Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 20

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 20
20 im HELGINA Laugardagur 4. marz 1978 vism YÐAR ANÆGJA - OKKAR STOLT Önnumst öll mannamót, stór og smá. Að- eins nokkur ,,nútima” hænufet frá ys og skarkala höfuðborgarinnar. Við bjóðum alla þá aðstöðu til hvers konar mannamóta, er best gerist. Þjónustan er indæl og verð- ið eftir þvi. FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI GRINDAVÍK - SIMI 92-8255 og 92-8389 augiysingasimn a'-r-m nvn frh mn» Þessar kápur eru nýkomnar í verslunina Tegund: Ullarkápur m/lausri hettu Efni: LODEN, satinfóður Stærðir: 34-^2 Litir: Drapp, camel, svart, grátt, grænt, dökkbrúnt, blátt SEnaum GEcn pústkrúfu Um HELGIlMA ÖÐRUVÍSI LEIKHÚS 1 SVIÐSL3ÖSINU Ul*l HELGINA í Reykjavik er til litið leikhús sem lætur ekki hátt, en nýtur mikilla vinsælda hjá þeim sem hafa sótt það. Þar eru auðvitað frumsýningar, en þær eru með nokkuð öðru sniði en hjá öðrum leikhúsum, til dæmis eruleikar- arnir úr tuskum og öðru tilfall- andi. Þetta litla leikhús heitir Leik- brúðuland og á að baki tiu ár af samfelldum leiksigrum. Núna á morgun, sunnudag, eru til sýn- ingar f jórir nýir leikþættir. Sýn- ingin verður að Frikirkjuvegi 11, eins og venjulega, og hefst kl. 15. Brúðuleikhús á sér ekki langa söguá íslandi, miðað við ýmsar aðrar þjóðir. Ekki er vitað gerla um uppruna brúðuleikhúsa en þessi grein leiklistar var lengi framanaf tengd trúariðkunum. Sennilegt er talið að vagga hennar sé i Asiu, en þó er engan- vegin vist að allar tegundir leik- brúða séu þaðan runnar. Grikkir fyrstir Grikkir tóku fyrstir upp leik- brúðulist i Evrópu, en þaðan barst hún með Rómverium norður alla álfu Fyrst voru leik- brúðurnar hreyfanlegar guða- likneskjur og oft leikið inni i kirkjum. Seinna meir var svo farið að setja upp leikhús á götum og torgum. Þar þróuðust ýmsar skemmtilegar persónur sem hafa orðið mjög lifseigar Upp úr þessum jarðvegi er til dæmis Meistari Jakob sprottinn, en hann hefur verið fastur gestur hjá Leikbrúðulandi svo að segja frá upphafi. Einn aðstandenda Leikbrúðu- landser Erna Guðmarsdóttir og hún var jafnframt einn af stofn- endunum, fyrir tiu árum. „Upphafið á þessu var að fyr- ir tiu árum hélt Kurt Zier, fyrr- verandi skólastjóri Handiða og myndlistarskólans námskeið i gerð leikbrúða,” sagði Erna þegar hún var spurð um tilurð leikhússins. Lika fyrir fullorðna. „Þrjár okkar sem vorum á námskeiðinu héldum saman að þvi loknu. Með mér voru Helga Steffensen og Bryndis Gunnars- dóttir. Bryndis er reyndar i árs- frii núna og i hennar stað er Þorbjörg Höskuldsdóttir. Við gerum auðvitað flest það sem þarf til að koma sýningu á fjalirnar. Við búum til brúðurn- ar, stjórnum þeim og tölum oft fyrir þær. Hinsvegar gerum við litið af þvi að semja verk fyrir þær, þau eru flest þýdd”. ,,Eru þá skrifuð sérstök leik- rit fyrir brúðuleikhús, erlend- is?” „Já, mikil ósköp, um allan heim. Við viljum auðvitað gjarnaii fá islensk verk til sýn- ingar, en af þeim er ekki mikið. Við reynum þó eins og við get- um og nú hefur til dæmis Böð- var Guðmundsson skrifað fyrir okkur leikrit upp úr Völsunga- sögu, sem við ætlum að taka til sýningar, þóttekki viti ég alveg hvenær af þvi verður”. „Eru gestirnirekki svo til ein- göngu börn?” „Börn eru auðvitað i meiri- hluta, en margirforeldrar koma með börnin sin og það þykir okkur vænt um. Það hefur lika komið i ljós að þeir foreldrar sem koma, hafa ekki siður gam- an af þessu en börnin”. „Hvaða framtiðardrauma eiga leikhússtjórarnir i Leik- brúðulandi?” ,,Ja, okkur dreymir til dæmis um að setja upp verk fyrir full- orðna. Erlendis, þar sem brúðu- leikhús eru háþróuð list, eru skrifuð og sett á svið leikrit sem gerð eru fyrir fullorðna áhorf- endur, og njóta mikilla vin- sælda. Þetta er hlutur sem okkur þætti gaman að gera þvf það er alltaf spennandi að spreyta sig á einhverju nýju. Hinsvegar vil ég taka fram að við erum hæstánægð með áhorfendahóp- inn okkar eins og hann er i dag”. Og þeir sem vilja kynna sér þessa tegund leiklist- ar, geta semsagt gert það á sunnudaginn. Þá sýnir Leik- brúðuland „Vökudraum”, sem fjallar um litinn strák sem fer i ferðalag til annarra stjarna. Þar á eftir fylgir þáttur sem byggður er á kvæðinu um Litlu Gunnu og litla Jón, eftir Davið Stefánsson. Einnig á dagskrá er ævintýrið um Eineygu, Tvieygu og Þrieygu og svo æsispennandi stykki sem heitir „Drekinn”. —ÓT. ÚTl/ARP Laugardagur 4. mars 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Vikan .framundan. Sigmar B. Hauksson kynnir dagskrá útvarps og sjón- varps. 15.00 Miðdegistónleikar a. 15.40 tsienskt mál. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Vinsælustu popplögin. 17.30 Framhaldsleikrit barna og unglinga: „Davíð Copperfield” eftir Charles Dickens 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Frél^ir. Fréttaauki. 19.35 VatnajökuII Fjórði og síðasti þáttur: Rannsóknir og ferðalög. Umsjón: Tómas Einasson. 20.05 Hljómskálamúsik 20.40 Ljóðaþáttur 21.00 Walter Klien leikur á pianósmálög eftir Mozart. 21.20 Tveir á tali Valgeir Sigurðsson ræðir viö Helga Gislason, bónda i Skógar- gerði i Fellum. 21.45 Divertimenti fyrir tvö' barytón-selló og selló eftir HaydnJanos Liebner leikur á öll hljóðfærin. 22.00 Úr dagbók Högna Jón- mundar 22.20 Lestur Passiusálma Geir Waage guðfræðinemi les 34. sálm. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Danslög 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 5. mars 8.00 Morgunandakt 8:r0 Fréttir. 8.15 Veður- fregnir. Útdráttur úr forustugr. dagbl. 8.35 Morguntónleikar: Tónlist eftir Johann Sebast- ian Bach a. 9.30 Veiztu svarið? 10.10 Veðurfregnir. Fréttir. 10.30 Morguntónleikar, — frh. 11.00 Messa i Hafnarfjarðar- kirkju á æskulýðsdegi þjóð- kirkjunnar. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Orsakir vangefni. 14.00 Miðdegistónleikar: Frá Beethoven-hátiðinni i Bonn i sept. i haust a. 15.10 Ferðamolar frá Guineu Bissau og Grænhöfða- eyjum: III. þáttur. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Endurtekið efni. a. „Ég hef smátt um ævi átt” 17.30 Útvarpssaga barnanna: „Dóra ” eftir Ragnheiði Jónsdóttur 17.50 Harmónikulög: 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Elskaðu mig...” 19.50 Kammertónlist: Sextett i G-dúr eftir Brahms. 20.30 Útvarpssagan: ,,PíIa- grimurinn” eftir Par L_a g e r k v i s t 21.00 tslenzk einsöngslög 1900-1930: IX. þáttur. 21.25 Dulræn fyrirbæri i islenzkum frásögnum, 21.55 Konsert i F-dúr fyrir þrjár fiölur og strengjasveit eftir Telemann 22.10 iþróttir 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Kvöldtónleikar 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. S30NUARP Laugardagur 4. mars 1978 16.30 tþróttir 17.45 Skiðaæfingar(L) 18.15 On We GoEnskukennsla. 18.30 Saltkrákan (L) 19.00 Enska knattspyrnan (L) Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Menntaskólar mætast 20.55 Dave Allen 21.40 Kaldi Luke (Cool Hand Luke) Bandarisk biómynd frá árinu 1967. Leikstjóri Stuart Rosenberg. Aðalhlut- verk Paul Newman, George Kennedy og Dennis Hooper. Luke Jackson er dæmdur til tveggja ára þrælkunarvinnu fyrir óspektir á almanna- færi. Hann stiorkar fanga- vörðunum og nýtur brátt mikils álitshinna fanganna. Myndin er ekki við hæfi barna. Þýðandi Bogi Arnar Finnbogason. 23.40 Dagskrárlok Sunnudagur 5. mars 1978 16.00 Húsbændur og hjú (L) 17.00 Kristsmenn (L) 18.00 Stundin okkar (L) 19.00 Skákfræðsla 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.30 Konungur breiðunnar Kvikmynd þessi var tekin sumarið 1976 við ýmsar bestu veiðiár landsins. 20.55 Röskir sveinar (L) 21.55 Andaskurðlækningar — kraftaverk eöa blekking? 23.10 Að kvöldi dags (L) Esra Pétursson læknir flytur hugvekju. 23.30 Dagskrárlok

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.