Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Qupperneq 38
vegna þess hve miðborgin þar varð illa úti
í loftárásum síðari heimsstyijaldar. Eftir
stríðið bættu borgaryfirvöld um betur og
létu jafna byggingar við jörðu sem auðveld-
lega hefði mátt gera upp — eingöngu til
að geta haft frjálsari hendur um endur-
skipulagninguna. Fyrir stríðið var miðborg-
in í Dresden iðandi af lífi vegna þess að
hún var miðpunktur viðskipta, menningar
og skemmtana; hún var kapítalísk, sé notuð
skilgreining austur-þýskra sósíalista, og
svo þéttbýl að hún hefði hentað illa fyrir
sósíalískar hópgöngur. Hin nýja Dresden
með margra akreina breiðstræti í gegnum
gamla borgarkjarnann miðjan var á hinn
bóginn sniðin að þörfum sósíalísks þjóðfé-
lags.
í Leipzig reyndist af efnahagslegum
ástæðum ekki unnt að ryðja braut fyrir
breiðstræti í gegnum borgina miðja. Slíkt
hefði nefnilega leitt til eyðileggingar margra
þeirra bygginga sem hýstu kaupstefnu borg-
arinnar, en tekna af henni gátu menn ekki
verið án. Borgaryfirvöld ákváðu því að færa
sér í nyt hringbraut sem umlauk miðborgina
og á nítjándu öld hafði verið lögð á rústum
gömlu borgarmúranna. Á hátíðisdögum var
hinni vinnandi alþýðu borgarinnar nú í
skipulögðum straumi veitt inn á þessa hring-
braut. Við hana stóð einmitt Ágústartorgið
(eða Torg Karls Marx) sem vegna stærðar
sinnar og fyrrum glæsileika varð að ákjósan-
legu sviði fyrir hyllingu leiðtoganna. Leik-
myndir sviðsins — aðalbygging háskólans,
leikhúsið, listasafnið og síðast en ekki síst
Háskólakirkjan — þurftu að víkja fyrir nýju
yfirbragði til að torgið gæti gegnt nýju hlut-
verki. Það var því fyrst og fremst staðsetn-
ing hinnar síðgotnesku miðaldakirkju við
torgið mikilvæga sem varð henni að falli
en ekki sú einfalda staðreynd að um var
að ræða guðshús.
BYLTINGIN 1989 Á TORGI
KARLS Marx
Eyðilegging Háskólakirkjunnar sýnir
hvaða háskalegu afleiðingar allsheijar virkj-
un þjóðfélags getur haft. Fyrir slíka virkjun
líða ekki aðeins þeir sem andvígir eru mark-
miði yfirvalda heldur fara menningarverð-
mæti einnig í súginn. Sósíalistar í Austur-
Þýskalandi voru ekki einir á báti í þessum
efnum því að svipaðar sögur af eyðileggingu
mætti segja frá Iöndum Austur-Evrópu.
Ef til vill geta menn þó huggað sig við
það, að erfitt virðist fyrir valdhafa að breyta
hugsunarhætti meirihluta fólks og veita
þeir atburðir sem gerðust í Leipzig haustið
1989 okkur ákveðna vísbendingu um það.
Þá komst borgin í heimsfréttimar vegna
þess að hún varð að miðstöð andstöðunnar
við sósíalismann í Austur-Þýskalandi. Þessi
andstaða hafði náð að vaxa undir vemdar-
væng Nikulásarkirkjunnar sem stendur
skammt frá þeim stað sem Háskólakirkjan
stóð áður. Um nokkurra ára skeið hafði
fólk safnast saman í kirkjunni klukkan fimm
á hveijum mánudagseftirmiðdegi til bæna-
halds. Þá um haustið tóku þessar bæna-
stundir á sig æ pólitískari blæ. Mánudaginn
25. september 1989 gerðist svo sá merki
atburður, að fólk hætti sér út úr kirkjunni
og út á stræti borgarinnar þar sem það
setti fram kröfur um lýðræði. Þótt öryggis-
lögregla hefði beitt mótmælendur hörðu þá
íjölgaði þátttakendum gríðarlega næstu
mánudaga á eftir; alþýðunni hafði tekist að
yfirvinna óttann við þá sem völdin höfðu.
Síðasta mánudaginn í október var svo kom-
ið að um 300.000 mótmælendur fylltu Torg
Karls Marx, — torgið sem fyrst og fremst
hafði verið ætlað til þess að þjálfa fólk í
breyttu hugarfari. Enginn var þar pallurinn
með leiðtogunum glaðbeittum, mannQöldinn
var ekki skipulagður í fylkingar eins og
venja var, heldur hafði safnast saman af
sjálfsdáðum. Þar með var ljóst, að fjörutíu
ára tilraun til að ala upp sósíalíska og undir-
gefna einstaklinga var um það bil að fara
út um þúfur. Og endalokanna var ekki langt
að bíða; aðeins tíu dögum síðar féll Berlín-
armúrinn.
Við þessa sögu er svo því að bæta, að
skömmu eftir fall austur-þýsku einræðis-
stjórnarinnar fengu torgið og háskólinn sín
upphaflegu nöfn og nú stendur yfir enn ein
endurskipulagning torgsins. Áhugamenn
hafa stofnað með sér félag til að beijast
fyrir endurbyggingu Háskólakirkjunnar en
ólíklegt verður þó að teljast að þeir muni
sjá draum sinn rætast. Minnismerki um
kirkjuna fengu þeir þó reist á þeim stað sem
hún stóð áður. Þótt minnismerkið sé fyrst
og fremst um sprenginguna að morgni hins
30. maí 1968, ætti það um leið að minna á
þá staðreynd, að á sama stað rann uppeldist-
ilraun austur-þýskra sósíalista út í sandinn
haustið 1989.
Höfundur er sagnfræðingur og býr í Leipzig.
22.SEPTEMBER:
Sitt hvoru megin
við Gilsá, sem
rennur í gilinu á
miðri myndinni,
vexólíkurís-
lenskur birki-
skógur. Á efri
hluta mynd-
arinnar sést
Ranaskógur,
einn hinn feg-
ursti á íslandi.
Hann eraðeins
að byrja að
gulna. Á neðri
hluta mynd-
arinnar sést
sjálfgróinn ung-
skógur íjandi
Buðlungavalla,
sem vaxinn er
síðan 1979, er
landið varfriðað
fyrir beit. Rana-
skógur sáir fræ-
inu norður fyrir
Gilsá.
Haust í skóginum
Ljósmyndir og textar:
SIGURÐUR BLÖNDAL
Haustið er árstími litbrigðanna í
skóginum. Ekki bara í laufkrón-
um hans, sem við öllum blasa,
en líka - og ekki síður - í skógar-
botninum. Hjá okkur á slóðum lerkisins
eru þau hvergi meiri en í lerkiskógarbotn-
inum.
Á þessum myndum er fylgst með haust-
komu í skóginum á Hallormsstað og ná-
grenni í tímaröð, sem spannar nákvæm-
lega einn mánuð. Á þessu kyrrláta hausti
hefir litasinfónía skógarins verið leikin
lengur en oft endranær, þegar vindar ríkja
og feykja laufi og nálum af tijánum jafnóð-
um og þau gulna.
Höfundur er fyrrverandi skógræktarstjóri.
25. SEPTEMBER: í mörkinni á Hallormsstað, 40 metra yfir sjávarmál, er
lágskógurinn af birki og gulvíði að bytja að gulna, en lerki (t.v.) og fjallþin-
ur (t.h.) teygja toppa sína upp í þokuslæðing í hlíð Hádegisfjalls. í forgrunni
er jólatrésekra af blágreni.
4. OKTÓBER: Lerkið frá Arkangelsk á miðri myndinni er farið að
gulna talsvert og blandar haustlitnum vel við grenilundinn (t.v.) og
bergfuru úr Pyreneafjöllum (nær og t.h..) Fremst teygja sig nokkur
ung lerkitré forvitin upp fyrir klettabrúnina.
5. OKTÓBER: Síberíulerkið úr Altaifjöllum, sem gróðursett var
þarna í blásna melgeira milli klappanna 1979, skartar nú haustlit
sínum fallega í aftansólinni.
22. OKTÓBER: Skógarsvörðurinn í þessum
lerkiteig var í sumar vaxinn þéttri breiðu
af systrunum klóelftingu og vallelftingu. Nú
eru Iíkamsleyfar þeirra eins og gráhvítt slör
ofan á lerkinálabreiðunni, en fyrir aftan á
myndinni sitja enn fjósgræn blöð á gulvíðisr-
unna, sem ætti líklega frekar að heita sínu
gamla nafni, pálmavíðir, og er síðhaustprýði
birkilendisins.