Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 14

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 14
14 15 Gunnar Kvaran haföi hlustað á leik sinn á selló- konsert eftir Robert Schumann af segulbands- upptöku sem gerð var á hljómleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands. Honum fannst að hann hef ði þurft að opna sig enn betur tilf inningalega til þess að laða fram að fullu þá fegurð sem í verkinu býr. ,,Það sem oft háir hljóðfæraleikurum núna, listrænt séð, eru þessar óskaplegu tæknilegu kröfur sem gerðar eru til þeirra", segir hann. ,,Þessar kröfur um tæknilega fullkomnun gera það að verkum að menn eru.ævinlega að passa sig á að vera tæknilega perfekt, eru á varðbergi i túlkuninni og komast þvi ekki nógu langt inn i anda verksins. Þessi mekaniska hlið hljóðfæra- leiksins verður vitaskuld að vera í lagi. En hún má hins vegar ekki verða ráðandi afl i túlkun- inni. Maður heyrir oft núna flutning tónlistar sem er geysilega tæknilega perfekt, en á sama tima algjörlega ópersónulegur. Það er að verða of sjaldgæft að maður heyri virkilega persónu- legar túlkanir i tónlist. Þessar tæknilegu kröfur eru farnar að flækjast fyrir listrænni, persónu- legri innlifun. Flutningurinn verður yfirborðs- legri og vélrænni. Það er ekki kafað nógu djúpt í verkið". Daginn eftir að við spjölluðum saman og sama dag og Gunnar Kvaran flaug til Kaupmanna- hafnar, þar sem hann er búsettur, birtist i Morgunblaðinu umsögn um sinfóniutónleikana eftir Jón Ásgeirsson, einn fárra tónlistargagn- rýnenda islenskra sem skrifar um tónlist þannig að leikmenn haf i gagn af. Þar segir Jón: ,,Gunn- ar Kvaran er frábær sellisti, og það sem meira er, hann gefur tónmánnu tilfinningalegt inntak, er listamaður". Gunnar þarf þvi vart að hafa miklar áhyggjur af of riki tækninnar i sinum tónlistarf lutningi. Og hann virðist reyndar ekki hafa miklar áhyggjur af islensku tónlistarlifi. Hann hefur búið og starfað erlendis í f jórtán ár, en kemur hingað heim að meðaltali einu sinni á ári. Og honum f innst það vera vitamínsprauta. Hann segir að í sinum augum sé mikil gróska i tónlist á islandi, uppbygging i gangi, nýjar, ferskar kynslóðir tón- listarmanna og tónlistarunnenda, og ný íslensk tónverk standi þvi fyllilega á sporði sem verið er aðsemja annars staðar i heiminum. Ekki eru aII- ir landar hans sammála honum um að hér sé bara líf og fjör i tónlistarmenningunni. And- stæðu viðhorf i lýsti til að mynda ungur tónlistar- maður, menntaður erlendis, Guðmundur Emils- son, hér i helgarblaðinu fyrir skömmu. „Vissulega er það hugsanlegt", viðurkennir Gunnar, ,,að myndin sé svona björt i minum aug- um vegna þess að ég kem hingað aðeins stuttan tíma í senn sem gestur, og f leyti rjómann ofan af því sem hér er að gerast. En við erum ekki með eldgamla hefð sem er að visna, eins og viða er erlendis. Islensk tónlistarmenning er mjög ung. Hér er því ný menning að mótast og það finnst mér spennandi. Að koma hingaö heim er mikil inspirasjón fyrir mig, og ég fæ æ meiri löngun til að vinna hér í lengri tima". Gunnar Kvaran yrði ungri tónlistarmenningu á Islandi vafalitið ekki minni inspirasjón, en hún er honum. Orðstír hans sem sellóleikara og kennara á Norðurlöndum og reyndar viðar er traustur. Samt er hann aðeins 34 ára. Nicholas, sonur Gunnars,sem kom til Islands i þetta skiptið með pabba sinum, er sex ára. Hann haf ði meiri áhuga á að leika sér, en vangaveltum um músík. Og á meðan við Gunnar héldum éfram að ræða um tækni og anda tónlistar þenn- an laugardagsmorgun, fór Nicholas út að leika sér og hitti tværstelpur sem hann gat talað við. Samt skildu þær ekki dönsku og hann ekki is- lensku. Þau bara léku sér. A ekki ósvipaðan hátt getur tónlist tengt fólk saman utan tungumála. Gunnar segir að margt geti gert tónlistarmann- inum erfitt fyrir i glimunni við list sina, auk þessara krafna um tæknilega fullkomnun. Laugardagur 4. marz 1978 VISIR VISIR Laugardagur 4. marz 1978 ffff [ft im ST^STA A® VilftA TOUT* Efnið og andinn „Þaö er óskaplega mikilvægt fyrir alla menn aö hafa tima til aö lifa sig inn I verkefni sin”, seg- ir hann. „Og þessi timi kostar peninga. Ef maöur er ekki stjarna eöa milljónamæringur getur maöur ekki gert miklar efnislegar kröfur til llfsins. Þess þarf maöur heldur ekki. Aöal- atriöiö er aö hafa tlma til aö vera manneskja. Þessi mikla efnis- hyggja, hraöi og tæknilega full- komnun sem einkenna llf okkar núna eru hættuleg fyrir andann. Ég trúi þvi aö allar manneskjur hafi þörf fyrir andleg verömæti. Og þessi andlegu verömæti ber listinni ekki sistaö láta I té. Oft er þaö gagnrýnt mjög hvaö við þurf- um aö borga mikið fyrir listir. En það er min skoöun að heimurinn geti ekki án listar verið”. En af hverju gegnir þá list, til dæmis svokölluð „æðri tónlist”, ekki stærra hlutverki I lifi fjölda fólks en raun ber vitni? „Fræðsla um þessa tónlist, bæöi I skólum og annars staöar er afar mikilvæg. Fólkiö er eins og jarðvegur sem þarf að rækta og hlúa að. Til dæmis þýöir ekki aö sitja bara niðri útvarpi og setja sinfóniu á fóninn. Þaö eitt hjálpar fólki ekki til að njóta sinfóníutón- listar. Viö verðum aö fara meö þessa músík til fólksins. Og kannski þarf ekki siöur aö fara meö músikantana sjálfa,til fólks- ins, — aö þeir geti ekki aöeins spilað, heldur lika sagt frá þvi sem þeir eru aö spila, hvernig sé aö spila það, hvernig sé að leika á þetta ákveðna hljóöfæri og svo framvegis. Þannig væri ef til vill unnt aö gera tónlistarflutninginn manneskjulegri, — að veita fólki manneskjulega innsýn I músik- ina.” Hinn mannlegi skilningur Skortir ekki lika talsvert á aö sú tónlist sem samin er fyrir flutning hljóöfæraleikara núna sé einmitt nægilega manneskjuleg? Er hún ekki of vélræn og akademisk? „Mér virðist aö tilhneigingin sé sú að tónskáld færist æ meir til manneskjulegri tónlistar aftur. Það er mikill munur á þvi sem veriö er að sem ja núna og þvi sem var á döfinni fyrir aöeins tuttugu árum eöa svo. A þeim tima var tónlistin vissulega orðin hálfgerö stæröfræöi”. Hefurðu aldrei samiö sjálfur? „Nei, aldrei. Mér hefur fundist ég eiga fullt i fangi með að gegna hlutverki minu sem sellóleikari og sem kennari. Og ég hef alveg eins gaman af þvi að kenna öör- um og spila sjálfur. Kennslan opnar manni alveg nýjan heim. Hver nemandi er eiginlega nýr heimur. Þú getur ekki kennt nein- um tveimur nemendum eins. Aö vera góöur kennari er afskaplega erfitt. Reynir mikiö á mannlegan . skilning. Það er nauösynlegt aö vita eitthvaö um þetta barn, þennan nemanda. Og vel aö merkja, það er lika nauösynlegt aö nemandinn viti eitthvaö um mann sjálfan, kennarann. Kennslan er samspil, eins og öll mannleg samskipti. Nemandi getur fullt eins hjálpaö kennara og kennari nemanda”. Ný músík í gömlum hænsnakofa Hvernig er kennslustarfi þinu háttaö núna? „Ég kenni aöeins i einkatimum. Ég kenndi i sex ár viö Konserva- toriiö i Kaupmannahöfn sem að- stoöarkennari Erlings Blöndal Bengtssonar. En fyrir þremur eöa fjórum árum hætti ég þar. Mér fannst kominn timi til aö ég yröi sjálfstæður kennari. A þess- um tima, sem var mér mjög gagnlegur, haföi ég þroskaö meö mér ákveönar kennsluaöferöir og kennsluhugmyndir, og þaö var oröiö nauösynlegt aö ég reyndi þær i sjálfstæöri kennslu.” Og er nóg að gera? „Já, þaö er alltaf nóg aö gera. — rœtt við Gunnor Kvaran um manniíf og músík Vðtal: Árni Þórarinsson Myndir: Björgvin Pálsson Ég þarf ekki aö láta mér leiöast. Fyrir utan tónlistina hef ég annaö starf, sem er þátttaka i almenn- um heimilisstörfum og uppeldi sonarins. Ég er giftur danskri óperusöngkonu, og hún þarf aö stunda sina vinnu lika, þannig aö við skiptum meö okkur verkum- heima. Viö búum i Hilleröd, i litlu húsi sem áður var notaö sem hænsnakofi. Það er fjarri öörum húsum, rétt viö skógarjaöarinn, og viö getum þvi bæöi framleitt allan þann hávaöa sem við þurf- um i okkar tónlist án þess aö trufla nágranna! Þaö er stór kostur”. Þú sagöir áöan aö þig langaöi æ meir til aö koma hingaö heim til lengri starfa. Stendur þaö til? „Ekki i bráö,fyrst og fremst vegna þess að I augnablikinu get ég ekki ætlast til þess af konunni minni. Hún hefur lagt á sig langt nám og mikiö starf, og þaö er ekki freistandi fyrir óperusöngkonu að starfa á tslandi af alkunnum ástæöum. Afturámóti veit maöur ekkert hvernig málin þróast i framtiöinni. Það væri vissulega gaman að prófa aö kenna hér heima. Mig mundi mest langa til þess”. Lykill að hamingju Oft er talaö um aö listamenn hafi mesta ánægju af þvi aö vera i sviösljósinu, blakta sjálfir. Færð þúmeira útúr þvi aö rækta aöra, t.d. meö kennslu? „Ég held aö þaö sé alveg sama hvaö maður gerir i lifinu. Það sem skiptir máli er hvernig maö- ur gerir hlutinn, — hvort sem maður er sellóleikari, sorp- hreinsunarmaöur eöa sjómaöur. Aðalatriöiö er aö menn finni og noti hæfileika sina rétt og þroski þá. Ég held að þaö sé misskiln- ingur aö miklir listamenn séu óhjákvæmilega eigingjarnir. Listamaöur sem er mjög eigin- gjarn getur ekki gefiö neitt. Ef listamaöur á aö geta gefiö eitt- hvaö þarf hann aö beita sig mikl- um sjálfsaga. Fólk er oft tor- tryggiö I garð listamanna vegna þess aö þeir geta fæstir lifaö venjulegu, borgaralegu lifi. Vel má vera aö þessi tortryggni sé listamönnunum sjálfum aö kenna að verulegu leyti. Þeir hafa ekki gert nægilega skýra grein fyrir sinni aðstööu. Við dæmum oft hvert annaö óvægjlega vegna þess að viö vitum of litiö um hvert annaö. Viö dæmum eftir hégóm- Iegum smámunum. Ég tek eftir þvi með sjálfan mig, aö ég dæmi stundum fólk eftir slikum smá- atriðum og gagnrýni þaö á grund- velli þeirra. Ef ég afturámóti skyggnist ofurlitiö bak viö þessa smámuni þá hætti ég aö gagn- rýna. Þá skilur maöur af hverju fólk er eins og það er. En eins og varðandi allt annaö I lifinu, þá verður maöur að Ieggja sig virki- lega fram til þess aö finna þau manneskjulegu verömæti sem skipta máli. Ef þú leggur þig fram, gerir af einlægni eins vel og þú getur, þá held ég aö þaö sé lyk- ill aö hamingju”. Lífslist Hefur þú fundiö þennan lykil? „Ekki endanlega. Lifiö er si- breytilegt. Maður veröur aö endurskoöa þaö jafnóöum. Þaö aö lifa getur veriö stórkostleg list út af fyrir sig. Margir „listamenn” eru ekki listamenn i llfi slnu. Og margt fólk sem ekki er „lista- menn” er hinsvegar listamenn I slnu lifi. Fólk hefur stundum til- hneigingu til aö halda aö list sé fint, einangraö hugtak sem þaö hefur sjálft enga hlutdeild i, og getur ekki tileinkaö sér. Þetta er mikill misskilningur. Listin sprettur úr sjálfu lifinu. Hún er I öllum mönnum. Allt i lifinu er list ef menn nálgast það meö þvl hugarfari. Og eitt er ljóst: Ef maður er ekki listamaöur i lifinu þá getur maður heldur ekki veriö listamaöur uppi á sviðinu. En þessi misskilningur um listina er vafalitið sök listamanna, eins og ég sagði áðan. Viö einangrum okkur oft, meövitaö eöa ómeövit- aö.” Boltaleikur Áttiröu við þetta, þegar þú sagöir aö listamenn liföu oft ekki venjulegu borgaralegu lifi og af þvi skapaðist viss tortryggni i þeirra garö? „Já. Auövitaö lifa þeir samt eftir leikreglum borgaralegs samfélags að vissu marki. En einangrun listamanns getur verið meö ýmsum hætti. Ef ég tek sjálf- an mig, þá þarf ég aö hafa af- skaplega góöan tima til aö æfa mig þegar tónleikar standa fyrir dyrum. Og þessar æfingar fara fram I einrúmi. Maður vinnur ekki með öðru fólki. Mér persónu- lega er þaö mikilvægt aö hafa mikinn tima til aö hugsa um og melta þau verkefni sem ég tek aö mér. En svo fær maöur vitamín- sprautur þegar maöur veröur aft- ur partur af heildinni, hittir aftur annað fólk. Viö erum ein heild. Það þýðir hins vegar ekki aö viö getum ekki veriö persónuleg og original. Þvert á móti. Ef viö er- um persónuleg og original getum viö lagt fram okkar skerf til heildarinnar. Listsköpun, — i minu tilviki túlkandi list, sem veröur til á ákveðnum grunni á ákveðnu augnab liki —, veröur til viö samspil. Hún er ekki afkvæmi listamannsins eins. Listamaöur situr uppi á sviöi og spilar. Hann varpar bolta upp I loftið meö leik sinum. Ef hins vegar áheyrendur gripa ekki boltann og senda hann aftur til baka þá hefur rétt sköpun ekki átt sér stað, Aheyrendur þurfa lika aö leggja eitthvaö á sig. Þeir eru meöskapendur. Og ég verö að segja, aö i þau fáu skipti sem ég 'hef getaö fengið áheyrendur til að kasta boltanum aftúr til min þá hafa þeir veriö geysilega sterkt skapandi afl. En vissulega verður boltaleikurinn að byrja hjá listamanninum”. Kröfur Hvernig veistu aö áhorfendur hafa gripið þennan ósýnilega bolta? Hvernig finnurðu aö sam- band hefur tekist? „Þegar þetta tekst lýsir þaö sér i stórkostlegri hamingjukennd. Hún er svo sterk aö þaö fer ekkert milli mála þegar slikt samband myndast. Það er ekkert um aö villast”. Finnst þér betra eða verra að ná þessu sambandi þegar þú spil- ar hér á íslandi en annars staöar? „Nei, þaö er ekkert verra. En aö vissu leyti er erfiöara fyrir mig aö koma fram á tslandi en annars staðar. Maður finnur aö það eru gerðar miklar kröfur til manns. Mér finnst aö i hvert skipti sem ég kem til tslands verði ég aö gera betur en sfðast. En trúlega eru þessar kröfur bara innra meö sjálfum mér.” Kontrabassinn í Lúdósext- ett Af hverju varð Gunnar Kvaran tónlistarmaöur? „Ja, ætli ég veröi ekki aö segja aö ég hafi hreinlega fengiö köllun. Ég byrjaöi I menntaskólanum, en leiddist þar. Ég var þá búinn aö spila á selló i nokkur ár, og þaö var oröinn svo stór þáttur i mér aö ég hætti i menntaskólanum. Eftir þvi hef ég aldrei séö. Þaö var enginn efi þá,aö þetta var rétt ákvörðun, og þaö hefur enginn efi gertvart viö sig siöan. Músíkin er lika svo erfiö braut aö hún veröur eiginlega aö veljast meö köllun. Þetta er ekki dans á rósum. Maö- ur veröur oft fyrir óskaplegum Gunnar og Nicholas vonbrigöum. Einkanlega þegar maöur finnur sjálfur aö manni hefur mistekist. Þá veröur maöur að rísa fljótt á fætur og halda ótrauður áfram. En þaö veröur maður lika, — og ekki slöur —, aö gera þegar vel tekst til. Ekki slaka á þótt vel gangi.” Varstu settur til aö læra á hljóö- færi sem krakki? „Þetta byrjaöi vist þegar pabbi gaf mér blokkflautu einn daginn. Ég fór að fikta með hana og hafði gaman af. Slöan fór ég i Barna- múslkskólann til Hans Edelsteins og var þar llklega i fjögur ár. Læröi fyrst á blokkflautuna, en siöan á gigju, — litla knéfiölu. Ég man eftir þvi að á timabili varö ég leiöur i Barnamúsikskólanum og vildi hætía.Þá sagöi pabbi aö hættiég, þá fengi ég ekki hjól, og auövitað var ekki um annaö aö ræöa en halda áfram! Ég fór svo i Tónlistarskólann og læröi þar á selló. Þaö var Hans Edelstein sem olli því vali, þvi sjálfan lang- aöi mig til aö læra á fiölu. Siöan komu gelgjuskeiðsárin, sem voru umbrotasöm hjá mér eins og flestum. Ég fékk áhuga á poppi og lék I popphljómsveit i eitt eöa tvö ár. Gekk i Lúdósextett fimmtán ára gamall og lék á kontrabassa. Við lékum rokk. Og þótt segja megi aö mér hafi fariö aftur tón- listarlega i poppinu, þá læröi ég mikið frá manneskjulegum sjónarhóli af þvi aö skyggnast inn i þennan heim lika. Þetta var timabil sem ég þurfti að fá út. Sautján ára var ég svo búinn aö komast aö þvi hvert hugur minn stefndi i raun og veru og þá snerl ég mér af alefli aö sellóinu aft- ur.” Liturðu núna á popptónlist sem óæöri tónlist? „Alls ekki. Ég spila aö visu ekki popp sjálfur lengur, en ég hef gaman af henni ef hún er góö, og ekki siður nýt ég góörar jazztón- listar. Popp er eðlilegt afsprengi þarfa fólks á vissu aldursskeiöi. Það er hvorki betri né verri tón- list i sjálfu sér en önnur tónlist. En þaö fullnægöi mér ekki”. Frægö og frami? okkur og I heiminum gerast hræöilegir hlutir. En fyrir hendi er alltaf þessi möguleiki til aö bæta heiminn. Lifiö er haröur skóli, en i minum huga er hann skóli kærleiksboöskapar.” Byggist þin bjartsýni á trú, pólitiskri umbótastefnu eöa ein- hverju allt öðru? „Þaö er nú erfitt að segja á hverju bjartsýni manns byggist. Kannski er skrýtið aö segja aö maöur sé bjartsýnismaöur, alveg eins og það er skrýtiö aö segja aö maður sé svartsýnismaöur. Þvi lifiö er ekki fastur punktur, breytingalaust og óhagganlegt. En ég get sagt, aö ég trúi á guö- dómlegt réttlæti og ég trúi á kær- leikann. Aftur á móti verö ég aö viöurkenna aö ég er afskaplega ópólitlskur. Stjórnmál finnast mér oftast mikil timasóun. 1 stjórnmálum sitja valdabarátta og blekkingar einatt I fyrirrúmi, og svo kemur sannleikurinn I ööru sæti þegar þaö þykir henta. En náttúrlega er stjórnmálalegt ástand i heiminum raunhæf mynd af okkur sjálfum, — hvar viö stöndum og hvað viö erum. Aftur- ámóti eru möguleikar til breytinga og umbóta i mínum huga óendanlegir. Lifið hefur engin takmörk. Þaðerum við sem setjum þvi takmörk.” Teluröu að tónlistin hafi hlut- verki að gegna i þessu sam- bandi? „Ef tónlist getur ekki komið fólki til aö hugsa alvarlega, ef hún getur ekki komið viö hjartaö i fólki, þá er hún ekki list. Þá hefur hún engu hlutverki aö gegna. Ein- mitt þetta álit ég aö sé hlutverk listar og þar meö tónlistar”. Telurðu þig vera hamingju- saman mann? „Já, ég verö að telja mig það”. Hvaö hefur gert þig hamingju- saman? „Ég vil ekki tilnefna neitt sér- stakt. En ég lít á lifið sem eitt stórt kraftaverk. t rauninni eru kraftaverkin alltaf að gerast. Við erum sifellt að sækjast eftir ein- hverjum undrum. En er ekki stærsta undrið aö vera til?” — AÞ. asta, þótt alltaf sé verið aö telja okkur trú um þaö. Þaö sem ég á viö með velgengni er sálarfriöur. Hér á viö gamla máltækiö sem spyr hvers virði þaö sé aö sigra allan heiminn en biöa tjón á sálu sinni”. En langaöi þig einhvern tima til að veröa frægur og rikur? „Já, ég held aö maöur hafi haft þessar langanir á vissu timabili. Þær eru orönar fjarlægar núna. Þessi löngun til að vinna frægö og frama liggur ákaflega sterkt i okkur, og henni er haldið aö okkur gegnum uppeldi og skólagöngu. Ég held að þessi gifurlega sam- keppni og samanburður séu oft ákaflega skaðleg. Það er enginn maöur eins og annar maöur. Eiginlega er þaö útópiskt aö bera einhverja tvo menn saman. Hver manneskja hefur raunverulega upp á svo mikiö aö bjóöa ef hún notar þá eiginleika sem guö hefur gefið henni. Menn veröa að finna sin takmörk og lifa út frá þeim, en ékki vera aö hugsa um hvað aörir geta” Ertu bjartsýnismaður aö eölis- fari? „Já, ég held ég sé það. Vissu- lega er ekki allt fallegt i kringum Þegar þú litur til bakajeluröuþá aö þér hafi vegnað vel? „Ég er aldrei fyllilega ánægöur meö þaö sem ég geri tónlistar- lega, þótt ég sé sáttur viö sumt. Hafi maöur hins vegar möguleika til aö skapa eitthvað þá tel ég aö manni hafi vegnað vel. Ég legg ekki þann skilning i oröiö „vel- gengni” aö manni hafi vegnaö vel þegar maöur er orðinn frægur og rikur. Þaö er ekki þaö mikilvæg- Gunnar Kvaran er fæddur i Reykjavik 16. janúar 1944. Hann stundaöi nám i cellóleik við Tónlistarskólann I Reykjavík, en hélt til náms I Kaupmannahöfn árið 1964. Fyrsta árið nam hann I einkatimum hjá Erling Blöndal Bengtssyni, en tók siðan inn- tökupróf i Konservatoriið I Kaupmannahöfn. Þaðan lauk hann einleikaraprófi 1971. Gunnar var aðstoöarkennari Erlings Blöndals við Konservatoriið frá 1968 til 1974 Hann fékk tónlistar- verðlaun Jacob Gades og fór áriö 1974 til framhaldsnáms i Basel i Sviss hjá franska prófessornum Reine Flachot oe var bar einn vetur. Siðan hefur hann veriö sjálfstæður kennari i Danmörku en jafnframt haldið tónleika viösvegar á Norðurlöndum, I Frakklandi, Þýskalandi og Hollandi, bæöi sem einleikari og kammersveitarmaður. M.a. fór Gunnar ásamt Gisla Magnús- syni, pianóleikara i tónleikaferö um Norðurlönd áriö 1974 á veg- um NOMUS*

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.