninni var
annálaður, og ekki síður þær tilraunir sem
hann gerði um hvernig best mætti auka
uppskeruna. Hann lét sér heldur ekki
nægja að hvetja söfnuðinn til að ganga á
Guðs vegum, en ýtti að þeim mikilvægi
ræktunarstarfsins af dæmafárri eljusemi.
Til marks um þetta má taka frásögn sam-
tímamanns frá árinu 1763, en þar segir:
„Síra Björn í Sauðlauksdal hefur af
mikilli alúð haldið áfram ræktun hinna
rauðujarðepla, erhann fékk fyrir nokkrum
árum, og nú hefur hann fengið annað af-
brigði jarðepla, hvít að lit, er hann nefnir
jarðperur. Hefur hann gert ýmsar tilraun-
ir til að leiða íljós, í hvaðajarðvegijarðepl-
in vaxa best. Hann hefur sáð þeim ískelja-
sand ... og blandað sandinn með rofmold
úr húsveggjum í stað fijómoldarinnar og
hann hefur reynt að bæta þessa blöndu
með því að setja í hana leðju úr keldum
eða mýrarjarðvegi ... Síra Björn hefur
gert sér mikið far um að kenna öðrum
ræktun jarðepianna ..."
Garðurinn Ranglátur
Auk kartöflugarðsins lét séra Björn lét
gera 3 allstóra matjurtargarða, og rækt-
aði þar furðu ijölbreytt úrval káltegunda,
sem mörgum þótti í upphafi kynleg iðja.
Smám saman tóku æ fleiri upp háttu
Björns: „í þennan tíma gjörðist hljóðbær
garðyrkja, aldinrækt og önnur búnaðar-
störf í Sauðlauksdal, með þar af fljótandi
gagni og góða, að margir tóku að feta í
fótspor þess sæla manns, bæði innanhé-
raðsmenn og fieiri landar vorir...“ segir í
samtíðartexta.
Eins og títt er um frumkvöðla mætti
séra Björn tortryggni í upphafi tilrauna-
starfsins; kartöflur hans og kálgresi þóttu
ekki boðlegur matur hjúum, fremur en
grasið af túnum. Með áróðri og upplýsingu
náði þó prestur smám saman að yfirvinna
fordóma alþýðunnar gegn hollustu útlends
káls, en hægt gekk það í fyrstu. „Ætíð
er hér heldur en ekki að aukast kálátið
hjá bændum...", skrifar þó Eggert Ólafs-
son vini sínum Sveini Pálssyni, landlækni,
árinu fyrr en hann hverfur í Breiðafjörð.
Þessar hógværu fregnir af hægu gengi
grænfóðurs á Rauðasandi bera þess
trauðla vott, að nýjungar úr Sauðlauksdal
hafi í upphafi fagnað mikilli vild hjá bænd-
um. Undan því sama kvartar annar samtíð-
armaður, sem vildi fylgja fordæminu frá
Sauðlauksdal: „En æ! Því miður! Kálgörð-
um fjölgar þó lítið. Hjúin viija ei heidur
framar þekkja kál fyrir mat en fóðurgras
í túni og úthaga ... kveða illa að káli og
kalla óæti.“
Ekki báru heldur allar ræktunartilraun-
ir hans jafn ríkulegan ávöxt. Kornræktin,
sem séra Björn batt miklar vonir við, mis-
tókst algerlega. Sáning hans á byggi, sem
hann fékk frá Færeyjum, skilaði sömuleið-
is engum árangri. Ekki gengu heldur til-
raunir hans með tijárækt, enda tegundirn-
ar sem hann valdi, þar á meðal plómutré
og útlendar víðitegundir, tæpast til þess
fallnar að standast storma og hríðarbylji
vestfirskra vetra. Þetta urðu séra Birni
mikil vonbrigði, einkum þó afdrif korn-
ræktarinnar.
Atorka hins unga prests í Sauðlauksdal
braust þó út á fleiri sviðum en tilraunum
um garðyrkju og markvissri uppbyggingu
á húsakosti vestra, Hann gerðist frum-
kvöðull um landgræðslu til að veija dalinn
gegn sleitulitlu sandfoki, sem öld fram af
öld lagði upp úr djúpum Patreksfjarðar,
og sístritandi mylla sjávarins muldi úr
gríðarmiklum skeljaflákum á botni fjarðar-
ins. Við fjúkandi sand með hvítrauða slikju
steig presturinn í Rauðasandshreppi langa
glímu, enda reyndist hann helsti bölvaldur
allra guðsmanna er Sauðlauksdal sátu. Svo
rammt kvað að ágengni sandsins, að í
bréfi til amtmanns kveður hann jörðina á
góðri leið með að verða að sandflagi, og
muni hann senn neyðast til að flýja af
henni, verði ekki skorður reistar við eyð-
ingunni. Ekki varð þó af flótta klerks, og
þess i stað lagði hann í harða sókn gegn
sandfjúkinu.
Hún fólst m.a. í hleðslu girðinga til að
skýla túnum klerks, sem hann reyndi jafn-
framt eftir megni að rækta upp. Hleðslurn-
ar vöktu aðdáun og spurðust víða. Honum
þótti kostnaðurinn við varnirnar ærinn, og
í bréfi til amtmanns frá 1763 kveðst hann
veija tíu ríkisdölum, eða um fjórðungi
tekna sinna, til að beijast gegn eyðingu
HÖKULL séra Björns í Sauðlauksdal
ernú varðveittur á Þjóðminjasafninu.
LjósmaÞjóðminjasafnið.
INNAN úr kirkjunni íSauðlauksdal. Efst og til hægri.
Ljósm.: Helga Jónasdóttir, Tálknafirði.
jarðarinnar og dugi þó hvergi. Engan bein-
an fjárhagslegan styrk fékk hann samt
upp í þennan herkostnað. Hann dó þó
ekki ráðalaus, heldur útvegaði sér skipun
frá landstjórninni, þar sem sóknarmenn
hans voru skyldaðir til að hlaða garð til
að veija túnin í Sauðlauksdal. Söfnuðinum
þótti að sönnu vænt um þjón Drottins, en
taldi tíma sínum og kröftum betur varið
til þarfari iðju en safna gijóti í garða
guðsmannsins samkvæmt konunglegri
befalíngu. Skylduvinna bænda við hleðslu
garðsins varð því lítið efni til vinsælda í
sveitinni og garðurinn gekk síðan undir
nafninu „Ranglátur. “ Ummerki garðsins
sjást enn, sem minnisvarði um eitt fyrsta
landgræðsluátak í sögu þjóðarinnar.
ÓSTILLANDI FJANDI
Sókn klerks gegn sandinum fólst einnig
í tilraunum til að hefta fokið með því að
sá melfræi; nákvæmlega sömu aðferð og
beitt er enn í dag. Hér á landi verður séra
Björn að teljast frumkvöðull um þessa
aðferð til landheimtu, því heimildir finnast
ekki um eldri tilraunir. Að sögn hans
heppnuðust tilraunirnar með melfræið all-
vel. í dag liggur þetta frumkvæði hinsveg-
ar í furðu miklu þagnargildi, og ætti þó
að nægja sem sögulegur minnisvarði um
framtak séra Björns Halldórssonar á sviði
jarðyrkju.
Skáldæð Islendingsins fann sér ríkulega
útrás í séra Birni, og í kvæðaveröldinni
leitaði hann sér fróunar þegar efnisheimur-
inn gerðist of harður. Eftir mikið fokviðri
í febrúar 1763 orti séra Björn Ijóð, sem
lýsa vel armæðu hans og angist í stríðinu
við eyðingarmátt sandsins. Fyrsta erindið
hljóðar svo:
Kvæðið endaði svo prestur á þessum orð-
um:
Sandurinn sætir undrun
sandurinn er minn fjandi
Séra Björn unni fornöldinni, og taldi þá
flest hafa betur farið en á seinni öldum
og reyndi því eftir megni að taka upp þá
siði fornaldar, sem nýtir voru að hans
dómi. Eftir landnám tíðkaðist sums staðar
að renna saman lindum og veita um bæi
til margvíslegra nota. Þetta tók prestur
upp á nýjan leik. Um og við túnið í Sauð-
lauksdal runnu lindir, enda kaldavermsl í
fjallinu ofan bæjarins. Fyrir bragðið varð
túnið sums staðar svo votlent, að hnekkti
grasvexti. Smálækina lét hann taka saman
í einn straum, sem lá um túnið og með-
fram bænum. Lækinn notaði hans sem
einskonar örveitu; honum var þannig hag-
að að í þurrkatíð mátti veita úr honum á
þá hluta túnsins sem hættast var við bruna,
og jafnframt nota til vökvunar stærsta
matjurtagarðsins. En hugviti prests voru
lítil takmörk sett; í lækinn setti hann einn-
Sandur mér hingað sendist
sandurinn á þann vanda
sandurinn sjónir blindar
sandurmn blindar landið
sandurinn sést hér undir
sandur til beggja handa
sandurinn sáðverk hindrar
sandur er óstillandi
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 13