Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 40

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 40
GLÆSIÍMYND kross- ríddarans úr heimi kvikmyndanna. hans, Vilhjálmur, hafði m.a. verið barón í Palestínu. Eftir að hafa verið samþykktur sem hinn nýi krossfaraleiðtogi fór hann að hitta gamlan vin sinn, Filipus af Svabíu í Þýskalandi og ætlaði hann að vera þar út árið. Filipus af Svabíu tengdist náið býsanska keisaraveldinu vegna þess að hann giftist Irenu Angelínu sem var dóttir ísaks Angel- us, keisara Konstantínópels, en fáeinum mánuðum eftir brúðkaupið árið 1195 missti tengdafaðir Filipusar krúnuna. Hon- um hafði verið velt úr sessi af bróður sín- um sem síðar kallaði sig Alexíus III. ísak Angelus var blindaður af bróður sínum og því næst var hann settur í dyflissu ásamt ungum syni sínum sem líka hét Alexíus. Svo gerðist það í lok ársins 1201 að Alex- íusi yngri tókst að flýja úr prísundinni í Konstantínópel og leitaði hann á náðir systur sinnar, Irenu í Þýskalandi. Filipus af Svabíu tók vel á móti honum og kynnti hann fyrir Boniface af Montferr- at. Þeir þrír tóku síðan tal saman. Alexíus yngri óskaði eftir að koma föðurbróður sínum frá völdum. Filipus var reiðubúinn að hjálpa mági sínum með aðstoð vinar síns, markgreifans af Montferrat sem hafði krossfaraher til ráðstöfunnar. árásin á Hina Kristnu BORG ZÖRU Kjami krossfarahersins kom upp bæki- stöðum á lítilli eyju, San Niccolo di Lido, skammt frá Feneyjum og beið átekta meðan verið var að safna þessum 85.000 silfurmörkum til að borga fýrir sjóflutning- ana. En þar sem margir fóru eigin leiðir urðu krossfarar færri en búist var við, sbr. þeir sem sigldu beint frá Marseille til Sýrlands á eigin vegum. Feneyingar stóðu við sín orð. Flutninga- fleytur voru til staðar. Auk þess útveguðu þeir 50 galleiður með alvæpni. Nú stóð bara á krossförum. Villehardouin sem skrifaði annál fjórðu krossferðarinnar vildi meina, að það væri þeim krossförum að kenna sem hefðu slitið sig frá meginhern- um að ekki reyndist unnt að borga ums- amda upphæð. Sem sagt, það vantaði marga riddara til að geta borgað þessi 85.000 silfurmörk. Að vísu tókst krossförum að skrapa saman 51.000 mörkum með því að selja flestalla persónulegu muni sem þeir áttu. Þó vantaði enn 34.000 upp á. Þetta nýttu Feneyingar sér og þegar komið var fram yfir gjalddaga í september 1202 féllust krossfarar á allar málamiðlanir þeirra. Boniface af Montferrat sem hafði komið um sumarið var þegar fús til samstarfs r._______ § n>icnr f ctfpsiSce 1f« 0 grarw. ftfbi ífmmtnt nrn&' , . S’mt&Hfo gm&.ct mu& fm cm jg (íparSccnrj? gvan?. Sm-ffmarrftíiiuioíiccímvM mcr©. GiulTeff .. .C® 'u mfli. Ganncrxj .Vé fttif lmc&. C'mm\vmonmngríi-m FRUMHEIMILD um fjórðu krossferðina. Myndin sýnir okkur árás krossfara á Konstantínópel áríð 1204. við Feneyinga. Um áratuga skeið hafði verið samfellt stríð milli Feneyja og Ung- veijalands vegna Dalmatíu og nú hafði Ungveijakonungur lagt undir sig lykil- borgina Zöru. Zara var keppinautur Fe- neyja og því kom leiðtogi Feneyinga með þá tillögu að krossfarar tækju borgina herskildi og yrði skuldin þar með úr sög- unni og þá gæti hin eiginlega krossferð hafíst. Krossfarar gátu lítið annað gert en að beygja sig fyrir Feneyingum þar sem þeir skulduðu þeim peninga og gengu því að þessu. Eins og áður sagði höfðu þre- menningamir, Filipus af Svabíu, mark- greifinn af Montferrat og Alexíus yngri, hist veturinn 1201. Þann vetur ræddu þeir um það hvernig hægt væri að koma föðurbróður Aiexíusar yngra, valdaræn- ingjanum Alexíus III., frá völdum. Á það var síðan fallist að markgreifinn af Mont- ferrat sem hafði krossfaraherinn til ráð- stöfunar, myndi veita Alexíus yngra alla þá hjálp sem til þyrfti. Þetta var líka borið undir leiðtoga Feneyja, Enríkó Dan- dolo, sem var orðinn gamall maður en metnaðarfullur. Þijátíu árum áður hafði hann starfað sem sendiherra í Konstant- ínópel og lent í áflogum við þarlenda menn með þeim afleiðingum að hann missti nær sjónina. Hann var því gramur í garð býsanska keisaraveldisins og var því reiðubúinn að ræða um hernaðaráætl- anir gegn Konstantínópel. Þar með var hann líka búinn að afvegaleiða krossfara- herinn og koma í veg fyrir árás á Egypta- land eins og hann var búinn að lofa sold- áninum í Egyptalandi. Allt þetta makk var bak við tjöldin. Krossfarar vissu ekkert um fyrirætlanir leiðtoga síns, Boniface af Montferrat, fyrr en síðar. Um leið og krossfarar féllust á atlöguna á Zöru var haldin guðþjónusta þar sem hinn háaldraði Enríkó Dandolo tók við krossinum og sór honum eið. Hinn 8. nóvember 1202 lagði krossfara- herinn af stað til kristnu borgarinnar Zöru. 15. nóvember var borgin hertekin. Þremur dögum síðar lenti Feneyingum og krossför- um saman vegna ósamkomulags í sam- bandi við skiptingu herfangsins. En Enríkó og markgreifinn af Montferrat gátu stillt til friðar. Auk þess komu þeir sér saman um að of seint væri að halda í herleiðang- ur til Egyptalands þar sem liðið var fram á vetur. Þegar frétt barst af þessu athæfí kross- fara og Feneyinga varð Innocent III. páfí æfur vegna þess að hans eigin krossfara- her hafði ráðist á trúbræður sína. Hann bannfærði allan herleiðangurinn en gerði sér síðan grein fyrir að krossfarar sjálfir höfðu orðið fómarlömb klækja Feneyinga og fyrirgaf þeim því þetta athæfí. ÁRÁSIN á Konstantínópel Snemma árið 1203 kom sendinefnd Filipusar af Svabíu og mágs hans, Alexíus- ar unga, með þau skilaboð markgreifans af Montferrat að ef krossfarar héldu her- ferð sinni til Konstantínópel og hjálpuðu honum að ná völdum af föðurbróður sín- um, Alexíusi III., myndi prinsinn borga það fé sem þeir skulduðu Feneyingum enn, útvega þeim allt nauðsynlegt fé og vistir til Egyptalandsferðarinnar, leggja þeim til 10.500 manna liðsafla og, það sem mikilvægast var, setja ríki sitt undir páfa- veldi Vestur-Evrópu. Markgreifinn bar þessa bón Alexíusar prins undir Enríkó Dandolas sem var yfír sig hrifínn, því þetta þýddi auðvitað að Feneyingar fengju borgaða skuldina. Þar fyrir utan hefur þetta sennilega glatt hann því nú yrðu enn frekari tafir á árásinni á höfuðstöðvar múslima í Egyptalandi. Þegar uppástunga þessi var kynnt fyrir krossförum heyrðust mótmælaraddir. Mörgum krossförum fannst það sjálfgefið að þar sem þeir höfðu tekið við krossinum ættu þeir að beijast gegn óvinum kristin- dómsins og sáu því enga réttlætingu í því að fresta því enn frekar. í annað sinn yfirg- áfu allmargir liðsmenn meginher krossf- arahersins og héldu þeir á eigin vegum til Sýrlands. Hinir sem tóku vel í þessa uppástungu hugsuðu sér gott til glóðarinn- ar vegna þess að þeir vissu að Konstant- ínópel var mikilfengleg borg auðs og versl- unnar. Þeir ætluðu sem sé þegar þar að kæmi að láta greipar sópa. Páfinn var ekki hrifinn af væntanlegri fyrirætlan krossfara sinna frelar en forð- um. Hann hafði m.a. hitt Alexíus prins og þótti lítið til hans koma, að hans mati var hann ungur ónytjungur. En páfí varð samt sem áður að fallast á þetta því stefnt var að því að sameina báðar kirkjumar, þá rómversku og grísku. Innocent páfi III. setti þó ákveðin skilyrði: Ekki skyldi ráðast á fleiri kristna menn. Hinn 25. apríl 1203 kom Alexíus prins frá Þýska- landi til Zöru og fáeinum dögum síðar var lagt af stað til Konstantínópel. 24. júní voru þeir komnir á leiðarenda. Valdaræninginn, Aiexíus III., var ekki búinn að gera neinar varúðarráðstafanir vegna slíkrar árásar enda var hann hissa á því að krossfarar færu með hernað í kristnu ríki. Fyrstu flotaárás Feneyinga og krossfara á borgina tókst ekki vel þar sem málalið- ar, danskir, enskir og grískir hermenn Alexíusar III., veittu mikið og öflugt viðn- ám. 17. júlí tókst Feneyingum síðan loks að ijúfa vamarmúr keisarahersins. Aliexíus III. laumaðist þá út úr borginni ásamt dóttur sinni og fylgdarmönnum. Hélt hann til Þrakíu og settist þar að. Stjómarmenn borgarinnar sem eftir voru, ákváðu að slíðra sverðin til að forð- ast frekari átök. Þeir settu ísak, bróður Alexíusar III., aftur í hásætið þar sem hann endurheimti krúnuna. Sonur ísaks, Alexíus yngri, lét sér þetta þó ekki nægja. Hann vildi fá að stjóma ríkinu með föður sínum. Sendinefnd var þá send til borgarinnar þar sem krossfara- menn og Feneyingar fóm fram á það við ísak, hinn endurkrýnda keisara, að sonur hans yrði líka skipaður keisari sem ein- hvers konar aðstoðarkeisari. Á þetta féllst ísak og hinn 1. ágúst 1203 var Alexíus prins krýndur sem Alexíus fjórði. Hans fyrsta verk var að vinna að fyrirheitum sem hann hafði lofað krossföram fyrir liðs- hjálpina. Hann þröngvaði grísku klerka- stéttinni til að viðurkenna almætti og yfír- ráð Rómarkirkjunnar og auk þess inn- leiddi hann rómverskar siðvenjur, sem mættu mikilli mótspymu. Ekki reyndist honum heldur auðvelt að útvega allt það fé sem til þurfti til að borga upp skuld krossfara við Feneyinga. Til að vinna tíma reyndi hann að gefa helstu leiðtogum þeirra ríkulegar gjafír en það espaði hann krossfarana enn meir upp. En þegar loks kom að því að greiða Feneyingum skuld krossfaranna reyndust fjármál ríkisins komin í óefni. Alexíus IV. lagði á nýja skatta og vakti enn meiri reiði grískra klerka þegar hann gerði flestalla kirkjumuni upptæka. Tókst honum með þessu móti að greiða hluta skuldarinnar. Mikill taugatitringur var í mönnum. Hópur drukkina vestrænna riddara rændi og raplaði í úthverfum borgarinnar þannig að líf manna var ekki tryggt utan virkis- veggjanna. Krossfarar sáu fram á að Grikkjum væri ekki treystandi. Þeir fengu ekki 10.500 manna liðsafla og ekki heldur það fé sem hinni ungi keisari var búinn að lofa upp í ermina á sér. Aðeins tveir þóttu hæfír til að taka við af Alexíus IV., Theodore Lascaris (sem 40

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.