Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 4. marz 1978 vism Vt fcj l Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdarstjóri: Davið Guómundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson Ritstjornarfulltrui: Bragi Guömundsson Fréttastjóri erlendra frétta: Guð mundur G. Petursson. Umsjón meö helgarblaói: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andresdottir, Elias Snæland Jónsson, Guðjón Arngrimsson, Jónina Michaelsdottir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan L. Pálsson, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes," Sæmundur Guövinsson. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Jón Einar Guöjonsson. utlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Olafsson. Auglysinga- og sölustjóri: Páll Stefánssor Dreifingarstjóri: Sigurður R. Petursson Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8 simar 86611 og 82260 Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611 Ritstjórn: Siðumula 14 simi 86611 7 linur Askriftargjald er kr. 1700 á mánuði innanlands. Verð i lausasölu kr. 90 eintakið. Prentun Blrðaprent h/f. Lýðrœðið Tilraunir nokkurra forystumanna Alþýðusambands- ins og opinberra starfsmanna til þess að lama atvinnulífið í land- inu með ólöglegum verkföllum runnu að meira og minna leyti út i sandinn. AAiki11 meirihluti launþega i landinu hlýddi ekki kalli forystumannanna og tók þannig stjórnina úr höndum þeirra. Þetta er athyglisverð niður- staða með hliðsjón af því, að innan launþegafélaganna virðist mikill meirihluti vera andvígur lögunum um takmörkun vísitölu- bóta á laun. Kjarni málsins er hins vegar sá, að upp til hópa láta launþegar ekki forystumennina teyma sig til ólögmætra upp- lausnaraðgerða. Meðal opinberra starfsmanna var þátttaka í verkfallsaðgerð- unum mjög lítil, en þó talsverð meðal kennara. Það er til marks um styrkleika Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, hversu ein- dregið opinberir starfsmenn hunsuðu kröfuna um ólögmætar verkfallsaðgerðir. En um leið hefur staða forystumannanna varð ofan veikst. Aðstaða þeirra er óneit- anlega heldur brosleg. Þátttakan í verkfallsaðgerðum Alþýðusambandsins var miklu minni en búist var við. Stórir hópar höfðu kröfuna um ólögleg verkföll að engu bæði einstakl- ingsbundið og á grundvelli félagslegra ákvarðana. Þátt- takan var mest i þeim félögum, þar sem forystan beitti valdi og félagslegum þvingunum í því skyni að knýja menn til aðildar að þessum ólögelgu aðgerðum. Sennilega eru flestir launegar á móti vísitöluskerðingunni. En hin dræma þátttaka í ólöiglegu verkfallsaðgerðunum segir ekk- ert um afstöðu launþega til þessa r a atriðis í ef nahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Hún sýnír fyrst og fremst að hér er ekki unnt að stofna til þeirrar upp- lausnar, sem almenn ólögleg verkföll leiða til. Ósigur forystumanna Alþýðu- sambandsins og Bandaiags starfsmanna ríkis og bæja er sigur fyrir lýðræðið í landinu. Fjölmargir voru gegn vilja sín- um þvingaðir til þátttöku í þess- um ólöglegu aðgerðum. Þeir hafa setið heima óánægðir. Aðrir hafa farið óánægðir til vinnu þá daga sem aðgerðirnar stóðu yf- ir, en talið það meira virði að fara að lögum. Afstaða manna að þessu leyti hefur greinilega ekki farið eftir flokkspólitík, heldur mismun- andi virðingu fyrir lýðræðisskipulaginu. Virðingar- leysið f yrir settum lögum varð að lúta í lægra haldi. Það er megin- niðurstaða þeirra atburða, sem átt hafa sér stað síðustu daga. Ástæða er til að fagna þeim málalökum. í framhaldi af þessum mis- heppnuðu upplausnaraðgerðum geta menn haldið áfram að ræða þau launapólitísku viðfangsefni, sem nú blasa við. Verkalýðs- félögin hafa flest hagnýtt sér þann samningsbundna rétt að segja upp samningum vegna þeirrar breytingar, sem gerð hefur verið á vísitölubótunum með nýsamþykktum lögum þar að lútandi. Það er hin löglega leið, sem að sjálfsögðu getur endað með verkföllum. Þó að ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar tryggi sama kaupmátt og var að meðaltali í fyrra, er óum deilt að kaup hefði i krónum talið hækkað meir að óbreyttri visi- tölu. En staðreynd er, að óbreytt vísitölukerf i er snar þátt- ur í þeirri verðbólgustefnu, sem hér hefur verið fylgt á flestum sviðum í áratugi. Það skiptir engu máli fyrir lífskjör fólksins í landinu að fjölga verðlausum krónum í launaumslögunum. Stjórnvöld og hagsmunasam- tök ættu nú að snúa bökum sam- an um aðgerðir er miðuðu að því aðauka verðgildi krónunnar. Það er einfaldlega engin lausn að f jölga krónunum, þegar þær eru verðlausar. Með hliðsjón af því væri æskilegt að kollvarpa gild- andi vístölukerfi og taka upp nýtt, er mældi þau verðmæti, sem við höfum til skiptanna. ÚR HUGSKOTINU eftir Birgi Sigurðsson dómslögum. Yöur hlýtur þvi að vera mikið i mun að hún hafi verið og sé hrein i málshöfðun- um yðar. Þess vegna leyfi ég mér nú að höfða til hennar með nokkrum spurningum: Hafa ekki álika ummæli og hér um ræðir verið viðhöfð i hita á Islandi án þess aö dómar eða fébætur kæmu fyrir? Eruð þér aðeins að klekkja á andstæðing- um yöar i skjóli úreltrar meið- yrðalöggjafar? Var ekki nóg fyrir yður að fá ummæli þessi dæmd dauð og ómerk? Hvernig gagnar fé æru yðar. Nærist hún á peningum? Eða eruð þér að reyna að skerða efnhag and- stæðinga yðar? Hafið þér hreina samvisku vegna þess arna? Ef spurningar þessar og aðrar i sama dúr hafa ekki borið fyrir yður i dómssal samviskunnar er sálarlif yðar klofið. Þér metið þá opinbera æru yðar á kostnað samviskunnar. Hafið þér orðið þessara spurninga varir f hug yð ar en látið hjá liða að svara þeim eða svarað þeim rangt, er isannleika mjögilla komið fyrir yður: Þér hafið þá misboðið mannorðiyðarogþarmeð skert þaðsemþér voruð að verja. Þér hafið þá sýnt að þér kunnið ekki STAFRÓF ÆRUNNAR Háttvirtu Vl-ingar. Tilefni bréfkorns þessa er það eitt að nú hafið þér náð merkum áfanga i baráttu yðar fyrir óskertri opinberri æru. Mál- flutningi i þeim fimmtán meiðyrðamálum sem þér stöðuð fyrir er lokið i undirrétti. Yður hlýtur að létta mjög þegar dómstólar landsins hafa emdanlega staðfest að æra yðar er i lagi og þeir menn sem vógu að yður með orðum dæmdir til fébóta eða fangelsis til vara. Þér kusuð að halda þjóðhátiðarár yðar hátiðlegt með þvi að safna undirskriftum á bænarskjal um áframhald- andi hersetu i landinu. Um þá aðferð yðar dæmir ekki undir- réttur né hæstiréttur hér og nú. Dómstóll sögunnar mun fella dóm yfir henni. Þér skuluð samt ekki örvænta. Hvað sem varðar framtiðina getiðþér glaðst um sinn: Þjóðhátiðarfáninn sem þér dróguð að húni i andvara- leysinu árið 1974 blaktir enn með ósýnilegu en þó isaumuöu skjaldarmerki yðar „Varið 4nd” i feldinum. Ekki er mjög liklegt að hann sigi i hálfa stöng ibráð. Ef tilvillekki fyrr en ýfir gröfum yðar. Kannski eruð þér viðkvæmir fyrir miuningu yðar. Þá skiptir miklu að þjóðernis- æra yðar sé hin sama og framtiðin kýs að hafa i heiðri. Sjálfur er ég sannfærður um að minning yðar verður metin svo sem vert er á næstu þjöðhátið. Þér voruð i sannleika menn ársins 1974. Uppákoma sem enginn sá fyrir. Þér hafið lagt ofurkapp á að fullvissa aðra um þá sannfær- ingu yöar að þér hafið verið tilneyddi r að höfða fimmtán meiðyrðamál vegna eftirleiks undirskriftasöfnunarinnar Varið land. Þessi málaferli ber að skoða og meta i ljósi þeirrar áherslu sem þér leggið á æru yðar. Þér hafið unnið hvert meiðyrðamálið af ööru fyrir dómstólum. En við nána athug- un kemur fram að æra yöar er enn i hættu. Hvernig má slikt vera? Svariðeraö hættuþessari er þann veg farið að opinberir dómstólar geta ekki um hana fjallað. Hún snýr að samvisku yðar. Þér vitið að sjálfsögðu að samviskan er ekki ómerkari hlið ærunnaren sú er snýr að einu sinni stafróf ærunnar þótt meiðyrðalöggjöfin sé yður hjartfólgin. Og hversu átakanlegt yrði ekki þetta ólæsi yðar ef þannig færi að dómstóll sögunnar áfelldist yður fyrir tiltæki yðar þjóðhátiðarárið 1974 og sum þeirra ummæla sem þér hafið fengið dæmd dauð og ómerk fest ust viðminningu yðarsem verð- miðar þriðja flokks þjóðernistil- finningar. Væri þá ekki vita- hringur æruleysisins vissulega fullkomnaður? Virðingarfyllst ofanritaður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.