Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 19

Vísir - 04.03.1978, Blaðsíða 19
VISIB Laugardagur 4. marz 1978 19 BETRA ER GEYMT EN GLEYMT Pappírinn dýr Erlendur sagðist yfirleitt safna þvi sem honum hefði fallið i skaut fyrirhafnarlitið. Þó sagði hann að söfnunin væri nokkuð dýr. Hann gengur þannig frá eld- spýtustokkunum, að hann fletur þá út og limir þá á karton og geymir þá siöan i möppum. Þessi karton sagði hann að væru orðin dýr og það hefði hamlað þvi að hann gæti gengið þannig frá öllu safninu. Svo til allir stokkarnir eru komnir erlendis frá, enda er úr- valið hér á landi ekki mikið. A Norðurlöndunum eru stokkarnir til dæmis notaðir fyrir aug- lýsingar og verður það til þess að fjölbreytni þeirra er mikil. 1 safni Erlendar eru bæði stórir stokkar og litlir. Frá íta- liu fékk hann kringlótta stokka og frá Bretlandi voldugar kaminueldspýtur. . Nokkrir stokkanna eru til minja um St. Georgsgildin. Einvígi aldarinnar og þorskastríö Eins og áður sagði safnar Er- lendur einnig blaðaúrklippum. Hann valdi að safna öllu sem hann náði saman um tvö mál, „Einvigi aldarinnar” milli Fischers og Spasskýs og siðasta þorskastriðið. Sögu þessara tveggja viðburða má nú lesa i möppum þar sem blaðafregnum um þá er haldið saman. Mest sagðist Erlendur hafa klippt út úr Morgunblaðinu, þar á meðal teikningar Sigmunds og Hall- dórs Péturssonar af einviginu en einnig nokkuð úr Visi og Timanum. En hvers vegna valdi hann einmitt þessi mál? ,,Ég kann ekki að tefla svo ekki var það skákáhuginn, sem varð til þess að ég safnaði úr- klippum um „Einvigi aldarinn- ar” sagði hann. „En mér þótti þetta merkilegt mót og þvi datt mér i hug að halda þessu saman. Og hvað þorskastriðiö varðar, hlýtur það að teljast mikilvægur viðburður fyrir okk- ur islendinga.” Smiöaöi allt sjálfur Fyrir gestkomandi á heimili þeirra Erlendar og Ástu vekur það athygli að þar er mikið af sérsmiðuðum húsgögnum og munum. Við spurðum Erlend hvort hann hefði smiðað þetta allt sjálfur. „Já, ég hef eiginlega smiðað allt sjálfur nema útvarpið og pianóið. Pianóið keypti ég einu sinni fyrir 600 krónur. Okkur er sagt að Indriði Einarsson hafi átt það áður.” í stofunni ber mest á stórum Erlendur Jóhannsson ásamt konu sinni Astu Þorgrímsdóttur, við sveinsstykkið, serti hefur prýtt heimili þeirra nærri hálfa öld. og fallegum skáp, sem Erlendur sagði að væri prófstykkið sitt. Skápurinn er nú um 44ra ára. Erlendur sýndi okkur lampa og könnur sem hann sagðist hafa smiðað úr sandsteini frá Stykkishólmi en þar er hann fæddur og uppalinn. „Þessa muni smiðaði ég i matar- og kaffitimunum minum á meðan ég var i vinnu,” sagði hann. „Ég gat ómögulega setið inni og talað um pólitik og þvi notaði ég timann til að búa til ýmislegt fyrir sjálfan mig.” Nú hafa smiðarnar legið á hillunni um nokkurn tima en Erlendur sagðist vonast til að geta gert meira heima fljótlega. En á meðan er timinn notaður til að dytta að safninu. „Ekki neita ég þvi aö ég hafi haft ánægju af þessu”, sagði hann. „Það er nú svo að þótt ekki sé allt eins og maöur óskar að hafa það getur maður ekki bara lagt árar i bát.” Nokkur póstkortanna eru með myndum af Ástar- Brandi og Oddi af Skaganum í fornmannabúningi sínum. iþróttagreinum. Þá eru þarna myndir af Hallgrimi Benedikts- syni. fööur Geirs Hallgrimsson- ar forsætisráðherra og er hann þar i glimubúningi. Inni á milli eru svo kort með myndum af sérkennilegum per- sónuleikum eins ogAstar-Brandi og Oddi af Skaganum i forn- mannabúningi sinum. Þann búning hafði hann fengið fyrir Alþingishátiðina og gekk siðan mikið I honum. Þegar við skoðuðum þessar myndir rifjaöi Jón upp sögur af þessum mönnum. Ein þeirra er af lýsingu Odds á slagsmálum sem hann á aö hafa lent i. Ekki vildi Jón sverja fyrir að hún væri sönn, en svo á Oddi að hafa sagst: „Ég var með krepptan hnef- ann i annarri hendinni og tó- baksbaukinn i hinni. Svo gaf ég honum á kjaftinn rétt á bak við eyrað. Og hann hljóp og ég hljóp og ég á undan!” Um Astar-Brand sem var hálf- gerður förumaöur og óþreyt- andi hlaupagikkur var sagt að þegar hann eitt sinn missti af strandferöaskipi hafi hann hlaupið yfir fjallgarö á milli Vestfjarða og tekiö skipið i næstu höfn. 360 stimplar á sama frí- merkinu Eins og áður sagði safnar Jón ýmsu öðru en kortum og eitt af þvi merkara er safn eins fri- merkis með mismunandi stimplum. „Þetta frimerki er 20 aura merki frá 1925”, sagði Jón. „Upplagið var á 5. milljón og á 7 ára timabili var þetta merki á hverju einasta bréfi. Ég á þetta merki núna með 360 mismun- andi stimplum.” A þessum tima voru 300 númerastimplar notaðir á land- inu og sagði Jón að hugsanlega væru 250 þeirra til á þessu merklen hann á nú um 200. Einn stimplanna i safninu er sá fyrsti sem geröur var á ís- landi en hann er frá 1873. Þá má sjá þarna ýmis einkennileg fyrirbæri. Nokkur merkjanna eru póststimpluðerlendis bæði i Bretlandi og Danmörku og viðar og hafa þvi bréfin sem þau voru á farið utan áður en þau voru sett i póst. Nokkur merki eru stimpluð með dönskum aug- lýsingum. Þá kemur þarna fram aö ekki hefur póstkerfið alltaf verið i fullkomnu lagi. Til dæmis er eitt merkið ógilt með bleki sem bendir til þess að stimpillinn hafi verið týndur. Annaö merki erstimplað með dagsetningunni 14.8.1918 en þá voru énn 7 ár i að merkið kæmi út og hefur þvi sá stimpill verið laglega vitlaust stilltur. Gömlum auglýsinga- myndum haldið saman I safni Jóns eru fjölmargar myndir af islenkum leikurum i islenskum leikritum. „Þessar myndir voru látnar fylgja Teofanisigarettum á ár- unum 1920-30,” sagði hann. „Ég á hérna fjölmargar myndaseri- ur sem gefnar voru með ýmsum vörutegundum i auglýsinga- skyni á þessum árum, eöa þar til það var bannað. Myndir af islensku landslagi og skipum voru gefnar með Commandersigarettunum. Meö kaffitegundinni „Bláu könn- unni” frá KRON voru myndir af islenskum vitum og fleira. Svo á ég hérna gamlar myndir frá Islandi sem gefnar hafa verið með súpukrafti er- lendis. Ég fékk 3 slikar serlur frá Englandi. Textarnir með myndunum eru á mörgum tungumálum en enginn er á is- lensku.” Engar fréttir á 200 kort- um Frá auglýsingamyndunum snerum við okkur aftur aö kort- unum. Jón sagði að flest kortin hefðu aldrei verið send.en þó væru sum þeirra með mjög skemmtilegum frimerkjum og stimplum. — Er það rétt sem sagt er að kortasafnarar skoði sjaldnast það sem skrifað er á kortin? „Já, bakhliðin á kortunum skiptir okkur engu máli nema þá frimerkin. Það er lika mjög sjaldgæft að nokkuð sem heitið geti standi i kortum. Ég á hérna i safninu til dæmis 200 kort sem þrjár systur sendu milli sin um eða upp úr 1930. A þeim flestum stóð: „Ég hef engar fréttir aö segja þér”, orðað meö ýmsu móti. Það heyrði til undan- tekninga að nokkuð annaö væri sagt i þeim.” Hvar var sólarlagið? Jón sagði aö þaö væri eins með kortin og frimerki að ýmis mistök kæmu þar fram. Hins vegar kvaöst hann ekki telja að þau yrðu verömætari við þaö. Sem dæmi um slik mis- tök eru nokkur kort sem sögö eru eiga að vera frá konungs- komunni 1908, en konungur kom bara alls ekki i heimsókn 1908, heldur 1907. Þá er i safninu kort með textanum: -;,Sólarlag I Reykjavik”, en Jón sagöi að svo vildi til að myndin væri tekin i Stykkishólmi og gæti þvi tæpast sýnt sólarlag i Reykjavik. ,,Eitthvaðá maður af því" Flest kortanna og gömlu myndanna sagðist Jón ýmist hafa keypt eða fengið i skiptum. Hann sagði aö enn leyndist mik- ið af þessu i kommóðuskúffum hingað og þangaö, — það væri bara að finna það. Jón sagði okkur sögu sem dæmi um það hvernig hann kemst yfir viðbætur i safnið. Til hans kom i haust ungur blaðsölustrákurog sagðist hafa heyrt aö hann keypti kort. Jón spurði þá hvort strákur ætti kort. „Jú eitthvað á maður nú af þeim,” sagöi hann hinn búra- legasti og bætti við að verið gæti að hann vildi selja,en sagði svo: „Heyröu viltu kaupa Visi?” Jón sagðist hafa hlegið.keypt Visi og dáöst aö söluhæfileikum drengsins en ekki búist við að sjá hann aftur. En viku seinna birtisthann og þá með bunka af gömlum kortum. Þau vildi hann selja og sagðist eiga mörg fleiri heima.amma sin heföi gefiö sér þau. Þannig leynast viða þessir gömlu hlutir, þótt flestum finn- ist þeir einskis virði. Og á hverju ári bætist i safn Jóns. Þetta er eitt af kortunum sem Andrés Johnsen gaf út, en þau eru alls um 20—30. úr myndunum má lesa þessa visu: Seðlar, kopar, silfur, mynt, svigar, depill, komma, pundið, lóðið, kiló, kvint, kvartel, alin, tomma.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.