Lesbók Morgunblaðsins


Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Qupperneq 46

Lesbók Morgunblaðsins - 21.12.1994, Qupperneq 46
STIGUM var krækt saman á norðurhlið kastalans . Kunz KOLAGERÐARMAÐURINN Dorubel, forfaðir greinar- von Kauffingen komst þannig inn - og síðan út sömu höfundarins, slær ræningjariddarann niður úti í skógi. leiðmeð prinsinn. Myndskreyting úr þýzkri bók. Mannrán og málagjöld Borgin Altenburg er á brúnkolasvæði um það bil 35 km fyrir sunnan hina kunnu kaupstefnu- og menningarborg Leipzig og er heimsþekkt fyrir spilaiðnað. Sögu borgarinnar má rekja allt aftur til tímabilsins í kringum árið 800, Sagan átti sér stað í raunveruleikanum þegar miðöldum var að ljúka um miðja 15. öld. Endursögn eftir KARL HELMUT BRÚCKNER-KORTSSON þegar Slavar hófu markaðsstarfsemi á þessu svæði í skjóli kastala, sem þá þegar hafði verið reistur þar. Friðrik I. keisari rauðskegg- ur (1125-90) gerði hana að ríkisborg. Oft var Altenburg aðsetur keisara af Stauferættinni. A þessari sögu hefí ég sérstakan áhuga, þar sem einn forfeðra minna, Doriibel, kola- gerðarmaður, frelsaði Albrecht Saxlandsprins úr höndum ræningjariddarans Kunz von Kauffungen í í Griinhainskógi í Erzgebirge. Doriibel kolagerðarmaður hafði viðurnefnið ,járnsmiðurinn“, þar eð hann kunni til jám- smíða og þurfti að nota viðarkolin úr brennslu- ofninum í aflinn. Friðrik kjörfursti af Saxlandi gefur honum viðumefnið „Triller", af því honum tókst að slá ræningjariddarann Kunz niður með skör- ungi. Launin sem kolagerðarmaðurinn fékk, var bóndabær hjá Zwickau og var hann nefnd- ur „Triller-óðal“. Ræningjariddarinn Kunz von Kauffungen átti kastala við ána Mulde og þorpin umhverfís. Hann var alinn upp á riddaravísu, lipur í kappleikjum, djarfur hestamaður og góð bogaskytta. Hann kunni vel með sverð að fara, og vegna vitsmuna og kænsku tók hann mörgum félögum sínum fram. Kunz var aldrei sleginn til riddara. Hann tók þátt í hemaði sem málaliðsmaður, var með í herförinni gegn Hússitum og var í liði Friðriks II. kjörfursta af Saxlandi, þegar hann barðist á árunum 1446—’51 við bróður sinn Vilhjálm III. hertoga af Thuringen og gekk í þjónustu Nurnborgar ásamt fylgdarliði sínu gegn Brandenborgumm. Riddararnir lifðu mjög gjama á „reið- mennsku" eða úr „ístaðinu" (þ.e. án þess að fara af baki), en svo voru árásir þeirra á þorp og kaupmannalestir kallaðar. Riddaram- ir reyndu að ná sem vænlegustum ránsfeng til þess að auðgast. Hnefarétturinn ákvarðaði tilfínningu fyrir lögum og rétti. Þegar óvinir Kunz von Kauffungen, þeir Vilhjálmur III. hertogi og Georg von Podie- brad, staðarhaldari og síðar konungur í Bæ- heimi, höfðu lagt borgina Gera undir sig 1450, tóku þeir hann til fanga og fóra með hann í Hradschinkastalann í Prag. Nokkram mánuðum seinna var honum sleppt gegn 4.000 gullgyllina lausnargjaldi. Um þetta leyti sættust bræðumir Friðrik II. af Saxlandi og Vilhjálmur III. af Thuringen. Þegar Kunz kemur að eignum sínum við ána Mulde árið 1451 er hann skuldum vafínn, eftir að hafa þurft að kaupa sig Iausan. Hann vænti þess, að Friðrik kjörfursti, sem hann hafði þjónað dyggilega, launaði honum nú loksins samkvæmt gamalli venju fyrir veitta þjónustu. En kjörfurstinn var ekki reiðubúinn að veðsetja eigur sínar, til þess að greiða máia öllum ridduranum, sem höfðu veitt honum lið sem sjálfboðaliðar í bræðra- stríðinu. Vonbrigði hins stolta Kunz von Kauffungen snerust þessa vegna upp í það að reyna að ná sér niðri á kjörfurstanum. Ásamt Dietrich, náfrænda sínum, gerði hann áætlun um að nema brott syni kjörfurstans, prinsana Albrecht og Emst. Hann vann til fylgis við sig riddarana von Mosen og von Schönfeld, af því að þeir höfðu engar bætur fengið frá kjörfurstanum fyrir þjónustu sína. Kunz hafði verið kastalavörður í Altenburg og þekkti þess vegna vel til allra staðhátta þar. Hann lét smíða 25 m langa krókastiga, sem urðu að vera mjög traustir, þar sem brynjur riddaranna vora þungar. Hans Schwalbe, eldhússveinn í Altenburg, og smjörgerðarmaðurinn Barthel komu boðum til Kunz um að kjörfurstinn muni hinn 6. júlí 1455 halda með hirð sinni til Leipzig. RIDDARARNIR lifðu gjarna á reiðmennsku, eða „úr ístaðinu“, þ.e. án þess að fara af baki, en svo voru árásir þeirra á þorp og kaupmannalestir kallaðar. Þetta voru ræningjar. Trúnaðarvmur Kunz, Jorge von Schwencz, smyglaði þá stigunum til Altenburg. Skömmu fyrir miðnætti hinn 7. júlí hittust samsæris- mennimir í námunda við aðsetur kjörfurstans í Altenburg. Stigarnir vora kræktir saman á norðurhlið kastalans nálægt eldhúsinu og Kunz von Kauffungen komst ásamt níu fylgdarmönnum um miðnætti inn í vistarverar kjörfurstans. Enda þótt þeir væra í brynjum og með hjálma á höfði, fóru þeir furðanlega hljótt um. Áður en þeir námu syni kjörfurstans brott úr rúm- um sínum, lokuðu þeir svefnherbergjum kjörf- urstafrúarinnar með járnbröndum. Þegar ræningjamir vora horfnir með kjör- prinsana vöknuðu konurnar, en enginn heyrði hjálparhróp þeirra. Kjörfurstafrúin varð að bíða sólarapprásar, þangað til hirðmenn frels- uðu hana, en þeir höfðu fengið sér einum of mikið neðan í því. Á sama tíma reið Kunz með Albrecht prins, sem var tólf ára gamall, og riddaramir von Mosen og von Schönfeld með hinn fjórtán ára gamla Ernst, hvorir eftir sinni leið gegnum skóginn í suðurátt. Riddarar kjörfurstans komu boðum til allra lénsmanna að veita ræningjunum eftirför. Stormbjöllur glumdu, borgarhliðum var lokað í öllu landinu og varðl- ið í þorpunum fékk liðsauka. Settir voru verð- ir við brýr, vöð og götur, sérstaklega við landamærin til Bæheims. Liðsafnaður í borg- unum hélt af stað, vopnaður sverðum, spjótum og lásbogum og bændur héldu til skóga með mykjukvíslar og þreskiþústir. Riddararnir von Mosen og von Schönfeld komust til Callenbergkastalans og fengu óþreytta hesta hjá Dietrich von Kauffungen. Látin var í ljós samúð með piltinum Ernst, sem var greinilega brugðið. Kunz hafði fjötrað Albrecht prins á drátt- arhestinn hægra megin á vagninum og flýði í áttina að landamæram Bæheims, eftir leið- um sem hann þekkti vel. í skóginum við Griinhain var áð og nestis neytt. Jorg von Schwencz og Albrecht Adloff viku ekki frá Albrecht, fangaða prinsinum. í íjarska heyrðist ómur af glym stormbjall- anna. Enginn riddaranna tók eftir því, að kolagerðarmaður, sem var með viðarkola- vinnslu sína í skóginum, veitti þeim athygli. Doriibel kolagerðarmaður og fylgisveinar umkringdu ræningjana og vora tilbúnir til bardaga með viðarskörunga. Þeir komu boð- um um hjálp til Libóriusar ábóta í klaustrinu í Griinhain og fengu hana. Kunz von Kauff- ungen og menn hans vora ofurliði bornir; gáfust upp, og var komið fyrir í fangelsist- umi klaustursins. Munkamir tóku son furst- ans að sér, en hann var uppgefínn eftir fjórt- án tíma reið. Riddaramir von Mosen og von Schönfeld lentu ásamt mönnum sínum í handalögmáli á flóttanum. Þeir flýðu með Ernst prins inn í þéttan skóginn kenndan við Hartenstein og ákváðu að leynast í Djöflaholunni, gamalli jámnámu við Knoblochberg. Þegar mat- arbirgðir þraut var öll von úti um frekari flótta. Yfíramtmanni kjörfurstans í höllinni Hartenstein við fljótið Mulde vora settir úr- slitakostir; gegn griðum verði prinsinum sleppt, annars verði hann tekinn af lífi. Eftir að Friedrich von Schönfeld hafði svar- ið við aðalsheiður sinn að sýna vægð, var farið með prinsinn í höllina í Hartenstein og ræningjariddaramir von Mosen og von Schön- feld komust undan til Bæheims. Á sama tíma var búið að hlekkja Kunz von Kauffungen í dýflissunni í borginni Freiberg. Friðrik kjörfursti af Saxlandi vildi að sem fyrst yrði dæmt í málinu. Fyrir drottinssvik var engin miskunn sýnd. Þar sem Kunz hafði aldrei verið sleginn til riddara, dæmdu borgar- stjórinn og hinir ellefu borgaralegu ráðsherr- ar hann til dauða og skyldi hann hálshögg- vinn með sverði. Klukkan fjögur síðdegis hinn 14. júlí 1455 fékk Kunz von Kauffungen, krúnurakaður og í hvítu klæði dauðadæmdra, síðustu smumingu. Á markaðstorginu höfðu margir forvitnir áhorfendur safnast saman. Liðssveitir kjörfurstans stóðu vörð um silfur- borgina Freiberg. Jungherrann virtist rólegur og spennti greipar til bænar. Eins og venja er bað böðullinn afbrotamanninn fyrirgefn- ingar. Yfír innganginum í ráðhúsið í Freiberg gat að líta áletrunina: Þú ert í öllu einskis nýtur, ef þú þjónar honum ekki. Dietrich von Kauffungen var hálshöggvinn hin 31. júlí 1455 í Altenburg. Eldhússveinninn Hans Schwalbe var hinn 28. júlí klipinn gló- andi töngum og síðan bútaður í sundur, smjör- gerðarmaðurinn Bathel múraður inni lifandi. Aður en síðasti steinninn var settur í vegg- inn, fékk hann sem huggun eitt brauð og hníf. I marga daga heyrðist, að hann krafsaði í vegginn. Vopnasveinninn Jorge von Schwencz var hengdur. Aðrir samsærismenn flýðu til útlanda. Kjörfurstinn lagði allar eignir Kunz von Kauffungen undir sig. Allir karlmenn Kauff- ungen-fjölskyldunnar sóra þess eið 7.11.1455 í Grimma að hefna, en það er önnur saga. Höfundur er fyrrverandi héraðsdýralæknir á Hellu. 46

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.