Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 4. marz 1978 vism Prófkjöri Framsóknarflokksins ó Akureyri lýkur ó sunnudag: 18 frambjóðendur fóru í prófkjörið Geir Guömundur Hákon Haraldur Ingimar Ingólfur Ingvar Jóhannes Jón Sigrún Laufey Sigurður óli Ólafur Siguröur Pétur Tryggvi Tveir helstu forystumenn úr rööum Framsóknarm anna á Akureyri gcfa ekki kost á sér til áframhaldandi bæjarstjórnar- setu i prófkjöri þvi, sem fram fer þarnyröra um helgina, og er þvi ljóst, aö um verulegar breytingar verður að ræöa á framboöslista flokksins þar i vor. Ekki er hins vegar um neinn skort á frambjóðendum að ræða, þvi 18 manns hafa gefið kost á sér i prófkjörið. Prófkjörið hófst reyndar i gær, föstudag, en þvi lýkur á sunnudag. 1 dag, laugardag, og á morgun veröa kjörstaðir opnir frá kl. 10 árdegis til kl. 18 síð- degis. Prófkjörið er opið fyrir stuðningsmenn flokksins á staðnum. Talning atkvæða fer fram þegar að lokinni atkvæða- greiðslu á sunnudaginn, og ætti þvi að liggja fyrir að niðurstaða aðfaranótt mánudagsins. Eins og áður sagði eru fram- bjóðendurnir átján talsins, en i þeim hópi er einungis einn nú- verandibæjarfulltrúa flokksins. Frambjóðendurnir eru þess- ir: Geir A. Guösteinsson (31 árs), fulltrúi Verðlagsstjóra. Guömundur Magnússon (48 ára), útibússtjóri hjá Kaupfél- agi Eyfirðinga og gjaldkeri kjördæmisráös framsóknar- manna i Norðurlandskjördæmi eystra. Hákon Hákonarson (33 ára), vélvirki. Hann er formaður, og starfemaður, Sveinafélags járn- iönaðarmanna á Akureyri og Alþýðusambands Norðurlands. Haraldur M. Sigurðsson (54 ára), iþróttakennari og fyrrum formaður framsóknarfélagsins á staðnum. Ingimar Éydal (42 ára), kennari viö gagnfræðaskóla og barnaskóla Akureyrar. Hann er nú varamaður i bæjarstjórn. Ingólfur Sverrisson (34 ára), starfsmannastjóri hjá Slipp- stöðinni. Hann er þriðji vara- maður framsóknarmanna i bæjarstjórninni. Ingvar Baldursson (-34 ára), verkstjóri hjá Hitaveitu Akur- eyrar. Hann var um árabil for- maður FUF á Akureyri. Jóhannes Sigvaldason (41 ára), forstöðumaöur Rann- sóknastofu Ræktunarfélags Norðurlands. Jón Arnþórsson (47 ára), for- stjóri skinnafataverksmiöju StS á Akureyri. Hann á sæti i mið- stjórn Framsóknarflokksins. Laufey Pálmadóttir (49 ára), skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Eyfiröinga. Pétur Pálmason (45 ára) for- stöðumaöur Verkfræðiskrif- stofu Sigurðar Thoroddsens á Akureyri. ólafur Asgeirsson (33 ára),< lögreglumaður á Akureyri. stofu Sigurðar Thoroddsens á Akureyri. Sigrún Ilöskuldsdóttir (49 ára), kennari við barnaskólann á Akureyri. Siguröur Óli Brynjólfsson (48 ára), kennari við gagnfræða- skólann og iðnskólann á Akur- eyri. Hann hefur verið bæjar- fuUtrúi á Akureyri siðan 1962. Sigurður Jóhannesson (46 ára), framkvæmdastjóri Þórs- hamarsá Akureyri. Hann sat i bæjarstjórn 1970-1974, en er nú fyrsti varamaöur. Tryggvi Gislason (40 ára), skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Þóra Hjaltadóttir (26 ára), húsmóðir. Þóroddur Jóhannsson (45 ára) starfsmaöur Almennu toll- vörugeymslunnar. Þeir bæjarfulltrúar flokksins, sem ekki gefa kost á sér i próf- kjörið, eru Valur Arnþórsson, kaupfélagsstjóri, og Stefán Reykjalin, byggingarmeistari. Flokkurinn fékk þrjá menn kjörna i slðustu bæjarstjórnar- kosningum. Prófkjör Sjélfstœðisflekks Kosio frambjó Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar á Akureyri stendur yfir i dag, morgun og mánudag. Frambjóðendur eru 23 þar af fimm konur. Tveir af núverandi bæjarfulltrúum flokksins taka ekki þátt í prófkjörinu# þeir Jón G. Sólnes og Bjarni Rafnar. Tveir af varabæjar- fulltrúum flokksins taka þátt í prófkjörinu. Við siðustu bæjarstjórnarkosn- ingar hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 2.228 atkvæði á Akureyri og fimm menn kjörna i bæjarstjórn. Bæjarfulltrúar flokksins eru Gisli Jónsson, Sigurður Hannesson, Sigurður J. Sigurðsson, Jón G. Sólnes og Bjarni Rafnar. Tveir þeir siðasttöldu gefa ekki kost á sér i bæjarstjórn núna. Jón G. Sólnes hefur átt sæti i bæjar- stjórn Akureyrar i rúma þrjá áratugi og jafnan haft þar mikil áhrif, gegnt starfi forseta og starfað i mörgum nefndum. Þau Erna Jakobsdóttir, Tómas Ingi Olrich og Friðrik Þorvalds- son sem voru varamenn flokksins i bæjarstjórn eftir siðustu kosn- ingar bjóða sig ekki fram nú, en aðrir varamenn þeir Arni Arna- son og Ingi Þór Jóhannsson taka þétt i þrófkjörinu. Kjörstaður Kjörstaður er að Hótel Varð- borg og er opinn i dag og á morg- un, sunnudag klukkan 10-22. A mánudag verður kjörstaður opinn frá klukkan 10-20, gengið er inn að vestan. Þeir sem ekki treysta sér á kjörstað geta fengiö kjörgögn send heim. Þá er nóg að hringja i sima 21504 og óska eftir þvi við kjörnefnd sem siðan sendir starfsmenn með kjörgögn. Kosningin Allir sem hafa kjörgengi á Akureyri og hafa hugsað sér að styðja Sjálfstæðisflokkinn við komandi bæjarstjórnarkosningar hafa kosningarétt. Einnig félagar i Verði, félagi ungra sjálfstæðis- manna á aldrinum 16—19 ára, sem búsettir eru á Akureyri. Sem fyrr segir eru 23 frambjóðendur i prófkjörinu. Þeim er raðað á prófkjörsseðilinn samkvæmt útdrætti. Kjósandi skal krossa við minhst 6 frambjóðendur en ekki fleiri en 11. Einnig er heimilt að bæta við tveimur nöfnum i auðu linurnar neðst á kjörseðlinum en gæta skal þess að kjósa aldrei fleiri en 11. Seðillinn er ógildur ef þessum reglum er ekki fylgt. Bindandi úrslit Úrslit prófkjörsins verða bindandi fyrir 6 efstu sætin ef kjörsókn nemur 50% af fylgi flokksins við siðustu bæjar- stjórnarkosningar. Til þess þurfa 1.114 að greiða atkvæði. Talning atkvæða hefst strax og kjörfundi lýkur klukkan 20 á mánudagskvöldið. 23 frambjóðendur Fram bjóðendur í prófkjörinu eru: Björn Jósef Arnviðarson er 31 árs, lögfræðingur hjá bæjar- fógetanum á Akureyri. Hefur starfað mikið fyrir unga sjálf- stæðismenn. Rafn M. Magnússon er 52 ára húsasmiður. Hefur tvivegis átt sæti á framboðslista flokksins viö Björn Rafn Óli G. Þórunn Steindór Tryggvi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.