Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 37

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Page 37
(Universitátsarchiv Leipzig, ZFF-Bestand) AÐALBYGGING Háskólans í Leipzig. Lengst til hægri er miðaldakirkjan sem sprengd var í tætlur. KIRKJAN sprengd í mai 1968. Leipzig 1968 Miðalda- kirkja lögð í rúst K lukkan 10 að morgni hins 30. maí 1968 var ein elsta kirkja í Leipzig sprengd í loft upp — Háskólakirkjan svonefnda. Hún hafði verið reist á framanverðri þrettándu öld og var ein af best varðveittu kirkjubyggingum Mið-Evr- ópu í síðgotneskum stíl. Sjálfboðaliðum tókst að bjarga munum úr kirkjunni áður en sprengiefni var komið fyrir í þykkum veggj- um kirkjunnar. Kaldhæðnislegt er til þess að hugsa, að ólíkt flestum öðrum stærri byggingum miðborgar Leipzig, varð kirkjan ekki fyrir neinum skemmdum í sprengju- regni síðari heimsstyijaldar. Á rústum kirkj- unnar var reist sviplaus skrifstofubygging með stórri veggmynd af Karli Marx. Sú spurning hlýtur að vakna, hvað hafi fengið yfirvöld til að láta jafna þessa byggingu við jörðu, sérstaklega ef haft er í huga, að ástand hennar var gott. Raunar hafði sósíal- istaflokkurinn austur-þýski lengi haft hom í síðu kirkjunnar manna — en getur það eitt skýrt þennan atburð? Fyrir stríðið var miðborgin í Dresden iðandi af lífi vegna þess að hún var miðpunktur viðskipta, menningar og skemmtana; hún var kapítalísk, sé notuð skilgreining austur- þýzkra sósíalista. Eyðilegging háskóla- kirkjunnar sýnir hvaða háskalegu afleiðingar allsherjar virkjun þjóðfélags getur haft. Eftir PÁL BJÖRNSSON Agústartorg Gert Að TORGIKARLS MARX Saga þessarar miðaldakirkju er í stuttu máli sú, að árið 1229 höfðu munkar af reglu dóminíkana fengið leyfi til að byggja klaust- ur og kirkju innan marka Leipzig. Kirkjan var vígð árið 1240 og kennd við postulann Pál. Um þrjú hundruð ára skeið eða fram til siðbreytingar átti hún eftir að þjóna regl- unni. Þegar hinn nýi siður tók gildi, var klaustrinu lokað og munkarnir reknir brott. Fáum árum síðar var klaustrið ásamt kirkjunni gefið háskólanum og 1545 vígði Marteinn Lúther kirkjuna til hins nýja sið- ar. I rúm fjögur hundruð ár notaði háskól- inn, og þá fyrst og fremst guðfræðideild hans, kirkjuna. Háskólinn lét hins vegar rífa bygginguna sem áður hafði hýst klaustrið á fyrri hluta nítjándu aldar til að rýma fyr- ir nýrri aðalbyggingu skólans. Kirkjan og aðalbyggingin nýja stóðu við gömlu borgarmúrana og þegar leifarnar af þeim voru ijarlægðar á fyrri hluta nítjándu aldar, myndaðist mikið pláss fyrir nýjar byggingar. Sitt hvoru megin við kirkjuna létu borgaryfirvöld til að mynda byggja lista- LEIPZIG fékk þetta ístaðinn: Skifstofubyggingin sem reis á rústum kirkjunn- ar var alveg í anda þess sem kommúnistar byggðu annarsstaðar og auk þess skreytt með mynd af Karli Marx. safn og leikhús upp úr miðri öldinni. Við það myndaðist stórt torg, Ágústartorgið sem svo var nefnt, og var það í röð glæsilegri torga Þýskalands. Varð það að eins konar merkisbera þess borgaralega samfélags sem Leipzig hafði alið af sér. I loftárásum síðari heimsstyijaldar skemmdust innviðir leikhússins, listasafns- ins og aðalbyggingar háskólans. Hinir nýju valdhafar sýndu takmarkaðan áhuga á að láta gera þessar byggingar upp og því var þeim rutt í burtu. Greinilegt var að um- skapa átti torgið. Þeir létu ekki þar við sitja heldur skiptu einnig um nöfn á torginu og háskólanum og kenndu hvoru tveggja við Karl Marx. Hvers vegna var valdhöfunum svona mikið í mun að breyta yfírbragði torgsins? Hvað Er Sósí alísk Miðborg? Sósíalistaflokkurinn austur-þýski stefndi ekki aðeins að því að koma á sósíalískum áætlunarbúskap i Alþýðulýðveldinu sem flokkurinn stofnaði 1949. Hið nýja þjóð- skipulag kallaði einnig á einstaklinga með breytt hugarfar — sósíalíska einstaklinga. Hið mikla uppeldisstarf sem þá hófst, fór ekki aðeins fram í kennslustofum almennra skóla og í. stofnunum flokksins, heldur gegnsýrði það þjóðfélagið allt. Til að mynda voru minnismerki reist, jafnvel í kirkjugörð- um, og slagorð máluð á veggi til fá fólk til umhugsunar, ódýrar bækur gefnar út með sósíalískum dæmisögum, söfn skipulögð þannig að þau sýndu hina nýju valdhafa sem náttúrulega arftaka hins kapítalíska samfé- lags, götur kenndar við sósíalískar hetjur, frá Karli Marx til Ho Chi Minh, til að festa nöfn þeirra betur í huga þegnanna, hátíðir og hópgöngur settar á svið til að glæða áhuga fólks á hugmyndafræðinni og þjálfa það í undirgefni. Þessi allsheijar virkjun þjóðfélagsins krafðist einnig breytinga á skipulagi borg- anna og var fyrirmynda nú leitað til Ráð stjórnarríkjanna. Eftir skoðunarferð nokk- urra sérfræðinga þangað austur fyrir vorið 1950, settu þeir saman grunnreglur fyrir sósíalískar borgir í Alþýðulýðveldinu Þýska- landi. í þeim segir meðal annars að sósíalísk „miðborg [sé] hvorki miðstöð verslunar, með fjölda samþjappaðra vöruhúsa, né miðpunkt ur skemmtanalífs, með glæsilegum veitinga- stöðum, skemmtistöðum o.sv.fr., hvað þá miðdepill viðskipta, með bönkum og aðal- stöðvum stórfyrirtækja, heldur hafi hún að geyma stofnanir á sviði stjórnmála, stjóm- sýslu og menningar“. Varla væri á skýrari hátt hægt að lýsa muninum á hefðbundinni kapítalískri og sósíalískri miðborg. Síðan segir: „Miðborgin er endapunktur pólitískra kröfu- og hópgangna, hún er með torgum sínum vettvangur hátíða fyrir fólkið, og því á ekki að laga miðborg að þörfum þess ein- staklings sem geysist um á nútíma farar- tæki, heldur að þeim sem fer um fótgang- andi, [þ.e.] að þeim sem tekur þátt í pólitísk- um hópgöngum og gönguhraða hans. Mið- borgin er það svæði sem í skipulagslegri og byggingarlegri heild sinni getur haft áhrif á þátttakanda í hópgöngum ..." Og stuttu síðar er því haldið fram, að strætið gegni sínu mikilvægasta hlutverki þegar það verði að vettvangi slíkra hópgangna. Til að borgimar gætu gegnt nýju hlut- verki og orðið vettvangur árangursríkra hópgangna, þurfti helst að Ieggja breið- stræti í gegnum þær miðjar. Við þessi stræti skyldi reist stjórnarbygging með svölum eða einfaldlega komið upp miklum palli á hátíð- isdögum þar sem leiðtogarnir gátu staðið og veifað til alþýðunnar sem í skipulögðum fylkingum var veitt fram hjá. Þannig var skipulag borganna sniðið að gerð þjóðfélags- ins: Þörfin fyrir breytta einstaklinga kallaði á breiðstrætið. Frá Stalinstadt TlL DRESDEN Og Leipzig Þrátt fyrir mikla eyðileggingu í síðari heimsstyijöld, áttu nýir stjórnendur borg- anna sjaldan því láni að fagna, að geta skipu- lagt þær án tillits til þeirrar byggðar sem fyrir var og þróast hafði á liðnum öldum. Slík dæmi eru þó til og er eitt það þekkt- asta að finna í borginni Stalinstadt við pólsku landamærin sem nokkrum ámm eft- ir fall Stalíns var nefnd Eisenhúttenstadt. Hún var skipulögð algerlega frá grunni og þar stendur í dag sósíalísk borg — borg með nóg af uppeldisstofnunum og minnis- merkjum, en þó síðast en ekki síst — borg með áskjósanlegar aðstæður fyrir hópgöng- ur og hátíðir. Annað gott dæmi er að finna í Dresden, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 37

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.