Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 27
SOHLBERG: NÓTT
Harald Sohlberg, 1869-1935, er einn þeirra
framúrskarandi norrænu listamanna frá
þessu tímabili, sem nútíðin þekkir að öllum
líkindum lítið. Því verður ekki neitað þegar
litið er yfir þetta svið, að Norðmenn hafa
verið afar sterkir; þeir áttu bæði marga og
góða listamenn og svo er enn. Danir koma
næstir, en það er nokkuð greinilegt að í
þessu efni hallar á Svía.
Harald Sohlberg var sonur pelsakaup-
manns í Kristianiu. Strax í listnámi hans
komu fram óvenjulegir hæfíleikar í landslag-
stúlkun. Þangað leitaði hann eðlilega eftir
innblæstri, en lauk hefðbundnu námi heima
fyrir, í listskóla Harriet Backer sem hér er
einnig kynnt, og síðar hjá Zahrtmann í
Kaupmannahöfn.
Sohlberg vakti fyrst athygli fyrir mynd
sem hann nefndi „Náttglóð“ og var sýnd
1894. Eftir það fékk hann námsstyrki til
að stúdera í París á árunum 1895-96 og í
Weimar í Þýzkalandi. Heim kominn árið
1901 kvæntist Sohlberg og flutti til Atna í
Austurdal og þar málaði hann eina kunn-
ustu mynd sína „Vetrarnótt í Rondane" sem
prýðir forsíðu bókarinnar um gullöldina.
Hann flutti sig milli smábæja í sunnanverð-
um Noregi; bjó m.a. í Röros þar sem hann
málaði myndina af kirkjunni og kirkjugarð-
inum, sem hér er sýnd. Á sama tíma bjó í
Röros rithöfundurinn Johan Falkberget sem
skrifaði Bör Börsson.
Neðst á myndinni eru blóm á nýju leiði,
en í morgunskímunni er kirkjugarðurinn
æði dökkleitur; þó sjást þar krossar og leg-
steinar. Kirkjan í síð-barokstíl er miðpunkt-
ur í þessari köldu morgunstemmningu;
fyrstu sólargeislamir rétt ná að lita rúður
í litla kirkjuglugganum. En námubærinn
Röros sefur að því er virðist; það rýkur
ekki einu sinni úr verksmiðjustrompinum.
Hér eru rétt einu sinni þenkingar lista-
manns um dauðann; inntakið er táknrænt.
MUNCH: MELANKOLI
Edvard Munch, 1863-1944, er risinn í hópi
listamanna frá Norðurlöndum, hvort heldur
miðað er við „gullaldarskeiðið“ eða lengri
tíma. Af þeim sem hér eru taldir er hann
ugglaust sá eini sem segja má að sé heims-
frægur. í rauninni er óþarft að kynna hann
með mörgum orðum hér og má benda á
viðamikla umfjöllun um hann, „Stefnumót
við Munch“ sem birtist í jólablaði Lesbókar
1993. Frægð hans er sprottin af því að
hann nær sérstöðu og verður einn af upp-
hafsmönnum expressjónismans; í annan
stað vegna þess að harin var afburðamaður
í list sinni og í þriðja lagi fyrir goðsögnina
um hinn geðveika eða hálfsturlaða snilling.
Munch var læknissonur, en dauðinn gerði
sér tíðförult á æskuheimili hans þar sem
móðir hans, systir og bróðir létust öll úr
berklum. Allt hafði það gífurleg áhrif á
Munch. Listnám hans var miklu minna og
brotakenndara en ætla mætti, en það hafði
afgerandi áhrif þegar þýzkir buðu honum
að sýna í Berlín eftir að hafa séð sýningu
hans i Kristianiu. Það tókst nú ekki betur
en svo að Berlínarsýningu Munchs var lok-
að; hún þótti „skandal“. Fyrir bragðið fékk
hann þá auglýsingu sem með þurfti og eft-
ir það var gatan greið að öðru leyti en því
að hann þurfti að takast á við vaxandi alkó-
hólisma og geðveiki. Metnaðarfyllsta verk
hans var Livsfrisen, -myndröðin um lífið-
og sum lykilverkanna þar málaði hann
margsinnis. Aftur og aftur tókst hann á við
viðfangsefni um mannlegar kenndir, ástina,
afbrýðissemi og ekki sízt dauðann.
Munch er einn af frægustu sonum Nor-
egs og myndir hans eru þjóðargersemar,
sem flestar eru varðveittar í Munchsafninu
í Osló.
Myndin sem hér fylgir heitir „Melankoli"
(Þunglyndi) og er að vísu frá árinu 1889,
árinu áður en það tímabil hefst, sem nefnt
hefur verið gullöld. Hún sýnir margt; í fysta
lagi hvað Munch er þá þegar kominn langt
frá raunsæistízkunni og búinn að ná tökum
á þessum persónulega stíl sem síðan ein-
kenndi verk hans. Heitið á myndinni vísar
til þess að stúlkan á myndinni, Laura systir
málarans, þjáðist af þunglyndi. Sjúklingur-
inn er lokaður inni í einangrun hugarvíls-
ins. Þetta er sálfræðileg stúdía; nöturleikinn
gerður enn átakanlegri með því að út um
glugga án gluggatjalda sést bert, snævi
þakið landslag.
KROHG: NETA-
GERÐARMAÐURINN
Christian Krohg, 1852-1925, er meðal
þeirra Norðurlandamálara fyrir og eftir alda-
mót sem hvað bezt eru þekktir. Hann var
frá Aker, skammt frá Kristianiu, og lagði í
fyrstu stund á laganám að ósk föður síns.
En eftir dauða föðurins sagði hann skilið við
lagakróka, en hélt til Þýzkalands, þar sem
hann nam, bjó og starfaði og kynntist ýmsum
frægðarmönnum, þar á meðal Dananum
Georg Brandes. Hann kom í listamannaný-
lenduna á Skaganum á Jótlandi 1879 og
eftir 1882 var hann þar fjórum sinnum sum-
arlangt og málaði frábærar myndir úr lífi
alþýðufólks. Því hefur verið haldið fram, að
Krohg hafi haft veruleg áhrif á tvo framúr-
skarandi málara á mótunarárum þeirra; ann-
arsvegar Edvard Munch og hinsvegar löngu
síðar á Gunnlaug Scheving.
Að því búnu lá leiðin aftur heim til Krist-
ianiu og þar rak Krohg málaraskóla og var
eins og Munch í slagtogi með Hans Jæger
og bóhemahreyfingu hans, sem siðprúð borg-
arastétt Kristianiu hafði afar illan bifur á.
Árið 1886 skrifaði hann bók um vændi sem
þótti hneykslanleg og var gerð upptæk. Eitt
lykilverk hans, nú mikils metið í Þjóðlista-
safninu í Osló, er „Albertina í biðstofu lög-
reglulæknisins“’og sýnir hóp gleðikvenna á
leið í læknisrannsókn.
Christian Krohg var mikils metinn um sína
daga og víðreistur. Um tíma bjó hann í Par-
ís og kenndi þar við Academie Colarossi.
Hann skrifaði reglulega í Verdens gang og
fleiri norsk blöð. Hann varð forstöðumaður
hinnar nýstofnuðu Listaakademíu ríkisins
1909 og gegndi því starfi til dauðadags.
Myndin sem hér birtist heitir „Netagerð-
armaðurinn" og er frá 1879. Þá er Krohg
nýkominn á Skagann og fólkið sem hann
málar eru Niels og Ane Gaihede, sem hann
og fleiri Skagamálarar hafa gert ódauðleg
með myndum. Niels er hættur að geta sótt
sjóinn, en hann gegnir samt þýðingarmikiu
hlutverki í þessu litla samfélagi og Ane vind-
ur garnrúllu og er líka þátttakandi. Á vorum
dögum væru þessi hjón í íbúðum aldraðra
eða á elliheimili, án viðfangsefna.
I FCJPhl' K/inDm IMDI APlQIMC 01 nCTQCN/IDCD 1 004 97