Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur i. marz 1978 VTSIR Viðtol: Póll Pólsson „Ég er fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn, en kominn af miklum prestaættum á Islandi, þar sem móöir mín var héðan. Ég fluttist síðan hing- . aöásautjánda aldursári. Það var rétt eftir stríð- ið. Og þá byrjaði maður á vitleysunni." Helgarblaðið er komið í heimsókn til Gunnars Ormslevs en hann er, einsog flestum er vist kunnugt, einn mesti jazzleikari islendinga fyrr og síðar. Jazzinn átti sitt blomaskeið á árunum '45-'64-5 hérlendis eða þar til ,,bitlaæðið" gekk í garð hér emsog annars staðar i hinum vestræna heimi En ekki var hann þó buinn aö syngja sitt siðasta Undanfarm ar hefur honum vaxið ört fiskur um hrygg. Bæði hefur hann blandast mikið dægur- tonlistinni og svo hefur áhugi almennings aukist til muna a hreinræktuðum afbrigðum jazzins. Og til þess að fræðast nánar um hin góðu „guli- aldarár" og stöðu jazzins i dag erum við staddir hja Gunnari Ormslev. Rætt við Gunnar Ormslev sGxofónleikara I Breiðfirðingabúð — Varstu ekkert. farinn að spila áður en þú komst til Is- lands? Jú, maður hafði gutlað við þetta á skólaárunum en min fyrsta alvöruspilamennska var með Hljómveit Björns R. Ein- arssonar sem spilaði aðallega i Breiðfirðingabúð. í þeirri hljóm- sveit voru, auk min og Björns, Haraldur Guðmundsson sem nú er skólastjóri á Norðfirði, Gunn- ar Egilson og Arni Elvar. Allt saman finir strákar og góðir hljómlistarmenn. Svo komu þeir félagar K.K. og S.G. úr sinni frægu Bandarikja- reisu og var ég um stund með þeim eða þar til ég fór til Svi- þjóðar, þar sem ég dvaldist i tvö ár. Spilað á hverjum degi I Sviþjóð lék ég með Hljóm- sveit Simon Brehm og þar kynntist ég mörgu góðu fólki sem ég nýt góðs af enn i dag. Þarna úti var spilað á hverjum degi og var árinu skipt þannig, að á veturna lékum við alltaf á sama staðnum, en á sumrin var ferðast um landið þvert og endi- langt og aldrei tvö kvöld i röð á sama staðnum. Stundum þurft- um við að fara 100-200 km á dag en aldrei var kvöldi sleppt úr, þannig að þetta var oft ansi erf- itt en mjög skemmtilegt og lær- dómsrikt. Til Rússlands Ég kom svo heim aftur ’57 og stofnaði hljómsveit með Hauki Mortens. Við spiluðum i Tjarn- arbúð og með okkur voru Arni Elvar, Viðar Alfreðsson og fleiri góðir strákar. Þá var,,gullöld” jazzins i hámarki. — Geturðu ekki sagt okkur frá einhverju skemmtilegu sem gerðist á þessum árum? Jú ég ætlaði einmitt að fara að minnast á skemmtilega reisu sem þessi hljómsveit fór. Hauk- ur er nú einsog hann er, alþýðu- maðubog honum tókst einhvern veginn að koma okkur til Rúss- lands. Við vorum nú fyrst á báð- um áttum, hvort við ættum nokkuð að fara þetta. Þetta var rétt eftir uppreisnina I Ung- verjalandi og almenningsálitið hér heima ekki beinlinis Rúss- um i hag. Það var þvi smá þrýstingur á okkur, að vera ekki að fara i þessa ferð. En við létum nú ekki i minni pokann fyrir almenningsálitinu enda viljum við alls ekki blanda saman pólitík og tónlist. Og það þarf ekki að spyrja að þvi, ferð- in austur var ákaflega ánægju- leg og fólkið veitti okkur góðar móttökur. Þarna vorum við svo i fjórtán daga. Mogginn birti ekki frétt- ina Hápunktur þessarar Rúss- landsferðar var að við unnum til gullverðlauna á einhvers konar Youth Festivali i Moskva. Fengum þar mjög góðar viðtök- ur og vorum bornir á gullstóli um allt. Við höfðum lika gaman af þvi að verða til þess að kynna ísland á þennan hátt. Daginn sem við fengum þetta gull sendi ég fréttaskeyti heim til Morgunblaðsins og Þjóðvilj- ans. En okkur fannst það ansi skitt þegar kom i ljós að Mogg- inn hafði ekki birt fréttina og ekki góð blaðamennska. Þetta var jú aðeins frétt og að okkar áliti ekkert skyld pólitik, nema kannski að þvi leyti að sýna fram á að i Rússlandi býr gott fólk en það var sennilega mein- ið. Gripsholm Næstu árin eða allt fram til ’68 lék ég svo til skiptis með K.K. og Birni R., en þá fór ég til Dan- merkur og dvaldist þar af per- sónulegum ástæðum i 18 mánuði og spilaði litið sem ekkert. Svo þegar ég er að leggja af stað heim, þá býðst mér starf sem hljómsveitarstjóri á sænska skemmtiferðaskipinu Grips- holm og var sagt að mæta i Gautaborg næsta dag. Þar mætti ég svo, mér til mikillar undrunar, nokkrum islenskum hljóðfæraleikurum sem höfðu einnig verið ráðnir á skipið. Það er eitt besta sumar sem ég hef lifað. Allt til helv... — Svo við vikjum okkur að öðru —-hvað breyttist þegar The Beatles komu til sögunnar? Það breyttist allt með tilkomu „bitlaæðisins”. Þá fór allt til helv... Það varð m.a. til þess að margir góðir hljómlistarmenn heltust úr lestinni vegna þess að hljómsveitirnar minnkuðiy þ.e.a.s. þá þurfti færri menn en áður til þess að skila músikinni. Áður en þetta skeði voru t.d. 8- mannabönd á Hótel Borg og þótti ekki mikið. Að minu áliti hvarf með þessu öll breidd úr tónlistinni og hún varð mjög einhæf og leiðigjörn. Þetta var stórt skref afturábak. Sérstök útvarpshljóm- sveit — Hvað viltu svo segja um þessi mál einsog þau eru i dag? Það sem mér finnst sérstak- lega ábótavant i tónlistarmál- um dagsins i dag, er að Rikisút- varpiðskuli ekki hafa neina sér- staka útvarpshljómsveit. Hún þyrfti ekkert frekar að spila ein- göngu jazz en eitthvað annað. Nú er þetta stofnun sem á að stuðla að og örva hina ýmsu menningarþætti i þjóðfélaginu, en hvað þennan þátt varðar má ljóst vera að hann er vanræktur. Að visu var Sinfóniunni þröngv- að uppá útvarpið en það er eng- in afsökun. Aður fyrr voru svona hljómsveitir til s.s. Dans- hljómsveit Rikisútvarpsins o. fl. en nú er öldin önnur. A hinum Norðurlöndunum er þetta allt öðruvisirt.d. eru fjórar svona hljómsveitir á launum hjá danska útvarpinu. Siðan ég varð fulltrúi Islands i Nord-Jazz,sem er félag sem hefur það markmið að efla norræna samvinnu á tón- listarsviðinu, hef ég fengið ör- litla nasasjón af þvi hvernig að þessum málum er staðið hjá okkar góðu nágrönnum. Sænska, danska og norska út- varpiðleggja fram árlega hvert um sig, 10 milljónir króna til styrktar rythmatónlist. Þetta er viðurkennd listgrein sem má ekki vanrækja. Kynna tónlist i skólum Svo er gert alltof litið af þvi að kynna rythmatónlist fyrir ungl- ingunum og efla áhuga þeirra á músik yfirleitt. Unglingsaldur- „VIÐ LIFUM ENN Á 16. ÖLDINNI.."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.