Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Qupperneq 44

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Qupperneq 44
A slóðum Saffóar og Hómers Sagt Frá Ferð Til Grísku Eyjanna Chios Og Lesbos Flugvélin lenti á Lesbos (Lesvos), eyju Saffóar sem þar gekk um grundir á sjöttu öld fyrir Krists- burð og orti ástarljóð til ungra stúlkna sem löðuðu fram leynda þrá og fengu hjarta hennar til að slá hraðar. Heitið lesbía er dregið af nafni eyjarinnar sem er reyndar núorðið oft kölluð Mitilini eftir höfuðborginni. Við fundum hvíta marmarastyttu Saffóar niðri við höfnina í Mitilini. Hún heldur skáld- hörpu sinni sér við öxl og brosir dularfullu Móna Lísu brosi. Nú tók við þriggja tíma sjóferð til áfangastaðarins, eyjarinnar Chios, heim- kynna Hómers sem talinn er fæddur í Kardamila, bæ á norðurhluta eyjarinnar. Nokkrum kílómetrum norðan við Chiosbæ eða Hora, höfuðstað eyjarinnar, er Daska- lopetra, fögur steinhæð þar sem sagnir herma að skáldið hafi setið og frætt nem- endur sína. Annar listamaður, nær okkur í tíma og rúmi, tónskáldið Theodorakis, fæddist á Chios 1925. Við horfðum á sólina setjast um sjöleyt- ið í hafið milli eyjanna tveggja meðan á ferðinni stóð. Fjöllin í vestri dökknuðu smám saman úr ljósfjólubláu í dökkbjólu- blátt og síðast svart og bar hvert í annað eins og fegurstu höggmyndir. í austri sást Tyrklandsströnd í rauðbleiku, dularfullu mistri uns dimman gleypti hana líka og ekkert sást annað en gulrauð ljósaperlu- bönd þorpanna við ströndina. Hótelið okkar, Poseidonion á Karfas- strönd sunnan Chiosbæjar, var þægilegt og herbergjaskipun skemmtileg. Það er byggt í n.k. einingum þannig að sérhvert herbergi hefur eigin inngang utan úr garð- inum. Herbergin eru misstór en öllum fylg- ir baðherbergi og einkasvalir. Blóm og tijágróður eru alstaðar umhverfis, blómstrandi pelargóníur í meiri hluta. Rauðbleik þríburablóm vöfðust um svalar- iðið okkar. Veitingastaður er á hótelinu, bar og lítil sundlaug. Við ferðuðumst á vegum dönsku ferðaskrifstofunnar Fritidsrejser í umboði Flugleiða. Ekki sáum við betur en nokkur velmeg- un ríkti þarna á Karfasströndinni. Bílar voru nýir eða nýlegir, góðar tegundir. Mjög mikið er um nýbyggingar. Á svæðinu suður að litla fiskibænum Ermioni mátti segja að annaðhvort hús væri í byggingu. I fyrstu héldum við að þarna væri um að ræða „villur“ ríka fólksins innan úr Chi- osbæ. En ekki kæmi mér á óvart þótt mikill hluti húsanna yrði gerður að „stúdíó- íbúðum" fyrir ferðamenn. Algengt er að ein fjölskylda sjái um veitingastaði eða verslanir. Handan göt- unnar við Poseidonion er lítið nýlegt hús. Á efri hæðinni er minjagripaverslun sem mamma sá um. Einnig var amma gamla stundum að sópa þar og þrífa á morgn- ana. Niðri var nokkurskonar matvörubúð og drykkjarfanga. Þar var sjónvarp heimil- isfólksins. Af tilviljun sáum við inn um hliðardyr á útvegg inn í lítið herbergi og þar inni voru tvær kojur, rúm og þvotta- vél. I fallegum laufskála í bakgarðinum var veitingastaður þar sem hægt var að fá pizzur, grískt salat, bjór, vín og indælis cappuccinokaffi með ofurlitlu kanelbragði. Þarna gekk um beina sonurinn í húsinu, ungur glaðlegur piltur sem við kölluðum Lilla okkar á milli. Oft komum við við hjá „Lilla í lundinum" á leið heim af strönd- GREINARHÖFUNDUR á hhiðinu á Poseidonion. Lesbos í gríska Eyjahafmu er eyja Saffóar. Þaðan er þriggja tíma sigling til Chios þar sem þeir eru fæddir með löngu millibili, Hómer og tónskáldið Theodorakis. Eftir ÖNNU MARÍU ÞÓRISDÓTTUR úpolis Thásos ^ Samothréki' . / imbrqr Límnos \ Ág t'tetrátfon \j 0 Giodnr— Skiáthw /. Pvfogetnsí <3 Atónmsos e, | Skópokts x d e S o o t 9 sh Lésvos Ándros Sémos Kéa)J Kithnos 7‘r Siros Míkonos Sérifos ’ðtmos Néxos Kóhrrmos fos Amor9°s C (/< Fotégandros Aniti EYJAHAFIÐ - Eyjarnar Lesbos (Lesvos á kortinu) og Chios eru nærri strönd Tyrklands. FISKIMAÐUR á Lesbos sýnir afla sinn. inni til að fá okkur ískaffi eða bjór í hitan- um. Við fórum í dagsferð um suðurhluta eyjarinnar á vegum ferðaskrifstofunnar. Fararstjóri var Kristín hin norska. Hún sýndi okkur mastiktrén, mikla auðlegð eyjarskeggja. Þetta eru fremur lágvaxin, runnakend lauftré og af þeim er tappað þetta dýrmæta mastik, þykk og límkennd ttjákvoða með nokkurs konar harpiks- bragði. Óblandað er það mjög dýrt en er notað til að bragðbæta sætindi, tyggi- gúmmí, tannkrem, líkjöra o. fl. Á jörðinni undir tijánum lágu storknaðir mastikdrop- ar og glitruðu í sólskininu, stundum kallað- ir mastiktár. Kristín varaði okkur við að snerta óstorknað mastik sem smitaðist út úr tijánum, það gæti orðið til þess að fíng- urnir límdust saman og illmögulegt yrði að ná þeim sundur! Mastiktré vaxa hvergi annars staðar í heiminum en þarna á suð- urhluta Chios. Reynt hefur verið að rækta þau á norðurhluta eyjarinnar en ekki tek- ist. Við komum til gamla bæjarins Pirgi sem þekktur er fyrir sgrafitto-veggskreytingar sínar. Tvö mismunandi lög af einhverskon- ar múrblöndu eru yst á veggjunum, dökkt undir, ljósara yst. Síðan eru alla vega mynstur skorin út í veggina með því að rista burtu efra og ljósara lagið. íslenskur listamaður, Gunnsteinn Gíslason, hefur beitt þessari aðferð eða svipaðri við gerð verka sinna og má þar nefna altaristöfluna í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn. Munstrin í Pirgi voru hreinleg og skýr, mikið bar á þríhymingum og ferhyrningum, boglínur sjaldgæfari. Inni á milli sáum við keðjur eldrauðra smátómata sem þræddir voru upp á bönd og hengdir á veggina til þurrk- unar. Á aðaltorginu sátu karlar við borð und- ir húsvegg og drukku kaffí og úsú, gríska anísvínið. Prestur með svartan, háan hatt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.