Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 18

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 4. marz 1978 vism l i \ Wa i m n 10 AURARllO ISLAND im Viö útgáfu þessara merkja varö póstþjónustunni á I messunni. Nafn Jóns Sigurössonar vantar á merkiö frá 1944 og eins upp- lýsingar um þaö hvenær hann var uppi. €tlendingar draga þvi oft þá ályktun aö þarna sé mynd af fyrsta forseta iýö- veldisins, en finnst hann skelfing gamaldags. Hin merkin eiga aö sýna framfarir í póst- flutningum og gera þaö en gefa i skyn aö okkur hafi ekkert fariö fram i byggingarlistinni. fólki á að hreinir og ógallaðir peningar væru verðmestir en mynt má ekki pússa*,aðeins þvo varlega Ur sápuvatni. Sum prjónamerkin vand- fundin Prjónamerki eru eitt af þvi sem algengt er að fólk safni. Magni kvað eitt skemmtileg- asta heildarsafn þeirra, sem hægt væri að ná i.vera 17. júni merkin. Þau voru fyrst gefin út 1944 siðan 1954 og eftir það á hverju ári. 1974 gáfu flestar sýslur lands- ins út prjónmerki og eru sum þeirra nú þegar vandfundin. Póstkort, seðlar og fleira Magni sagði að póstkortasöfn- un væri alltaf að aukast, en nú kæmi mjög litið inn af póstkort- um. Fólk væri ef til vill tregt til að selja skrifuð póstkort en það væri óþarfi þvi fæstir póstkorta- safnarar læsu textann. Það sem skipti þá máli væru myndirnar frimerkið og póststimpiilinn. Tengd mynlsöínuninni er söfnun vörupeninga og brauð- peninga,en af þeim var talsvert gefið út á árunum 1846-1932. Kaupmenn og brauðgerðar- menn gáfu þá út til að greiða með þeim innlegg og siðan var yfirleitt ekki hægt að nota þá annars staðar en i fyrirtæki út- gefanda. Af öðrum söfnunum nefndi Magni söfnun gamalla seðla vindlamerkja og spila. Nýjasta spilasöfnunin sagði hann að væri söfnun Tarot spila (Spáspila) og eru til af þeim margar gerðir. „Möguleikarnir eru sem sagt fjölmargir,” sagði hann. „En það er svo með söfnun i heild, að hún skapar reglusemi og nákvæmni auk þess sem hún vikkar sjóndeildarhringinn og veitir mikla ánægju.” Saina aðeíns því sem ég nœ í fyrirhafnarlítiðff Segir Erlendur Jóhmnnssen, sem meðaf annurs safnar eldspýtustokkum eg blaðaúrklippum „Ég byrjaði ekki á þessari söfnun fyrr en ég veiktist og varð að hætta að vinna. Fram að þeim tíma mátti ég aldrei vera að þvi að sinna neinu svoleiðis," sagði Erlendur Jóhannsson, hús- gagnasmiður. Erlendur hefur únnið við húsgagnasmiði í yfir 40 ár, þar af 36 ár hjá Kristjáni Siggeirssyni. Hann hefur fengið heiðursskjal Félags íslenskra iðnrekenda fyrir 40 ára starf i þágu iðnaðar og er heiðursfélagi Sveinafélags húsgagnasmiða. Undanfarin tvö ár hefur hann ekkert unnið við smiðar. A þeim tima hefur hann stytt sér stundir við ýmiss konar söfnun. Aðallega safnar hann eldspýtustokkum, en einnig hefur hann stundað frimerkjasöfnun og blaðaúrklippum og mynt hefur hann safnað nokkuð. i fyrstu ferðinni til út- landa Erlendur og kona hans, Asta Þorgrimsdóttir,eru bæði skátar. Ásta var ein af fyrstu islensku kvenskátunum. Fyrir 6 árum fóru þau til Noregs, þar sem haldið var mót St. Georgsskáta. Þetta var þeirra fyrsta utan- landsferð. „Það var i þessari ferð sem ég byrjaði að safna eldspýtu- stokkunum,” sagði Erlendur. „Ég sá svona safn hjá sænskum safnara og það kom mér af stað. Við fórum siðan á annað St. Georgsgildi i Finnlandi tveim árum seinna og þar náði ég mér i fleiri stokka. Siðan hefur smám saman bæst i safnið. Einn sonur minn er vélstjóri og hann hefur gefið mér stokka.” Erlendur með hluta af eldspýtustokkasafni sínu. Helgarblaðið rœðir við Jón Halldórsson um merkilegt póstkortasaffn hans og fleira Jón Halldórsson skoðar póstkortasafnið með sonar- syni sinum Bjarna Frey Kristjánssyni. I hillunum eru möppurnar sem geyma allt safnið. Póstkort eru i flestra augum skemmtileg vin- arkveðja úr f jarlægð. En einstaka mönnum eru þau annaðog meira en það eitt. Þeim finnst þau vera hinir merkilegustu safngripir og fletta þeim eins og skemmtilegustu sögubók. Af kort- unum/ lesa þeir sögu litríkra persónuleika, iþrótta, byggingarlistar, stjórnmála og raunar alls þjóðlifs. Einn þessara manna er Jón Halldórsson bólstrari í Reykjavík. Eftir 15-20 ára söfnun á hann eitt fullkomnast kortasaf n á Islandi en það telur nú 10-12 þúsund útgáfur og eru sumar þeirra á fleiri en einu korti i safninu. Helgar- blaöið heimsótti Jón og fékk að skoða kortasafn hans og fleiri söfn, því eins og algengt er um safnara lætur hann sér ekki nægja eina tegund söfnunar. Engar dauðar stundir „Ég hef verið að safna ein- hverju alveg frá þvi ég var smá- strákur,” sagði Jón. „Oftast hef ég safnað frimerkjum en það hefur eitt og annað komið þar við sögu lika. Jú, það má segja að ég hafi haft mikla ánægju af þessu. Söfnunin sér fyrir þvi að mér leiðist aldrei. Einu sinni i mánuði hitti ég 20-30 manna hóp kortasaínara. Við röbbum þá saman og skiptum á kortum, ef hægt er. Og svo eru alltaf öðru hvoru að koma hingað menn sem þurfa að fá lánuð kort vegna bókaútgáfu, þvi I þessum kortum liggur geysimikill fróö- leikur.” — Vilja kortin þá ekkitýna töl- unni? „Nei, ég hef aldrei misst kort. Þau koma öll aftur.” Stúdentar á elsta kortinu Jón safnar aðeins Islenskum kortum en þau hafa þó veriö gefin út viða erlendis og eitt kortið kom til dæmis fyrst til ts- lands i safn Jóns. Þetta er gamalt þýskt kort sem sýnir konu I islenskum þjóöbúningi. Kortið hafði verið sent innan- lands I Þýskalandi og þar sá kunningi Jóns þaö I fórum þýsks kunningja sins en sá var með kortið vegna frimerkisins sem á þvi var. — Hvenær var elsta kortið i safninu gefiö út? „Elsta kortiö sem er með dagsetningu er frá 1904,” sagði Jón. „En svo á ég kort sem er sagt aö sé frá þvl fyrir aldamót en það er ekki hægt að henda reiður á þvi að ööru leyti en þvi aö það sýnir stúdenta frá 1897 og það er trúlegt að þaö hafi ekki verið gefið út miklu seinna.” Vandlátur á jólakort Kortasafni Jóns er skipt I 10 flokka. Þeir eru Reykjavik; þjóð og saga; fiskveiðar og skip; sveitabæir og sveitastörf; kaupstaðirog kauptún; kirkjur; fossar; brýr, skólar eldgos o.fl., og jólakort gömul og ný. „Ég safna þó ekki nærri öll- um jólakortum. Þau verða að vera af kirkjum,með teikning- um eða vera gefin út til styrktar einhverju,” sagði Jón. — Fylgir þessu ekki mikil vinna? „Jú þetta er mjög timafrekt. Til dæmis gerði ég spjaldskrá yfir kortasafnið og það tók mig heilan vetur.” Mikil ættjarðarást Það fyrsta sem vekur athygli þegar blaöað er i kortasafninu er að gömlu kortin frá upphafi aldarinnar eru mjög mörg með myndum af fánanum. einnig þeim bláhvita, skjaldarmerkinu og Islenskum þjóðhetjum. „Það sést greinilega á kortun- um að ættjaröarástin var alveg að drepa okkur framan af öld- 'inni,” sagði Jón og kimdi. „Með krepptan hnefann f annarri hendinni" Þarna má lika sjá marga fræga menn sem voru upp á sitt besta fyrir miðja öldina. Þarna eru iþróttamenn eins og Jó- hannes á Borg, Gunnar Salómonsson og Sigurjón Pétursson á Alafossþen af hon- um eru myndir I fjölmörgum LAAAAAAAAAAA BETRA ER GEYMT EN GLEYMT MYNDIR: JENS ALEXANDERSSON OG BJORGVIN PALSSON

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.