Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 22
SIGRÍÐARSTOFA
er upplýsingamið-
stöð fyrir ferða-
menn við Gullfoss.
Þar er aðgengileg-
ur fróðleikur um
Hvítá, GuIIfoss og
gljúfrið og þar er í
stuttu máli sagt frá
baráttu Sigríðar.
Sigríður sagði við yfírheyrslur sýslu-
manns að hún væri þeirrar skoðunar að
Brattholt yrði óbyggilegt ef girðingin kæm-
ist upp en þá yrði faðir hennar að flæmast
burt frá Brattholti, þar sem hann hefði
dvalið nær allan sinn aldur. Hún sagði einn-
ig að ef ekki hefði verið hætt við fram-
kvæmdir girðingarinnar hefði hún haldið
áfram skemmdarverkum. Sigríður hafði
talið líklegt að athæfi sitt varðaði við lög
og forðaðist því að láta heimilisfólk í Bratt-
holti vita. Sýslumaður gerði Sigríði ljóst
að það mætti búast við að sakamál yrði
höfðað gegn henni. Hann gaf henni kost
á að fá sér skipaðan talsmann en hún hafn-
aði því.
Guðríður Þórarinsdóttir segir í ritinu Inn
til fjalla að málinu hafi lokið með því að
Sigríður hafí gengið með skjal á milli
bænda og óskað eftir að málið yrði látið
falla niður. Flestir bændanna skrifuðu und-
ir það og ekki var meira hreyft við því.
GULLFOSS SELDUR
Um síðustu aldamót fóru ferðamenn að
venja komur sínar að Gullfossi og lá leiðin
í gegnum hlaðið í Brattholti en fossinn var
að hálfu í landi þess. Árið 1907 falaðist
Englendingur nokkur eftir fossinum til
kaups eða leigu í nafni erlends félags.
Tómas, faðir Sigríðar, vildi ekki leigja eða
selja fossinn og því bauð Englendingurinn
50.000 krónur í alla jörðina sem var gríðar-
mikið fé. Tómas bóndi neitaði að selja og
er sagt að hann hafí svarað því til að hann
seldi ekki vin sinn. Samkvæmt vátrygg-
ingamati árið 1908 var íbúðarhúsið í Bratt-
holti metið á rúmlega 1.000 krónur. Það
má því nærri geta að boð Englendingsins
hafí verið margfalt virði jarðarinnar.
Kauptilboðið vakti mikla athygli og varð
til þess að landstjórnin tók fossinn á leigu
til 5 ára, frá 1. september 1907 til 1.
september 1912, gegn 300 króna árgjaldi.
Geigan skiptist jafnt á milli eigenda foss-
ins, Tómasar í Brattholti og Halldórs Hall-
dórssonar á Vatnsleysu í Biskupstungum,
en hann átti þá Tungufellstorfuna.
Það voru fleiri en stjómvöld sem höfðu
áhuga á Gullfossi. Skömmu eftir að land-
stjórnin tók fossinn á leigu falaðist Þorleif-
ur Guðmundsson kaupmaður, Stóru-Háeyri
á Eyrarbakka, eftir fossinum til leigu. Hinn
20. febrúar 1909 gerðu Tómas í Brattholti
og Halldór á Vatnsleysu samning við Þor-
leif um leigu á Gullfossi til iðnreksturs.
Samningurinn, sem var til 150 ára, gilti
frá 1. september 1912 og átti Þorleifur að
greiða 300 króna ársleigu fyrstu fimm
árin. Leigan átti að greiðast í einu lagi við
gildistöku samningsins, alls 1.500 krónur,
en síðan var gert ráð fyrir áfangahækkun-
um.
Tveimur vikum síðar, hinn 9. mars,
gerðu Þorleifur, Tómas og Halldór með sér
nýjan samning. Þar var ákvæði fyrri samn-
ings, um að landsjóði yrði gefinn kostur á
að ganga að samningnum ef leigurétturinn
yrði framseldur, fellt út. Eftir því sem
Tómas sagði síðar, við réttarhöld í málinu,
vissi hann ekki betur en að seinni samning-
urinn hafi verið samhljóða þeim fyrri. Þor-
leifur hafi gefið þá ástæðu fyrir gerð seinni
samningsins að hann yrði ekki þinglesinn
þar sem hann hefði verið ritaður á ómerki-
legt blað. Tómas treysti orðum Þorleifs og
skrifaði undir samr.inginn án þess að lesa
hann fyrst yfir.
að greiða leigu fyrir fyrstu fimm árin sam-
kvæmt samningnum. Friðrik Jónsson kaup-
maður, bróðir Sturlu, fór ásamt Einari
Arnórssyni prófessor í Brattholt til að
greiða Tómasi helming leigunnar, 750
krónur. Tómas neitaði að taka við pening-
unum og lýsti því yfír að hann tæki einung-
is við þeim frá þeim manni sem hann hafði
leigt fossinn í upphafi, þ.e. Þorleifi. Tveim-
ur dögum síðar komu Einar og Friðrik
aftur að Brattholti í sömu erindagjörðum
og var þá þriðji maður með þeim, Stefán
Stephensen frá Hróarsholti. Tómas var
ekki heima en Sigríður neitaði að taka við
leigunni fyrir hans hönd. Mælti hún á þá
leið að hvorki hún né faðir hennar tækju
við peningum fyrir fossinn nema frá þeim
sem fyrstur hefði tekið hann á leigu.
Málaferli
Sturla höfðaði mál fyrir Gestarétti Ár-
nessýslu til að fá úr því skorið hvort kaup
hans á samningi Þorleifs hafí verið lögleg
og einnig til að fá viðurkennt að tilboð
hans um greiðslu á leigu fyrir fossinn frá
30. ágúst og 1. september 1912 hafí verið
löglegt.
Sýnt var að Tómas þyrfti á lögfræðingi
að halda og tók Sigríður sér ferð á hendur
til Reykjavíkur til að útvega einhvern sem
vildi taka málið að sér. Hún þekkti aðeins
einn lögfræðing af afspurn, Einar Bene-
diktsson skáld, og þá meira af skáldskap
hans en lögfræðistörfum. Er hún kom í
höfuðstaðinn fór hún á Laugaveginn og
litaðist um til að spyija einhvem hvar Ein-
ar byggi. Áður en hún fékk ráðrúm til
þess vatt sér að henni kona nokkur og
spurði hvers hún leitaði. Sigríður sagði
henni erindi sitt og ástæðu þess að hún
sóttist eftir lögfræðingi. Kona þessi var
Elísabet Sveinsdóttir, móðir Sveins Björns-
sonar málafærslumanns og síðar forseta.
Hún bauðst til að biðja Svein um að taka
málið að sér og varð úr að hann gerði það.
Hinn 25.febrúar 1916 var gefin út stefna
og fýrsta réttarhald var 9. mars sama ár.
Af óþekktum ástæðum mætti Tómas ekki
fyrir réttinn, né heldur nokkur á hans veg-
um. Næst var réttað í málinu hinn 26.
apríl og var Tómas þá mættur. Eiríkur
Einarsson sýslumaður leitaði eftir sáttum
milli aðila en án árangurs. Hinn 29. ágúst
1917 var réttað í Brattholti og Páll Lýðs-
son bóndi í Hlíð viðstaddur fyrir hönd hluta-
félagsins Skjálfanda en það var gefið upp
sem eigandi að leigurétti Þorleifs. Hinn 3.
nóvember 1917 var enn réttað og sam-
þykktu báðir aðilar að leggja málið í dóm.
Hinn 21. febrúar 1918 kvað Gestaréttur
Árnessýslu upp þann dóm að leigusamning-
urinn frá 9. mars 1909 væri fullgildur og
bindandi fyrir Tómas og tilboð um greiðslu
leigunnar löglegt. Tómasi var gert að
greiða Sturlu 100 krónur í málskostnað.
Tómas og Sigríður vildu ekki una dómn-
um og ákváðu að áfrýja honum til lands-
yfirréttar. Þar byggði Sveinn Björnsson
málflutning sinn fyrst og fremst á því að
dómari í héraði hefði ekki tekið mark á
vitnisburði tveggja manna sem sáu Tómas
skrifa undir seinni samninginn, frá 9. mars,
í þeirri trú að um sama samning væri að
ræða og hann hafði áður skrifað undir.
Þessi málflutningur bar ekki árangur og
hinn 21. október 1918 lauk málinu með
því að yfirréttur dæmdi dóm Gestaréttar
Árnessýslu gildan og var Tómasi gert að
grejða Sturlu 30 krónur í málskostnað.
Á meðan málaferlin stóðu yfir var árleg
leiguupphæð lögð inn í banka og beið niður-
stöðu dómsins. Samkvæmt Jóhanni Kr.
Ólafssyni notaði Tómas féð til að greiða
málskostnað eftir að dómur landsyfírréttar
var upp kveðinn. Eftir það tók Tómas við
leigunni og fór Jóhann sjálfur eitt sinn
með peningabréf til hans. í því voru 350
krónur sem var hálf ársleiga.
Eftirmáli Málaferlanna
Þótt Sigríðar sé sjaldan getið í sjálfum
málaferlunum er ljóst að það var hún sem
stóð bakvið aðgerðir Tómasar í málinu.
Hún fór margar ferðir til Reykjavikur
vegna þeirra en hver ferð tók að meðaltali
vikutíma. Eitt sinn á útmánuðum gekk
Sigríður af stað til Reykjavíkur og lagði
að heita mátti nótt við dag. Á heimleið fór
hún yfir Mosfellsheiði og er hún kom af
Lyngdalsheiði, fór hún beinustu leið austur
mýrar milli bæjanna Austureyjar og Úteyj-
ar í Laugardal. Tíð hafði verið góð en þenn-
an dag var komið norðanrok og frost. Á
leið Sigríðar var Hólaá sem var jafnan
hættulítil. Þennan dag hafði bóndi í Áustu-
rey komið að ánni milli klukkan 16-17 og
talið hana með öllu ófæra en hún var þá
farin að ryðja sig og í henni talsverður
MINNISVARÐI um Sigríði við GuIIfoss. Andlitsmynd Ríkarðs Jónssonar
er byggð á minni því sjálf brenndi Sigríður frumteikninguna.
Ætla má að árið 1909 hafí verið fjár-
hagslega erfitt fyrir Tómas í Brattholti. í
september 1909 fór Landsbanki íslands
fram á uppboð á jörðinni vegna vanskila.
Tómas hafði ekki greitt af Iáni hjá bankan-
um í tæpt ár og var skuldin komin í 313
krónur auk vaxta og dráttarvaxta.
Skömmu síðar dró Landsbankinn uppboðs-
beiðnina til baka þar sem Tómas hafði
gert upp skuldina. Það er sennilegt að
vanskil þessi hafi hvatt Tómas til að taka
tilboði Þorleifs um langtímaleigu á fossin-
um. Samningurinn gat þó ekki gengið í
gildi fyrr en haustið 1912, þegar samning-
urinn við landstjórnina yrði laus, en þá var
gert ráð fyrir fyrstu greiðslu. Það mun því
ekki hafa verið tilhugsunin um skjótfenginn
gróða sem lokkaði Tómas en hafa ber í
huga að Þorleifur var mikilsvirtur og valda-
mikill kaupmaður sem betra hefur verið
að hafa með sér en á móti.
Ellefu dögum eftir seinni samningsgerð-
ina, hinn 20. mars 1909, framseldi Þorleif-
ur Sturlu Jónssyni kaupmanni í Reykjavík
samninginn. Eftir því sem Gils Guðmunds-
son segir í ævisögu Einars Benediktsson-
ar, Væringjanum mikla, var Sturla erind-
reki Einars og má því ætla að réttindanna
hafi beinlínis verið aflað til að fá þau síðar
í hendur fossafélögunum Skjálfanda eða
Islandi. Skömmu eftir að Sturla öðlaðist
umráðaréttinn yfir Gullfossi varð Einar
viðskila við félaga sína í fyrrnefndum félög-
um. Samkvæmt Dómsmálabók Árnessýslu
lofaði Sturla félaginu Mendel og Cooper í
London leiguréttinum yfir Gullfossi en pró-
fessor Einar Arnórsson var umboðsmaður
þess. Þessu loforði var þinglýst á manntals-
þingi fyrir Biskupstungnahrepp hinn 26.
júní 1913. Ári síðar var hins vegar þingles-
in yfirlýsing frá Sturlu að loforð hans til
Mendel og Cooper væri fallið úr gildi en
ástæður þessa eru ekki tilgreindar. Sam-
kvæmt Dómsmálabók Ámessýslu árið 1917
var hlutafélagið Skjálfandi eigandi að
leiguréttindum Gullfoss.
1 Gripið Til Aðgerða
Sigríður harmaði að Tómas skyldi upp-
haflega leigja Þorleifi fossinn. Eftir að
þeim feðginum varð ljóst að Þorleifur hefði
selt Sturlu leiguréttinn tóku þau þá afstöðu
að síðari samningurinn væri ógildur og því
væri framsal Þorleifs til Sturlu ekki mark-
tækt.
Lítið var hægt að aðhafast í málinu að
sinni og því var ekki hreyft fyrr en 30.
ágúst 1912. Þá áttu leigutakar Gullfoss