Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 25

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 25
segir Varnedoe, „beindi listamönnum að heimafengnum myndefnum og um leið sögðu þeir skilið við franskættað raunsæi, sem áður hafði einkennt verk þeirra. Þess í stað fóru þeir að vinna í aðskiljanlegum stíltegundum og með litaskala sem ekki getur talizt natúralískur og síðan ýmsu því sem gjarnan er tengt symbólisma." Sú stefna merkir táknrænt inntak, eða táknsæi; hún hófst um miðjan tíunda ára- tuginn og setti ekki síður mark sitt á bók- menntir. „Gullöldin" í myndlist Norðurlanda er mjög mótuð af þessari stefnu á áratugn- um eftir aldamótin, en þessi stefnubreyting hófst um 1895. Einn af íslenzku brautryðj- endunum, Einar Jónsson myndhöggvari, tók þessa stefnu alveg uppá sína arma og má nefna til dæmis eitt kunnasta verk hans, Öldu aldanna, sem hann hóf að móta 1894 og lauk við 1905. Einar er fremur snemma á ferðinni með sitt táknsæi því upphafið er gjarnan rakið til stefnuyfirlýsingar franska skáldsins Jean Moréas frá árinu 1886. Stefnan var í andstöðu við raunsæi, en í staðinn lögðu symbólistar áherzlu á einstakl- ingsbundna upplifun og óbeislað ímyndunar- afl. Dulspeki kemur og við sögu þama, svo og áhugi á því frumstæða og upprunalega. Hlutlæg túlkun á veruleikanum var snið- gengin, en í staðinn reynt að draga saman ólíka þætti hans með margræðum táknum. Þegar „gullöldin“ hefst 1890 er Edvard Munch búinn að ná fullum styrk og hann málar mörg sín frægustu verk á tíunda áratugnum. Enda þótt list hans sé undir merki raunsæis framanaf og symbólisma síðar, er hún samt sér á parti. Þegar hann málaði „Ópið“ 1893 var það óralangt frá því slétta og fellda raunsæi, sem menn voru vanir. Munch var þá þegar orðinn fmmkvöð- ull í expressjónisma og hann verður síðan verulegur áhrifavaldur á þýzka expressjón- ismann, bæði með vinnubrögðum sínum og því að túlka sálarlíf viðfangsefnanna. I umfjöllun um sýninguna „Norðurljós" og meinta „gullöld" Norðurlanda í mynd- list, varð mönnum tíðrætt um þá sérstöku birtu sem greinileg var í þessum verkum. Það kemur ekki á óvart. Birta norðurhjar- ans er oftast köld og ólík birtu í Suður-Evr- ópu. Þetta kemur vel fram í mynd norska málarans Haralds Sohlbergs „Nótt“ frá ár- inu 1904, þar er eitthvað jrfirmáta nor- rænt. Hér á eftir verða aðeins kynntir nokkr- ir þeirra myndlistarmanna á Norðurlöndum sem hæst bar á áratugunum fyrir og eftir aldamót. bæði þá og síðar, fóru heimahagarnir að toga í hana því meir sem hún eltist. Hún flutti heim til Helsingfors og síðar úr borgarglaumnum á kyrrlát- an stað innan um finnsk vötn og skóga. Helene Schjerfbeck leitaði fremur einfaldleikans en hins margbrotna og mikið litaflæði einkennir hana ekki. Hún vann í anda klassíkurinnar og þykir hafa orðið fyrir áhrifum af Whistler og danska málaranum Hammershöi, sem hér er einnig kynnt- ur. Myndin sem hér er sýnd heitir „Saumakonan“ ogerfrá árinu 1903. Strangur einfaldleiki einkenn- ir uppstillinguna og formið. Ekkert litaskraut eða smáatriði verða til að draga athyglina frá hinni hárnákvæmu uppbyggingu verksins. BERGH: NORRÆNT SUMARKVÖLD Richard Bergh var sænskur málari, fæddur 1858 og dó 1919. Faðir hans var kunnur málari og kennari við Listaakademíuna í Stokkhólmi þar sem Richard lærði. Fyrri verk hans eru söguleg, byggð á sagnaminn- um frá Norðurlöndum og máluð i þýzkum, akademískum stíl. Eins og flestir ungir málarar hélt Bergh til Parísar og sýndi á Parísarsaloninum árlega frá 1883 til 1887 og síðan á heimssýningunni 1889. Hann varð þekktur portrettmálari og í öðrum verk- um sínum lagði hann áherzlu á tilfinninga- legu hliðina og ljóðrænu. Bergh lét snemma til sín taka í listalífi í Svíþjóð, varð áhrifa- mikill myndrýnir, skipuleggjari og stofnandi Listamannasambandsins (Konstnersför- bundet) þar sem hann var forseti um ára- bil og síðar safnstjóri Þjóðlistasafnsins í Stokkhólmi. Bergh viðurkenndi frönsk áhrif á norræna list, en hann taldi samt að sú norræna væri sjálfstæð því hún væri reist á átthaga- ást. Myndin „Norrænt sumarkvöld" sem hér er birt var á Norðurljósasýningunni og hún er einnig i Gullaldarbókinni. Fljótt á litið sýnist hún ekki merkileg, en hún leynir á sér. Við erum stödd á aldamótunum; mynd- in er frá 1899-1900. Enda þótt Bergh túlki norrænt sumarkvöld, vísast vötn og skóga Svíþjóðar, byijaði hann á myndinni í Ass- issi á Ítalíu. Myndin af konunni, sem stend- ur þarna temrétt og stolt en dálítið óræð, er byggð á skyssu sem hann gerði í Assissi af söngkonunni Karin Pyk. Karlmaðurinn sem horfír líkt og annars hugar út á vatnið og veitir konunni enga eftirtekt er vinur málarans, Eugene Svíaprins, sem hann málaði á Lidingö við Stokkhólm. Saman sett eru þetta ekki lengur portret, heldur persónur í hugverki og vekja spurn. Ýmsir hafa bent á að eitthvað í þessari uppstill- ingu og stemmningu minni sterklega á per- sónur í einhveiju af leikritum Ibsens. Þegar allt kemur til alls er þetta mögnuð mynd, sem vinnur á. SJÁNÆSTUOPNU GALLEN-KALLELA: MÓÐIR LEMMINKAINEN S Akseli Gallen-Kallela, 1865-1931, telst vera þekktastur allra finnskra myndlist- armanna frá árabilinu kringum aldamótin, enda hlotnaðist honum verulegur heiður í lifanda lífi. Hann kom víða við, bæði í finnsku þjóðlífi og frönsku bóhemlífi og kannski má segja, að hann sér Finnum svip- að og Kjarval er íslendingum. Gallen-Kallela var af borgaralegum upp- runa og gat helgað sig listinni frá unga aldri. Eftir heimanám lá leiðin að sjálfsögðu til Parísar þar sem hann nam með hvíldum frá 1884-1890. Upphefð hans hefst með því að hann fær fyrstur finnskra listamanna inngöngu í þann fína klúbb Societé Nationa- Ie des Beaux-Arts. Nýkvæntur hélt hann í brúðkaupsferð til Karelíu í heimalandi sínu, þar sem finnsk þjóðernisrómantík reis hæst. Það virðist hafa haft mikil áhrif á hann; brátt er hann orðinn miðjumaður í hreyfing- unni, sem náði hámarki um 1890 þegar reynt var til þrautar að fá Finna til að taka upp rússsneska siði og gildi. Það var þá sem hann fór að notfæra sér Kalevala-kvæða- bálkinn sem myndefni og hvarf þá frá þeim franskættaða raunsæisstíl, sem hann hafði áður ræktað. Gallen-Kallela sýndi með Munch í Berlín 1895 og 1902 fékk Kandinsky hann til að seta upp stórsýningu í Múnchen. Næsta ár var það með framúrstefnumönnum í Vínar- borg, og með Die Briicke í Dresden 1910. Gallen-Kallela virðist hafa verið allsstaðar. Á síðasta áratugnum í lífi sínu bjó hann m.a. í Mexíkó og sýndi víða í Bandaríkjun- um, þar á meðal 70 verk á heimssýningunni í San Fransisco 1914. Og þegar hann fékk lungnabólgu sem dró hann til dauða í Kaup- mannahafnarferð 1931, var hann að lokum heiðraður með viðhafnarútför á kostnað finnska ríkisins. Myndin sem hér er birt eftir Gallen-Kall- ela heitir „Móðir Lemminkáinens", máluð 1897 og er best þekkt af því sem Gallen- Kallela byggði á Kalevala-kvæðabálkinum. Hér er óvenjulegt stílbragð; útlínuteikning afmarkar formin, sem annars eru máluð natúralískt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 25

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.