Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 17

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 17
manninum í Eyjafirði. Hann hafði keypt eina af jörðunum og sendi mér andvirði hennar í innsigluðum sjóvettling. Hann var fullur af spesíum upp að þumlum. Ekki man ég nákvæmlega hvað gerðist, en ég var fullur þegar vettlingurinn kom. Ég hvolfdi úr honum á stofuborðið og setti hnefann í hrúguna. „Fari þetta djöflaverk til andskotans," hrópaði ég. Spesíurnar hrutu um gólfíð og hirti ég ekki frekar um þær. Heimafólkið réðst að auðnum og sló eign sinni á hann. Þann dag hafði vinnufólkið dtjúgar tekjur, en ég minntist ekki á málið framar. Það var af ,svo miklu að taka að sjálfur gerði ég mér ekki ljóst að í óefni var kom- ið fyrr en biskup sendi einn af sonum mín- um heim úr Skálholti vegna þess að ég hafði ekki staðið í skilum með skólagjöld. Bjarni Oddson biskup, en hann var einn af stúdentunum sem fékk að kenna á rúsín- um pestarnornarinnar, ræddi þetta við mig er hann kom að vísitera kirkjuna að Háa- Tindi. I kirkjubókinni fann hann auða opnu. Ég hafði hlaupið yfir hana af vangá. Mér leiddist stærilæti Bjarna biskups, hvernig hann talaði við mig sem auman ölmusumann. Svo horfði hann á auða opn- una og mig, einsog eyðurnar væru á fleiri stöðum en í kirkjubókinni. Bjarni biskup tók upp penna og skrifaði stórum stöfum í opnuna: „Allt sem í þessa opnu er skrifað skal vera ógilt og ómerki- legt!“ Því næst leit hann á mig með merki- kertissvip og lagði frá sér pennann. Þá tók ég pennann og skrifaði í þessa sömu opnu: „Guð veri sálu herra Biskupsins Bjarna Oddssonar náðugur á síðasta degi.“ Einnig það skyldi vera „ógilt og ómerki- legt!“ Ég byggði sonum mínum hjáleigur út frá Háa-Tindi, en svo fór að við misstum þær líka og var þá ekkert eftir nema heima- jörðin og bú mitt þar, en það féll veturinn eftir Skaftáreldinn. Þá fluttumst við hjónin í Stokkseyrar- hverfi, sem jafnan hefur verið talið sukk- samasta sjópláss á Suðurlandi, og bjuggum þar við örbirgð mikla. Þá var ekkert eftir af auðæfum mínum nema borðbúnaðurinn frá Stóruvöllum og þar sem lítil not voru fyrir hann á þessum hörmungarárum arkaði ég eitt síðdegið með hann út í kuldann, illa klæddur og skæddur, og hugðist selja í Eyrarbakkaka- upstað fyrir bjargræði. Á leiðinni þangað mætti ég mönnnum sem voru að koma úr kaupstað, ríðandi á hestum. Ég veifaði til þeirra sekknum sem borðbúnaðurinn var í og kallaði til þeirra: „Nú er allur Stóruvallarauðurinn farinn til Ijandans nema þessi borðbúnaður og skal hann fara sömu leið.“ Svo hélt ég áfram, gamall maður á góðri leið með að verða einn af ómögum hrepps- ins, en þó ekki dapur nema yfir hlutskipti þeirra sem ekki þekktu neitt annað. Hvort drottinn verði sálu minni náðugur á efsta degi, veit ég ekki, en margt í jarð- lífinu er ógilt og ómerkilegt, ekki síst nú þegar askan breiðir úr sér og umrenningar leita skjóls. Höfundur er rithöfundur. Mynd: Elfar Guðni Þórðarson. ÍSAK HARÐARSON Stokkseyri séð frá Nirði Húsin þrýsta sér inn úr þokunni í augum skerfuglsins; hann fælist ga ga ga gargandi út í kólguna undan árás strandarinnar Landið kemur brunandi á haf út og brimið rýkur um þorpið í safni lands sem leitar nýrrar hafnar Svört rafmagnslaus uppljómuð húsin, siglingaljós augu skjóta aftureldingum inn í þokuna IMew Stokksyork I Og þetta þorp er jafnvel nógu stórt til að rúma 456 alheima Þar er bara ein Strandgata, einn skóli og eitt samkomuhús en hjónin á Darraðarstöðum hafa aldrei kynnst og einbúann langar að kalla út hjálparsveitina til að finna sig Heimsgasti mað- ur þorpsins Heimsgasti maður þorpsins er heimsgasti maður landsins Nú stígur hann út í morgunkulið og hugsar upp í goluna „Það verður dagur í dag“ Og fíbblarnir kínnka kollum, tjaldurinn hoppar ákavur uppá Þuríðarbúð og skíunum vökknar um kvarma af einskjæru samþikki „Það verður dagur í dag!“ Og snír inn afur í fantakaffi og flatbrauð með hangikjöti úr kaupfélaginu og bír sig - heimsgasti maður landsins, hann bír sig! - í gúmmískó og anorakk og hatt og stikar austur úr svefnþorpi til móts við dögunina áður en vaknar hún velmennt og veltennt þjóðin „það verður dagur í dag“ Og þakkar fyrir daginn - heimsgasti maður heimsins, hann þakkar fyrir daginn! - eins og bara heimsgir menn gera Svo þiggur hann daginn sinn Langþrá Tveim prúðbún- um lángferða- mönnum svarað „ ... á svona stað ... hvað skyldi prestinum finnast ... / hreinskilni, hvað skyldi hann hugsa?u - H. Laxness: Salka Valka. Þannig spurði skáld -og það spurði um þetta: Þegar presturinn stígur í stólinn á jólum og páskum þá stígur hann ástina og horfir á strönd Guðslandsins rísa í augum fólksins síns og hann hugsar um lítið fólk undir stórum himni og um stækkandi himin ílitlu fólki og hann hugsar hve vænt honum þyki um þau öll ... 0, þessi prestur, hann er ekkert skáld - hann yrkir bara sannleikann Allir þeir sem drukknuðu af bátunum frá Stokkseyri eru löngu lentir í fjörunni á strönd Glerhafsins og reyna og reyna að beita fyrir Jarðstrendinga freistandi vonum og háleitum draumum ef vera kynni að við bitum á loforðin gömlu og góðu um skráþunt og ljómandi land og andvaka engill, sem bíður í fjöruborðinu eftir langþráðu og svellköldu fólkinu sínu, með íjúkandi á brúsanum og fjöll af geislandi ullarvængjum Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Ljóðin er úr nýrri Ijóðabók hans, sem heitir „Stokkseyri" og er með teikningum eftir Elfar Guðna Þórðarson. RAGNAR KRISTJANA EMELÍA GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON RÖGNVALDSSON GUÐMUNDSDÓTTIR Jól Jólin Jól Enn eru jólin, eins og forðum daga, afmælishátíð, Ijós í vetrarskugga. Máttugan boðskap til að hjálpa og hugga Líkt og jólin Um jól hefur að geyma þeirra fyrsta saga. álíka mikill hátíðarblær yfir öllu leitar barnið straumlagður líkaminn í sálu þinni Svo kæta þau líka bæði munn og maga, það er tilhlökkunin. eftir Ijósinu mannfólkið hamast við að elda og brugga. Hver mínúta hlaðin spennu Nú þarf að vera glit í hveijum glugga, stundum skelli ég upp úr hugsar til drengsins gleði er fólgin í að breyta og laga. tilefnislaust sem lagður var í jötu það er hamingjan. og boðaði frið á jörðu. Þó nöldra sumir, segja þetta allt Mér líður eins og litlu barni sýndarmennsku og til þess eins að blekkja, sem stendur fyrir framan Biðjum fyrir -jól séu fyrir kaupmenn, presta og krakka. jólatré, öll ljósadýrðin alltaf jafnheillaður friði á jörðu. En ætli þeim sé ekki bara kalt það er ástin! innvoitis og langi mest að þekkja (nóv. ’93) góðhjaitað fólk, sem gefur jólapakka. Höfundur er húsbóndi í Kópavogi. Höfundur er bókbindari og bóka- Höfundur er vélvirki á Akranesi og starfar á Grundar- vörður í Kópavogi og hefur gefið út tvær Ijóðabækur. tanga. LESBÓK N/IORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBEFt 1994 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.