Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Síða 45
hafði tyllt sér niður hjá þeim og tók þátt
drykkjunni. í mjóum hliðargötum sátu
svartklæddar skýlukerlingar á stólum og
einnig mátti sjá börn að leik, asna bundinn
við dyrastaf og hunda og ketti á ferli.
Næst var ferðinni heitið til Mesta, „völ-
undarhússbæjarins". Þetta er miðaldabæ,
byggður þannig að ystu húsin mynda sam-
fellu, nokkurs konar vígi og eftir því sem
fararstjórinn sagði okkur er aðeins einn
inn- og útgangur úr öllum bænum, opnað-
ur við sólarupprás og lokað við sólarlag!?
Göturnar eru mjög þröngar og liggja í
allskyns krókum um bæinn líkt og í völund-
arhúsi. Allt er þarna mjög fomt og skugg-
sýnt í þessum mjóu götum og lyktin ekk-
ert of góð sumstaðar enda haldnar geitur
og fleiri húsdýr innan um íbúðarhúsin.
Mér fannst furðulegt að nútíma fólk skyldi
búa við þessi skilyrði. En ekki var um það
að villast: tvær litlar prúðbúnar og vel
greiddar stelpur með fléttur og stertabönd
alveg eins og fást hér í búðunum stóðu í
dyragætt og í húsagarði sat karl makinda-
lega á stól en kerla hans steikti físk á
útigrilli.
I Mesta skoðuðum við „Strandarkirkju
Grikklands“, auðugustu kirkju landsins og
mikla áheitakirkju, mjög hlaðna dýrgrip-
um. Erkienglarnir eru á risastórum lág-
myndum úr silfri sitt hvorum megin við
altarið og utan á myndirnar eru hengd á
strengi gull- og silfurspjöld með myndum
af höndum, fótum, augum, eyrum, börn-
um, bílum, húsum o.fl. o.fl. Þetta eru þakk-
argjafir eða áheita vegna bæna um bata
á sjúkdómum eða vernd gegn slysum og
sköðum á eignum.
Síðasti viðkomustaður var Emporio ná-
lægt suðurodda eyjarinnar. Þar er fræg
steinvöluströnd, sögð svört í ferðabækling-
heiðinni komum við að iðjagrænum, girtum
skógarreitum, líklega um Vi hektari að
stærð hver og einn. Númer eða grísk nöfn
stóðu á skiltum við hvem reit en það var
ekki fyrr en ég sá standa á ensku á einu
skiltinu: Rotary Intemational að ég áttaði
mig: Þarna vom ræktunarreitir alveg eins
og hér heima í Heiðmörkinni þar sem fé-
lög og ýmis samtök hafa tekið sig saman
um að græða landið.
Við ókum framhjá stóru geitabúi. Marg-
ir tugir svartra geita dreifðu sér um
htjóstruga og sviðna hlíðina og manni
fannst þær hefðu lítið að bíta. Kofi eða
skýli var í grennd og við sáum geitahirð-
inn hella vatni í steyptan stokk til að
brynna skepnunum.
Víða sáum við býflugnabú, marga blá-
málaða kassa í þyrpingum og steinn ofan
á svo að fénaðurinn slyppi nú ekki út.
Engin blóm sáust á þessum árstíma en
snemma vors munu þyrrkingslegir rann-
arnir standa í fegursta blóma.
Einn afskekktan bóndabæ sáum við í
dalverpi við þurran árfarveg.
Innan skamms vorum við komin að vest-
urströndinni en eyjan er þarna aðeins um
20 kílómetrar á breidd. Við ókum niður í
litla fiskiþorpið Limnia, örfá hús við
ströndina og fiskibátar í höfn í lítilli, fal-
legri vík. Við fóram inn í veitingahús stað-
arins, stóra, gamla vöruskemmu að því
er virtist. Þar inni sátu fjórir túristar við
borð og fimm Grikkir við annað, komnir
á fímmtu retsínaflösku og tóku lagið við
og við, lágum, þýðum röddum, enginn
Sprengisandsstíll þar. Við fengum bjór,
grískt salat og tzatziki (jógúrt með súrsuð-
um gúrkum og hvítlauk) hjá afgreiðslu-
stúlku sem ekki var sérlega vel að sér í
ensku en lagleg og ljúf í viðmóti.
náði okkur á sitt vald og hæddist að okk-
ur næsta klukkutímann?
Frá Nea Moni era um 15 kílómetrar
niður í Chiosbæ og við sáum þangað niður-
eftir frá klaustrinu og þekktum meira að
segja stærsta húsið í bænum. Samt freist-
uðumst við til að aka þennan spotta eftir
sveitavegi sem kyrfílega var merktur inn
á kortið. Fljótlega ókum við framhjá ný-
legu, stóru og myndarlegu klaustri með
blámáluðum kúplum sem eins og hékk
utan í brattri fjallshlíðinni fyrir ofan Nea
Moni. Brátt kom í ljós að vegurinn var
harla vondur, líktist helst gömlum íslensk-
um sveitavegi með holum og skörðum eft-
ir vorleysingar en þarna náttúrlega allt
þurrt og skorpið. Bíllinn fékk á sig hnykk
og torkennilegt hljóð heyrðist frá mótorn-
um en lagaðist þó von bráðar. Við bár-
umst fljótlega lengst upp á heiði og lentum
þar á krossgötum og eftir að hafa valið
eina leiðina af fjórum, sáum við_ fljótlega
niður á vesturströndina á ný. Ókum við
þá til baka og í óteljandi, endalausum
sveigum niður í dalverpið aftur. Enga
mannabústaði var að sjá, aðeins eina litla
kapellu á eyðilegu, ógrónu svæði. Þegar
niður í dalinn kom vissum við ekki fyrri
til en Nea Moni blasti við okkur nú ofan
við okkur í hlíðinni. Höfðum við þá verið
í einskonar villu eins og fyrir gjörninga í
klukkutíma og nánast komin á sama stað
aftur. Þrjóska hljóp í okkur og vildum við
ekki snúa aftur upp á þjóðveginn enda
sáum við vel niður til austurstrandarinnar
þennan spöl sem eftir var. Leiðin lá nú
um djúp og skuggaleg gljúfur þar sem
vindurinn þaut og ýlfraði í kolbrunnum
tijástubbum og djúp skörð voru í veginn.
Undarlega teygðist úr leiðinni niður að
strönd. Loks komum við á steyptan veg
FARÞEGASKIP sigla ílestum milli
eyjanna igríska Eyjahafinu.
SÉRKENNILEGAR utanhússskreytingar
íPirgi, unnar með fornri tækni.
um. Ekki sáum við þó betur en þessar
frægu völur líktust mjög venjulegri ís-
lenskri sjávarmöl. En víkin við bæinn er
einstaklega falleg og sjórinn fagurtær.
Sólin skein í heiði hvem einasta dag og
letilífið á ströndinni var þægilegt í dálítilli
golu af hafinu. Við sáum yfír til Tyrklands
og gátum greint húsin á ströndinni í gegn-
um hitamistrið. Landamærin liggja um litla
eyju í sex kílómetra fjarlægð frá Chios.
En dag nokkurn var Poseidon í allæstu
skapi. Hvítfextar öldur skullu á ströndinni
og allhvass vindur stóð af hafí. Þá tókum
við okkur bílaleigubíl fjögur saman og
fóram í kynnisferð á eigin spýtur. Við
ókum upp snarbratt fjallið fyrir ofan Chi-
osbæ eftir, breiðum, steyptum vegi sem lá
í sveigjum upp hlíðina. Allhijóstragt og
þurrt er þegar upp er komið. Sumstaðar
gat að líta leifar eftir skógarelda. Stórir,
hálfbrunnir, svartir tijástofnar stóðu uppi
í heilu ijallahlíðunum. En lengra inni á
Við ókum nú dálítið lengra suður með
vesturströndinni þar sem eru ákaflega fal-
legar smávíkur með malarströndum og
nokkurskonar „Afródítuklettar" úti fyrir.
Brátt tókum við stefnu til baka yfír fjall-
lendið og var meiningin að skoða Nea
Moni, Nýja klaustur, eldfornt frá 11. öld
sém stendur umlukt háum, uppmjóum
kýpurstijám í þröngu dalverpi. Eldgömul
smávaxin nunna í skítugum svörtum bún-
ingi sýndi okkur kapellurnar og lét dæluna
ganga á grísku. Klaustrið er frægast fyrir
gullmósaíkina í myndum uppi í turnkúpl-
unum. Stórar eyður eru þó í mörgum
myndunum og munu Tyrkir hafa krafsað
gullið burtu í innrásum sínum. Að endingu
bauð nunnan gamla okkur og fleiri gestum
vatn að drekka úr einu plastglasi og nokkra
skorpna brauðmola á fati. Sannast að segja
þáðum við það ekki.
Hefndist okkur kannski fyrir það? Eða
var það Hermes, guð ferðamanna, sem
og ókum yfir nýlega brú og brátt birtist
„menningin“ í líki malarnáma, bensín-
stöðva, verkstæða og lítilla fátæklegra
veitingastaða. Innan skamms ókum við inn
í úthverfi Chiosbæjar eftir þröngum, krók-
óttum götum sem íbúar virðast vilja halda
sig við í nýbyggðum hverfum.
Við kvöddum Chiosbæ að næturlagi,
höfðum áður drakkið hestaskálina hjá
„Lilla í lundinum“. Aftur tók við þriggja
tíma sigling á stóru skipi í góðum og þrifa-
legum klefa með sér snyrtingu. Við komum
til Lesbos í morgunsól og Saffó kvaddi
okkur með sínu dulræða brosi áður en við
ókum út á Mitiliniflugvöll til að taka
spænska leiguflugvél til Kaupmannahafn-
ar. Við vissum ekki fyrr en á leiðarenda
að Sterlingflugfélagið sem við flugum með
á útleiðinni hafði farið á hausinn meðan
við dvöldumst á Chios.
Höfundúr er húsmóðir í Reykjavík.
KRISTINN GÍSLI
MAGNÚSSON
Spegil-
mynd
Ég lít
í spegilinn
Alltaf sællegur
samkvæmt venju
Fyrsti snjórinn
roðar vegfarendur
utan húss
Þannig litbrigði
Stolin útgáfa
Ájólum
Með barnsins augum Ijós við
sjáum loga,
svo læðist ellin nær af sama
toga.
Við eigum Drottni víst að þakka
það.
Og birta sú skal signa vík og
voga,
til vinarþels hvern dag gegn
stríðsins boga -
svo viska fái brotið þar í blað.
Höfundur er prentari, Ljóðin eru úr
nýrri Ijóðabók hans sem heitir „Sagði
mér þögnin" og er fyrsta Ijóðabók hans
og er hann sjálfur útgefandi.
MARÍA SKAGAN
Ég ligg og
hlusta
Ég ligg og hlusta
á strengjakvartett
í A-moII eftir Beethoven
Ligg og hlusta - hlusta
uns ódeilið verður
að engu
verður að öllu
Öllu.
Eilíft
Óhöndlanlegt.
Inn í fjar-
skann
GuIInu hófaljóði
teygir fákur minn
veginn milli skýjaskara
uns þær taka
undir og roðna
niður í byggð.
Bleikur heldur
fákur minn áfram
inn í fjarskann.
Fiðlan mín
Fiðlan mín
fiðlan mín dýra
sem ég kostaði
öllu mínu lífi
til að kaupa
er brunnin tii ösku
- brotin og brunnin
til ösku.
Samt leika ennþá
kvikir logar
í kulnuðum
strengjum.
Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók Maríu, „Ég
ligg og hlusta", sem jafnframt er 11.
Ijóðabók hennar.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 21. DESEMBER 1994 45