Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 26

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 26
Laugardagur 4. marz 1978VISIR bEHbl/tt]/; ^0 SAKAHAL Þegar Elizabeth f rétti af dauða Matt Gordon fór aftur að síga á ógæfuhliðina Svarta Dalian, Elizabeth Short Fingraför Ljóst var að ekki var langt sið- an konan hafði verið myrt. Lög- reglan taldi að likinu hefði verið varpað á þennan stað úr bifreið. Stafirnir „BD” ollu lögreglunni heilabrotum. Fingraför af þeim fáu fingrum konunnar sem voru heillegir voru send til alrikislög- reglunnar i Washington til venju- bundins samanburðar við fingra- farasafn hennar. Litlar vonir batt lögreglan i Los Angeles við út- komu þeirrar prófunar. En áður en langt um leið kom svar um hæl, þar sem staðfest var að fingraförin tilheyrðu Elizabeth Short, 22 ára að aldri, fæddri i þorpinu Medford i Massachu- setts. Hún hafði komist á skrá lögreglunnar fyrir afbrot sem unglingur. Móðir hennar, frú Phoebe Short, sem skilin var við eigin- mann sinn, kom siðan i leitirnar. Morðinginn hafði gengið frá kon- unni með slikum hætti að móðir- in taldi sig ekki geta fullyrt að likið væri af dóttur sinni. Afturá móti lagði hún fram bréf sem Elizabeth hafði skrifað henni fá- Upphaf ógæfunnar Upplýsingar sem lögreglunni tókst að afla um liferni hennar i Miami voru i brotum, en ljóst var að þar varð hún æ óhamingju- samari og meira einmana. Hún hafði fengið starf sem gengil- beina. Og um tima var engu lik- ara en hún hefði fundið hinn heitt- elskaða. En ástarsambandið slitnaði þegár hann var sendur i striðið. Hún vann og taldi dagana til endurfunda þeirra. Þá barst fregn um að hann hefði beðið bana á vigvelli úti heimi. Af þessu áfalli tókst Elizabeth ekki að jafna sig. Hún lagðist i drykkjuskap og daður og karla- far. Hún gerðist svo léttlynd að á knæpum Miami varð hún þekkt fyrir að fara i rúmið með sér- hverjum sem vildi kaupa handa henni mat og drykk. Óhjákvæmi- lega komst lögreglan i spilið og tók hana eitt sinn þar sem hún sat að drykkju á bar með hermönn- um. Hún var handtekin sem „vandræðaunglingur”. Yfirvöld ákváðu að hún þarfnaðist um- hyggju og verndar og hún skyldi snúa heim til móður sinnar. Henni var afhentur lestarfarmiði til Medford og dálitill farareyrir og hún siðan sett i lestina. Ný von Um borð i lestinni var hún ekki lengur en til Santa Barbara. Þar steig hún af og fékk sér að nýju sarf sem gengilbeina. Enginn af skriffinnunum i Miami athugaði. Phoebe Short, móðir Elizabeth. Til Hollywood Eins og i leiðslu vöðlaði Eliza- beth skeytinu saman i kúlu, þeytti þvi i gólfið og gekk rakleiðis á næstu knæpu. Þar drakk hún uns hún féll fram á barborðið. Hún hafðihaldið uppi látlausum einræð um, að sögn barþjónsins: „A sumu fólki hvilir bölvun. Það getur aldrei um frjálst höfuð strokið...” Daginn eftir ákvað hún að fara frá Medford aftur, og hún lagði af stað til Kaliforniu. í þetta skipti varð sá staður fyrir valinu sem best virtist henta fegurð hennar: Hollywood. Kvikmyndaborgin var þá ekki orðin sjónvarpsöld- inni að bráð; þar var uppgangur, í jioíí Q Á nístingsköldum morgni 15. janúar 1947 stóð snöktandi kona, viti sinu fjær, á götu i einu úthverfi Los Angeles og veifaði lögreglubif- reið sem ók hjá. Hún öskraði eitt- hvert rugl, en þegar lögreglumönn- unum hafði tekist að róa hana dálitið benti hún i áttina að auðri lóð i grenndinni, þar sem ekkert var nema rusl og dót. Þegar lögreglumennimar komu þangað birtist skýring á hegð- un konunnar. Við augum blöstu tveir helmingar nakins liks ungrar konu. Það hafði verið skorið þjösnalega i sundur um mittið og hvor helmingur- inn bundinn með reipum. Djúpt i ann- að læri konunnar hafði morðinginn skorið upphafsstafina „BD”. Við- bjóðurinn óx við rannsókn likskoðara lögreglunnar. í ljós kom að flestir á- verkana virtust hafa verið veittir áð- ur en konan gaf upp andann, — trú- lega á meðan hún hékk i köðlum eða virum með höfuðið niður. Hugsanlegt var talið að hún hafi verið á lifi er morðinginn byrjaði að skera hana i tvennt. um vikum áður frá San Diego. Rannsóknarlögreglumenn fóru þegar i stað til heimilisfangs hennar þar og fengu þær upplýs- ingar að Elizabeth Short heföi farið burt sex dögum áður en lik hennar fannst, — ekki fyrir fullt og allt, að þvi er virtist, þvi hún tók engan farangur með sér. Þvinguð æska Smátt og smátt tókst lögregl- unni að setja saman mynd af Elizabeth Short og lifi hennar. Eitt var hafið yfir allan vafa: hún hafði verið hávaxin, tiguleg og ó- venjulega falleg, ljós yfirlitum en með hrafsvart hár. Kona sem hlaut að vefja körlum um fingur sér. En bakgrunnur hennar var ekki sérlega fallegur. Heimili hennar var ólánssamt. Hún var sex ára þegar foreldrar hennar skildu og faðir hennar flutti til Kaliforniu. Hann tók eitt barnanna fimm meö sér, en hin urðu eftir hjá móður- inni. Þetta var i kreppunni miklu og Phoebe Short átti oft i fullu fangi með að annast uppeldi barna sinna og sjá þeim lika fyrir fæði og klæði. Elizabeth var mikiö ein, sins liðs og óhamingjusöm. Og á- setningur hennar varð æ sterkari er árin liðu. Um leið og hún væri orðin nægilega gömul ætlaði hún að fara að heiman og hefja sjálf- stætt og betra lif annars staðar. Arið 1942 fékk hún tækifærið, tæplega 17 ára að aldri. í heim- styrjöldinni siðari voru nægir at- vinnumöguleikar fyrir ungar konur i Bandarikjunum. Hún fór til Miami, og taldi að „sólskins- borgin” væri sniðin fyrir hana og drauma hennar. Hún hafði upp- götvað eigin fegurð, og ekki leiö á löngu uns ungir hermenn af flug- stöð i nágrenni Miami uppgötv- uöu hana lika. Þetta er miðinn sem morðinginn sendi dagblöðunum hvort hún hefði komist heilu og höldnu heim, og i Santa Barbara var Elizabeth til ársins 1944. Enn einu sinni leitaði ógæfan hana uppi. Hún var nýbúin að jafna sig eftir fyrstu ástarsorgina þegar hún kynntist ungum majór iflughernum,MattM. Gordon, jr. Allt virtist leika i lyndi og hún sneri árið 1944 heim til móður sinnar i Medford til að biða heim- komu majórsins frá Austurlönd- um fjær og brúökaupsins sem þá átti að halda. Heimilisaðstæður voru engu lukkulegri en áður, en nú haföi Elizabeth þó til einhvers að hlakka. Að morgni 22. ágúst 1946, er von var á heimkomu majórsins þá og þegar, var dyrabjöllunni hringt og Elizabeth fór til dyra. Henni var afhent simskeyti stilað á hana. Hún reif það upp i miklum spenningi. Þar stóð stutt og lag- gott: „Hef fengið tilkynningu frá hermálaráðuneytinu um að sonur minn, Matt, hafi farist i flug- slysi”. bjartsýni og næg atvinna fyrir aukaleikara. Elizabeth Short gekk i raðir „statistanna” og vegnaði vel, — hún fékk reglulega og tiltölulega vel borgaða vinnu. Hún hafði heyrt að ýmsir fram- leiðendur og ráðningarstjórar væru tilbúnir til að gefa fallegum stúlkum góð tækifæri i kvikmynd- um ef þeim væri sýnd „tillits- semi” i staðinn. Hún lét ekki ganga á eftir sér, og varði fritima sinum, — einkanlega ef hún var nægilega dofin af áfengisdrykkju — , i rúminu hjá nánast hvaða karlmanni sem var, burtséð frá þvi hvort hann átti itök i Holly- wood eða ekki. Dalia á hálum is Hún haföi komist að þvi að i Hollywood væri hagstætt að hafa ákveðna, persónulega imynd. Hún valdi sér þá imynd að klæð- ast einvöröungu svörtum klæðn- aði i stil við svart háriö: svörtum kjól, svörtum sokkum og nærföt- um, svörtum skóm og hringum með svörtum steinum. Þetta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.