Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Qupperneq 26

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Qupperneq 26
HAMMERSHÖI: STOFA MEÐ KONU SITJANDI Á HVÍTUM STÓL. Vilhelm Hammerhöi, 1864-1916, var kaupmannssonur frá Kaupmannahöfn. Þótt hann næði aðeins 51 árs aldri og málaði lítið síðustu ár ævinnar, virðist hann hafa vakið einna mesta athygli Norðurlandamál- aranna á sýningunni „Northern Light“ í Bandaríkjunum. Má vera að það hafi verið vegna þess að hann hafi verið sýningargest- um með öllu ókunnur. Myndir hans hrópa ekki hátt og það gerði málarinn ekki held- ur. Honum er svo lýst, að hann hafi verið afar viðkvæmur, orðvar og hlédrægur. Kyrrðin í þeim hýbýlum sem hann málar svo eftirminnilega, kann að stafa af því að hann bjó í bamlausu hjónabandi og lifði rólegu lífi. Barnleysið hefur hinsvegar gert honum auðveldara að ferðast og hann fór víða um Evrópulönd og bjó um tíma í París eins og allir hinir. Hammershöi fylgdist vel með öllum hrær- ingum í listheiminum, en kaus að vera utan við meginstrauminn. En hann hefur verið nokkuð iðinn við sýningarhald; sýndi á heimssýningunni í París 1889 og 1900, tví- vegis í Miinchen á tíunda tugnum, einu sinni í Pétursborg, í þrígang í Berlín og þar að auki í London og Róm. Erlendis fékk hann góðar viðtökur; var oft talinn athyglisverð- astur danskra málara, en heima fyrir virtist vera mun minni hrifning á verkum hans. Hammershöi fór á yngri árum á danska akademíið, en hjá Skagamálaranum Peder Severin Kröyer lærði hann að „mála úti undir berum himni og eftir lifandi módeli", en hvorugt var á námskránni i akademíinu, segir í Gullaldarbókinni. Ekki fer milli mála, að megináhrifín á list hans koma frá James McNeill Whistler. Líkt og hann fór Ham- mershöi að halda sig „á gráa svæðinu". Þegar verkum eftir hann var hafnað á hina árlegu Charlottenborgarsýningu var hinum hlédræga málara nóg boðið og stofnaði 1890 ásamt fímm öðrum listamönnum Den Fríe Udstilling. Myndin sem hér er sýnd, „Stofa með konu sitjandi á hvítum stól“ er máluð 1908 þegar Hammershöi bjó í Nýhöfninni. Hér er að vísu brúnn tónn í stað hins silf- urgráa, sem oftast ber mest á, en stemmn- ingin er sú sama og magnaður áhrifamáttur sem Hammershöi nær án þess að beija bumbur. WILLUMSEN: JÖTUNHEIMAR Jens Ferdinand Willumsen, 1863-1958, var danskur og fór hefðbundna námsleið í Kon- unglega Akademíið. Þar kom strax í ljós að maðurinn hafði tilhneigingu til að synda á móti straumi. Hann yfírgaf Akademíið, óánægður með kennsluna þar, og hélt áfram annarsstaðar, m.a. hjá Peder Severin Kröyer Skagamálara. Hann „debúterar" á hinni ár- legu Charlottenborgarsýningu 1883 og hin sjálfsagða Parísardvöl kom þegar tími var til. í byijun tíunda tugsins vann þessi mál- ari mest í Frakklandi, á sumrum úti á Bretagneskaga. Kynni við Gauguin höfðu sín áhrif á hann og Willumsen gerði tilraun- ir með aðskiljanleg efni, tréristu og terrac- otta. Þar að auki reyndi hann sig við skúlpt- úr, plakatteikningu og arkitektúr, sem kom sér vel þegar hann teiknaði sýningarhús Den Frie í Kaupmannahöfn. Þá hafði mynd eftir hann verið hafnað á Charlottenborg. „Jötunheimar“ sem hér er mynd af, er dæmi um það viðhorf og þann stíl sem Will- umsen tileinkaði sér. Hann stílfærir lands- lagið; það er í rauninni tilfínningalegt lands- lag og er hvergi til í Jötunheimum. Óvenju- legast er samt hitt, að hann endurtekur íjallatoppana ofan við rammann og síðan er symbólsk skreyting báðum megin úr máluðu sinki og emaleruðum kopar. Enda þótt hér sé ýmislegt sem leiðir hugann að aldamótunum og jugendstílnum er ljóst að árið 1894 var þetta verk mjög sér á parti og er enn. m 26

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.