Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 16
 MEIRA fór fyrír drykkjuskap en búskap. Ég seldijaðir föður míns hverja af annarri og eyddi andvirðinu og sóaði. Mynd: Búi Kristjánsson. F eður og synir mér hefur alltaf blundað viss andúð á heiminum. Þetta er skáldleg andúð, enda get ég ekki útskýrt hana nákvæmlega. í henni er fólgin augljós eyðing- arhvöt og dulin sköpunarþrá. Hún brýst út fremur en að ég veiti henni útrás. Þá var ekkert eftir af auðæfum mínum nema borðbúnaðurinn frá Stóruvöllum og þar sem lítil not voru fyrir hann á þessum hörmungar- árum arkaði ég með hann eitt síðdegið út í kuldann. Smásaga eftir EINAR MÁ GUÐMUNDSSON Um og upp úr 1750, á meðan ég enn var skráður í guðfræðideild Kaupmanna- hafnarháskóla, höfðu samlandar minir, sem flestir voru við embættisnám, illan bifur ámér. Þeir álitu mig fylliraft og slæpingja, ættmennum mínum heima á Islandi til lít- ils sóma, enda mætti eins skoða mig í ljósi þeirrar úrættunar sem á sér stað á meðal ættliðanna. . Ég fór um með brambolti og látum, hafði uppi drykkjulæti og ærsl og sólund- aði fjármunum á meðan þeir höfðu varla í sig og á. En hvað kom þeim það við? Ekki eyddi ég fjármunum þeirra, ekki hafði ég verri vitnisburð úr Skálholti en þeir og framan af var námsferill minn ekk- ert lakari en þessara landa minna sem allir gengu með embættismann í maganum en voru upp til hópa meðalmenni og skussar. Ég gerði þeim líka ýmsa skráveifuna, var hrekkjóttur og ófyrirleitinn í þeirra garð. Eitt sinn sá ég kerlingarhróf á sölutorgi í miðbænum. Hún sat ein á bekk og grét af beiskju út í tilveruna. Ég gekk til henn- ar og spurði hví hún gréti. „Enginn vill kaupa af mér,“ sagði hún. „Og hvað ert þú að selja?“ sagði ég. „Rúsínur," svaraði hún, en kerling þessi var kaunum slegin og neflaus af sárasótt. Enginn vildi eiga viðskipti við slíka pestar- nom. „Ég skal kaupa af þér rúsínur," sagði ég. „Láttu þær bara í vasa mína.“ Kerlingin fýllti vasana af rúsínum og ég greiddi fyrir þær hærra verð en upp var sett, því ég var mjúkur í lund og örlát- ur og hef aldrei verið sakaður um að níð- ast á aumingjum. Síðan hélt ég með vasana fulla af rúsín- um á fund landa minna sem hírðust á Garði yfír latínudoðröntum og lagakrókum. Ég sagði þeim að ég hefði hitt ávaxtakaup- mann og keypt af honum kynstrin öll af rúsínum. „Og nú hef ég ekki lyst á fleirum," bætti ég við, “en ef þið viljið getið þið étið upp úr vösunum." Það var sem við manninn mæit: Þeir skriðu ofan í vasa mína og hámuðu í sig rúsínumar, sem sýnir hve auðvelt er að kaupa sér vináttu með sætindum, en þegar þeir höfðu tæmt úr vösunum fór ég í jakk- ann og stóð upp. „Ég keypti þessar rúsínur af fransósu- kerlingunni á torginu," sagði ég með hátíð- legri sveiflu og höfuðhneigingu. „Hún lét þær í vasana.“ Fölva sló á andlit þeirra. Þeir þeyttust hver um annan og seldu upp af viðbjóði. Áfengið flæðir um æðar mínar einsog stórstreymt fljót. Ég rís upp og bergi á geislunum sem flæða úr bikarnum og blóð- ið streymir þar til sjóðheitt höfuðið kraum- ar einsog gosstöð í eldfjalli. Tvisvar á vetri tók ég mér frí frá svall- inu og notaði tímann til að skrifa ástkærum föður mínum, sjálfum óðalsbóndanum á Stóruvöllum í Ölfusi, Runólfi Jónssyni Pét- urssonar biskups. Ég vandaði mig við bréfaskriftirnar, nostraði við hvem stafkrók, reifaði guð- fræðilegar spumingar og spann upp trú- fræðileg deiluefni, enda köfðu þessar bréfa- skriftir mínar tilætluð áhrif. Kjör mín bötnuðu eftir því sem árin liðu og faðir minn vissi ekki betur en ég kæmi heim klerklærður með embættispróf. Heima í Ölfusinu var mér tekið með kostum og kynjum. Á gangstíginn heim að Stóruvöllum var breiddur rauður dreg- ill. Ég steig af baki og gekk eftir honum, reikull í spori. Ég heilsaði öllum og faðmaði að mér mitt góða fólk og var ekkert að hugsa um af hve litlu ég hefði að státa á þá veraldar- vísu sem ein er mælistikan á mannanna gjörðir, því augu mín hvíldu á þeirri mann- veru sem hvergi var að sjá og flöktu um í leitandi spum. Kristín, hvar var hún, stúlkan mín, svo undrafögur og fín, með vind í hári og bros- ið skoppandi um bæjarhlaðið, síkát og hlát- urmild í fangi mínu? Hennar saknaði ég sárt, en brátt fékk ég að vita að hún var farin norður í land til foreldra sinna, séra Ólafs á Holtalæk Grímssonar lögmanns og Guðnýjar Páls- dóttur Högnasonar sýsluskrifara. Þangað höfðu foreldrar mínir sent hana, því þeir vissu hvem hug við bámm hvort til annars en leist illa á ráðahag okkar. Þeir höfðu séð hvemig við stungum saman ne§um, með æskufjör í æðum og léttleik- ann sem þaut á milli okkar sem ást í vindi. Kristín var að þeirra mati ekki gott búkonuefni og samband okkar kom ekki heim og saman við þau alvarlegu úrlausn- arefni er mín biðu í framtíðinni. Ég lét þó ekki á neinu bera og dvaldi um hríð á heimaslóðum í góðu yfirlæti, tók að mér klausturhaldarastöðuna á Kirkju- læk og reið milli bæja mér til uppörvunar og gleði. En brátt gerði ég mér upp erindi norður í land. Ég taldi mig þurfa að vitja bújarða föður míns og kanna um leið eyfirskar kirkjubækur, en faðir minn, Runólfur ríki, átti bújarðir bæði á Suðurlandi og Norður- landi. Ég var sestur upp á hest þegar faðir minn kom út á hlað og bað mig fyrir bréf til séra Ólafs. Ég tók við bréfínu alvarleg- ur í bragði þó ég glotti innra með mér. Á fyrsta áningastað opnaði ég bréfíð og gaf mér góðan tíma til að lesa það. I bréfinu fór faðir minn þess á leit við séra Ólaf að hann synjaði bónorði mínu um hönd Kristínar færi svo að ég bæri það upp. Enn á ný komu bréfaskriftir mínar og ritleikni sér í góðar þarfir. Ég eyðilagði bréf föður míns en skrifaði annað þar sem ég stældi rithönd hans. I nýja bréfinu fór faðir minn þess á leit við séra Ólaf að hann synjaði ekki bónorði mínu um hönd Kristínar færi svo að ég bæri það upp. Með okkur Kristínu urðu fagnaðarfund- ir. Við riðum um sveitir, drukkum og vorum glöð. Þegar ég bar upp bónorð mitt veitti séra Ólafur leyfi sitt átölulaust og við Krist- ín giftum okkur að Hólum. Kristín hafði verið um árabil að Stóru- völlum með foreldrum mínum. Þegar við komum suður að Stóruvöllum lét Kristín skína í hringinn um leið og hún sá for- eldra mína. „Við erum gift,“ sagði hún og það var storkunartónn í röddinni. Við Kristín áttum vel saman. Hveiti- brauðsdagarnir entust þar til ég missti klausturumboðið að Kirkjulæk. Þá fluttum við okkur að Broddastöðum í Fljótshlíð, eina af jörðum föður míns og þar bjuggum við um hríð eða þar til Júlíus Sigurðsson frá Háa-Tindi í Árnessýsiu bauð mér að við hefðum makaskipti á jörðum. Ég samþykkti það og Júlíus fluttist að Broddastöðum en við Kristín að Háa- Tindi, en þar hafði Sigurður sýslumaður, faðir Júlíusar, látið reisa afar vandaða kirkju. Stoðir hennar voru úr möstrum danska stríðsskipsins Svendborg sem strandaði á Skeiðarársandi árið 1711 og harla digrar. í kirkjunni var einnig mikið af útskurði eftir Brand Jónsson snikkara. Kristín, konan mín, var einnig góður smiður, þó ekki sé ég að líkja henni við Brand. Hún smíðaði mjólkurtrog og skeið- ar, en ég lá oft í skothúsum og drap refí sem gengu um búfjárhaga á vetrum. Fékkst gott verð fyrir skinnin. Eitt sinn gramdist mér þó smíðakunn- átta konu minnar. Þá kom ég heim úr kaupstaðarferð og hafði meðferðis brenni- vínskvartil. Ég fór með það upp á stofu- loft og læsti því og geymdi sjálfur lykilinn. Þegar Kristín komst ekki í brennivínið sótti hún smíðatól sín, tók nafar og boraði gat upp um loftið og botn kvartilsins. Brennivínið bunaði niður og ofan í kerald sem hún setti undir bununa. Síðan fór hún með keraldið inn í búr og drakk úr því með ausu, þannig að næst þegar ég ætlaði að fá mér hressingu greip ég í tómt. Nú reiddist ég konu minni. Ég gekk rakleitt til hennar, tók rokkinn hennar og braut hann. Þá varð Kristín æf, rauk út í skemmu og skar öll skottin af refaskinnun- um mínum. Meira fór fyrir drykkjuskap en búskap. Ég seldi jarðir föður míns hveija af ann- arri og eyddi andvirðinu og sóaði. Eitt sinn kom til mín greiðsla frá sýslu- 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.