Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Side 42
SNEMMA vors á Kjalarnesi.
MATTHÍAS Jochumnsson og fyrsta eigin-
Ljósm.Lesbók. kona hans, Elín Sigríður Knudsen.
Inn að landi fiskur fer
fá menn þá að sjóða
kynja marga kosti ber
Kjalarnesið góða.
Ekki má oss ama fá
eða við því bjóða
þó storma köstin komi á
Kjalarnesið góða.
Meðan andi húkinn ber
og bilar ei sjónin góða,
klerkur vera kært er mér
á Kjalarnesi góða.
Herrann blessar hagi fjár
hans er stjórnin fögur,
hún hefir leitt mig æfi ár
84.
Vísurnar eru eftir séra Jón Vestmann.
KIRKJAN í Brautarholti.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Ljósm.: Pétur Thomsen.
Höfundur er þulur.
Eftir PÉTUR PÉTURSSON
MÓAR á Kjalarnesi.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Ljósm.: Gunnar R. Ólafsson.
er hann fékk Kjalarnesþing. Þar sat hann
til ársins 1855. Enginn heftr kveðið Kjalar-
nesinu viðiíka hrós, né rómað landkosti og
búsæld. Segja má að ljóð séra Jóns sé ástar-
játning til Kjalarness og mega Kjalnesingar
vel við una að eiga slíka „Kjalnesingasögu"
sem kvæði sér Jóns er.
Róla eg hér með ró og frið
röskra millum þjóða
kominn eg í kynni við
Kjalarnesið góða.
Það skal vera ekki ýkt
eg sem hérum Ijóða:
kátt er fólk og kærleiksríkt
á Kjalarnesi góða.
Harðviðrin og hagabönn
hungur þegar bjóða,
kemur sjaldan klaki og fönn
á Kjalarnesið góða.
Þegar blíða vorið vænt
vekur huga þjóða
í keldur grasið kemur grænt
á Kjalarnesi góða.
Af þeim safnast heyin há
holla jarðargróða:
Klárar, baulur, kindur á,
Kjalarnesi góða.
ÞÓRA INGIMARSDÓTTIR
Andlit þitt
Andlit þitt í skugganum
augu þín í þokunni
hár þitt umvafið mér
kembt, fallegt
frítt
Hvert þitt spor eignað
mér
Ég á einhverju vappi
í golunni
týnd en treysti þér
Hef ekki til annars
að leita
langar eitt
vil annað
get ekkert
nema beðið þín
Þó andlit þitt
stæði mér fyrir augum
gæti ég ekki snert það
þó hár þitt lægi upp við
mitt
gæti ég ekki faðmað það
því ég á þig ekki
ekki að fullu
og kannski alls ekki
Draumar mínir eitthvað
svo djúpir
gljúpir
Hef ekki upp á þér
nema í svefni
Andlit þitt í skugganum
augun þín umvafin
þoku
starandi
Höfundur er ung Reykjavíkurstúlka.
ÞÓRA BJÖRK
BENEDIKTSDÓTTIR
Hvörf
/ faðmi Guðs, ég fagna þér jörð
og finn nú haustið koma,
litirnir glitra um lyng og börð,
Lausnarinn málar svona.
Já, haustið er komið með Ijúfl-
ingslag
og leikur á hörpu sína.
Hjörtu sem kvíða komandi vetri
komdu með hjálp þína Drottinn
gefðu daga og birtu betri
bjartar framtíðar vonir.
Ýmsir teyga sáran sora
sjá ekki höndina þína,
komdu Herra með daggar dropa
dreyptu á sár er svíða.
Höfundur er skáld og nuddkona í Reykja-
vík.
Móar á Kjalarnesi hafa lengi verið
hefðarsetur. Þar hafa margir
þjóðkunnir menn búið og sett
svip á þjóðlíf og sögu. Þar sat
séra Matthías Jochumsson um hríð. Frægur
kennimaður, séra Páll Sigurðsson í Gaul-
vetjabæ, faðir Árna Pálssonar, heimsótti
skáldið. Þeir brugðu sér á hestbak og riðu
um Kjalamesið. Séra Matthías brá á glens
og spurði: Hvað er Esjan þung? Séra Páll
svaraði að bragði: „Þú ættir að vita það.
Þú sefur undir henni.“ Móar eru við rætur
Esju.
Þorlákur Johnsen kaupmaður, einn
fremsti maður í kaupsýslustétt, var ættaður
frá Móum. Jónas Hallgrímsson skrifar um
„móbíldóttan stelpuhnoðra“, dóttir séra Þor-
láks í Móum. Hún giftist séra Ólafi E. John-
sen, en Þorlákur kaupmaður hét nafni afa
síns í Móum.
Bjöm Þórðarson lögmaður og forsætis-
ráðherra var frá Móum. Þórður hreppstjóri,
faðir dr. Björns, var mágur séra Matthíasar
Jochumssonar. Sonur Þórðar og nafni þjóð-
skáldsins var Matthías ritstjóri og fiskveiða-
frömuður. Ekki má gleyma Guðmundi skip-
stjóra Guðmundssyni, föður systranna Krist-
ínar og Rúnu í Markaðnum og seinna í
Parísartískunni. Hann var í hópi dugmestu
skipstjóra. Þeir voru allnokkrir togaraskip-
stjórar sem vildu einnig hafa fast land und-
ir fæti og stunda landbúnað jafnframt sjó-
sókn.
Það orð hefir oft farið af Kjalarnesinu
að þar væri vindasamt. Sumir taka jafnvel
svo djúpt í árinni að þar sé rokrass og aldr-
ei uni vindar sér hvíldar. Þar sé jafnan kvik
á strái. Séra Jón Vestmann, sem var klerk-
ur á Kjalarnesi, fluttist að Móum vorið 1843