Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 3
vism Laugardagur 4. marz 1978 3 I ins á Akureyri er hafið: um 23 ðendur I bæjarstjórnarkosningar og er aðalmaður flokksins i bygginga- nefnd. Tryggvi Pálsson er 39 ára gamall framkvæmdastjóri byggingafyrirtækisins Smára. Varaformaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar. Sverrir Leósson er 39 ára og fulltrúi útgerðarfyrirtækis. Situr m.a. i stjórn Ltú og er formaður Sjálfstæðisfélags Akureyrar. Hrefna Jakobsdóttir er 41 árs húsmóðir. HUn hefur starfað mik- ið að félagsmálum Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri. óli G. Jóhannsson listmálari er 33 ára, eigandi Gallery Háhóls á Akureyri. Hann hefur starfað að ýmsum félags- og menn- ingarmálum. Þórunn Sigurbjörnsdóttir hUsmóðir er 46 ára og er varaformaður Sj'álfstæðis- kvennafélagsins Varnar. HUn hefur átt sæti i fræðsluráði og skólanefnd um árabil Steindór G. Steindórsson verður 25 ára á mándudaginn og er yngsti frambjóðandinn. Hann er plötu- og ketilsmiður og mikill áhugamaðurum félagsmál. Gunnar Ragnars framkvæmdastjóri Slippstöðvar- innar er 39 ára og formaður FulltrUaráðs Sjálfstæðis- félaganna á Akureyri. Björn Þórðardóttir er 32 ára hUsmóðir og kaupkona og hefur áhuga á bæjarmálum almennt. Sigurður Jóhann Sigurðsson er 31 árs og er yngsti bæjarfulltrUi Sjálfstæðisflokksins. Hann er framkvæmdastjóri Skeljungs á Akureyriog hefur gengt mörgum trUnaðarstörfum á sviði félags- mála. Margrét Kristinsdóttir hUs- stjórnarkennari er 40 ára og stjórnar HUsstjórnarskólanum á Akureyri. Jón Viðar Guðlaugsson lyfja- tæknir er 43 ára og tók virkan þátt i starfsemi ungra sjálfstæðis- manna. Arni Arnason framkvæmda- stjóri hefur verið varabæjar- fulltrUi flokksins s.l. tvö kjör- timabil. Ingi Þór Jóhanns- son.framkvæmdastjóri er 33 ára og er varabæjarfulltrUi Sjálf- stæðisflokksins. Óli D. Friðbjörnsson skrifstofumaður hefur mikið starfað að félasmálum og er nU formaður Málfundafélagsins Sleipnis. Gisli Jónsson menntaskóla- kennari er 52 ára og hefur verið aðalfulltrUi eða varamaður i bæjarstjórn frá árinu 1958. Freyja Jónsdóttir hUsmóðir er 54 ára hefur tekið mikinn þátt I störfum sjálfstæðisfélaga á Akureyri og er einnig i stjórn La n d s s a m b a n d s sjálf- stæðiskvenna. Sigurður Hannesson bygginga m e i star i varð varamaður i bæjarstjórn 1962 og hefur verið aðalfulltrUi siðasta kjörtimabil. Ilermann Haraldsson banka- fulltrUi er 26 ára. Hann situr i stjórn Varðar og er gjaldkeri KA. Sveinbjörn Vigfússon viðskiptafræðingur hefur starfað með ungum sjálfstæðismönnum og var um árabil formaður Varðar. Höskuldur Helgason bilstjóri er 66 ára og var meðal stofnenda Bilstjórafélags Akureyrar og mörg ár i stjórn þar. Oddur C. Thorarensen apótek- ari er 48 ára og formaður félags apótekara i dreifbýli. Hann hefur m.a. verið i stjórn Tollvöru- geymslunnar og Sparisjóðs Akureyrar. s.G. Sverrir Hrefna Gunnar Ingi Sveinbjörn Björg Óli D. Höskuldur Sigurður J. Gisli Oddur Alþjóðleg bílasýning haldin í Reykjavík Fyrsta alþjóðiega bilasýning- in á islandi verður haldin dag- ana 14.—23. april. Þetta verður jafnframt stærsta vörusýning sem hér hefur veriö haldin og fer hún fram i nýju húsi Sýning- arhallarinnar við Bildshöfða. Bilgreinasambandið gengst fyrir sýningunni i samvinnu viö framleiðendur og er hún viður- kennd af alþjóðasamtökum þeirra. Þarna veröa til sýnis yfir 150 bifreiðarog i anddyri hallarinn- ar verður yfirlit yfir sögu bifreiðarinnar og gamlir bflar sýndir. 011 bilaumboð hér á landi eru þátttakendur nema eitt og verðmæti bifreiða og sýningarmuna er eflaust hátt i einn milljarð króna. Þarna verða ýmsir bilar sem ekki eru sledir hérlendis og má segja að hér sé um stórviðburð að ræða fyrir allan almenning. 1 undirbUningsnefnd sýning- arinnar eru SigfUs SigfUsson, Þórir Jensson, Ragnar Ragn- arsson og örn Guðmundsson. Nánar verður sagt frá sýning- unni AUTO 78 siðar hér I blað- inu. —SG Gœsluvarðhald Hauks Heiðars kœrt til Hœstaréttar I Játning lá fyrir á þriðja í jálum ,/Játning lá fyrir á öllu þessu máli í þriðja i jólum og ég hef nú í annað skipti kært framlengingu á gæsluvarðhaldinu. Það er mjög óvanalegt að gæslu- varðhaldi í fjárdráttar- málum sé breytt og það framlengt", sagði Sveinn Snorrason hæstaréttarlög- maður i samtali við Vísi. Hann er réttargæslumaður Hauks Heiðars, en á miðvikudag- inn var gæsluvarðhald Hauks framlengt til 15. mars. Krafist hafði verið áframhaldandi gæslu- varðhalds til 22. mars en Birgir Þormar aðalfulltrUi sakadóms kvað upp Urskurð til 15. „Sönnunargögn i fjárdráttar- málum eru með þeim hætti að það þarf ekki að beita svo löngu gæsluvarðhaldi”, sagði Sveinn ennfremur, en Haukur Heiðar var fyrst Urskurðaður i gæsluvarð- hald 23. desember. Sveinn Snorrason sagði að frá þvi hegningarlögin frá 1940 tóku gildi hefðu tvö eða þrjU mál af þessu tagi komið fyrir Hæstarétt þar sem gæsluvarðhaldi hefði verið beitt en þá aðeins i örfáa daga. Það væri þá til þess að sannreyna hvort samstarfsmenn innan einhverjar stofnunar væru sekir. Sönnunargögn væru fyrst og fremst endurskoðunaratriði sem væru hjá viðkomandi fyrir- tæki eða stofnun. Þvi hefur Sveinn kært gæslu- varðhaldsUrskurðinn frá þvi á miðvikudag til Hæstaréttar. —SG Vetrarvöru r Shell! Sterkt vopn í baráttunni viö Yttur konung Startgas (svari fyrir blöndunga Sætaáklæði í flesta bíla Rakaþerrir Gluggahreinsiefni Frostlögsmælir Rafgeymar, flestar gerðir Ljóskastarar í bíla/ Tjöruhreinsiefni íseyðir fyrir rúðusprautur Lásaolía, hindrar ísingu í bílaskrám njóskóflur, 2 gerðir Hleðslutæki, 4 og 7 amper Geymasambönd Startkaplar Dráttartóg Fjölmargar gerðir af gúmmímottum (ssköfur, margar gerðir Fást á bensínstöðvum Shell Dekkbroddar, skyndikeðjur, 3 gerðir Oliufélagið Skeljungur hf Shell Smávörudeild Simi 81722

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.