Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 4
□□□□□□□□□□□□□□ooDaaaaaa BÍLAVARAHLUTIR Ford pickup '66 Volvo duet '65 Rambler American '67 Moskvitch '72 Chevrolet Impala '65 Skoda 100 '72 Cortina '67-70 BILAPARTASALAN Hotöatuni 10, simi 1 1397. Opiö fra kl. 9 6.30, laugardaga kl. 9 3 og sunnudaga k I 13 19092 SIMAR 19168 Höfum til kaups og sölu allar gerðir og tegundir bíla Opið alla daga til kl. 7 nema suniuidaga. Opið i hádeginu. VÍSIR Nýr umboðsmaður Úlfhildur Jónsdóttir 1 Baughólar 13 Simi 96-41227 1 Húsavik VÍSIR □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ □ Ung bornlaus hjón nýkomin fró nómi erlendis, vontar góða ibúð eða sérhœð ó leigu strax. ^^fTer^örfnwir'e^íauðsyi^^ Uppl. í síma 86915 .a □ □ □ □ □ □ □ D D D D D D s aaaaDDDaaDDaDaaDDaDDDDDaaaaDaaaaaaaaDnaDaaaaa Utankjörstaðakosning Utankjörstaðaskrifstofa Sjólfstœðisflokksins er í Valhöll, Hóaleitisbraut 1 - Símar: 84302 og 84037 Sjálfstæðisfólk! Vinsamlega látið skrif- stofuna vita um alla kjósendur, sem verða ekki heima á kjördegi. Utankjörstaða- kosning fer fram i Miðbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Fimmtudagur 22. júni 1978 Finnur Torfi Stefánsson (A) „Veröbólgan er ekki launafólki að kenna, kjara- skerðingin f vetur jók verðbólguna. Hún á rætur að rekja til rikis- báknsins og draga þarf úr of- þenslu þess”. ólafur Jóhannes- son (B) „Við höfum lifað um efni fram og veröum nú að reyna að feta okkur niður verð- bólgustigann. En eitt er vist og það er að ekki verður hægt að gera allt fyrir alla á með- an”. Framboðsfundur ó Siglufirði: W W Pálmi Jónsson (D) „Ekki hefur enn tekist að rétta við þrotabú vinstri stjórnar- innar. Margt hef- ur samt áunnist. Efnahagsmálin þarf að taka sterkari tökum og þá þýðir ekki að taka undir hverja þá bón sem til hækkunar stendur, lfkt og Alþýðuflokkurinn hefur gert”. Ragnar Arnalds (G) „Fullyrð- ingar um það að Alþýðubanda- lagá beri ábyrgð á járnblendinu eru rangar. Það er Framsóknar- flokkurinn, Sjálf- stæðisflokkurinn og þingmenn Alþýðuflokksins sem bera ábyrgð á því” Guðmundur Þór Ásmundsson (F) „Þingmenn þurfa aldrei að standa reikningsskil gerða sinna vegna öryggisins sem þeir njóta i skjóli flokksræö- isins.” I LIKINGU VIÐ REGN- IÐ, LITLAUS OG GRÁR Regndroparnir dönsuðu á gangstéttarbrúninni þegar blaðamenn Visis renndu f hlaö á Hótel Höfn á Siglufirði um dag- inn. Erindið var að fara á fram- boðsfund stjórnmálaflokkanna þá um kvöldið. En það veðurfar sem var á Siglufirði þennan dag lýsir ein- mitt mjög vel þeim anda sem rikti meðal stjórnmálamann- anna þetta kvöld. Rigning, grá- mygluleg og hversdagsleg. Droparnir voru flestir af sömu stærðargráðu og regnið ekki það mikið að geta skapað ærlegan gusugang. Fundar- formiö var auk þess þannig að áheyrendum gafst ekki færi á þvi að skvetta, frammiköll voru óveruleg, fyrirspurnir engar. Umferðirnar voru þrjár og haföi hver flokkur fjörutiu mín- útur til umráða. Allir voru með skrifaöar ræður. Þaö sést ekki i útvarpi en er heldur leiðinlegt á fundum. Þessar skriflegu ræður stjórnmálamannanna veittu þeim þaöskjól sem þeir virtust helstkjósa. (Jtkoman varð sú að enginn þeirra vöknaði allir komust „heilir hildi frá”, ef þannig mætti að orði komast. Algengt var aö þeir vitnuðu i orð hvors annars á öðrum og fyrrifundum. Nokkuð sem eng- inn vissi né gat vitað hvort rétt væri eftir haft. Samt sem áður sakar ekki að renna yfir minnisblöð blaða- manns. Rýna í það sem ekki hefur runnið saman i þokusúld minningarinnar um þennan fund. Sagan um umskipting- inn Fyrstur tók til máls Hannes Baldvinsson og talaði af hálfu Alþýðubandalagsins. Hann taldi höfuðorsök veröbólgunnar vera áhrif gróðaaflanna i Sjálfstæð- isflokknum og Framsóknar- flokknum. Fulltrúar þessara flokka gerðu ekkert til að leysa hana meðan gróðaöfl þessara flokka teldu sér hag I að viðhalda verö- bólgu. Þess vegna væri kosn- ingabaráttan kjarabarátta. Hannes sagði að aöstaöa Framsóknarmanna i þessari stjórn minnti sig á þjóðsöguna um umskiptinginn. Það kæmi einkar vel i ljós væru störf þeirra i þessari stjórn borin saman við vinstri stjórnina. Nú þyrftu kjósendur að bregða sér i hlutverk húsmóöur- innar i þjóðsögunni og flengja Framsókn ærlega. Sambandsleysi þing- manna og kjósenda Næstur á mælendaskrá var Guömundur Þór Asmundsson og talaði hann fyrir hönd Sam- taka frjálslyndra og vinstri manna. Guðmundur vék i upphafi máls sins að of litlu sambandi milli þingmanna og kjósenda. Orsökin fyrir þessu sambands- leysi væri það öryggi sem flokkslistarnir veittu þingmönn- um sinum. Þetta flokksræði væri að miklu leyti afleiðing kjördæma- skipulagsins sem væriþannig úr garði gert að þingmenn þyrftu sjaldnast að standa reiknings- skil geröa sinna. Tilraunir sem gerðar hafi veriö til breytinga á alþingi hafi auðvitað mistekist, einnig prófkjörin að nokkru. Lausnin að mati Guðmundar væri að sameina kosti núver- andi kerfis og einmenningskerf- is þannig að fólki gærist færi á aðraða mönnum á lista um leið og það kýs. Þá kom Guðmundur inn á samræmdan grunnskóla og ræddi um muninn á aðstöðu dreifbýlisog þéttbýlis i þeim efnum sem öðrum. Að feta sig niður verð- bólgustigann Þá tóktil máls Ölafur Jóhann-. esson og talaði fyrir Framsókn- arflokkinn. Hann vék I upphafi máls sins á þrjú stórmál sem vel hafi veriö aö staöið af hálfu rikisstjórnarinnar. Fyst væri það nú landhelgismáhð en út- færslan i 200 milur væri stórmál sem skipti sköpum um framtið þjóðarinnar. Þá væri það trygging fullrar atvinnu allt kjörtimabilið. At- vinnuöryggi heföi rikt hér á meðan atvinnuleysi væri til dæmis I nágrannalöndunum. Loks tiltók Ólafur byggða- málin. En þar hefði þráðurínn verið tekinn upp frá vinstri stjórninni og sú stefna verið efld. „Þessi þrjú atriði”, sagöi Ólafur: „ættu að vega þungt þegar störf núverandi rikis- stjórnar eru metin.” Ólafur sagöist ekki draga neina dul á það að i efnahags- málum heföi ekki tekist að ná þeim árangrisem að var stefnt. Hann sagði að efnahagsmálin yrðu mál málanna i næstu rflrís- stjórn, hver sem húnyrði. Einn- ig að tryggja grundvöll afkomu og atvinnu allra landsmanna. „Viðhöfum lifaöum efni fram og verðum nú að reyna að feta okkur niður verðbólgustigann”, sagði Ólafur. „En eitt er vist og það er að ekki verður hægt að gera allt fyrir alla á meðan.” Viðreisn atvinnulifsins algjör. Eyjólfur Konráð Jónsson var næstur á mælendaskránni og talaöi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann rakti viöreisnarstarfiö i kjördæminui upphafi málssins. Viðreisn atvinnulifsins heföi hafist I tið Viðreisnarstjórnar- innar, annað væri misskilning- ur. „Hvergi hefur uppbygging at- vinnuli'fsins oröið eins algjör og hér á Siglufirði siðast liðin tiu ár”, sagði Eyjólfur Konráð. Hann sagði að vel hafi verið unniö að málefnum kjördæmis- ins á kjörtimabilinu og tiltók i þvi sambandi ýms byggðamál eins og það að Þormóöur Rammi hafi verið reistur við, einnig Húseiningar. Fólksflðtt- inn væri nú stöðvaður og fleira tiltók hann sem sýndi uppbygg- ingu I kjördæminu undanfarin ár. Hallærisaðgerðir i góð- æri Finnur Torfi Stefánsson talaði af hálfu Alþýðuflokksins. Hann sagði að veikleiki vinstri stjórn- arinnar hafi verið sá að kunna ekki að afla f jár, aðeins að eyða þvi. En i stað þess að snúa blaöinu við hafi núverandi stjórnar- flokkar haldið áfram bruðl- stefnunni. Stjórnin hafi hamast viö að framkvæma án fyrirhyggju og skynsamlegra áætiana. Eftir stæðu.minnisvarðanir um mis- heppnaöa st jórnarstef nu, Krafla, Grundartangi og Borg- arf jarðarbrú. Rikisstjórnin hafi hunsað þá leið sem Alþýðuflokkurinn og launþegasamtökin hafi viljað fara, samdfáttar og verðlækk- analeið. Þvi væri svo komiö að hún hefði þurft að gripa til hall- ærisaðgeröa i góöæri. Bráöa- birgðalögin væru siðan fikju- blaðið sem skýla heföi átt nekt rikisstjórnarinnar i launamál- um. Auk þeirra sem nú eru nefndir töluöu i siöari umferðum þeir Ragnar Arnalds (G) Bergur Arnþórsson (F) (Jlfar Sveinsson (F) Stefán Guömundsson (B) Páll Petursson (B) Jón As- bergsson (D) Pálmi Jónsson (D) og Jóhann Möller (A).

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.