Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Side 29
ísland er í rauninni ekki byggt nema að
hálfu leyti á meðan svona kvikindi vantar á
þjóðskrána! Maðurinn lauk eintali sínu með
svofelldri ályktun: - Þó að söguöldin sé lið-
in eru íslendingar ennþá á fyrri hluta landn-
ámsaldar!
Hann var rifinn upp úr þessum hugleiðing-
um þegar hetjutenórinn steig framar í
gluggakistuna í átt að rúminu. Maðurinn
stífnaði undir óhreinu líni og svitinn perlaði
á honum þrátt fyrir kuldann: - Hver þrem-
illinn! sagði hann aftur: - Kvikindið hefur
lokið einsöngnum og er byrjað á Pílagríma-
kórnum, margraddað! MaðUrinn formælti: -
Þá liggur leiðin með fram Rínarbökkum og
líklega endar dagskráin uppi í rúmi hjá
mér! Glímuskjálfti læsti sig um kálfana á
manninum.
Hann þreifaði í fáti eftir einhveiju vopni
til að veija með rúmið sitt og fann ekkert
nema bilaðan leslampa á þungum fæti.
Maðurinn greip lampann og tvíhenti á lofti.
En snúran vildi ekki losna frá veggnum: -
Þetta gengur ekki! sagði hann við sjálfan
sig og fleygði lampanum á gólfið: - En ég
mun beijast til síðasta blóðdropa!
Það bætti í vindinn fyrir utan gluggann
og magnaði dragsúginn meðfram hurðinni.
Ljósaperan rambaði nú hægt og rólega fram-
an við baðdyrnar. Brotinn hurðarkarmur vein-
aði hástöfum og hrollur fór um manninn.
Hann leit í kring um sig.og sagði: - Ég mun
vetja vígið með því sem hendi er næst!
Að svo mæltu smokraði maðurinn sér úr
nærbuxunum og bjóst til varnar undir
óhreinu líni: - Komi þeir sem koma vilja
og fari þeir sem fara vilja! sagði hann æðru-
laus en ekki var fararsnið á tenórnum. Hann
stóð á miðju sviðinu og breiddi út margfald-
an faðminn eins og stórsöngvarar gera á
þjóðhátíðum. Maðurinn lagði við hlustir og
heyrði að kvikindið var langt komið með
Wagner.
- Komdu mannsins forni fjandi! kallaði
maðurinn upp á sviðið og treysti nærbuxurn-
ar undir sænginni. En þessi nýjasti fjand-
maður íslensku þjóðarinnar hafði öðrum
hnöppum að hneppa þá stundina. Kvikindið
söng fullum hálsi í gluggakistunni og súgur-
inn grét hástöfum í hurðinni. Maðurinn
hreyfði hvorki legg né lið undir óhreinu líni
og heyrði ekki betur en kvikindið sækti í
sig veðrið í flöktandi sviðsljósinu.
- Mér er ekki til setunnar boðið! sagði
hann að lokum. Dró undir sig fæturna og
fikraði sig ofurhægt undan líninu. Læddist á
tánum að sviðinu og lagðist í leyni. Mundaði
nærbuxumar í hendinni og beið færis á kvik-
indinu. Af lotningu fyrir gömlu meisturunum
lét hann ekki til skarar skríða í miðri aríu.
Maðurinn virti kvikindið fyrir sér úr launs-
átrinu. Tenórinn hafði fleiri hendur og fleiri
fætur en aðrir söngvarar sem hann hafði
séð. Þrátt fyrir það var eitthvað í fari stór-
söngvarans sem maðurinn kannaðist við: -
Það er húfan! sagði hann allt í einu: - Kvik-
indið er með sams konar húfu og hákarlinn
á brotnu Lödunni!
Manninum þótti uppgötvunin stórmerkileg
og hann velti henni fyrir sér um stund. -
Hér ræður kylfa ekki lengur kasti! hugsaði
hann: - Heldur samantekin ráð um að bera
mig ofurliði á jólum! Maðurinn braut áfram
heilann og komst loks að þeirri niðurstöðu
að nú væri annaðhvort að duga eða drep-
ast: - Hinn hugrakki sigrar! sagði hann
upphátt og steytti hnefann. Honum var Ijóst
að orðspor hans var í hættu ef hann tapaði
fleiri orrustum á alþjóðlegum vettvangi.
Maðurinn hrökk upp úr sínum þönkum
þegar hann heyrði að kvikindið var þagnað.
Nú stóð það á sviðinu miðju og tók á móti
heillaóskum með opinn faðminn. - Stund
sannleikans er runnin upp! sagði maðurinn
rólegur og ákveðinn. Hann steig varlega
ofan úr rúminu og niður á gólfíð andspænis
glugganum: - Mannkynið væntir þess að
hver maður geri skyldu sína! bætti hann við
og reiddi nærbuxumar til höggs. Hetjuten-
órinn tók brosandi saman mörgum höndum
fyrir ofan höfuðið að hætti sigurvegara.
- Ekki verður þér kápan úr því klæðinu,
lagsmaður! hvæsti maðurinn og lét vel útilát-
ið höggið ríða af á fagnandi kvikindið.
Nærbuxurnar hvinu um loftið eins og kólfi
væri skotið og lentu með óhljóðum á tenórn-
um á sviðinu miðju: - Hafðu þetta! kallaði
maðurinn vígreifur og fann að ekkert kvikt
gat lifað af þvílíkt náðarhögg.
Maðurinn hafði varla náð andanum þegar
kvikindi þetta birtist stálslegið undan nær-
buxunum og var nú á stærð við kirkjugarðs-
rottu. Tenórinn leit undrandi á fölan mann-
inn frá norðurslóðum sem nakinn truflaði
sigurgönguna rétt á undan fyrsta aukalag-
inu. Manninum var bmgðið við þessi við-
skipti en hann náði fljótt áttum: - Við spyij-
um að leikslokum! hrópaði hann og greiddi
nú kvikindinu hvert höggið af öðru með
nærbuxunum. En allt kom fyrir ekki:
Kvikindið óx um þumlung við hvert högg
og stóð loks jafnfætis manninum og horfðist
í augu við hann. Maðurinn var lafmóður
eftir atlöguna og mátti vart mæla um stund.
Loks leiddist kvikindinu þófíð og teygði sex
hendur að manninum. Tók brækumar af
manninum og reif þær í tætlur. Maðurinn
stóð afvopnaður og horfði gáttaður á rifnu
nærbuxurnar.
- Við svo búið má ekki una! tautaði hann
og hafði aldrei verið jafn nakinn frá fæð-
ingu. Maðurinn steig fram í hægri fótinn
og setti í herðarnar. Beygði sig í hnjáliðunum
og skaut fram hökunni. Stökk upp í glugga-
kistuna með útréttar hendur. Greip í kvikind-
ið neðanvert og náði taki á lendunum: -
Hananú! sagði hann sigri hrósandi: - Nú
hef ég undirtökin og þar með yfírhöndina!
Maðurinn hafði ekki fyrr sleppt orðinu en
kvikindið þreif í hann með mörgum höndum.
Bæði fyrir neðan undirtökin og ofan yfir-
höndina. Hann var í járnum frá hvirfli til
ilja og mátti sig hvergi hræra. Áfram Ieið
aðfangakvöldið inn í helga nóttina og mann-
inum var hugsað til þeirra Napóleons Bóna-
parts og Adólfs Hitler í þessari borg. Voru
honum búin sömu örlög á kaldri jólanóttu?
Hann herti tökin JL lendum stórsöngvarans
og steig fram í réttan mjaðmarhnykk. En
allt kom fyrir ekki.
Maðurinn skellti þá ieggjarbragði á kvik-
indið og strax á eftir öfugri krækju. Fylgdi
sókninni eftir með klofbragði og tafarlausum
hælkrók. Sniðglíma á lofti. En fyrir hvern
fót sem manninum tókst að leggja stigu
irír aðrir til jarðar. - Ekki saxast á limina
hans Björns míns í nótt! sagði maðurinn og
honum var hugsað til þess hve sköpunarverk-
ið bjó menn misjafnlega vel undir glímu-
brögð frá náttúrunnar hendi:
- Sennilega hefði íslensk glíma lagst af
snemma á öldum ef þessi kvikindi hefðu
numið land með fyrri skipunum! sagði mað-
urinn og kastaði mæðinni. Margfættur ten-
órinn glotti og tvær gulltennur blöstu við í
efri góm. Manninum þótti loftið vont upp
úr kvikindinu og hóstaði. Áfram leið jólanótt-
in í fangbrögðum. Maðurinn neytti allra
oragða og kvikindið beitti jafnan króki á
móti bragði. Uti gekk á með éljum og súgur-
inn reif í brotinn hurðarkarm.
- Úr því bæði Napóleon og Adólf biðu
ósigur í þessari borg er óhætt að ætla lát-
lausu fólki sömu örlög! sagði maðurinn og
fálmaði eftir húfunni á höfði stórsöngvar-
ans. Hann var þrotinn að kröftum og sá
brátt sína sæng uppreidda. Kvikindið glotti
aftur og maðurinn hóstaði.
- Segðu mér hveija þú umgengst og ég
skal segja þér hver þú ert! tautaði hann í
hálfum hljóðum: - Þó að ég hafi ekki geng-
ið minn æviveg með höfðingjum eru mér
væntanlega ekki öll sund lokuð hinu megin!
Maðurinn drúpti höfði og brosti dauflega: -
Enginn er spámaður í sínu föðurlandi! hvísl-
aði hann og bætti við: - Mitt ríki er senni-
lega ekki af þessum heimi!
Maðurinn fann loks návist jólanna og yfir
hann leið mildur himinfriður. Hann leit upp
og horfði þakklátur til himna. Élinu slotaði
fyrir utan gluggann og súgurinn þagnaði í
brotnu hurðinni. Björt jólastjarnan ljómaði
hátt á himni og í fjarska ómaði hundrað
klukkna hljómur:
- Klukkur heimsins hringja inn jólin! sagði
maðurinn og brosti: - Ljósið sigrar myrkrið
að lokum og dauðinn stenst lífinu ekki snún-
ing á helgri jólanóttu! Hann leit sigri hros-
andi á kvikindið:
- Heyrirðu nú hveijum bjallan glymur,
skepnan þín? spurði hann hróðugur: -
Klukkur heimsins leysa fjötra mannkynsins
í nótt! Maðurinn sótti í sig veðrið og spurði
kvikindið: Var frelsarinn sjálfur lausnarinn
á sínum tíma eða bara skírari hans sem
kemur í kvöld? Verður nýr meistari skírður
um óttubil við ískalda kirkju í lífsins mestu
auðn eða verða hallirnar áfram fátæk hreysi?
Maðurinn dæsti:
- Vitringarnir þrír eða Skyttumar þrjár?
Heilög þrenning! sagði hann: - Enginn lif-
andi maður kvíðir einverunni í þeim félags-
skap. Maðurinn sleppti glímutakinu og lagði
hægt aftur augun. Leiftur jólanna snerti
borgina og birtan flæddi um göturnar. Kvik-
indið glotti í þriðja sinn en maðurinn var
hættur að hósta.
Maðurinn var ekki ánægður. Hann horfði
ofan af stofuveggnum á kvikindið í djúpum
hægindastól framan við logandi arineld.
Tenórinn var klæddur í vínrauðan silkislopp
með hvítan hálsklút og dreypti á dýru kon-
íaki. Á veggnum ofan við kvikindið hékk
höfuð af gömlum elgstarfi og sitt til hvorrar
handar voru höfuð af kálfum.
Maðurinn vissi ekki að inrifæddir héldu
jóladaginn heilagan og gerðu sér dagamun
með eðalvínum við arinelda. Honum var
heldur ekki ljóst að þeir negldu sigurtákn
sín upp á veggi jafnóðum og stöku sigur
vannst í lífsbaráttunni. Kvikindið glotti og
maðurinn hóstaði.
Að vísu hékk maðurinn á miðjum veggn-
um ofan við arinhilluna andspænis tarfinum
og félagarnir sitt til hvorrar handar. í heið-
urssætinu. Maðurinn mátti vita að honum
var ekki ætlað miðjusæti í heilagri þrenningu
vitringa og skyttuliða á borð við Napóleon
og Adólf. Miðjusætið var því vissulega upp-
reisn æru núna þegar kom að vistaskiptum
á helgri jólanóttu.
- Ferlegur kuldi er þetta, maður! sagði
litli og blés í kaun. Hann hékk vinstra meg-
in við manninn: - Blessaður finndu ein-
hveija hlýlegri borg næst þegar við ríðum
um þessi héruð! bætti hann við. Stóri hand-
lék vindilinn og blés frá sér daunillum reykj-
armekki. Hann hékk hægra megin við mann-
inn: - Þetta er nú eins og sumarhiti hjá
kuldanum í Kiijálabotnum, vinur! sagði
hann:Þá fyrst kynnist maður vetrarkulda
að striplast með drukknum Finnum á þorra!
Maðurinn var ekki ánægður. Honum leidd-
ist þetta ábyrgðarlausa tal í félögum sínum
og sagði: - Látið mig um þetta, piltar. Ég
er vanur að ferðast um svona lönd! Hann
var ekki ánægður.
Höfundur er kaupsýslumaður og fyrrverandi
alþingismaður.
LESBÓK MORGUNBLðÐSINS 21. DESEMBER 1994
29