Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 16

Vísir - 22.06.1978, Blaðsíða 16
JAFNTEFU í KRIKANUM FH-ingar og Víkingar geröu jafntefli, hvort liöiö geröi þrjú mörk er þau áttust viö I fyrstu deild islandsmótsins i knatt- spyrnu. FH-ingar komu mjög á óvart i ieiknum, og heföu átt sig- urinn fyllilega skiliö. A 23. minútu skoruöu FH-ingar fyrsta markiö i leiknum, og var Leifur Helgason þar aö verki, skaut af stuttu færi. Ekki liöu nema þrjár minútur er FH-ingar bæta viö ööru marki sinu, en þaö geröi Janus Guölaugsson af tutt- ugu metra færi. I seinni hálfleik komu Vikingar mjög sterkir til leiks, og skoruöu tvö mörk meö stuttu millibili. Fyrst Arnór Guð- jónsen meö skalla, og siöan Gunnar Orn Kristjánsson gullfal- legt mark af löngu færi. Um miöj- an hálfleikinn bættu FH-ingar viö þriðja markinu, og var Ólafur Danivalsson þar á feröinni meö góöum skalla. Rétt fyrir leikslok jafna Vikingar leikinn með marki frá Lárusi Guömundssyni af stuttu færi. FH-ingar verða aö teljast óheppnir að fara ekki meö sigur af hólmi i þessum leik, þvi aö þeir voru miklu betri aöi íinn i þessum leik. Dómari leiksins var Guömundur Haraldsson, og dæmdi vel. —JKS Fram með stig fró Keflavík Keflvikingar og Framarar geröu jafntefli, eitt mark gegn einu, I fyrstu deild islandsmótsins i knattspyrnu, er liöin kepptu I Keflavik i gærkvöldi. Hávaöarok var meöan á leiknum stóö, og geröi leikmönnum erfitt um vik. Framarar léku undan vindi I fyrri hálfleik, og sóttu öllu meira. Framarar komust i mörg góð tækifæri, t.d. átti Eggert Stein- grimsson tvö þrumuskot aö marki Keflvikinga, en Þorsteinn Bjarnason varöi vel i bæöi skipt- ( STAÐAN ) T .. V Staöan I fyrstu deild tslands- mótsins i knattspyrnu er nú þessi: Akranes Valur Fram tBV Vikingur Þróttur KA Keflavik FH Breiöablik 8710 25-7 15 6 6 0 0 17-5 12 8 4 13 11-8 9 7322 12-10 8 7313 13-15 7 7142 9-11 6 6 1 3 2 6-7 5 8134 10-14 5 7044 12-22 4 7 0 1 6 4-18 1 Næsti leikur er I kvöld. Þá leika Valur og KA á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 20.00. Mark Fram kom á 35. minútu, er Asgeir Eliasson gaf háan bolta fyrir markiö, Guðjón Guðjónsson hugöist hreinsa frá, en mistókst, og þaö var Kristinn Jörundsson, sem afgreiddi knöttinn meö snöggu skoti i mark Keflvikinga. I seinni hálfleik höföu Keflvik- ingar hins vegar vindinn meö sér, og fóru aö sækja talsvert. Þaö bar árangur á 3. minútu, er Einar As- mundsson gefur góöa sendingu fyrir markiö, og þar kemst Stein- ar Jóhannsson inn á milli, og skorar örugglega. Þaö sem eftir lifði hálfleiksins skiptust liðin á marktækifærum sem sköpuöu mikla hættu, en inn vildi knötturinn ekki fara. —JKS. LIDII) MITI Atkvœðaseðill í kosningu VÍSIS um vinsœlasta knattspyrnuliðið sumaríð 18 P.O. Box 1426, Reykjavik. LIÐIÐ MITT ER: NAFN HEIMILI BYGGÐARLAG Sendu seðilinn til VÍSIS Siðumúla 14, Reykjavik strax i dag. Hálfsmánaðarlega verður dregið úr nöfnum þeirra sem tekið hafa þátt i kosningunni og er vinningurinn hverju sinni 15 þúsund króna úttekt á sportvörum hjá ÚTILÍF 1 GLÆSIBÆ Aukavinningurinn er dreginn er út i lok kosning- arinnar úr atkvæðaseðlum þeirra, sem greiddu vinsælasta iiðinu atkvæði sitt er 50 þúsund króna úttekt á sportvörum i _ VERSLUNINNI (JTILÍF í GLÆSIBÆ VINNINGAR HÁLFSMÁNAÐARLEGA y Argentina'78 Hvað sögðu þeir? „ttalirnir komu okkur mjög i opna skjöldu meö leik sinum i fyrri hálfleiknum og þá gát- um viö ekki leikiö okkar venjulegu knatt- spyrnu. En viö náöum undirtökunum I siöari hálfleik, og sigur okkar i þessum leik var sanngjarn” sagöi Ernst Happel, fram- kvæmdastjóri hollenska liösins, eftir sigur- inn gegn ttaliu i gærkvöldi. „Italirnir léku mjög skemmtilega i fyrri hálfleiknum.eneftiraö églét Neeskens fara I sóknina I siðari hálfleik fór dæmiö að ganga upp, og nú förum viö aö huga aö leiknum á sunnudaginn”. „Auðvitað heföi ég viljaö sitja uppi meö sigur og enda feril minn meö' v-þýska liöiö I 3. sæti, en við þessu er ekkert aö segja. Viö eigum hreinlega ekki eins gott liö núna og 1974 og veröum að taka afleiöingunum af þvi” sagði hinn frægi v-þýski þjálfari Helmut Schön eftir tapleik sinna manna gegn Austurríki, en Schön kveður nú sem lands- liðsþálfari eftir 14 árangursrikt starf. „Það var hryllilegt að missa Zico útaf I fyrri hálfleik og setti okkur úr jafnvægi” sagði Coutinho framkvæmdastjóri Brasiliu eftir leik sinna manna viö Pólland, en bætti við að hann vildi ekkert segja nánar fyrr en eftir leik Argentinu og Perú sem hann ætlaöi aö sjá I sjónvarpi ásamt sinum mönnum. „Þetta tókst og það var stórkostlegt” sagöi hinsvegar þjálfari Argentinumanna, en hann var varla viðmælandi eftir leikinn viö Perú sökum ánægju, og lái honum hver sem vill. Búbbi mœttur í slaginn Jóhannes Eövaldsson er kominn heim til aö leika landsleikinn gegn Dönum I næstu viku. Hann kom igærdag, og brá sér strax á æfingu hjá gömlu félögunum sinum hjá Val. Var ekki annað aö sjá en kappinn væri i góöu „formi” og er vissulega mikill styrkur af honum i leikinn gegn Dönunum. i dag á Jóhannes að fara á æfingu hjá Youri Ilitchev scm ætlar að kanna i hvaða ástandi Jóhannes er, og sföan hefjast æfingar hjá landsliðshópnum um helgina en hann veröur tilkynntur á blaðamannafundi á mórgun Jóhannes sagði aö ekkert heföi gerst I samningamálum sinum hjá Celtic, þeir væru , ekki á blaði þessa dagana. Nú hugsaði hann bara um leikina gegn Dönum. klp—. Akurnesingor enn ósigrandi Akurnesingar halda slnu striki i ls- landsmótinu i knattspyrnu. t gærkvöldi lögðu þeir Vestmannaeyinga aö velli með þremur mörkum gegn tveimur,- I leikhléi var staðan 2-1 Akurnesingum I hag. Pétur Pétursson var mjög atkvæðamikill I leiknum, og geröi tvö góð mörk, og Matthfas Hallgrimsson geröi eitt mark, og jafnframt tiunda mark hans I deildinni i ár. Karl Sveinsson gerði bæöi mörk Eyjamanna. Leikurinn þótti mjög fjörugur á köflum, sem Eyjamenn áttu öll meira f, og voru óheppnir að ná ekki aö minnsta kosti jafntefli. Akurnesingar virðast vera í mjög miklum ham um þessar mundir, hver sigurleikurinn á fætur öörum, og er greinilcgt hvert liðiö stefnir. —JKS. Fimmtudagur 22, júnl 1978 VÍSIR __________VtSTR Fimmtudagur 22. júni 1978 Umsjón: Gylfi Kristjánsson — Kjartan L. Pálsson Mario Kempes sýndi frábæran leik I gærkvöldi, og skoraði tvö mörk. Hann gerði einnig tvö mörk gegn PóIIandi. En á þessari mynd sést hann liggja I valnum I leiknum gegn Pólverjum. Argentínumönnum tókst að komast í úrslitaleikinn — Eftir glœsilegan 6:0 sigur gegn Perú í síðasto leiknum í milliriðtakeppninni Argentfnsku knattspyrnumenn- irnir sem i gærkvöldi unnu Perú 6:0 og komust þar meö i úrslit i heimsmeistarakeppninni eru nú þjóðhetjur i heimalandi sinu, og e.t.v. ekki að ástæöulausu. Þeim tókst það ótrúlega, að sigra Perú með meira en þriggja marka mun i gærkvöldi, og það nægði til að ná hagstæðara markahlutfalli en Brasiliumenn, sem verða nd aö gera sér að góðu að leika um 3. sætið í keppninni. Já, leikmenn Argentinu léku snilldarknattspyrnu i gærkvöldi, og Perúmenn áttu ekkert svar. Mörkin hlóöust upp, voru oröin tvö i hálfleik, og 6 talsins áöur en yfir lauk. Veröi argentinsku leik- mennirnir I þessum ham gegn Hollandi, má svo sannarlega bú- ast viö æsispennandi úrslitaieik á sunnudaginn. Argentlnsku leikmennirnir hófu ieikinn meö sókn undir eins og fyrsta tækifæriö til aö skora kom, á 4. mínútu. Þaö var Mario Kempes,sá sem skoraði bæöi mörkin gegn Pól- landi, sem skoraöi fyrsta mark leiksins á 20. minútu. Kempes fékk þversendingu fyrir markiö, og eftir aö hafa leikið á varnar- menn Perú skoraði hann 1:0. Siöan átti Luque skot i stöng og Ortiz skot i þverslá, en Arantini skoraöi glæsilegt skallamark á 43. minútu — staðan 2:0. Og áfram hélt sókn Argentlnu. Varla voru áhorfendur búnir aö koma sér fyrir er staöan var oröin 3:0. Þaö var strax á 3. minútu I siðari hálfleik að Kempes skor- aöi. Bartoni tók frispark, Kempes tók boltann fallega niður, lagöi hann fyrir Luque sem gaf aftur á Kempes og .... 3:0. Og þremur minútum siöar var staöan oröin 4:0. Þá var þaö Luque sjálfur sem skoraöi með gullfallegu langskoti. A 66. minútu bætti Rene House- man fimmta markinu við, en þá var hann nýkominn inná sem varamaður, og Luque átti loka- orðiö, skoraöi 6. mark Argentinu á 72. minútu og þar viö sat. Eins og nærri má geta varð allt vitlaust I Argentinu eftir þennan sigur. Þar var dansaö og sungiö um allt land i alla nótt, fólk hrein- lega tryllt af fögnuöi. Og nú biöa menn spenntir eftir sunnudeginum, þvi þá fæst spurn- ingunni svaraö: Hvort veröur þaö Holland eða Argentina sem hreppir heimsmeistaratitilinn I knattspyrnu áriö 1978? gk-. Holland aftur í úrslit ó HM! Hollendingum tókst þaö, — þeir eru komnir I úrslit heims- meistarakeppninnar i knatt- spyrnu I annaö skiptið i röð, eftir að hafa unnið stórkostleg- an 2:1 sigur gegn ttaliu I Buenos Aires I gærdag. Það merkilegasta við þennan sigur er þó það að Holland var einu marki undir i hálfleik eftir að Ernie Brandts haföi skorað sjálfsmark og ekki nóg meö það. Markvörður þeirra Schrijvers, var borinn af velli slasaöur um miðjan fyrri hálfleikinn. En i siöari hálfleiknum sýndu þeir hollensku virkilega hvers þeir eru megnugir. Þeir léku þá stórkostlega knattspyrnu og tvö mörk þeirra, skoruö af mjög löngu færi,tryggöu þeim sigur og sæti I úrslitaleiknum á sunnudaginn gegn Argentinu. En Italirnir voru óheppnir aö ná ekki þaömiklu forskoti i fyrri hálfleik aö það heföi nægt þeim til sigurs þvi ekki hefði verið ósanngjarnt aö þeir heföu haft yfir 3:0strax eftir 10 minútur og allan fyrri hálfleikinn virtust þeir hafa góð tök á leiknum. Italia tók forustuna á 19. minútu eftir aö hafa pressað nær stanslaust aö hollenska markinu, og átt mörg góð mark- tækifæri. Paolo Rossi átti þá sendingu á Roberto Bettega sem komst framhjá Schrijvers I markinu. En þá kom Ernie Brandts þar aö og ætlaöi aö hreinsa frá. Þaö tókst þó ekki betur en svo aö hann sendi bolt- ann I markiö og sparkaði um leiö i markvöröinn svo bera varð hann af vellinum! Þaö sem eftir var hálfleiksins sóttu Italir mun meira en þeim tókst ekki aö bæta viö markatöl- una. Þaö var allt annaö hollenskt liö sem kom til leiks i siöari hálfleiknum, og munaði miklu aö Johan Neeskens sem haföi gætt Paolo Rossi I fyrri hálf- leiknum fór aö taka meiri þátt i sóknarleiknum. Og Ernie Brandt átti eftir aö bæta fyrir sjálfsmark sitt á besta hátt. Hann jafnaði leikinn meö þrumuskoti af 20 metra færi á 50. minútu/ algjöru „dúndurskoti” sem Dino Zoff átti ekki möguleika á aö verja. Arie Haan skoraöi siöan sigurmarkiö á 75. minútu, og ekki var þaö siöur glæsilegt en fyrra mark Hollands. Bakvöröurinn Jan Poortviet gaf þá á Haan og hann skoraöi með þrumufleyg, af 40 metra færi/sem söng og hvein I itölsku netamöskvunum. Mikil harka var i leiknum Rudi Krol, fyrirliöi HolIendinga,hefur átt frábæra leiki meö hollenska liöinu I Argentlnu, og veriö sá brimbrjótur sem andstæöingum hans hefur gengiö illa aö sneiöa hjá. eftir aö Holland haföi jafnaö leikinn og ekki færri en fimm leikmenn fengu aö sjá gula spjaldið hjá dómaranum. Það var vissulega sárt fyrir Italiu aö missa þetta niöur og leikmenn liösins brugöu fyrir sig hörkunni er á móti blés. Þaö kann að veröa þeim dýrt. Romeo Benetti og Marco Tardelli, lykilmenn I miðjuspili þeirra,voru báöir bókaöir i 2. skipti i keppninni og geta ekki tekiö þátt I leik Italiu gegn Brasiliu um 3. sætið á laugar- daginn. gk- Lokastaöan i milliriölunum i heimsmeistarakeppninni i Argentinu varö þessi: A-riöill: Holland italia V-Þýskaland Austurriki l B-riöill: Argentina Brasilia Pólland Perú 3 2 1 0 9:4 5 3 1 1 1 2:2 3 3 0 2 1 4:5 2 3 1 0 2 4:8 2 3 2 1 0 8:0 5 3 2 1 0 6:1 5 3 1 0 2 2:5 2 3003 0:10 0 KRANKL SÁ UM V-ÞJÓÐVERJA! — Skoraði tvívegis og Austurríki sigraði 3:2 HM I KNATTSPYRNU 1978 Vonir Brasilíumanna skyndilega að engu! „Vonir Brasiliumanna um að komast I úrslit i heimsmeistara- keppninni eru nú geysilega mikl- ar” sagöi I fréttaskeyti Reuter eftir 3:1 sigur Brasiliu gegn Pól- landi i gærdag. — En eins og fram kemur hér á siöunni urðu þær vonir að engu um miönættið I gærkvöld, er Argentinumenn tóku Perúmenn I karphúsiö og unnu þá með nægilega miklum mun til aö komast sjálfir i úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Brasiliumenn leika þvi gegn ítaliu um 3. sætið i keppninni, en á tímabili I gærkvöldi leit ekki út fyrir aö svo myndi fara. Það var bakvörðurinn Nelinho sem skoraði fyrsta mark Brasiliu gegn Póllandi, er hann tók auka- spyrnu eftir aö Gil hafði veriö brugðiö fyrir utan vitateig. Ne- linho sendi boltann meö glæsilegu skoti yfir varnarvegg Pólverja og i markiö. Pólverjar sóttu siöan grimmt og allan hálfleikinn lá jöfnunar- mark þeirra i loftinu. Það kom svo á 44. minútu. Boniek átti þá sendingu inn i vita- teiginn ætlaða Deyna. Hans var hins vegar vel gætt af þremur varnarmönnum, og er boltinn hrökk frá þeim var Lato á auðum sjó og skoraöi örugglega. 1 siðari hálfleik skoraði svo Ro- berto tvivegis fyrir Brasiliu bæði á 57. og 62. minútu, og áttu þá flestir von á aö þessi sigur myndi fleyta Brasiliu i úrslitaleikinn. En leikmenn Argentinu hafa greini- lega veriö á ööru máli. Þaö er talið sem meiri háttr áfall i Brasiliu ef landsliöi þeirra tekst ekki aö komast i úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar hverju sinni, og hætt er viö aö margir þar i landi hugsi nú ljótar hugsanir I garð argentinsku leik- mannanna. gk—. Fyrsti ósigur V-Þýskalands gegn nágrönnum sinum frá Austurriki i knattspyrnu I 47 ár kom svo sannarlega á slæmum tima fyrir V-Þýskaland. Ekki þaö aö sigur hefði fært V-Þjóöverjum möguleika á aö endurheimta heimsmeistaratitil sinn i Argen- tinu, en sigur gegn Austurriki eftir ósigur ltaliu gegn Hollandi heföi gefið V-Þjóöverjum tæki- færi til aö ná i 3. sætiö i keppninni, og meö þvi heföu þeir bjargaö andlitinu dálitiö. En þaö tókst ekki, og V-Þjóöverjarnir snúa nú tómhentir heim á leið. Þaö var hinn marksækni mið- herji Austurrikis, Hans Krankl, sem sá um að afgreiöa V-Þjóð- Argentina '78 verjana,öörum fremur,i Cordoba i Argentinu i gærkvöldi. Hann skoraði tvö af mörkum Austur- rikis sem sigraöi 3:2, og það siö- ara var úrslitamark leiksins tveimur minútum fyrir leikslok. V-Þjóðverjar tóku þó forustuna i leiknum á 18. minútu er Karl- Heinz Rummenigge skoraöi, og þannig var staöan allt fram á 59. minútu. Þá varð fyrirliöa V-Þjóö- verja, Berti Vogts, það á aö skora sjálfsmark, þegar honum mis- tókst aö skalla frá marki háa sendingu sem kom fyrir markiö. Austurriki náöi siöan forust- unni á 65. minútu er Hans Krankl skoraöi meö góöu skoti I fjærhorn eftir sendingu frá Eduard Kreig- er. En stuttu siðar var aftur jafnt. Þá tók Bonhof eina af sinum góöu aukaspyrnum inn i vitateiginn og Hozenbein skallaöi laglega i markiö — 2:2. Viö þetta mark færöist nokkur harka i leikinn, en marktækifæri voru ekki mörg eöa mjög hættu- leg fyrr én markaskorarinn mikli Hans Krankl skoraði sigurmark „litla” Austurrikis yfir „stóra” nágranna sinum og stórveldinu I knattspyrnu. En fögnuður Austurrikismanna var mikill i leikslok. Þeim haföi tekist aö leggja heimsmeistara ab velli, takmarkinu sem þeir höföu lýst yfir fyrir leikinn var náö, heimsmeistararnir lágu sigraöir eftir i valnum i bókstaflegri merkingu. gk—. Hans Krankl. Þessi sókndjarfi leikmaöur skoraði tvivegis gegn V-Þjóöverjum I gærkvöldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.