Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 11
11 bilana. ókunnugir heföu getað haldið að verið væri að kvik- mynda eltingarleik á bilum i einhverja hasamyndina. Það hafði lika verið ætlunin en öðru- visi fór en ákveðið var. Þarna átti að kvikmynda i myndaflokkinn ,,Serpico”, sem islenska sjónvarpið sýnir nú á þriðjudagskvöldum, en það sem siðar gerðist var ekki sam- kvæmt handritinu. Þetta var alvörulögreglubill. Og það alvöruringulreið sem fylgdi i kjölfarið. Mistök? Talsmaður Paramount-fyrir- tækisins sem stendur að gerð sjónvarpsþáttanna segir um málið: „Að okkar áliti var hér um mistök að ræða. Lögregluþjón- arnir sem sátu i bil sinum i hliðargötunni, sáu bil okkar koma á ofsahraða og aka i öfuga átt. Þeir eltu bilinn þvi að þeir vissu ekki að hér var um sjón- varpsupptöku að ræða. Við höfðum heimild yfirvalda til kvikmyndunar. Lögregluþjónar voru við hvorn enda götunnar til að beina umferð i burtu. Hér hefðu ekki átt að vera vand- æði.” Lögregluþjónarnir sögðu hins vegar að i heimild yfirvalda hefði ekki verið gert ráð fyrir umferðarbrotum eins og að aka á móti umferð á óleyfilegum hraða. „Þrátt fyrir mótmæli okkar” segir leikstjórinn, Robert Michael Lewis, „hélt lögreglan fram að við fengjum ekki að ljúka kvikmyndatökunni. Þvi' var ekki um annað að ræða en fara á næsta stað til að taka annað atriði. Við vorum ekki fyrr komnir þangað en fjórir lögreglubilar komu á staðinn og okkur var meinað að kvikmynda”. Voru þetta mistök? Það var alkunna hve illa Frank Serpico var þokkaður af starfsfélögum sinum i New York. Gat verið að óvinsældir hans hefðu borist til Los Angeles? VISIR Laugardagur 4. marz 1978 Breytt afstaða Það var ekki laust við að sjón- varpsmenn væru haldnir nokkr- um kviða þegar fara þurfti til New York að kvikmynda atriði i myndaflokkinn i almennings- görðum, járnbrautarstöðvum og viðar. En nú brá svo við að lögreglan lagði sig i framkróka um að aðstoða kvikmyndafólk- ið. Siðar kom i ljós að borgar- stjórinn i New York hafði fyrir- skipað að samvinnan yrði sem best. Um þetta leyti rambaði borgin á barmi gjaldþrots og yfirvöldum var mjög i mun að laða til borgarinnar atvinnuvegi sem höfðu mikið fé umleikis eins og til dæmis kvikmynda- og sjónvarpsfyrirtæki. En þótt Frank Serpico hafi nú i mörg ár verið öryrki lifir minningin um hann ekki síst i hugum þeirra lögreglumanna sem hann fletti ofan af. Um feril hans og örlög var skrifuð met- sölubók sem siðan var byggð á fræg kvikmynd þar sem A1 Pacino fór með hlutverk hans, og nú hefur verið gerður heill sjónvarpsmyndaflokkur i fram- haldi af velgengni bókar og kvikmyndar. Starfsbræðralagið Hefndir Nokkrum mánuðum eftir að réttarhöldunum lauk, fékk Serpico skot i andlitið þegar hann tók þátt i leit heima hjá eiturlyfjasala. Sagt var, að þeg- ar næsta dag hefði hafist fjár- söfnun á mörgum lögreglu- stöðvum borgarinnar svo að eiturlyfjasalinn gæti ráðið sér góðan verjanda og farið á nám- skeið i skotfimi. Einnig var sagt að félagar Serpicos i lögregl- unni hefðu leitt hann i gildru og brugðist honum þegar á reyndi. Serpico náði sér að nokkru en brot úr kúlunni eru enn i höfði hans. Hann varð að hætta störf- um árið 1972 vegna meiðslanna. Hann fór á eftirlaun og hélt byssuleyfi sinu. Frank Serpico hefur búið i Evrópu siðan hann lét af störf- um, vonsvikinn og bugaður. En vist er, að lögreglumenn þeir, sem misstu spón úr aski sinum vegna uppljóstrana Serpicos, fyrirgefa honum aldrei. Þessu til staðfestingar er litil saga sem gerðist góðviðriskvöld eitt sumarið 1971 á illa lýstri götu i einu elsta hverfi Los Angeles. Skyndilega kom bill á fleygiferð og ók i öfuga akstursátt. Eins og hendi væri veifað kom lögreglu- bill með rauðum leifturljósum og sirenu á fullu út úr hliðar- götu. FyrEÍ billinn staðnæmdist strax. A örskammri stund höfðu tugir manna safnast umhverfis og löggurnar langrœknu Árið 1967 fannst ungum lögregluþjóni í New York kominn tími til að greina frá þeirri spiil- ingu, sem ríkti meðal starfsbræðr?. hans. Hann kærði nokkra þeirra fyrir mútuþægni. Rannsókn málsins leiddi ekkert í Ijós. Það var látið nióur falla og ungi lögregluþjónninn, Frank Serpico að nafni, hlaut ekkert fyrir vikið nema gífurlegar óvinsældir meðal annarra lögreglumanna. En Serpico gafst ekki upp og árið 1970 féll sprengjan. Stórblaðið New York Times birti greinaflokk sem nefndist „Borgarlögreglan þiggur milljónir i mútur." Velsæmisins vegna varð ekki komist hjá því að kryf ja málið. Átta lögreglumenn voru sakfelldir og Serpico fékk mikið hrós yfirmanna sinna fyrir hlut sinn í rannsókn málsins. LtF OG HEILSA rui LnJ vhM s ö ;iír Hvítblæði eða blóðkrabbi þarf ekki að vera banvænn sjúkdómur. Börn og unglingar geta fengið varanlegan bata. Nú eru á boðstólum ágæt lyf, sem halda sjúkdómnum í skef jum árum saman Um langan aldur var hvit- blæði samheiti margra sjúk- dóma. Rannsóknir á siðari tim- um hafa leitt i ljós, að fátt var ýmsum þessara sjúkdóma sam- eiginlegt annað en nafnið. Margir kalla sjúkdóminn blóð- krabba. Sjúkdómurinn lýsir sér á þann hátt, að ein tegund hvitu blóð- kornanna tekur að skipta sér stjórnlaust. Þau safnast saman á ýmsum stöðum t.d. i merg beinanna, en einnig I ýmsum lif- færum eins og miltanu, eitlum og lifrinni. Auk þess er einnig ofgnótt þessara blóðkorna i blóðinu sjálfu, og þá er auðvelt að greina sjúkdóminn með þvi að skoða blóðsýni. Stundum getur verið nauðsynlegt að taka mergsýni til að sjá nákvæmlega hvaða tegund hvitra blóðkorna tekur að fjölga sér óeðlilega. Ttðni Um mörg ár hafa öll þekkt hvitblæðistilfelli verið skráð i Danmörku, og það hefur komið i ljós, að um fimm hundruð manns fá þennan sjúkdóm á ári. Þá er um að ræða allar tegundir sjúkdómsins, og enginn aldurs- hópur er óhultur. Engri at- vinnugrein virðist hættara en öðrum, og óljóst er hvernig sjúkdómurinn kviknar. Likleg- ast er um veirusjúkdóm að ræða. Veiran ein nægir þó ekki. A0« o? S c- QGQ 1 þessu blóðsýni eru hvitu blóðkornin u.þ.b. tiu sinnum fleiri en I heilbrigðu blóði. Bráðahvitblæði Skipting bráðahvitblæöis eftir aldurshópum verður að teljast undarleg. Nokkuð ber á þvi meðal ungra barna, en meðal unglinga á gelgjuskeiöi fyrir- finnst sjúkdómurinn varla. Upp frá því vex tiðnin eftir þvi sem aldurinn hækkar. Fyrr á tiðum, þegar engin lækning var til við hvítblæði, var dauöinn óhjákvæmilegur eftir nokkurra vikna eða mán- aða sjúkdómslegu með tilheyr- andi sáramyndunum og blæðing um. Fyrstu einkennin eru blóðskortur, og honum fylgja þreyta, höfuðverkur, hraður hjartsláttur og e.t.v. tilhneiging til svima. Þá er bólga algeng i munni, tannholdi og koki, svo og hiti. Þá myndast oft rauöir blettir á yfirborði húðarinnar eða bláir, djúpir blettir. Þeir bera vott um blæðingu. Eitlar bólgna og fleira má nefna eins og verki i mjöðmum og viðar. Nú má lækna næstum öll börn ogungtfólk af hvitblæði sé sjúk- dómurinnfundinn i tæka tið. En stundum er sjúkddmurinn þrá- látur og þvi fremur sem sjúkl- ingurinn er eldri. Hins vegar geta börn og ungt fólk vænst þessaö ná fullumbata á þremur árum. Langvarandi hvitblæði Langvarandi hvitblæði — kallast ýmsar tegundir hvit- blæöis, sem eingöngu er að finna með sjúklingum komnum af unga aldri. Það er kallað svo til aðgreiningar frá bráöahvit- blæöi. Stundum uppgötvast það af hreinni tilviljun, eins og þeg- ar menn leita sér lækninga við öðrum sjúkdómum. Meðal einkenna eru bólgnir eitlar á hálsi, i handarkrika eða nára. Einnig getur miltað orðið svo stórt, að finna megi fyrir þvi efst i kviöarholinu vinstra meg- in. Afleiðing af bólgnum eitlum og milta verður stundum aukinn bruni, þ.e. menn léttast þótt neyslan haldið óbreytt eða sé jafnvel aukin. Ein af afleiðingum langvar- andi hvitblæðis er m.a. sú, að meiri þvagsýra myndast i lik- amanum en áður, og þá er hætt við nýrnasteinum og gigt. Að losna við einkennin Þeir, sem þjást af langvar- andi hvitblæði, fá ekki fullan bata. Sjúkdómurinn hverfur aldrei til fullnustu en unnt er að halda honum svo niðri, að engra einkenna verði vart svo að árum skiptir. Samter ráðlegt að fara reglulega i blóðrannsókn, efna- skipta- og þvagsýrumælingar. Stöðva má þyngdar- missi Með lyfjagjöf má koma i veg fyrir, að menn missi þyngd, svitni óeðlilega eða „blóðpró- sentan” lækki. Eins eru til lyf, sem hindra að menn fái gigt af völdum þvagsýrunnar. Verði efnaskipti óeðlilega hröð, er ráðlegt að borða fjöl- breyttan mat, auðugan af hita- einingum. Einnig er nauðsyn- legt að drekka mikið, svo að þvagframleiðslan aukist, þvi að þá minnka likurnar fyrir þvi að þvagsýran nái að mynda föst efni

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.